Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 22
34
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
IDV
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára
Hákonía Gísladóttir,
Fannborg 8, Kópavogi.
Steinþóra Steinþórsdóttir,
Skólavörðustíg 20, Reykjavtk.
75 ára_______________________
Aðalsteinn Kristjánsson,
Núpalind 8, Kópavogi.
Ásta Kristinsdóttir,
Sólvöllum 17, Akureyri.
Haukur Tryggvason,
Sæbóli, Dalvík.
Helgi Hjartarson,
Grundargötu 4, Isafiröi.
Jóhanna G. Valdimarsdóttir,
Gnoðarvogi 28, Reykjavík.
Kristján Leó Pálsson,
Skarðsbraut 7, Akranesi.
70 ára_________________________________
Arngrímur Kristjánsson,
Stórholti 2, Akureyri.
Helga Jónasdóttir,
Berugötu 18, Borgarnesi. Hún veröur að
heiman á afmælisdaginn.
Jóhann R. Benediktsson,
Smáratúni 29, Keflavík.
60 ára_______________________
Guðrún Þórarinsdóttir,
Daltúni 11, Kópavogi.
Hermann Eiriksson,
Bláskógum 5, Egilsstöðum.
Viktor Ingi Sturlaugsson,
Birkilundi, Mosfellsbæ.
50 ára______________________
Aðalheiður Magnúsdóttir,
Haukabergi, Patreksfirði.
Haukur Ólafsson,
Krummahólum 10, Reykjavík.
Hjördís Jónsdóttir,
Fellasmára 10, Kópavogi.
Jóhann Pálsson,
Kópnesbraut 1, Hólmavík.
Kristín Steingrímsdóttir,
Fagrahjalla 17, Vopnafiröi.
40 ára______________________
Anna Baldursdóttir,
Brautarholti 3, ísafirði.
Anna Kristín Óskarsdóttir,
Furugrund 73, Kópavogi.
Jóhanna Kristín Tómasdóttir,
Álfatúni 1, Kópavogi.
Logi Halldórsson,
Hlíðarási 3, Mosfellsbæ.
Ólafía Ólafsdóttir,
Háaleiti 35, Keflavík.
Ragna Sigurðardóttir,
Furugrund 70, Kópavogi.
Sigmundur Sigmundsson,
Móaslðu 7a, Akureyri.
Sverrir Ólafsson,
Þingholtsstræti 14, Reykjavík.
Smáauglýsingar
DV
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Andlát
Óskar Jörundur Engilbertsson, Þverholti
5, Mosfellsbæ, lést miðvikud. 1.11. Út-
förin hefur fariö fram I kyrrþey aö ósk
hins látna.
Serína Stefánsdóttir, Nesgötu 20, lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu I Neskaupstað
aö kvöldi miðvikud. 8.11.
Ólaf J. Eyland, Munkaþverárstræti 16,
Akureyri, lést á heimili sínu miðvikud.
8.11.
Pétur Wilhelm Bernburg Jóhannsson
skipstjóri, Grænási 3b, Njarðvík, lést á
Landspítala, Vífilsstööum, fimmtud. 9.11.
Margrét N. Lýðsdóttir, Meistaravöllum
5, Reykjavík, lést á Landspítala, Landa-
koti, föstud. 10.11.
Elsa D. Helgadóttir, hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ, Reykjavik, áðurtil heimilis á
Skúlagötu 40, lést á heimili sínu að
morgni laugard. 11.11.
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir
skólasafnskennari og prestskona á Prestbakka
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, skóla-
safnskennari í Hagaskóla og prest-
kona á Prestbakka í Hrútafirði, er
sextug í dag.
Starfsferill
Guðrún Lára fæddist og ólst upp í
Ási við Sólvallagötu í Reykjavík.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Kvenna-
skólanum 1957, húsmæðrakennara-
prófi í Húsmæðrakennaraskóla ís-
lands 1962 og lauk starfsréttinda-
námi í bókasafns- og upplýsinga-
fræði við HÍ 1999.
