Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viöskiptablaðiö Rækjuverksmiðjan Miðfell: Básafell á ný meirihlutaeigandi Fyrir nokkru keypti Básafell hf. 20% hlut Þormóðs ramma-Sæ- bergs hf. í rækjuverksmiðjunni Miðfelli hf. á ísafirði sem áður hét Básafell. Þar með er Básafell hf. komið með meirihlutaeign, eða 60%, en Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á 40% í rækjuverksmiðjunni. Miðfell hf. hefur um eins árs skeið verið með rekstur rækju- verksmiðjunnar Sindragötu 1 á ísafirði sem keyptur var af Bása- felli hf. ásamt frystiklefa í Suður- tanga. Þarna hefur verið starfrækt rækjuverksmiðja um áratuga skeið, fyrst undir nafninu O.N. 01- sen, en til stofnenda hennar má rekja upphaf rækjuveiða hér við land. Má segja að þama hafi því veriö vagga íslensks rækjuiðnað- ar. Þegar O.N. Olsen hf. var gert upp á áttunda áratugnum hcifa Rækjuverksmiöjan Miöfell hf. Vagga íslensks rækjuiðnaöar aftur komin í meirihlutaeigu Básafells hf. ýmsir aðilar komið að rækju- og skelfiskvinnslu í húsinu, m.a. Básafell hf. Við algjöra uppstokk- un á Básafelli hf., sem fólst m.a. í mikilli eignasölu, tók Miðfell við rekstri rækjuverksmiðjunnar á Sindragötu 1 í fyrra. Stærstu hluthafamir í Miðfelli, þegar rekstur rækjuverksmiðj- unnar hófst í þess nafni á síðasta ári, voru Hraðfrystihúsið-Gunn- vör hf. með 30%, Básafell hf. með 30% og Þormóður rammi-Sæberg hf. með 20% en nokkrir smærri hluthafar áttu samtals 20%. Eins og áður sagði standa nú tveir hlut- hafar eftir, Hraðfrystihúsið Gunn- vör hf. og Básafell hf., en Guð- mundur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri er nú aðaleigandi þess fyrirtækis. -HKr. Hagnaður Sæplasts fimm milljónir króna Sæplast hf. Hagnaður Sæplasts hf., móðurfé- lags og dótturfélaga, var rúmar 5 milljónir króna eftir skatta fyrstu 9 mánuði ársins samkvæmt óendur- skoðuðu milliuppgjöri félagsins. Miðað við sex mánaða uppgjör dróst hagnaðurinn saman um 18 m.kr. Fyrir afskriftir og ijármagnsliði var rekstrarhagnaður tæpar 210 m.kr. en var 132 m.kr. eftir níu mánuði í fyrra. Hrein fjármagns- gjöld voru 80 m.kr. en voru 33 m.kr. í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sæplasti. Tekjur Sæplasts hf. og dótturfé- laga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 1604 m.kr. fyrstu níu mánuði ársins miðað við 683 m.kr. eftir níu mánuði 1999 og 964 m.kr. allt árið 1999. Veltuaukning á milli ára er því 135% enda gætir nú áhrifa dótt- urfélaga Sæplasts í Noregi og Kanada allt árið. Eignir félagsins í lok september voru 2200 m.kr. og höfðu hækkað um rúmar 100 m.kr. frá áramótum en á tímabilinu keypti félagið tvö fyrirtæki, Nordic Supply Containers og Atlantic Island ehf. Eigið fé var 689 m.kr. og hafði hækkaö um 19 m.kr. frá áramót- um. Eiginfjárhlutfall samstæðunn- ar var rúmlega 31%. Skuldir fé- lagsins voru 1511 m.kr. og hafa hækkað um 80 m.kr. frá áramót- um. Veltufjárhlutfall þann 30. sept- ember sl. var 1,72. í sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var tæpar 150 m.kr. fyrstu 9 mánuði ársins en var 102 m.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins í fyrra og 106 m.kr. allt árið í fyrra. Helsta ástæða þessa viðsnúnings frá sex mánaða uppgjöri er fyrst og fremst fali íslensku krónunnar en gengistap félagsins á síðustu þrem mánuðum nemur um 25 m.kr. I öðru lagi hefur verið tap á rekstri Nordic Supply Containers AS. en félagið tók yflr þann rekstur í mars sl. Búið er að loka þeirri verksmiöju og sameina starfsem- ina öðrum verksmiðjum í Noregi. Kostnaður og tafir við yfirtöku á Nordic Supply Containers hefur raskað töluvert fyrri áætlunum Sæplasts en mun skila sér á næsta ári. í þriðja lagi hefur fallið til töluveröur kostnaður á timabilinu vegna sameiningar og hagræðing- ar í Noregi. Áætlanir félagsins vegna fjár- festinga erlendis hafa að fullu gengið eftir og mun áhrifa þeirra þó ekki gæta að fullu fyrr en á næsta ári. Afkoma félagsins verður nokkru lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna þeirra ástæðna sem þegar hafa veriö nefndar. Gert er ráð fyrir að hagnaöur Sæplasts verði um 20 m.kr. á þessu ári og að veltufé frá rekstri verði um 200 m.kr. Dagvinnulaun hækka um 7,6% Dagvinnulaun hafa hækkað að meðaltali um 7,6% á tímabilinu frá 2. ársfjórðungi á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 5,7%. Samkvæmt því jókst kaupmáttur dagvinnulauna um 1,8%. