Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Útboð Austur-Héraðs á Eiðum: Félagsmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu - Örn Kjærnested íhugar sterklega að fara í mál við bæjarfélagið Eiöar Miklar deilur hafa staðiö yfir um útboð Austur-Héraös á Eiðum og hvernig bæjarstjórnin hefur staðiö að því. Félags- málaráðuneytið sendi frá sér iögfræðilegt álit á mánudag þar sem ekkert er fundið að vinnslu máisins. Æðsta yfirvald sveitarstjórna, félagsmálaráðuneytið, gerði engar lögfræðilegar athugasemdir við það hvernig Austur-Hérað stóð að útboði og sölu eigna Eiðaskóla. „Ég tel að þótt niður- staða sé kom- in frá félags- málaráðu- neytinu þá sé þetta enginn dómur í mál- inu. Þetta eru bara hugleið- ingar ráðu- neytisins til sveitarstjórn- arinnar en ekki bindandi niðurstaða fyrir einn eða neinn,“ sagði Örn Kjæmested, byggingaverktaki og eigandi Bakka ehf., en Austur-Hér- að hafnaði kauptilboði Bakka sem hafði áður verið samþykkt með fyrirvara. „Einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að hann hafi verið blekktur í upplýsingum um þetta mál og ég held að rétt sé að láta reyna á það hvort merm hafa verið blekktir í þessu máli eða ekki. Við munum skoða það mjög alvarlega að fara í málaferli við bæjarfélagið." Örn bætti þvi við að sú ákvörðun yrði tekin á næstu dögum. „Félagsmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort lög um framkvæmd útboða gilda um mál- ið og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Björn Hafþór Guð- mundsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs. „Við gerum okkur grein fyrir fullri alvöru þessa máls og menn hér munu setjast yfir þetta álit og lesa það yflr.“ Forsagan Eignir Eiðaskóla voru auglýstar til sölu í sumar og er fresturinn til þess að skila inn tilboðum rann út í september höfðu tvö tilboð borist í eignimar i heild sinni. Ákveðið var að ganga til samninga við Bakka ehf. og var skrifað undir kaupsamning með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og sölu ríkisins á umræddum eignunum. Þegar staðfesta átti kaupsamn- inginn á fundi bæjarstjómar hafði borist nýtt tilboð í eignirnar frá Sigurjóni Sighvatssyni og Sigurði Gísla Pálmasyni, einum og hálfum mánuöi eftir lokun útboðsins. Bæj- arstjórnin hafnaði þá öllum tilboð- um sem fram komu, nema einu sem var í húsið Garð, og ákvað að falla frá fyrrnefndum kaupsamn- ingi við Bakka. Ástæðan var nýja tilboðið og að ekki var samstaða innan meirihlutans um að stað- festa samninginn við Bakka. „Ég lít á þetta miklu frekar sem pólitískt mál innan bæjarstjómar- innar heldur en nokkum tímann hvort ég fæ þetta viðkomandi dæmi eða einhver annar,“ sagði Örn. „Þetta snerist um það hvort meirihlutinn myndi springa eða ekki. Þarna lenti maður inni í hringiðu í pólitík og má sín einskis í því máli.“ Álit félagsmálaráðuneytisins Bæjarstjóri Austur-Héraðs, Björn Hafþór Guðmundsson, óskaði eftir því að félagsmálaráðu- neytið veitti álit sitt á því hvort bæjarstjómin hefði staðið rangt að útboðinu með því að leyfa bæjar- fulltrúa sem boðið hafði í Eiða, en dregið tilboð sitt til baka, að taka þátt í afgreiðslu málsins. Álit fé- lagsmálaráðuneytisins var að þar sem bæjarfulltrúinn hefði dregið tilboð sitt til baka hefði hann engra hagsmuna aö gæta í þessu máli. Félagsmálaráðuneytið var einnig beðið um að veita álit sitt á þvi hvort bæjarstjórn hafi verið heimilt að hafna öllum tilboðum sem borist höfðu í eignina þrátt fyrir að útboðsfresturinn væri út- runninn og búið væri að skrifa undir, en ekki staðfesta, kaup- samning við Bakka. Félagsmála- ráðuneytið taldi bæjarstjórnina hafa haft fulla heimild til þess þar sem á grundvelli sveitarstjórnar- laga var ekki kominn á bindandi kaupsamingur milli Austur-Hér- aðs og Bakka ehf. Félagsmálaráðuneytið vildi hins vegar ekki taka afstöðu til þess hvort lög um framkvæmd útboð gilda um málið og sagði dómstóla þurfa að kveða upp úr með það. Að sögn Björns Hafþórs bæjarstjóra var það mat lögfræðings Austur- Héraðs að þau lög giltu ekki í þessu tilviki en lögfræðingur Arn- ar Kjærnested hefur hins vegar haldið því fram að þau geri það. Kærufrestur stjórnsýslulaga er ekki liðinn. Að sögn Guðjóns Bragasonar hjá félagsmálaráðu- neytinu er álitið ekki úrskurður svo það er ekki