Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 DV 5 Fréttir Ryödallurinn Omnya á Akureyri seldur til Noregs: Akureyrarhöfn með lögkröfu í skipið - og það fer ekki frá Akureyri fyrr en sú skuld hefur verið gerð upp DV, AKUREYRI: Norskir aðilar, sem voru á ferð- inni á Akureyri á dögunum og skoð- uðu þar rússneska ryðdallinn Omnya, munu hafa keypt skipið af útgerð þess í Murmansk og hyggjast sigla þvi til Noregs þar sem gera á skipið upp. Ekkert hefur hins vegar verið rætt við aðila sem eiga kröfur á fyrri eigendur skipsins eins og Akureyrarhöfn og Stáltak sem er arftaki Slippstöðvarinnar. Akureyringar ráku margir upp stór augu þegar rússneska ryðdall- inum var siglt inn á Pollinn í sept- ember 1997 og bundinn fastur við Torfunefsbryggju, nánast uppi í miðbænum. Þar var þessi mikla „bæjarprýði" svo höfð viö bryggju fram á árið 1999 þrátt fyrir stöðugar kvartanir bæjarbúa. Fyrstu mánuð- ina var rússnesk áhöfn um borð og hafði varla til hnífs og skeiðar. Sumir aumkvuðu sig yflr áhöfnina, s.s. Ámi Steinar Jóhannsson, nú- verandi alþingismaður, sem bauð Rússunum í mat á heimili sitt um jólin 1997. Þar kom að skipinu var siglt brott úr „miðbænum" og því valinn stað- ur á athafnasvæði Slippstöðvarinn- ar en skipið hafði komið til Akur- eyrar vegna þess að til stóð að breyta því nokkuð og vinna á því miklar endurbætur. Slippstöðvarmenn höfðu hins vegar lýst því yfir við rússneska eig- endur skipsins í Murmansk að vinna yrði ekki hafin við skipið fyrr en útgerð þess hefði gert upp við stöðina vegna vinnu sem fram hafði farið í stöðinni við tvo aðra togara útgerðarinnar. Rússneska útgerðin virðist með allt niður um sig og hefur ekki get- að gert upp við Slippstöðina eða Stáltak eins og fyrirtækið heitir í dag. Skipið hefur legið við viðlegu- kant stöðvarinnar, á besta staðnum, Skora á ráð- herra að girða DV. ¥ORGARNESh Fyrir skömmu var haldinn fundur á vegum umferðar- öryggisnefndar Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og Akraness í Hym- unni í Borgarnesi þar sem var fjallað um lausagöngu bú- Theodór Kr. Þórðarson, fjár í héraðinu en flest slys af völdum búQár eru í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Fyrir fundinum lá að finna farsæla leið til framtíðarlausn- ar á þvi hættuástandi sem lausa- ganga búfjár skapar vegfarendum. í ályktun fundarins var skorað á samgönguráðherra að beita sér fyr- ir þvi að vegurinn um Holtavörðu- heiði að sunnanverðu, þar sem er ógirtur afréttur, verði girtur á næsta ári. Þama er um 11 kílómetra langan vegarkafla að ræða og á þessu svæði hefur verið ekið á um 20 kindur á hveiju ári, sem er um þriðjungur þess heildarfjölda sem lendir fyrir bílum í umdæmi lög- reglunnar í Borgamesi. Þá beinir fundurinn því einnig til samgöngu- ráðherra að Vegagerðinni verði gert skylt að girða með fram þjóðvegi 1, frá Hvalfjarðargöngum að Holta- vörðuheiði, svo og með fram öðrum vegum þar sem umferð er 300 bilar á dag eða meira að meðaltali yfir sumartimann og að Vegagerðin haldi þeim girðingum síðan við. Theodór Kr. Þórðarson, lögreglu- varðstjóri og formaður umferðarör- yggisnefndar Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu og Akraness - UMBA , tók að sér að koma erindinu á fram- færi. -DVÓ starfsmönnum til mikils ama. Akur- eyrarhöfn lagði fyrir nokkru fram uppboðskröfu í skipið vegna van- goldinna hafnargjalda sem nema um 1,5 milljónum króna. Fleiri aðil- ar hérlendis munu eiga peninga inni hjá útgerð skipsins, m.a. Stál- tak, en þar er um rafmagnsreikn- inga að ræða. „Rússarnir svöruðu aldrei kröf- um okkar um greiðslu hafnargjalda og því fórum við fram á uppboð á skipinu. Við eigum lögkröfu í skip- ið og munum sjá til þess að það fari ekki héðan fyrr en greidd hafa ver- ið af því öll hafnargjöld," segir Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Ak- ureyri. -gk DV-MYND GK Ryðdaliurinn Omnya Skipiö fer ekki frá Akureyri fyrr en skuldir þar hafa veriö greiddar. Fyrstur kemur ■ n mikillar sölu á nýjum y búvéíum frá Ingvari Helgasyni hf. wa eigum við__________ notuðum búvélum OPIÐ: Mán.-fös. kl. 09-18 Sendum myndir af notuðum vélum á tölvupósti: skorri@ih.is 1. afborgun apríl 2001. Afhending í dag Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 Véladeild Netfang: veladeild@ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.