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 5,7% til 10,3% að með- altali. Laun kvenna hækkuðu um 8,2% en karla um 7,2%. Laun á höfuöborgarsvæði hækkuðu um 8,6% en laun utan höfuðborgar- svæðis um 6,4%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kjararann- sóknarnefnd. Kjarasamningar flestra launa- manna á almennum vinnumark- aði runnu út í febrúar sl. en all- nokkur fjöidi kjarasamninga gildir fram á síðasta fjóröung ársins. Nýir kjarasamningar hafa tekið gildi frá 1. febrúar og fram til þessa tíma. Mismunandi gildis- taka samninga og þ.a.l. mismun- andi tímasetningar launahækkana skekkir samanburð milli starfs- stétta og einstakra starfsgreina á 2. ársfjórðungi og gildir það raun- ar um allt árið 2000. Almenn launahækkun þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu var 3,9%, en sérstök hækkun varð á lægstu launum. Þeir kjarasamningar sem renna út á síðasta fjórðungi ársins fólu í sér 3 til 3,5% hækkun launa um síð- ustu áramót. Meðalbreyting launa milli 2. ársfjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra Starfsstétt Kyn Almennt verkafólk 8,1 Karlar 7,2 Véla- og vélgæslufólk 6,9 Konur 8,2 Sérhæft verkafólk 8,7 Iðnaðarmenn 5,7 Þjónustu-, sölu- og afgreiðluf. 8,7 Svæði Skrifstofiifólk 6 Höfuðtwrgarsvæðið 8,6 Tæknar og sérmenntað starfsfólk 10,3 Utan höfuðborgarsvæðis 6,4 Sérfræðingar 8,9 Allir 7,6 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 I>V Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 285 m.kr. - Hlutabréf 135 m.kr. - Spariskírteini 96 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q Islandsbanki-FBA 30 m.kr. Q Kaupþing 23 m.kr. 0 Opin kerfi 15 m.kr. MESTA HÆKKUN QBakkavör Group 5,1% QKögun 3,9% QEimskip 1,3% MESTA LÆKKUN ©Eignarhaldsfélagið Alþýöub. 13,6% ©Marel 6,9% ©ÚA 3% ÚRVALSVÍSITALAN 1361 stig - Breyting O -1,05% Hagnaður Hew- lett-Packard langt undir væntingum Hagnaður Hewlett-Packard á þriðja ársfjórðungi var langt undir væntingum og féllu hlutabréf í fyr- irtækinu í kjölfar þess. Minnkandi hagnaður orsakaðist vegna óhag- stæðrar gengisþróunar og kostnað- arvandamála. OPEC eykur ekki olíuframleiðslu að sinni OPEC-ríkin ákváðu í gær að ekki yrði tekin ákvörðun um að auka ol- fuframleiðslu fyrr en um miðjan janúar þrátt fyrir að olíuverð hefði haldist hátt og vaxandi áhyggjur væru af olíuskorti hjá iðnríkjum í vetur. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkj- anna hittust í Vín í gær. Niðurstaða fundar þeirra var að fylgjast áfram grannt með aðstæðum á markaðn- um en að ekki væri þörf á að taka ákvörðun um aukna olíuframleiðslu fyrr en um miðjan janúar. „Við höf- um þegar aukið framleiðsluna veru- lega. Markaðurinn þarf tíma til að meðtaka þá aukningu," sagði olíu- málaráðherra Qatar. Sdow jones 10517,25 o 0,86% 1 • ÍNIKKEI 14660,04 O 0,05% HiUls&p 1351,26 O (# NASDAQ 2966,72 O 0,62% SSftse 6320,20 O 0,45% ~DAX 6793,25 O 0,51% 1 lCAC 40 6091,82 O 0,54% físsm- 14.11.2000 M. 9.15 KAUP SALA BSjPollar 86,810 87,250 SSPund 125,130 125,770 |*| Kan. dollar 56,220 56,570 2 Dönsk kr. 10,0230 10,0790 RjFjNorskkr 9,3480 9,3990 EgtSænsk kr. 8,6450 8,6930 !4Hn- mark 12,5686 12,6441 1 l'Fra. franki 11,3924 11,4609 P Bolg. frankl 1,8525 1,8636 [§! Sviss. franki 49,1700 49,4400 dÍHoll. gyllinl 33,9107 34,1144 ”pýskt mark 38,2085 38,4381 ■ Ih-Ura 0,03859 0,03883 ÚCSAust sch. 5,4308 5,4634 i; Port. escudo 0,3727 0,3750 S^Spé. peseti 0,4491 0,4518 pr'jap. yon 0,80510 0,80990 írskt pund 94,886 95,456 SDR 111,8400 112,5100 gECU 74,7293 75,1784

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.