Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000____________________________________________________________________________________________ i I>V Útlönd Rætt um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráðstefnu í Haag: Agreiningur milli Banda- I ríkjanna og Evrópulanda Ágreiningur er kominn upp milli Bandarikjanna og þjóða Evrópu um hvemig fara eigi að því að draga úr losun svokailaðra gróðurhúsaloft- tegunda út í andrúmsloftið. Það lof- ar ekki góðu fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Haag í Hollandi í gær og stendur næstu tvær vikumar. Fulltrúar 180 landa sem sækja ráðstefnuna fengu ófagra lýsingu á þvi sem koma skal komi iðnríkin sér ekki saman um aðgerðir. Yfir- borð sjávar mun hækka og fellibylj- ir færast í aukana með þeim afleið- ingum að margar smáeyjar munu þurrkast út af yfirborði jarðar. Strax á fyrsta degi ráðstefnunnar varð þó ljóst að breitt bil er milli Bandaríkjanna og Evrópu um hvernig draga eigi úr losun eitur- efna á borð við koldíoxíð sem marg- ir vísindamenn telja að eigi sök á hækkandi hitastigi á jörðinni. Þjóðir Evrópusambandsins sögð- Mótmæli í Haag Andstæöingur hjarnorku lætur skoö- un sína í Ijósi fyrir utan ráöstefnu- höiiina í Haag í Hollandi þar sem loftslagsbreytingar eru ræddar. ust vilja að iðnríkin gerðu breyting- ar á stefnu sinni í samgöngum og orkumálum til að draga mætti úr mengun í samræmi við það sem var ákveðið á ráðstefnunni í Kyoto í Japan fyrir þremur árum. Vilja sveigjanleika Fulltrúar Bandarikjanna sögðust aftur á móti vilja mikinn sveigjan- leika þannig að þau gætu keypt mengunarkvóta af löndum sem þurfa ekki á honum að halda, eins og þróunarlöndunum. „Þessi aðferð mun stuðla að ný- sköpun og draga úr kostnaði," sagði David Sandalow, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á fundi með fréttamönnum. „Við getum ekki leyft okkur þann munað að eyða dollurum, evrum eða jenum í að berjast gegn loftslagsbreyting- um.“ Takist fulltrúum á ráðstefnunni ekki að komast að málamiðlun gæti það gert að engu vonir manna um að hrinda samkomulaginu frá Kyoto í framkvæmd. Þar er kveðið á um að á árunum 2008 til 2012 verði dregið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um rúm fimm prósent miðað við árið 1990. Þótt 180 þjóðir hafi skrifað undir Kyoto-bókunina hafa aðeins þrjátíu staðfest hana. „Við þurfum að taka erflðar ákvarðanir. Ef við drögum samn- ingaviðræðumar á langinn og frest- um því að taka ákvarðanir, eigum við á hættu að þau markmið sem við höfum sett munni renna okkur úr greipum," sagði Jan Pronk, um- hverfisráðherra Hollands og forseti ráðstefnunnar, í ávarpi til fundar- manna. í Kyoto var ákveðið að draga úr losun skaðlegra gróöurhúsaloftteg- unda en tilgangur ráðstefnunnar í Haag er að setja reglur um hvernig það verði gert. Stephen Hawklng Hann hefur nokkrum sinnum fengiö áverka en vill ekki segja hvernig slysin hefur boriö aö höndum. Harðneitar að segja frá slysinu Vinir vísindamannsins Stephens Hawkings höfðu samband við lög- reglu eftir að hann handleggsbrotn- aði og fékk skurði í andlitið, að því er breska blaðið Daily Mail greindi frá í gær. Hawking, sem er bundinn í hjólastól vegna taugasjúkdóms, neitar að