Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
13
r>v________________________
Dæmisögur og annað smálegt
Margar af smásögum Guð-
bergs Bergssonar í smásagna-
safninu Vorhænunni og öðrum
sögum hafa yfir sér dæmisögu-
legt yfirbragð. Annars vegar
eru þetta sögur sem taka fyrir
og lýsa á yfirgengilegan hátt
einhverju dæmigerðu fyrir ís-
lenskt samfélag eða ákveðna
hópa innan þess. Þetta eru sög-
ur eins og „Draugurinn" þar
sem hæðst er að nútímafor-
eldrum og ekki síst „Verðandi
rithöfundur" þar sem vinguls-
legar listaspírur sem ekkert
hafa til brunns að bera nema
löngunina í starfsheitið rithöf-
undur eru teknar á beinið.
Sumar þessara sagna eru
skrifaðar í stíl sem fer
nálægt nöldrandi
kjallaragreinastíl
sem Guðbergur á til.
Þær geta verið pín-
lega fyndnar og afhjúp-
andi, en sögurnar í
þessu safni eru oftar
langdregnar og yfirborðs-
kenndar. Hins vegar eru
svo óræðari sögur þar sem
ekki er jafn einhlít afstaða
eða boðskapur. Þær eru óvæntari og opnari,
sumar þeirra eru þrælgóðar og ein, „Farfugl-
inn“, er hrein snilld.
DV-MYND TEITUR
Guðbergur Bergsson rithöfundur
Sendir frá sér smásagnasafn í kjöifar hinnar miklu skáldævisögu.
Þriðji hópur smásagna í þessu safni eru svo
sögur sem eru skyldar skáldævisögunni, þær
eru sumar eins og þær hafi orðið afgangs þegar
bindin tvö urðu til og eru ekki veigamiklar. Aðr-
ar, eins og sagan „Eitrun í blóðinu", jafnast á
við bestu kaflana í
skáldævisögunni að inn-
sæi og undirfurðulega
nærgöngulum stíl.
Vorhænan er smásagna-
safn af gamla taginu, eng-
ar tengingar eru milli
sagnanna eða tilraun til að
skrifa skáldsögu í dular-
gerfi. Það er meira eins og
hér sé safnað saman sög-
um frá lengri tíma og úr
ýmsum áttum. Þær eru
líka afar misjafnar að gæð-
um, sumar varla nema í
slöku meðallagi sé miðað
við Guðberg þegar hann er
bestur; og góðu sögumar
eru einfaldlega ekki nógu
margar til að bera uppi
heila bók.
Kannski ber þessi bók
þess svolítil merki að
koma í kjölfar stórvirkis-
ins. Það er eins og Guð-
bergur hafi aðeins komið
upp á yfirborðið til að
anda og afraksturinn er
þetta smásagnasafn. Mað-
ur verður bara að vona að
við fáum aö fylgja honum
aftur niður í djúpin að því loknu.
Jón Yngvi Jóhannsson
Guöbergur Bergsson: Vorhænan og aörar sögur. JPV
forlag 2000.
Óþrjótandi auður
Guöirnir sköpuöu ekki heiminn, heimurinn
skapaði guðina. Guóirnir eru synir og dcetur
himins og jarðar. Þannig er hin gríska heims-
mynd skáldsins Hesíóds. En hvernig varó þá
heimurinn til? Svar Hesíóds er svona:
í upphafi var Kaos, ginnungagapið mikla.
Kaos eignaöist á dularfullan hátt tvö börn, Nótt
og hiö hyldjúpa frummyrkur dauöans sem nefnt
var Erebos. Þessi systkin leituöu hvort annars og
í tómi dauöans myndaóist nýtt líf meö dularfull-
um hœtti.
Þannig hefst endursögn Gunnars Dal á grískum
goðsögnum í bók sem er nýkomin út hjá Nýja
bókafélaginu. Og sköpunarsagan heldur áfram, nú
i túlkun Aristófanesar: „Hin svartvængjaða Nótt
lagði egg í brjóst Erebos hins dimma og djúpa og
úr þessu eggi kom Ástin á gullnum skínandi
vængjum. /.../ Með Ástinni breyttist Kaos, ringul-
reiðin, í skipulagða tilveru og fegurðin varð til.
Með ástinni kom ljósið og dagurinn sem bundu
enda á alræði myrkursins. Og í þessu sama sköp-
unarflóði varð jörðin til. Og jörðin skapaði himin-
inn og giftist honum...“
Grísku goðsögumar em eins konar „bibliusög-
ur“, óþrjótandi brunnur ljóðrænu fegurðar,
grimmdar og alls sem sögulegt er í mannlífinu
ekki síður en hinar gyðinglegu biblíusögur. En
Tónlist
goðsögumar grísku hafa meira
og minna horfið úr íslensku vit-
undarlifi á 20. öld þó að 19. aldar
íslendingar hafi haft þær á hrað-
bergi, jafnvel bæði á grísku og
íslensku. Við vitnum alltof sjald-
an í þær máli okkar til staðfest-
ingar og nýtum illa allan þann
sagnaforða til samanburðar við
tilvem okkar á jörðinni.
