Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 Skoðun DV Spurning dagsins Ætlarðu á jólahlaðborð? Sara Magnúsdóttir verslunarmaður: Ég er ekki búin aö ákveöa þaö. Gestur Guðjónsson nemi: Já, Sverrir býður mér í Skíöaskálann. Sverrir Sigurjónsson pitsubakari: Já, ég ætla í Skíöaskálann. Björn Sveinsson, starfsm. vídeóleigu: Ég hef ekki ákveöiö þaö en mig langar á Inghól. Hrafn Ingvason sjómaður: Nei, ég fer aldrei á jólahlaöborð. Olafía Steingrímsdóttir húsmóðir: Nei, viö hjónin veröum bara heima. Dagfari Ræða félaga Kristjáns Þorsteinn Hákonarson skrifar: Utgerð nýrra skipa gengur illa. Það þýðir að miklar fjárfestingar í útgerð lofa ekki góðu. Arð- ur sjávarútvegsfyrir- tækja hefur minnk- að mikið. Olíunni er kennt um. Einhvern veginn tókst að veiða meira með miklu minni olíu og miklu minni flota hér áður, og miklu minni fjárfestingum. Kristján Ragn- arsson segir að ekki sé hægt að greiða fyrir afnot af auðlindinni. Það er vegna þess að ekki er arður tU þess. Og arðurinn er minni vegna þess að fjárfestingar eru miklar. Ef aukaskuldsetning er 200 mUlj- arðar, miðað við jafnstöðuafla, þá getum við sagt að afskriftir og vextir af þessu séu 30 miUjarðar. Þetta er veiðileyfagjaldið sem verið er að greiða vegna offjárfestinga og skuld- setningar. Þetta er upphæð, sem tekj- ur í ríkissjóð gæti þýtt, að frítekju- mark tekjuskatts væri 120.000 kr. Við frítekjumark upp á 120.000 kr. hverfur mikiU hluti af þörfinni fyrir félagslega aðstoð. Þetta er upphæð sem heldur þremur milljónum í hús- bréfum í skefjum, umfram það sem nú er. Fólk sem situr i húsnæði með 80.000 kr. greiðslubyrði myndi vera með 56.000 á mánuði, gróft reiknað. Það er þetta sem sala veiðileyfa fjall- ar um, vegna þess að þjóðin á auð- lindina. Málið er ekki hin raun- kommúníska framsetning, að „þið eigið þetta, en við félagarnir höfum algeran ráðstöfunarrétt," sem gekk heldur ekki í Sovét. Þegar Kristján Ragnarsson vísar tU þess að veiðileyfagjald séu sósíal- ískar hugmyndir, þá er það alrangt, við erum að tala um gaUhörð við- skipti, harða peninga í vasa eigend- anna. Við erum að tala um kapítalísk- an arð af auðlindinni f vasa eigend- Kristján Ragnarsson, formaöur LIU Veiöileyfagjald er haröur kaþítalismi, ekki sósíalískar hugmyndir eins og Krist- ján heldur fram, segir Þorsteinn m.a. veiðiheimilda, án gjalds, sama hvaða rangskýringar eru notaðar, er félagsleg aðstoð við rangQárfest- ingar að kapítalískum hætti. Veikburða eftirlit segir bara eitt: Ekki láta komast upp hvað er að gerast, því þá verða einstaklingar teknir á beinið. En ekkert er gert, almennt, til þess að útrýma því rugli, að veiðarfæri eigi ekki að veiða undirmál. Það má ekki, og hvað er þá gert? Hent í sjóinn. Vegna þess að annars fæst minna verð fyrir úthlutaðan kvóta. Þess vegna er sóun í eðli sínu innbyggð í núverandi kerfi, eins og var i Sovét. - AUsherjar rangnýting. „í hörðum kapítalisma verða fjárfestingar að ráðast af arðsemi. Veiðileyfagjald til skamms tíma setur mark- aðsverð á það hverjir geta gert út og hverjir ekki. “ anna. Veiðileyfagjald er harður kapít- alismi. I hörðum kapítalisma verða fjár- festingar að ráðast af arðsemi. Veiðileyfagjald til skamms tíma set- ur markaðsverð á það hverjir geta gert út og hverjir ekki. Úthlutun Bankasamruni - gleym mér ei Tryggvi Bjarnason skrifar: I allri umræðunni um bankasam- runann gleymist viðskiptavinurinn, hvað hann viU og hvernig hann vill hafa það. Hann er ekki spurður. Fyr- ir hvern er þá veriö að vinna? Jú, það á að draga yfir mistök stjórn- málamannana, sukkið sem búið er að vera í Landsbankanum, og tap bank- ans vegna glórulausra lánveitinga