Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir 7 Vaxandi hræðsla við Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn: Ekki ástæða til að óttast - nýtt afbrigði sjúkdómsins óþekkt hérlendis Afbrigöi af Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dónmum hefur verið þekkt hér á landi í um 40 ár, að sögn Guðmundar Georgssonar, forstöðumanns Til- raunastöðvarinnar á Keldum. Á þessu 40 ára tímabili hafa fjórir ís- lendingar látist, síðast 1995 og 1997. Hér er þó ekki um sama afbrigði sjúkdómsins að ræða og mest er nú í umræðunni í Evrópu og rakið hefur verið til kúariðu. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn hefur verið þekktur í um 80 ár, fyrst hjá Þjóðverjum. Er sjúkdómurinn nefndur eftir þýsku geðlæknunum Hans G. Creutzfeldt, sem lést 1964, og Alfons M. Jakob, sem lést 1931. „Fyr- ir fjórum árum, eða 1996, kom fram nýtt afbrigði sjúkdómsins sem er frá- brugðið því sem þekkt hefur verið hér á landi. Þá settu menn fram til- gátur um að það kynni að tengjast neyslu riðusýkts nautakjöts af grip- um sem haldnir voru svokallaðri kúariðu. Hún er aftur rakin til fóðr- unar á kjötmjöli úr sauðfé sem bann- að var að gefa hérlendis 1978. Fyrstu tilfellum kúariðu í Bretlandi var hins vegar lýst um 1985,“ segir Guðmund- ur Georgsson sem nú tekur þátt í .Evrópusam- vinnuverkefni um þetta mál. „Menn hafa talsvert verið að rugla þessum af- brigðum saman sem einu og sama fyrirbærinu. Af þessu nýja af- brigði hefur langstærstur hluti tilfellanna fundist í Bretlandi en ekkert hér á landi. Lengri tími líður frá því fólk sýnir einkenni af þessu nýja afbrigði þar til það deyr en af því hefðbundna afbrigði sem hér J)ekkist. Endanleg greining á sjúkdómnum fæst þó ekki fyrr en við krufningu en engin lækn- ing er til við honum.“ Ekki af völdum kindakjöts Árið 1980 voru menn hérlendis farnir að setja sjúkdóminn í samband við riðu i sauðfé. Miðað við tíðni riðu í sauðfé hérlendis á árum áður hefði sjúkdómurinn þó átt að vera mun al- gengari. Ekki virðast þvi vera tengsl á milli riðuveiki hérlendis og neyslu kindakjöts. „Við teljum okkur geta kveðið nokkuð fast að orði með það að sjúkdómurinn hérlendis stafi ekki af neyslu lambakjöts," segir Guð- mundur. Hæggengar veirur Creutzfeldt-Jak- ob-sjúkdómsins hreiðra um sig i taugavefjum og valda þar margvísleg- um skaða. Veirurnar setjast ekki síst að í heilanum og valda yflrleitt vit- glöpum eða sturlun en einkennin geta þó verið margvísleg. Þó mest af smitefninu finnist venjulega í heila og mænu flnnst það líka í öðrum vefj- um, helst tengdum meltingarvegi. „Vandinn er að greina sjúkdóm- inn því smitefnið er svo sérkenni- legt. í raun er um að ræða eðlilegt prótín sem umbreytist i smitefni, en í því sjálfu er ekki kjarnsýra eins og einkennir allar aðrar örverur. Þetta er því mjög sérstætt og af því að þetta er normalt prótín myndast ekki ónæmisviðbrögð eins og við öðrum sýkingum. Hefðbundið af- brigði sjúkdómsins má greina m.a. með aðstoð heilalínurits, en segul- ómun á heila hefur verið beitt til að greina nýtt afbrigði sjúkdómsins." -HKr. Guömundur Georgsson. HB fær nýtt skip afhent um mánaðamótin: Árs seinkun í Chile DV, AKRANESI:______________________ Haraldur Böðvarsson hf. fær nýtt skip, Ingunni AK 150, afhent um næstu mánaðamót. Ingunn, sem hef- ur verið í smíðum í Chile, átti að af- hendast um síðustu áramót en dráttur varð á því. Þegar svo átti að afhenda skipið í sumar komu í ljós gallar á hönnun skipsins þar sem það risti ekki nóg. Varð að sam- komulagi milli hönnuða skipsins, skipasmíðastöðvarinnar í Chile og HB að lengja skipið um rúma 7 metra. Skipið er nú rúmir 72 metr- Ingunn sjósett Myndin var tekin þegar Ingunn AK150 var sjósett í Chile fyrir skömmu. Skipiö er meö um 700 tonn af sjó í lestum og ekki er annað aö sjá en þaö beri hlassiö vel. ar á lengd og 12,6 metr- ar á breidd. Siglingin heim til ís- lands tekur 4-5 vikur þannig að búast má við að skipið komi til Akra- ness fyrstu eða aðra vikuna á árinu 2001, ári eftir að það átti að koma til landsins, en að vísu allt annað og meira skip en ráð var fyrir gert þá. -DVÓ (ir brimborg Bíldshöfða 6 • Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 • Akureyri • Sími 462 2700 www.brimborg.is 2000 cc. vél, 7 manna Búnaður m.a. Rafmagn f rúðum Samlæsingar Rafdrifnir speglar Líknarbelgir Geislaspilari Komdu og skoðaðu fjölda annarra notaðra bíla f 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bfldshöfða 6 ogtryggðu þér einstakan úrvalssbfl. erum tiér HOFÐAHOLLIN BILASALA nrn.Tíii bnMöllin Löggild bilasala • Opiö mánudaga-laugardaga 10-19 • Sími 567 4840 • Fax 567 4851 BMW 730ÍA 93 02.cn 151 þús. K;n. ssn toppiúga. álfelgur. cd. allt rafdr.. ABS. Verð 1.700 þús. Tilboð 1.300 þus. Bilalan. Mazda 626 ES 2.5 '93, ek, 148 þús. km, ssk.. toppiúga, álfeigur, cruisecontrol. leður. akt rafdr. ABS o.fl. Verð 950 þus. Tilboð 650 þus. Cherokee Grand LTD 4,0 '96.ek. 130 þus km, ssk.. alf.. dráttarkr.. leður. rafdr.. ABS o.fl. Einn eigandi. Verð 2.450 þús. Tilboð 1.950 þús. Galloper 2,5 TDi 98/10. ek. 80 bus. km, ssk áif.. rafdr.. ABS. spoiler. 7 manna. Verð 2.050 þús. Tilboð 1.850 þús. Ford Escort CLX st. ‘96. ek. 35 þús. km. áíf.. vetrardekk. Verð 750 þús. Tilboð 550 þús. Dodge Caravan 3,0 ‘93.ek. '34 pus. sm. ssk.. irtnbyggðir barnastólar. 7 manna. hardkornadekk, áhv. bilalán. Verð 950 þus. Tilboð 650 þus. Cherokee Grand LTD 4.7 '99. ek. 62 þús. krn, áíf.. toppniga, (eöur o.fl. Stórglæsiiegur bsii með Qliu. Verð 4.200 þús. Ptymouth Grand Voyager 3,3 '96. ek. 85 djs. kr>. 5 d . ssk.. Á*.. rafdr. ABS, þófavðm, irtað gler. 7 manna. Verð 1.850 þús. Tilboð 1.550 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.