Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Norðmenn hafa náð tökum á klaki og eldi þorsks: Risavaxið þorsk- eldisævintýri - íslendingar ættu að hefjast handa, segir verkefnisstjóri Eldisþorskur J0rgen Borthen meö freöinn eldisþorsk. Áætlaö er aö 40 þúsund tonnum af þorski veröi slátraö innan 10 ára. DV. BERGEN:_____________________ Norðmenn hafa náð slíkum tök- um á klaki þorsks og eldi að þeir stefna að því að ársframleiðslan verði 40 þúsund tonn innan tíu ára. Það er Hafrannsóknastofnun í Bergen sem þróað hefur aðferð til að þorskurinn nái að fjölga sér. Sér- stakar stöðvar í grennd við Bergen ala svo seiðin upp þar til þau eru um 10 senímetrar að stærð. Þá eru þau seld til fiskeldistöðva sem ala fiskinn upp í sláturstærð. Nú eru sex stöðvar i þorskeldinu en búist við að þær verði níu á næstu ári. Búið er að gefa út 100 leyfi fyrir slikt eldi. Jorgen Borthen er verk- efnisstjóri þessa átaks í að koma þorskeldinu á laggirnar. Norsk sjomatssenter fjármagnar átakið sem heitir Sats pá torsk. Þorskabændurnir ala fiskinn í tönkum þar sem fóðrun hans, hita- stig og lýsing fer eftir hámákvæm- um reglum til að hámarksafrakstur náist. Meðal þess sem Norðmenn hafa glímt við er að fresta kynþrosk- anum vegna þess hve hægir á vexti hans þegar náttúran gerir vart við sig. „Við náðum þeim árangri að fresta kynþroskanum um eitt ár sem gerir allan gæfumun. Við stjórnum þessu með ljósum og get- um látið fiskinn hrygna hvenær sem er. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða hávetur eða sumar. Nú getum við sagt með sanni að mikið ævintýri sé í uppsiglingu. Við höfum náð tökum á sjálfu klakinu og einnig sjálfu eldinu," segir Jorgen, hæstánægður með árangur- inn. í dag eru aðeins um 200 tonn af fullvöxnum þorski í kvíum en 500 þúsund seiði komust á legg á þessu ári og þau eru á leið út til þorska- bænda sem alla þau upp í sláturstærð. Reikna má með að þessi seiði gefi af sér 1500 tonn af þorski eftir tvö ár. Á næsta ári er reiknað með að seiðin verði ein milljón sem gefa framleiðslu sem nemur 3000 tonnum af þorski. Á árum þar á eft- ir mun framleiðslan ná 10 milljón seiðum sem dreift verður i eldis- stöðvar um allan Noreg. Verðmæti þess fiskjar mun verða samkvæmt núverandi verðlagi um átta milljarðar íslenskra króna auk framlegðará- hrifa vegna þess að fisk- urinn gefur fólki atvinnu vítt og breitt um Noreg. Jorgen segist vera bjartsýnn á að þessi áform gangi eftir og áhugi á þorskeldi sé nægur; bæði frá væntan- legum kaupendum og þeim sem vilja heíja framleiðslu. „Þarna eru óendanlegir möguleik- ar og við finnum feiknarlegan áhuga eftir að við náðum tökum á þessu eldi. Við höfum fengið fyrirspurnir frá Skotlandi og Kanada svo eitthvað sé nefnt. Þá var haft samband við mig frá verslunarkeðjunni Marks og Spencer Bretlandi nýverið og þeir vildu komast í samband við allar eld- isstöðvar hér. Vandinn er sá að við eigum aðeins tvö hundruð tonn af þorski í sláturstærð. Þetta er mikil breyting því fyrir rúmum tveimur árum var sáralítill áhugi á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að is- lendingar hafi kynnt sér sérstaklega það sem i gangi er í þorskeldi. Ekki sé spuming í sínum huga um að þeir eigi að hefja slíka framleiðslu. „Þarna er um að ræða úrvalshrá- efni enda er fiskurinn tekinn ná- kvæmlega í þeirri stærð sem menn ákveða og hráefnið er nákvæmlega í því ástandi sem óskað er eftir og gæði vörunnar mikil. Það er mikil breyting frá því þar sem fiskur er veiddur á hafi úti geymdur við alls kyns aðstæður. Þetta er því framtíð- in og nóg pláss fyrir fleiri á mark- aðnum. Ég er dálítið undrandi á því að íslendingar skuli ekki vera komn- ir af stað með þetta eldi og þá ekki sist í því ljósi að þeir hafa náð frá- bærum tökum á lúðueldi. Þeir hafa gjörsamlega stungið okkur aftur fyr- ir sig þrátt fyrir að aðeins eitt fyrir- tæki á íslandi stundi þetta eldi en við höfum þróað þetta árum saman. Á íslandi er næg orka og kjöraðstæð- ur fyrir þennan rekstur," segir Jorgen. -rt Stjórnarmaður framhaldsskólanema: Námið að fara í vaskinn - byggingarvinna gefur grunnlaun kennara „Ég veit að fjölmargir nemend- ur eru alveg brjálaðir núna. Um- mæli menntamálaráðherra í ut- andagskrárumræðum á Alþingi um að önnin okkar sé að eyði- leggjast verður til þess að brott- fall nemenda úr skólum verður enn meira heldur en stefndi í,“ sagði Margrét Rún Einarsdóttir, stjórnarmaður í Félagi fram- haldsskólanema, við DV í gær. Þar vísaöi hún til ummæla Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra á þingi í gær, þar sem hann sagði að tækjust samningar milli rikis og framhaldsskóla- kennara í lok vikunnar mætti bjarga önninni. Þetta er eitthvað sem