bindandi fyrir ráðuneytið ef einhver bjóðenda ákveður að senda inn stjómsýslu- kæru eða ný gögn i málinu. -SMK Morðið á Einari Erni: DNA-rannsókna og krufningar- skýrslu beðið Rannsóknarlögreglan í Kópa- vogi vinnur enn hörðum höndum að rannsókn dauða Einars Amar Birgissonar, 27 ára gamals Kópa- vogsbúa sem lést af mannavöldum fyrr í mánuðinum. Hinn grunaði, Atli Helgason, situr í gæsluvarð- haldi sem rennur út 15. desember. Atli og Einar Örn áttu saman nýopnaða verslun, Gaps Collection á íslandi. Atli hefur játað að hafa orðið Einari Erni að bana með hamri í Öskjuhlíðinni um hádegis- bil miðvikudaginn 8. nóvember og hafa svo falið líkið í hraungjótu nálægt Grindavíkurvegi. Atli var einn af þeim fjölmörgu sem tóku þátt í leitinni að Einari Emi, en líkið fannst eftir ábendingu Atla viku eftir hvarf Einars. Kafarar fundu bíllykla Einars Arnar á Snarfarasvæðinu við Elliðaár en hið ætlaða morðvopn, hamar sem Atli sagðist hafa hent í Hafnaríjaröarhöfn, hefur ekki fundist. Lögreglan bíður enn krufningar- skýrslu og DNA-rannsókna frá Noregi á blóðblettum sem fundust í bílum Einars Amar og Atla. Ákæra hefur ekki verið gefin út í málinu þar sem rannsókn þess er ekki lokið, en játning Atla liggur fyrir. -SMK Reykjavík: Ráðist á lögreglumenn Ráðist var á nokkra lögreglu- menn að störfum I Reykjavík um helgina. Aðfaranótt laugardags réðst unglingsstúlka að lögreglu- manni og meiddi hann lítils hátt- ar. Lögreglumaðurinn var, ásamt starfsfélögum sínum, að reka ólögráða unglinga út úr sam- kvæmi í heimahúsi. Sömu nótt höfðu lögreglumenn afskipti af manni sem lá á Geirsgötunni. Hann brást ókvæða við og réðst á lögreglumennina með þeim afleið- ingum að einn lögreglumannanna meiddist á hendi. Maðurinn var fluttur í fangageymslur lögregl- unnar. Eins voru höfð afskipti af tveimur ölvuðum mönnum sem veist höfðu að öryggisverði í veit- ingahúsi í Kringlunni. Annar þeirra var fluttur í fangageymslur lögreglunnar. -SMK Þurrt suðvestan til Víða norðaustanátt, 10 til 15 m/s, og rigning eða slydda, en þurrt að mestu suðvestan til. Sólarlag í kvöld 15.51 15.15 Sólarupprás á morgun 10.43 10.49 Síðdegisflóó 20.30 01.03 Árdegisflóö á morgun 08.49 13.22 SKýifcgar á veðu?táicr.um —VINDÁTT 15) “N.VINDSTTRKUR í metrum á sekúndu 10% hiti ■10" \FR0ST & HÐÐSKÍRT IÉTTSKÝJAÐ HÁIF- SKÝJAÐ SKÝJAO O AtSKÝJAÐ w RIGNING SKURIR SLYÐDA §1í SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR "Í* SKAF- RENNINGUR ÞOKA Talsverö hálka víða um land Á Vestflörðum er ófært um Hrafnseyrarheiöi en þungfært um Dynjandisheiði. Annars eru flestir þjóðvegir landsins færir en víða er talsverö hálka. BYGCT A tlPPLYSINGUM FRA VEGAGERD RIKISINS CZlSNJÓR mm ÞUN0FÆRT „ÓFÆRT Hlýnar í veðri Norðaustan 13 til 18 m/s og rigning á Vestfjörðum á morgun en mun hægari austlæg átt annars staöar og víða skúrir. Heldur hlýnar og hiti yfirleitt 2 til 7 stig á morgun. ÍÖSÍHd Vindur: O 8-13 m/s Hiti 2° «1 7° ____ikigur Vindur: 8-13 rrv/» Hiti 2” «1 7° Noröaustan 8-13 m/s og rlgnlng eða slydda með köflum norðan- og austanlands en hægarl suðvestan tll og lengst af þurrt. Hlti 2 til 7 stlg. Noröaustan 8-13 m/s og rlgnlng eða slydda með kóflum norðan- og austanlands en hægarl subvestan tll og lengst af þurrt. Hltl 21II 7 stlg. MWHWM Vindur:'^^ 3-8 m/8 Hiti 2* tii T W# Fremur hæg austlæg eöa breytileg átt og skúrlr I flestum landshlutum. Áfram fremur mllt. AKUREYRI léttskýjað -3 BERGSSTAÐIR hálfskýjað -5 BOLUNGARVÍK skýjaö 3 EGILSSTAÐIR 1 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjað 4 KEFLAVÍK hálfskýjaö 4 RAUFARHÖFN skýjað 1 REYKJAVÍK hálfskýjað 1 STÓRHÖFÐI rigning 5 BERGEN rigning 8 HELSINKI skýjaö 4 KAUPMANNAHÖFN skýjað 8 ÓSLÓ rigning 4 STOKKHÓLMUR súld 6 ÞÓRSHÖFN alskýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -4 ALGARVE léttskýjaö 15 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA þokumóöa 12 BERLÍN alskýjaö 10 CHICAGO rigning 0 DUBLIN rigning 11 HAUFAX súld 3 FRANKFURT þoka 5 HAMBORG hálfskýjaö 11 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG léttskýjað 8 MALL0RCA skýjaö 10 MONTREAL 2 NARSSARSSUAQ heiöskírt -12 NEW YORK heiðskírt 6 ORLANDO skýjaö 13 PARÍS skýjaö 9 VÍN skýjaö 5 WASHINGTON léttskýjaö -2 WINNIPEG þoka -5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.