Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVBMBER 2000 Skoðun E>V Verkfalliö svekkir. Samfélagiö situr sljótt hjá Frá baráttufundi framhaldsskólakennara. Af sjónarhóli fram- haldsskólakennara Spurning dagsins Ertu farin(n) að skreyta fyrir jólin? Edda Sif Guöbrandsdóttir hárgreiöslunemi: Nei, ekki neitt, ég byrja 1. desember. Doja og Vaiþór Reynir: Nei, en ég hiakka til að byrja á því næstu heigi. Arndís Sveinbjörnsdóttir nemi: Nei, ekki neitt, byrja um miöjan desember. Garöar Þór Jónsson: Nei, ekki neitt, en hjálpa þó kannski aöeins til þegar aö því kemur. Sigrún Hjartardóttir: Nei, alltof snemmt, í fyrsta lagi svona 2 vikum fyrir jól. Eyja Líf Sævarsdóttir nemi: Já, og þaö á allt aö vera tilbúið fyrir 14. desember. Steinunn Eva Þóröardóttir framhaldsskólakennari skrifar: Ég er framhaldsskólakennari og er þar af leiðandi í verkfaUi í augnablikinu. Það þýðir að ég fæ ekki laun og horfi einnig á starf mitt undanfama mánuði fara í vaskinn eftir þvi sem tíminn líður án þess að samningar náist. Það er hvort tveggja frekar svekkjandi. En ég er einnig foreldri og vil auðvitað að börnin mín fái bestu mögulega menntun og líði vel í skólanum. Ég er ekki sátt við að þau fái slaka kennara en hættan á því eykst óhjá- kvæmilega, því að til undantekn- inga heyrir að fleiri en einn sæki um stöðu sem losnar-oft sækir eng- inn um,og þá er málið leyst þannig að aðrir kennarar taka kennslunna að sér, ofan á allt sitt, eða fagið fell- ur niður „þá önnina/þann vetur- inn“. í þessu hafa öll börnin mín lent einhverntíma og bara á þessari önn féllu niður fög í tveimur ólíkum skólum! Þetta er ekki mín hugmynd Pfstill frá Austfiróingi: Það skildi nú ekki vera að um- ræðan á Alþingi um breytingar á skattgreiðslum vegna hagnaðar á hlutabréfasölu m.a. orsaki fall krónunnar. Allir reyna að koma hagnaðinum undan áður en „öxin“ fellur. Hverjir ákveða annars að fella eða hækka krónuna? Er þetta sjálfvirk formúla innan kerfisins sem breytir genginu frá degi til dags eða er það einhver ákveðinn aðili innan kerfisins sem ákveður þetta allt i einu út frá eigin brjósti, eftir þvi hvort hann telur blikur á lofti eða ekki? Hverjir hagnast svo mest á þessu? Það eru fyrirtækin sem þessir Pétr- „Það er alveg sama hve skipulagið lítur vel út í að- alnámskrá, það sem skiptir máli er það sem gerist í kennslustund og því þurfa allir kennarar að vera hæf- ir og ánœgðir í starfi. “ um betri skóla. í síðasta verkfalli fyrir 6 árum var mikil neikvæðni og kennurum var úthúðað, það var tilfínningalega mjög erfitt og hafði langvarandi niðurdrepandi áhrif á kennara og starfsanda í skólum. Núna er ekki mikil neikvæðni, en heldur ekki mikil athygli. Fólki virðist sama þó að skólahald falli niður: Nemendur gleðjast yfir fríi og vonast eftir að sleppa létt frá þessari önn, skólameistari sem býr við fjarsvelti gleðst því það grynnk- ar ögn á skuldunum á meðan, fjár- málaráðherra sparar líka og gleðst; því lengra verkfall því betra. „Ég vil leggja það til við ríkis- stjórnina og alþingi að „keyptir“ verði nokkrir Pétrar og Pálar (spákaupmenn innan sérstaklega valinna fyrirtækja) og þeir settir í það verkeftii að bjarga krón- unni, því að þeir eru greinilega mörgum árum á undan stjórn- völdum og efnahagsráðunautum hins opmbera í hugsun.