nemend- ur hafa aldrei heyrt,“ sagði Mar- grét Rún. „Eins og staöan er í dag er ver- ið að segja okkur að önnin sé ónýt verði ekki samið fyrir viku- lok. Það tala allir um aö sjá til hversu lengi verkfallið vari og ákveða framtíðina með hliðsjón af þvi. Verkfall sem stendur fram í janúar-febrúar er meira en margir ráða við. Þeir eiga þann kost einan að hætta. Við erum að tala um lokapróf í mars og önnur í júní, með kennslu um helgar. Umræður af því tagi sem voru á Alþingi i gær eru rosalega slæmar. Allir skóla- stjórnendur sögðu við nemendur á fundum áður en verkfallið hófst, að önnin yrði ekki eyðilögð. Svo kemur mennta- málaráðherra núna og segir þetta. Margir sjá fram á að nám- ið sé um það bil að fara í vaskinn." Margrét Rún sagði að allir fé- lagar hennar í Borgarholtsskóla væru farnir að vinna. Sjálf fékk hún vinnu hjá Landsbankanum um leiö og verkfall hófst. Hún kvaðst myndu vinna þar til verk- fallið leystist. Þá tæki hún aftur til við nám í margmiðlunarhönn- un. DV hitti einnig tvo nemendur sem komnir voru í byggingar- vinnu í verkfallinu, þá Árna Gunnarsson úr Iðnskólanum og Atla Gunnarsson úr Verslunar- skólanum. Þeir sögðust hafa farið að vinna strax eftir að verkfall hófst. Aðspurðir um hvort þeir væru með sæmileg laun sögðust þeir vera meö sem svaraði grunnlaun- um framhaldsskólakennara á mánuði. Þeir sögðu að flestir skólafélaganna, sem þeir væru í sambandi við, væru farnir að vinna. Báðir kváðust þeir ætla að halda áfram í skóla þegar verk- fallið leystist, en voru sammála um að það mætti standa fram að jólum úr því sem komið væri. -JSS I byggingarvinnu í verkfallinu Árni Gunnarsson úr lönskólanum og Atli Gunnarsson úr Verslunarskólanum eru í byggingarvinnu meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. WHk. Líkur á uppsögn launaliðar Halldór Bjömsson, varaforseti ASÍ, telur meiri líkur á því en minni að launalið kjarasamninga félaga í ASÍ verði sagt upp í byrjun næsta árs. Hann gagnrýnir sér- staklega að stjórn- völd skuli ekki ætla að lækka tekju- skatt til samræmis við hækkun sveitar- félaganna á útsvari. Tvö dótturfyrirtæki ÍE íslensk erfðagreining hefur stofnað dótturfélagið íslenskar krabbameins- rannsóknir og keypt íslenskar lyfia- rannsóknir ehf. íslenskum krabba- meinsrannsóknum er ætlað að taka við krabbameinsrannsóknum af íslenskri erfðagreiningu og sjá um markaðssetn- ingu meðferðar- og greiningarúrræða við krabbameini. 38 prósent hækkun íbúi á Egilsstöðum gagnrýnir harð- lega dagfargjaldahækkanir í innan- landsflugi. Bent er á að fyrir skömmu hafi ódýrasta fargjaldið Egilsstaðir - Reykjavík - Egilsstaðir verið 8.800 kr. Það hafi verið stéttarfélagsgjald sem núna er búið að leggja niður. Lægstu flugfargjöldin á þessari leið hafi þvi hækkað um 38%. Dagur greinir frá. Uppgröftur Mannvistai'leifar hafa fundist síð- ustu daga við uppgröft í Laufási við Eyjafjörð. Þar hefur verið grafmn tæp- lega 40 metra langur skurður frá gamla prestsseturshúsinu og í gamla torfbæ- inn. Miðaö við öskulög og fleira eru þessar minjar ekki eldri en frá 15. og 16. öld. Dagur greinir frá. Andvígur líknardauöa „Við sjáum ekki þörf á því, nema sið- ur sé, að setja svona löggjöf hér,“ sagði Sigurður Guðmunds- son landlæknir um ákvörðun hollenskra stjómvalda að leyfa læknum að binda enda á líf sjúklinga sem þess óska. - Vísir greinir frá. Verðlaun fyrir bílavörur Hraðamælabreytir, sem framleiddur er af Samrás á Seltjamamesi, vann ný- lega til verðlauna á sýningu fyrir vörur tengdar bílum í Las Vegas í Bandaríkj- unum. Af 650 nýjum vörum var hraða- mælabreytirinn TruSpeed í öðru sæti i flokknum besta nýja varan. Ekki útboð á sorphiröu Umhverfis- og heil- brigðisnefnd borgar- innar vísaði nýlega frá tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ólafs F. Magnússon- ar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, um að skoðuð verði að bjóða út sorphirðu Sprenging í kókaínneyslu Kókaínneysla er að aukast verulega á íslandi samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ. Tölur samtakanna benda til þess að kókaínneysla hafi allt í einu tekið stökk árið 1997 og hafi síðan margfald- ast. Og enn er aukning milli ára því samkvæmt upplýsingum SÁÁ nú í nóv- ember voru neytendur sem til meðferð- ar komu orðnir 150 frá áramótum. - Dagur greinir frá. hagkvæmni þess í borginni. Kvótaþing tímaskekkja „Ég hef óneitanlega mestan áhuga á að beita mér í byggðamálum en mér frnnst byggðastefnan engan veginn hafa gengið eftir,“ segir Sigríður Ingv- arsdóttir sem mun um áramót taka sæti á þingi í stað Hjálmars Jónssonar sem ráðinn hefur verið dómkirkju- prestur. - Dagur greinir frá -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.