Guðrún vann hjá Útlendingaeftir-
litinu í Reykjavík 1957-60, hjá
Ferðaskrifstofu ríkisins sumrin
1962 og 1964, var skólastjóri Hús-
mæðraskólans á Hallormsstað
1962-63 og 1968-69, hótelstjóri á
Hallormsstað 1963 og á Eiðum 1964,
kennari í Ólafsvík 1970-72 og sím-
stöðvarstjóri á Mælifelli 1972-80,
kennari í Steinsstaðaskóla í Skaga-
firði 1972-83 og kenndi á fullorðins-
fræðslunámskeiðum þar. Hún var
húsvörður í Húsi Jóns Sigurðssonar
í Kaupmannahöfn 1983-89, kenndi
við Laugarbakkaskóla og við
Grunnskólann á Borðeyri og var
skólastjóri Barnaskóla Staðar-
hrepps 1989-96 en hefur verið skóla-
safnskennari við Hagaskólann frá
hausti 1999.
Guðrún var fararstjóri í orlofs-
ferðum og öðrum hópferðum um
áratugaskeið. Hún var formaður
Landssambands símstöðvarstjóra á
minni stöðvunum. Hún var í fram-
boöi fyrir Samtök frjálslyndra og
vinstri manna 1974 og 1978, sat alls-
herjarþing SÞ í New York 1977, sat í
hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps
1978-82, var formaður Skógræktar-
félags Skagfirðinga og Sambands
skagfirskra kvenna.
Fjölskylda
Guðrún giftist 8.1. 1965 Ágústi
Matthíasi Sigurðssyni, f. 15.3. 1938,
presti og rithöfundi á Prestbakka.
Foreldrar Ágústs voru Sigurður
Stefánsson (Bergsætt), vígslubiskup
á Möðruvöllum í Hörgárdal, og k.h.,
María Ágústdóttir (Vigurætt).
Börn Guðrúnar og Ágústs eru
Lárus Sigurbjöm, f. 9.8. 1965, verk-
fræðingur og verkefnastjóri Vega-
gerðar danska ríkisins í Kaup-
mannahöfn, búsettur á Sjálandi,
kvæntur Signe Gjerlufsen, verk-
fræðingi og kennara, og eru börn
þeirra Stefán, Júlía, María og
Matthías; María, f. 20.2. 1968, hér-
aðsprestur í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra, búsett í Mosfellsbæ,
gift Þresti Jónssyni rafmagnsverk-
fræðingi og eru börn þeirra Kol-
beinn og Ragnhildur.
Systkini Guðrúnar eru Einar
Þorsteinn, f. 17.6. 1942, arkitekt og
hönnuður í Berlín, en kona hans er
Manuela Gudrun Loschmann og á
hann tvö börn af fyrra hjónabandi;
Sigrún Valgerður, f. 19.10. 1944, sér-
fræðingur í fjármálaráðuneytinu,
gift Pétri Guðgeirssyni héraðsdóm-
ara og eiga þau þrjá syni; Þórdís, f.
16.11.1948, kennari og djákni í Mos-
fellsbæ, gift Hirti Ingólfssyni fram-
kvæmdastjóra og eru börn þeirra
þrjú; Áslaug Kristin, f. 13.2. 1952,
kennari í Mosfellsbæ, gift Halldóri
Bjarnasyni framkvæmdastjóra og
eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Guðrúnar eru Ásgeir
Ó. Einarsson, f. 21.11. 1906, d. 4.4.
1998, dýralæknir, og k.h., Kirstin
Lára Sigurbjörnsdóttir í Ási, f. 28.3.
1913, húsmóðir.
Ætt
Ásgeir var sonur Einars, verka-
manns í Borgarnesi, Ólafssonar, b.
á Stóru-Fellsöxl, Jónssonar. Móðir
Ásgeirs var Þórstína Gunnarsdóttir,
b. í Fögruhlíð á Djúpavogi, Þor-
steinssonar. Móðir Gunnars var
Helga Árnadóttir, b. á Karlsstöðum,
Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur,
b. á Hamri i Hamarsfirði, Björns-
sonar, b. á Hamri, Antoníussonar,
ættfóður Antoníusarættar, Áma-
sonar. Móðir Þórstínu var Þórunn
Björg Jakobsdóttir, b. á Eyjólfsstöð-
um í Fossárdal, Steingrímssonar og
Ingibjargar Ásmundsdóttur, b. á
Veturhúsum, Ingimundarsonar.