tU aðila sem hafa svo flutt fjármagnið tU útlanda, því ekki dettur þeim í hug að halda því í landinu, heldur breyta þvi í annan gjaldmiðil og geyma í er- lendum bönkum. Þannig hefur fé tap- ast úr landinu síðan Sjálfstæðisflokk- urinn kom tU valda. Fyrst með hjálp Alþýðuflokksins og nú síðustu ár Framsóknarflokksins. „Síðasta svikamyllan með FBA var snjöll, og ekki að furða, þar sem að verki var einn snjallasti brellumeist- arinn í fjármálum, fyrrver- andi viðskiptaráðherra. “ Og enn heldur orgian áfram. Þjóð- ina á að rýja inn að beini í skjóli einokunarvæðingar, þjóðin má ekk- ert eiga, en allt falt i einkavæðing- unni tU einokunar. Síðasta svika- myUan með FBA var snjöll, og ekki að furða, þar sem að verki var einn snjallasti breUumeistarinn i fjár- málum, fyrrverandi viðskiptaráð- herra. Nú kominn á staU og ekki gagnrýndur af framsóknarvinum sínum fyrir það að týna 1000 mUlj- ónum (1 miUjarði) út úr Landsbank- anum vegna Lindar. Ríkistjórn hans samþykkti í stjómarsáttmála að einkavæða rík- isbanka og leggja ríkisrekstur á bönkum niður. En hvað gerði þá- verandi viðskiptaráðherra? Stofn- aði nýjan ríkisbanka, FBA, fyrir skattfé borgaranna, og seldi nokkrum aðilum hluta hans í óþökk landsföðurs, sem reiddist vegna þess að það átti að afhenda hann „kolkrabbanum". En hvar eru peningarnir sem fengnir voru fyrir sölu á skattfé borgaranna, eða eignahlut hans? Hvergi hefur sést uppgjör um þenn- an títt nefnda „drengjabanka". Denni dæmalausi Steingrímur „Denni“ Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra, er á ný í sviðsljósi fjölmiðla og kann því eflaust vel ef af líkum lætur. Þriðja bindi ævisögu hans er að koma út en af því sem sést hefur af efni bókarinnar virðist sem ýmsir samferðamenn hans í pólitíkinni fái skot frá Denna og eitt og annað líti dagsins ljós sem ekki hefur áður verið á allra vitorði. Denni, sem m.a. varð landsfrægur í pólitík fyrir að skipta jafnoft um.skoðanir og hann skipti um sokka, var alveg furðulegur pólitíkus á ýmsan hátt, ég verð að segja það. Þá var hann kerfiskarl hinn mesti og endaði feril sinn sem seðlabankastjóri. Þegar hann steig niður úr þeim filabeinsturni fékk hann ungan mann til að skrá sinn .merka æviferil svo sagan megi geyma afrekaskrána. Denni vann sér nefnilega ýmislegt annað til frægðar en skipta um skoðan- ir í pólitík, hann ók um á tímabili í bifreið sem gekk fyrir grænum baunum en ekki bensíni, þá var hann glimumaður á yngri árum i Bandaríkj- unum undir nafinu „Big red“, hann hefur verið útivistarmaður og laxveiðimaður, skógræktar- maður og áfram mætti telja. En nú „afgreiðir" hann samferöamennina í pólitíkinni og ýmsa aðra. Þar kemur m.a. fram að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra fyrrver- Denni, sem m.a. varð landsfrœgur í pólitík fyrir að skipta jafnoft um skoðanir og hann skipti um sokka, var alveg furðulegur pólitíkus á ýmsan hátt, ég verð að segja það. andi var lítil félagsvera og datt sjaldan eða aldrei í það með hinum strákunum. Matthias Jó- hannessen, ritstjóri Mogga, hjálpaði Þorsteini að mynda ríkisstjóm, Einar Oddur Kristjánsson, þá- verandi formaður Vinnuveitendasambandsins, gekk erinda verkalýðshreyfingarinnar og heimt- aði bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir að háskólamenn geröu sæmilega kjarasamninga. Þá segir frá pólitískri refskák Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann vildi í ríkisstjórn og ekkert annað, og þegar Jón Baldvin Hannibals- son, óboðinn, tók yfir viðtalsþáttinn fræga á Stöð 2 þar sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var tekin af lífi opinberlega. Halldór Ásgrímsson, arftaki Denna