“ ar og Pálar eru hjá, þ.e.a.s. bankarn- ir, fjármálafyrirtækin að ógleymd- um lífeyrissjóðunum. Þessi fyrir- tæki hafa tapað svo hundruðum miljóna króna skiptir i alls konar fjárfestingum innanlands og millj- Menntamálaráðherra, sem boðar „betri skóla“, telur laun kennara ekki koma því máli við og fxnnst þetta því ekki vera sitt vandamál. Foreldrar segja ekki múkk og sam- félagið situr sljótt hjá. Þannig furðar mig, hvað getur komið út úr verkfalli sem bitnar nær eingöngu á manni sjálfum, í öðrulagi á nemendum, en ekki á neinum sem getur gert eitthvað í málinu? Hærri laun fyrir kennara sem gerir starfið eftirsóknarvert og samkeppnishæft fyrir (ungt) vel- menntað fólk er það sem þarf til að gera betri skóla. Það er alveg sama hve skipulagið lítur vel út I aðalnámskrá, það sem skiptir máli er það sem gerist í kennslustund og því þurfa allir kennarar að vera hæfir og ánægðir í starfi. Ég lít á það hlutskipti mitt, að sitja í súru verkfalli (eins lengi og þörf krefur) sem fórn fyrir börn- in mín og samfélagið f heild, og um leið að bættu skólastarfi. - Þetta er mitt framlag! örðum í erlendum fjárfestingum og verða þvf, hvað sem það kostar, að ná fjármununum til baka. Kaup á gjaldeyri og að fella þar með íslensku krónuna er nærtæk- ast og auðveldast núna í dag til að græða. Ég vil leggja það til við rík- isstjórnina og alþingi að „keyptir" verði nokkrir Pétrar og Pálar (spá- kaupmenn innan sérstaklega val- inna fyrirtækja) og þeir settir í þaö verkefni að bjarga krónunni, því að þeir eru greinilega mörgum árum á undan stjómvöldum og efnahags- ráðunautum hins opinbera í hugs- un. - Að sjálfsögðu þarf að borga þeim mjög vel og „bónusa“ þá eftir árangri. Þessi framkvæmd væri fljót að borga sig fyrir rfkissjóð. Fall krónunnar Dagfarí Rúmfatakóngur meö útsýni Dagfari hefur eignast nýja hetju. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nýja hetjan er færeysk. Fyrsta færeyska hetjan að Heinesen og Þrándi í Götu frátöldum. Sá heitir Jakup Jacobsen og rekur Rúmfatalagerinn. Jakup hefur gert þaö gott á íslandi; svo gott að Jóhannes í Bónus og þeir Hagkaupsbræður mega fara aö vara sig. Jakup er góður kaupmaður. Það veit Dagfari því hann keypti rúmteppi hjá honum fyrir skemmstu. Rúmteppið kostaði næstum því ekki neitt og var svo stórt að nota mátti á mörg rúm. Efnið er austurlenskt og mjúkt og Dagfari klippti það 1 sex einingar og gaf systrum sínum fimm. Nú er öll fjölskylda Dagfara komin með nýtt rúmteppi frá Jakup og allir ánægðir. Svona eiga kaupmenn að vera. Þegar Dagfari fer í búðir fer hann helst ekki annað en í Rúmfatalagerinn. Þar er líka hægt að kaupa jólatré úr plasti og smákökur. Jakup í Rúmfatalagemum skynjar velgengni sína og veit að hann er orðinn kóngur á íslandi. Nýlega byggði hann heila Kringlu norður á Akur- eyri sem rúmar alla bæjarbúa og nú ætlar hann að bæta um betur og reisa tum í Kópavogi sem nær hálfa leið til himins. Jakup sá að hann gat ekki setið auðum höndum á meðan verið væri að byggja þrefalda Kringlu í Smáranum sem á að Lóðin var ekki stór, en þó nógu stór fyrir turn, og þvi œtlar Jakup að byggja upp í loft eins og þeir gera á Manhattan þar sem lóðaverð er reikn- að út í lóðréttum fermetrum ekki síð- ur en láréttum. rúma alla landsmenn. Jakup var reyndar frum- byggi í Smáranum ásamt Elko og Hagkaupi og átti eftir smálandskika rétt í túnfætinum hjá stóm Kringlunni. Lóðin var ekki stór, en þó nógu stór fyrir turn, og þvf ætlar Jakup að byggja upp í loft eins og þeir gera á Manhattan þar sem lóða- verð er reiknað út í lóðréttum fermetrum ekki síður en láréttum. Jakup ætlar að reisa sér turn sem á að vera 14 hæðir, ef trúa skal fréttum, og í toppnum á að vera besti veitingastaður á íslandi. Enn nýrri fréttir herma að Jakup sé búinn að bæta við þremur hæðum á turninn sinn