Lára er dóttir Sigurbjöms Á.,
stærðfræðikennara við Vélstjóra-
skóla Islands og pr. á Elliheimilinu
Grund, Gíslasonar, b. á Neðraási í
Hjaltadal, Sigurðssonar, b. á Mið-
grund, Gíslasonar, b. á Kálfsstöðum,
Ásgrímssonar, ættfóður Ásgeirs-
brekkuættar, Jónssonar. Móðir
Gísla á Neðraási var Sigríður Þor-
láksdóttir, systir Þorbjargar, ömmu
Stefáns Stefánssonar skólameistara,
fóður Valtýs ritstjóra og Huldu
skólastjóra, móður Guðrúnar Jóns-
dóttur arkitekts. Móðir Sigurbjöms
var Kristín Björnsdóttir, b. á Syðri-
Brekkum, Ingimundarsonar. Móðir
Bjöms var Sesselja Gísladóttir, b. á
Miklahóli, Hannessonar, pr. á Stað-
arbakka, Þorákssonar, sýslumanns
á ísafirði, Guðbrandssonar, sýslu-
manns á Lækjamóti, Arngrímsson-
ar lærða á Melstað, Jónssonar.
Móðir Láru var Guðrún, rithöf-
undur og alþm., Lárusdóttir, pró-
fasts og alþm. á Valþjófsstað, Hall-
dórssonar, prófasts og alþm. á Hofi í
Vopnafirði, Jónssonar, bróður Guð-
rúnar, ömmu Sveins Björnssonar
forseta. Móðir Guðrúnar var Krist-
ín Pétursdóttir, orgelleikara og tón-
skálds í Reykjavík, Guðjohnsen og
Guðrúnar Lauritzdóttur Knudsen,
kaupmanns í Reykjavík og ættfóður
Knudsenættar.
Sextug
Ragnheiöur Júlíusdóttir
fulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur
Ragnheiður Júlíusdóttir, Bólstaðar-
hlíð 46, Reykjavík, fulltrúi i Ráðhúsi
Reykjavíkur, er sextug í dag.
Starfsferlll
Ragnheiður fæddist á Akranesi og
ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi
í Reykholti 1956, lýðháskólaprófi í
Skogn Folkhögskole í Noregi 1958 og
var i enskunámi í Regency School i
Ramsgate á Englandi 1962-63.
Ragnheiður stundaði verslunar- og
skrifstofustörf á Akranesi 1958-62, var
flugfreyja hjá Flugfélagi íslands
1963-65, skrifstofumaður hjá BM-Vallá
1966-68, verslunarmaður hjá verslun-
inni Rosenthal 1981-85, hefur starfað
hjá Reykjavíkurborg frá 1989 og er nú
fulltrúi í síma- og upplýsingaþjónustu
Ráðhússins.
Fjölskylda
Ragnheiður giftist 30.10.1965 Gunn-
ari Þór Jónssyni, f. 19.6. 1942, yfir-
lækni og prófessor. Foreldrar hans:
Jón Sigurðsson, trésmiður í Grinda-
vík og Reykjavík, og Guðríður Einars-
dóttir, ljósmóðir í Grindavík og
Reykjavík. Ragnheiður og Gunnar
Þór skildu 1989.
Börn Ragnheiðar og Gunnars eru
Melkorka f. 15.6.1965, BA í sænsku og
frönsku og starfsmaður á söluskrif-
stofu Flugleiða, gift Birni Má Jóns-
syni, iðnrekstrarfræðingi og starfs-
manni Neyðarlínunnar, og era böm
þeirra Katinka Ýr, f. 1994, og Jón
Gunnar, f. 1996; Júlíus Þór f. 6.10.1968,
hagfræðingur hjá Viðskiptastofu
Landsbanka íslands, kvæntur Guð-
rúnu Júlíusdóttur viðskiptafræðingi
hjá KPMG, og eru börn þeirra Ragn-
heiður, f. 1997, og Ólafur Haukur, f.
2000; Úlfar Örn f. 4.11. 1972, vélstjóri
og starfsmaður hjá Stálbæ hfi; Þóra
Katrín f. 11.10.1973, BA í bókmennta-
fræði og ráðgjafi hjá Landsbréfum.
Systkini Ragnheiðar: Guðrún Edda,
f. 3.8. 1938; Emelía Ásta, f. 19.11. 1942;
Þórður Á„ f. 19.5. 1944; Ásdís Elín, f.
16.9. 1946; Gunnhildur Júlía, f. 11.6.
1951.
Foreldrar Ragnheiðar: Hans Júlíus
Þórðarson, f. 11.9. 1909, d. 28.10. 1998,
útgerðarmaður á Akranesi, og Ásdis
Ásmundsdóttir, f. 18.8. 1912, d. 26.7.
1985, húsmóðir.
Ætt
Júlíus var sonur Þórðar, útgerðar-
manns á Akranesi, Ásmundssonar,
formanns á Elínarhöfða, Þórðarsonar.