í ár á að bæta úr þessu því ein
bók er þegar komin út um grísk-
ar goðsögur og önnur er væntan-
leg. Endursögn Gunnars Dal er
mikil bók upp á 271 bls. þar sem
hann opnar almennum lesend-
um ævintýraheim þeirra með
frásögnum í látlausum stil af
guðum og gyðjum, hetjum og
skrimslum og líka mennskum
mönnum, ástum þeirra og af-
brýði, svikum og launmálum,
hetjudáðum og miklum örlögum.
Hér eru kynnt til sögunnar hin tólf stóru: Seifur,
Póseidon, Hades, Hestía, Hera, Ares, Aþena,
Apollon, Afródíta, Hermes, Artemis og Hefestos. Á
eftir þeim er sagt frá fjölda minni háttar guða og
gyðja og síðan er farið að segja sögur. Þá getum við
lesið um undirheimaguðinn
Hades og hina ógæfusömu
Persefónu sem hann rændi og
nauðgaði en leyfði loks að vera
hálft árið hjá móður sinni Dem-
eter uppi á jörðinni eins og við
vitum vegna þess að þá lifnar
jörðin eftir kaldan vetur.
Herakles leysir hér þrautir sín-
ar tólf, Díónisos finnur vínberin
og uppgötvar mátt safans úr
þeim, Jason freistar þess að
eignast gullna reyfið og vinnur
ástir Medeu með hjálp Cúpíds
hins hrekkjótta en ekki verða
þær ástir þeim til mikillar gæfu.
Hér lesum við hka um Þeseif
konung Aþeninga og sendiför
hans til að granda skrímslinu
Mínótár á Krit, um Dedalos og
son hans íkaros og svona mætti
lengi telja. 1 rauninni þurfa allir
sem vilja kynna sér vestræna menningu þeirrar
þúsaldar sem nú er að líða undir lok að þekkja
þessar persónur og sögurnar af þeim, svo víða
koma þær fyrir í ljóðum, leikritum, sögum og
myndlist. Þetta er auður sem aldrei þrýtur þeim
sem hann hlýtur. -SA
Furöuveröld Henriettu
Norski leikhópurinn
Opera Omnia sýndi tón-
listarleiksýninguna Poy í
Gerðubergi um helgina,
fyrir börn þriggja ára og
eldri. í Poy segir frá Hen-
riettu sem býr með selló-
leikara sem er alltaf að
æfa sig og vill helst fá að
vera í friði, en eins og
gerist og gengur á tónlist-
arheimilum er athyglis-
þörf þeirra yngstu sjald-
an meiri en einmitt þegar
verið er að æfa sig og
hljóðfærið. Henrietta er
engin undantekning frá
þeirri reglu og reynir
með öllum ráðum að ná
athygli sellóleikarans
sem bregst við með alls
kyns kunnuglegum pirr-
ingshljóðum en gefst þó
ekki upp.
Á endanum sofnar
Henrietta og eru áheyr-
endur leiddir inn í draum hennar í bókstaflegri
merkingu þar sem til þess að komast mn í
drauminn þurfti að fara
í gegnum ranghala
menningarmiðstöðvar-
innar. í draumnum er
Henrietta ein með
sjálfri sér þar til hinn
ósvífni sellisti treður
sér að og truflar hina
friðsælu draumaveröld
hennar. Allt fer þó á
besta veg og að lokum
verða allir vinir eins og
vera ber.
Það er svo sannar-
lega ekki oft sem maður
fer á barnasýningar þar
sem athygli bamanna
er haldið svo kirfilega
frá upphafi til enda með
snilldarlegum hætti.
Þarna var ekki þörf á
neinum ódýnun brögð-
um til að ná athygli
áheyrenda, líkt og
prumpuhljóðum eins og
virðast vera orðin að
óþolandi lensku í íslenskum bamasýningum,
heldur voru áheyrendur, hvort sem þeir voru
þriggja eða þrjátíu, heillaðir með að því virtist
botnlausri hugmyndaauðgi. Allt vann saman að
skemmtilegri og heildstæöri sýningu. Tónlist
Glenns Eriks Hauglands virkaði ótrúlega sjálf-
sprottin og ævintýraleg, sveipuð töfraljóma þar
sem hún birtist bæði í tölvuhljóðum og frá leik-
urunum sjálfum. Með hlutverk sellóleikarans
fór Maja Bugge og Henrietta var leikin af Heidi
Tronsmo og var hún temmilega léttgeggjuð til
að falla í kramið, ekki of ágeng eða agressíf til
að vekja ugg hjá þeim yngstu enda tókst henni
auðveldlega að virkja alla inn í sýninguna.