og ætli sjálfur að búa í penthási á 17. hæð. Þar ætlar hann að sitja og horfa yfir ríki sitt sem teygir sig stranda á milli á meðan flugvélar í innanlands- flugi taka á sig sveig til að krassa ekki inn á bað- herbergisgólfið hjá færeyska rúmfatakónginum. Snekkjur Jóhannesar í Bónus blikna i saman- burði við færeyska turninn í Kópavogi og strand- hýsi Hagkaupsbræðra á Malibu-ströndinni í Kali- forníu eru ekki annað en kofar við hlið tumsins í Smáranum. Megi Jakup Jacobsen vel og lengi njóta útsýnis- ins úr turninum í Kópavogi. Hann er vel að því kominn og Dagfara verður alltaf hugsað hlýlega til færeysku hetjunnar sinnar í hvert sinn sem hann býr um stóra hjónarúmið sitt - með ódýra rúm- teppinu úr Rúmfatalagernum. _ p . VA4 fArt Dýrt í Hvalfjarðargöng Stefán Guðmundsson hringdi: Mér Fmnst dýrt að aka Hvalfjarðar- göng fyrir 2000 kr. fram og til baka, er maður skreppur til Borgarness eða svo við og við. Ég fer ekki að kaupa eitthvert kort fyrir þúsundir króna, því ég veit ekkert fyrirfram hvenær eða hvort ég nota það. Nú er rætt um að hækka gjaldið, það er af og frá að fólk samþykki slíkt án verulegra mót- mæla og hugsanlegs framhjáaksturs um Hvalfjörð. Talað var um að gjald- ið um göngin lækkaði fljótlega vegna mikillar umferðar. En auðvitað lækk- ar hér aldrei neitt, því miður. En það er mjög dýrt að aka Hvalfjarðargöng fyrir 1000 kr. Það er staðreynd sem fólk á ekki að láta ómótmælt. Góöir samningar Jakob skrifar: Ég er mjög ánægður með þá kjara- samninga sem nú hafa verið undirrit- aðir fyrir mína hönd og annarra fé- laga minna í veitingageiranum. Mest um vert er að nemar, sem hafa verið afskiptir iengi í viðkomandi fagfélög- um, fengu nú loks leiðréttingu. Það er mikilsvert að hafa getað fækkað launaliðunum, sem fæstir áttuðu sig á, nema yfirvinnuákvæðunum. Og næst þegar samið verður koma til pró- sentuhækkanir á umsamin laun eins og þau verða nú. Það er líka merkur áfangi. Hvers vegna kennarar geta ekki sætt sig við svipaða lausn og aðr- ar stéttir skil ég ekki. Það á ekki að líða framlengingu á þeirra samning- um án þess að þeir taki upp svipað kerfi og allar aðrar stéttir. Ómakleg árás á Kohl Björn Árnason skrifar: i sem fylgjast með er- I lendum fréttum vita ' I hefur gengið á linnu- I - " fl lausum árásum jafn- ■ ÁI lan<11 ^ n61™1!1 Helmut Kohl, var gefin að sök fyrrum kansl- óreiða með fé í kosn- ari Þýskalands ingasjóð flokks hans sætir ómak- og að hafa þegið mút- legum árás- ur, m.a. frá ■ Mitt- um. errand hinum franska. Allt er þetta ósannað og mesti þvættingur, sem jafnaðarmenn ausa út eins og þeirra er háttur. Kohl og Mitterand m.a. voru einarðir stuðningsmenn frjálsr- ar Evrópu og vildu fyrir alla muni að álfan næði saman, ekki stst til að koma í veg fyrir ófrið í álfunni um ókomna tíma. Kohl var og er einn mesti stjórnmálajöfur Evrópu og á ekki skilið þá smán sem hann hefur orðið að sæta af öfundarmönnum sín- um í álfunni. Viröisaukaskatt- skyldir flutningar Kristján Adolfsson sendibilstj. skrifar: Ég vil þakka Tryggva Bjarnasyni fyrir að vekja athygli á hinni rlkis- reknu sendibílastöð íslandspósts í DV sl. fimmtudag. Ég vil benda fjármála- ráðherra á að nú ætti hann endilega að stofna skipafélag til að láta borga tapið á landflutningunum, líkt og Eimskip og Samskip gera núna, til þess að hægt sé að bjóða niður vinnu sendibílstjóra. Þá vil ég benda ráð- herranum á að vöruflutningar á landi eru virðisaukaskattskyldir og ætti hann því að hætta að mismuna vöru- flytjendum. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.