Móðir Ásmundar var Elín Ásmunds-
dóttir, b. á Elinarhöfða, Jörgenssonar,
b. þar, Hanssonar, ættfóður Klingen-
bergsættar. Móðir Þórðar var Ólína,
systir Brynjólfs, langafa Þorsteins
Gunnarssonar arkitekts. Ólína var
dóttir Bjarna, b. á Kjaransstöðum,
Brynjólfssonar, b. í Ytrahólmi, Teits-
sonar, bróður Arndísar, langömmu
Finnboga, foður Vigdísar. Móðir
Ólínu var Helga Ólafsdóttir Stephen-
sens, stúdents í Galtarholti, Bjöms-
sonar, stúdents á Lágafelli, Ólafssonar
í Viðey, ættfóður Stephensensættar.
Móðir Júlíusar var Emilía Þor-
steinsdóttir, útvegsb. á Grand á Akra-
nesi, Jónssonar og Ragnheiðar Þor-
grímsdóttur Thorgrimsson, pr. í Saur-
bæ. Móðir Þorgrims var Sigríður
Halldórsdóttir, pr. í Hítardal, Finns-
sonar, biskups í Skálholti, Jónssonar,
ættfóður Finsensættar.
Ásdís var dóttir Ásmundar, kenn-
ara á Akranesi, Magnússonar, b. í
Sýruparti á Akranesi, Gíslasonar.
Móðir Ásmundar var Ingveldur Ás-
mundsdóttir, b. á Ósi, Þorlákssonar.
Móðir Ásmundar var Ragnheiður
Beinteinsdóttir, lrm. á Breiðabólstað,
Ingimundarsonar, b. í Holti, Bergsson-
ar, ættfóður Bergsættar, Sturlaugs-
sonar.
Móðir Ásdísar var Elín Vigfúsdótt-
ir, b. á Grund i Skorradal, Gunnars-
sonar. Móðir Vigfúsar var Kristín
Jónsdóttir, b. á Vindási, Bjamasonar,
Halldórssonar, ættfóður Víkingslækj-
arættarinnar.
Merkir íslendingar
Bjöm Halldórsson, prófastur og skáld í
Laufási við Eyjafjörð, fæddist í Sauða-
nesi 14. nóvember 1823. Hann var sonur
Halldórs Bjömsson, pr í Sauðanesi, og
f.k.h., Sjgríðar Vigfúsdóttur. Kona
Björns var Sigriður Einarsdóttir frá
Saltvík á Tjömesi. Böm þeirra voru
Laufey sem lést ung kona; Þórhallur
biskup sem bjó í Laufási í Reykjavík
sem Laufásvegur er kenndur við, faðir
Tryggva forsætisráðherra og Dóru for-
setafrúar, og Vilhjálmur, bóndi, smiður
og jarðræktarmaður í Rauðará við
Reykjavík sem stóð niður af Rauðarár-
stígnum, faðir Halldórs, skólastjóra á
Hvanneyri, afa Sveins Runólfssonar land-
græðslustjóra, og faðir Laufeyjar, móður Finn-
Björn Halldórsson
boga Guðmundssonar landsbókavarðar.
Bjöm lauk stúdentsprófi frá Bessastaða-
skóla 1844 og guðfræðiprófi frá Presta-
skólanum í Reykjavík 1850. Hann var
kennari að Laufási, varð aðstoðarprest-
ur séra Gunnars Gunnarssonar þar
1852, fékk prestakallið 1853, hélt því til
æviloka og var prófastur 1863-1882.
Björn var afar vel látinn prestur en
í Æviskránum er hann sagður vel gef-
inn, orðlagður kennimaður og skáld
gott. Auk þess var hann hinn besti bú-
maður, vefari og smiður. Bjöm orti
fjölda sálma í sálmabókina 1886 en einnig
Qörug og stórskemmtileg veraldleg kvæði
sem m.a. birtust í ljóðasafninu Snót og í
Sunnanfara. Hann lést 19. desember 1882.
Sólveig Snæland Guöbjartsdóttir,
Víöilundi 2 I, Akureyri, veröur jarðsungin
frá Akureyrarkirkju miövikud. 15.11. kl.
13.30.
Stefanía Þ. Árnadóttir, Ægisíöu 46,
Reykjavík, lést þriöjud. 7.11. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju miðvikud.
15.11. kl. 13.30.
s
JJrval
- gott í hægindastólinn