Engar tungumálahindranir voru í veginum,
bullumál Henriettu og táknmál skildist auðveld-
lega og áheyrendur voru boðnir og búnir að að-
stoða hana við að striða hinum pirraða sellóleik-
ara með alls kyns hljóðum og brellibrögðum
sem sköpuðu oft á tíðum skemmtilega hljóð-
effekta. Umgjörð draumsins var einföld, mjúk
efni, koddar og gegnsæir kassar úr grisju virk-
uðu vel með lýsingunni sem að vísu hefði gjam-
an mátt vera sterkari en það kom ekki að sök,
sýningin small saman og rann ljúflega í gegn.
Opera omnia hópurinn kann sitt fag og mætti
læra mikiö af honum, því var verulegur fengur
að komu hans hingað.
Amdis Björk Ásgeirsdóttir
___________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
íslensk orðabók
á geisladiski
íslensk orðabók er nú komin út á geisla-
diski. Þetta er fyrsta tölvuútgáfa íslensk-ís-
lenskrar orðabókar en jafnframt 3. endur-
bætt útgáfa þessa verks sem Árni Böðvars-
son ritstýrði upphaílega og kom út i fyrsta
sinn 1963. Bókin bætti þá úr brýnni þörf og
hefur verið eins og biblia á sínu sviði í öll-
um skólum landsins auk fjölda heimila og
vinnustaða. Engin bók er meira notuð á is-
lenskum fjölmiðlum en hún.
Tölvuútgáfan margfaldar notkunarsvið
íslenskrar orðabókar. Með hinni nýju
tækni fæst skýr og einfóld framsetning,
margvíslegir leitarkostir gefast og hægt er
að hafa orðabókina opna á skjánum við alls
kyns ritvinnslu. í bókinni eru um 85 þús-
und flettur og innan þeirra má finna 100
þúsund uppflettiorð. Auk þeirra breytinga
sem felast í því að færa bókina í tölvubún-
ing hefur texti bókarinnar verið endur-
bættur með margvíslegum hætti.
Útgefandi tölvuútgáfunnar er Edda en
bókin er unnin hjá Máli og menningu í
samvinnu við Orðabók Háskólans. Ritstjóri
3. útgáfu er Mörður Árnason. Notandafor-
rit tölvuútgáfunnar er Tölvuorðabókin frá
Alneti (Matthíasi Magnússyni). Við fram-
setningu textans er nýtt HTML-tæknin sem
menn þekkja af Netinu.
í tengslum við tölvuútgáfu íslenskrar
orðabókar verður ýtt úr vör vefsetrinu
ord.is sem er upplýsingamiðstöð fyrir not-
endur orðabókarinnar og áhugamenn um
hana.
Nágranna-
draugurinn
Ungir spennufíklar
geta glaðst yfir því að nú
er komin út fyrsta bókin í
hinum geysivinsæla
bandaríska bókaflokki
„Goosebumps" eða Gæsa-
húð. Hún heitir Nágrannadraugurinn og er
eftir R.L. Stine. Þar segir frá stelpunni
Hönnu sem er tólf ára og dálítið einmana í
fríinu því besta vinkona hennar er í sum-
arbúðum og nennir aldrei að skrifa henni.
En einn morguninn læðist nýr strákur
hljóðlega eins og vofa út úr næsta húsi -
húsinu þar sem enginn býr. Þau verða
strax góðir kunningjar en samt er eitthvað
virkilega dularfullt við hann og fjölskyldu
hans. Mamma hans heyrir ekki þegar
Hanna bankar á dymar og strákurinn á
það til að gufa upp. Hönnu finnst hún
verða að njósna um hann og þessa skrýtnu
vini hans sem hún þekkir af einhverjum
ástæðum ekki... Ganga kannski draugar
ljósum logum í þorpinu?
Þetta er æsileg hrollvekjusaga fyrir
krakka á aldrinum 9-13 ára sem kallar
fram hressilega gæsahúð hjá lesendum.
Þýðandi er Karl Emil Gunnarsson en bóka-
útgáfan Salka gefur út.
Vox Academica
Á morgun kl. 12.30 flytur Vox Academica
undir stjóm Hákonar Leifssonar verk eftir
Anton Bruckner, Javier Busto, Jane
Marchall, Randall Thompson, William
Walton og Báru Grímsdóttur á háskólatón-
leikum i Norræna húsinu. Vox Academica
er sjálfstæður kammerkór fyrrverandi fé-
laga Háskólakórsins og hefur kórinn starf-
að í 4 ár.
Seinna lúkkið
Seinna lúkkið er saga
fyrir unglinga eftir Val-
geir Magnússon. Þetta er
fyrsta bók höfundarins
sem fjallar í bókinni um
veruleika islenskra ung-
linga sem er oft hrárri og
hættulegri en fólk kærir
sig um að vita. í þeim
heimi getur allt komið
fyrir alla og það fá krakkarnir í þessari
sögu að reyna. En þeir búa líka yfir þeim
krafti og þvi hugrekki sem þarf tU að
horfast í augu við lífið og verða að manni.
Hér er fjallað á hreinskilinn og opinskáan
hátt um ást og kynlíf, ábyrgð, traust og
heiðarleika, fikniefnaneyslu, lygi og of-
beldi, ósigra - og sigra.
Iðunn gefur bókina út.