sem for- maður Framsóknarflokksins, fær einnig kveðjur og mun koma vel í ljós að litlir kærleikar hafi verið með þessum mönnum sem leitt hafa Fram- sóknarflokkinn í áratugi. Halldór kom t.d. bara einu sinni í heimsókn til Steingríms í Seðla- bankans og það mun „hafa verið eitthvað í sam- bandi við pabba“ eins og fram kemur í bókinni. Ekki er að efa að bók Denna á eftir að vekja athygli og ýmislegt fróðlegt sé þar að finna. Bók- in verður eflaust með söluhæstu jólabókunum í ár. Þegar landsmenn rífa bókina úr hillum bóka- búðanna síðustu dagana fyrir jól heldur Stein- grímur hins vegar glaður í bragði upp í Borgar- íjörð til að saga sér jólatré að venju. Vonandi sagar hann ekki í puttann á sér, aftur. Ég verð aö segja Þaö. Lélegur vinnuandi - Starfsmenn í pólitískri herkví? Tækifæri að loka RÚV Sigurbjörn skrifar: Fjórir af hverjum fimm starfsmönn- um RÚV segjast óánægðir með mannaráðningar hjá stofnuninni. Mál sem maður hélt að kæmi þeim lítið við í sjálfu sér. Og nú hamast starfs- mannafélag RÚV á menntamálaráð- herra fyrir að halda þeim í „pólitískri herkví", hvað sem það svo þýðir, og að vinnuandinn sé lélegur. Þetta finna auðvitað allir sem enn nota ljósvaka- miðla RÚV. En hvers vegna á að leyfa starfsmönnunum RÚV að bera út stofnunina án þess að bregðast við með einu aðgerðinni sem dugar? Loka apparatinu, fyrir fullt og allt. Og byrja á Sjónvarpinu, sem sífellt fleiri og fleiri láta kyrrt liggja að nota. Þöglir útgerðarmenn Guðjón Einarsson hringdi: Sýnt var frá aðalfundi LÍÚ í sjón- varpsfréttum í sl. viku. Formaðurinn flutti langa tölu og dró hvergi af sér. Áberandi er hins vegar að innan þessara samtaka virðast fáir taka til máls, a.m.k. ekki svo orð sé á ger- andi, eða svo að veki athygli alþjóðar. Líkast því að útgerðarmenn séu dá- leiddir af formanni og aðrir hafi lítt eða ekkert til málanna að leggja. Það er af sem áður var þegar í hópi út- gerðarmanna voru margir sem létu til sín taka í orðræðum og skrifum. Þessar raddir eru nú þagnaðar eða þær vekja ekki áhuga lengur. Hvað veldur? Er þetta deyjandi stétt eða er hún svo skuldsett, að menn mega ekki lengur mæla? RT Leigubílar viö Kringluna - Reglu á fjölda bíla, takk. Leigubílar í Kringlu Viðskiptavinur skrifar: Ég fer oft í Kringluna, ekki síst á föstudagskvöldum eða laugardegi, til að gera helgarinnkaupin. Það skal ekki bregðast, að ásókn leigubilanna er svo yflrþyrmandi, að vart er hægt að athafna sig með eigin bíl. Leigubíl- arnir eru bæði rétt við innganginn (það ætti nú að nægja) og svo í næstu aðkeyrslureinum og teppa þær fyrir almennri umferð bila viðskiptavin- anna. Þarna verða Kringlumenn að taka í taumana og ætla leigubílunum aðeins fasta línu hægra megin við innganginn eins og lengst af. Þetta kraðak leigubíla er óþolandi og fælir viðskiptavini frá Kringlunni. Bæjarstarfsmenn og umheimurinn Þ.K.Ó. skrifar: Það hefur færst í aukana að bæjar- fulltrúar og starfsmenn hvaðanæva á landinu fari til útlanda, að sögn til að kynna sér athyglisverðar nýjungar í skipulagsmálum. Nú er t.d. einn slík- ur hópur frá Hafnarflrði staddur í Hollandi að „skoða“ hafnarsvæði, íbúðabyggð aldraðra o.fl. Þetta byrjaði allt með flakki embættismanna og borgarfulltrúa Reykjavíkur í öllum flokkum (passa sig að hafa ávallt jafna skiptingu til að ekki komi til árekstra eða öfundar eftir á). Og nú eru bæjar- og sveitarstjómarfulltrúar allra sveit- arfélaga á flakki vítt um heim. Allir að skoða eitthvað. Og allir harðá- nægðir, með farseðil í annarri hendi og dagpeninga í hinni!! uŒsm, Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKfavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.