greina frá hvemig hann fékk áverkana. Við eitt tilfelli kvaðst hann þó hafa dottið úr stóinum. Hawking hefur í annað sinn kvænst Elaine, fyrrverandi hjúkr- unarfræðingi sínum. Hawking yfir- gaf fyrri eiginkonu sína, Jane, eftir 26 ára hjónaband. Þau eignuðust þrjú börn. Nútímaleg örkin hans Nóa Martin Krog heitir maöurinn sem þarna losar keðju afgámi sem í voru nokkrir þeirra 22 gíraffa og þriggja nashyrninga sem komu sjöleiöis til Suöur-Afríku álla leiö frá Spáni. Örkin hans Nóa, eins og gripaflutningaskipiö var kallað, kom til Durban í gær eftir fjörutíu daga siglingu. Dýrin fóru til Spánar i október en þarlend stjórnvöld vildu ekki hleypa þeim inn í landið og því ekki um annað aö ræöa en halda aftur heim til Afríku. Kurteisin kostaði skíðakennarann lífið Breskur skíðakennari, sem var á meðal þeirra 159 sem létust i elds- voðanum i toglestinni við Kapran, hafði látið eftir sæti sitt í næstu lest á undan. Skíðakennarinn, Kevin Challis, bjó í Salzburg ásamt austur- rískri eiginkonu sinni, Christl. Að sögn hennar lét Kevin fullorðna konu fá sæti sitt við hlið átta ára dóttur þeirra hjóna, Siobhan. Sagði hann dótturinni að bíða eftir sér uppi á fjallinu. Hann kom hins veg- ar aldrei. Samtímis því sem Siobhan beið eftir foður sínum beið móðir ásamt 19 ára dóttur sinni eftir 8 ára göml- um syni sínum. Þær höfðu farið með lestinni á undan. Drengurinn var í lestinni sem kviknaði í, ásamt skíðaþjálfara sínum. Þeir fórust í eldsvoðanum. Sorg í Kaprun Japönsk börn höföu fengiö skíöaferö til Austurríkis í verölaun fyrir iöni viö æfingar heima. Ættingjar þeirra komu til Kaprun í gær. Austurrískir björgunarmenn höfðu í gær flutt lútamsleifar 66 lestarfarþega úr lestinni. Nær úti- lokað er að bera kennsl á líkin en reynt verður að gera það meö DNA- rannsókn. Rannsóknarmenn höfðu enn í gær enga hugmynd um orsök elds- voðans á laugardaginn. ívarúðar- skyni vora ferðir þriggja toglesta lagðar niður. Alls kyns hugmyndum um orsök eldsvoðans hefur verið varpað fram. Orðrómur hefur verið á kreiki um að skemmdarverk hafi veriö unnið og jafnvel að eldur hafi komið upp vegna reykinga. Farþegar gátu ekki opnað dyr lestarinnar og engin slökkvitæki voru í lestinni þar sem ekki var tal- in nein hætta eldsvoða. Ingiríður drottning jarðsett í dag: Dómkirkjan í Hróars- keldu í mildum litum Mildir litir verða allsráðandi í blómaskreytingunum þegar Ingiríð- ur drottning verður borin til grafar í dómkirkjunni í Hróarskeldu, hefð- bundnum greftunarstað danskra kónga, í dag. Ingiríður lést fyrir viku, níræð að aldri. Mikill fjöldi kóngafólks úr Evr- ópu verður við jarðarförina i Hró- arskeldu, enda er þetta fyrsta kon- unglega jarðarförin sem eitthvað kveður að í Evrópu síðan Díana prinsessa var til grafar borin 1997. Kista Ingríðar hefur legið á við- hafnarbörum í Kristjánsborgarhall- arkirkju þar sem rúmlega tuttugu þúsund Danir hafa vottað henni virðingu sína. Vlð Hróarskeldudómklrkju Útför Ingiríöar drottningar fer fram frá Hróarskeldudómkirkju í dag. .fyrir öll verkfæri og þú kemur reglu á hlutina! Öruggur staður fyrir FEST0 verkfærin og alla fylgihluti SYSTEMlÖSkur. ..það sem fagmaðurinn notar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.