Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvnmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánssori og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Baráttan heldur áfram Baráttan um forsetaembætti Bandaríkjanna heldur áfram þó nú séu þrjár vikur frá því kosningar fóru fram. Úrslitin munu ekki ráðast á kjörstöðum, líkt og venja er i lýðræðisríkjum, heldur fyrir dómstólum þar sem tugir lögmanna takast á. Fyrir leikmenn er nær vonlaust að skilja flókið réttarkerfi Bandaríkjanna, þar sem endalaus- ar leiðir virðast færar til að ná sínu fram. George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, hefur þeg- ar lýst yfir sigri í kosningunum eftir að endurtalningu í Flórídaríki, sem hæstiréttur ríkisins skipaði, lauk síðast- liðinn sunnudag. Keppinautur hans, A1 Gore, hefur neitað að viðurkenna ósigur, enda sannfærður um að hann sé réttkjörinn 43. forseti Bandaríkjanna með meirihluta at- kvæða. Enn sem komið er nýtur Gore stuðnings ílokksfé- laga sinna í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkja- þings, en sá stuöningur er brothættur, enda nær hann litlu lengra en þingmenn telja að almenningsálitið leyfi. Að minnsta kosti ein skoðanakönnun bendir til að meiri- hluti Bandaríkjamanna vilji að Gore sætti sig við orðinn hlut og viðurkenni sigur Bush. Gore telur það hins vegar skyldu sína gagnvart sögunni að leita réttar sins fyrir dómstólum. Á föstudag mun Hæstiréttur Bandaríkjanna taka fyrir kröfu George W. Bush vegna dóms Hæstaréttar Flór- ídaríkis sem fyrirskipaði endurtalningu, sem nú er lokið. Hver svo sem niðurstaðan verður mun hún í raun engu skipta um það hver verður forseti en getur haft áhrif til lengri tíma um sjálfstæði einstakra ríkja. Hver svo sem endanleg niðurstaða í forsetakjörinu verður, eftir að dómstólar hafa kveðið upp sinn endanlega dóm, er ljóst að gríðarlega erfitt verkefni bíður nýs for- seta. Ekki aðeins þarf hann að skipa nýja ríkisstjórn á skömmum tima heldur einnig að græða þau pólitísku sár sem átökin um embættið hafa skilið eftir. En stærsta verk- efnið verður að ná pólitískri samstöðu um lausn á þeim vandamálum sem næsti forseti Bandaríkjanna verður að takast á við. Og lausnirnar verða ekki fundnar án þess að samstaða náist á Bandaríkjaþingi meðal demókrata og repúblikana. Bill Clinton, fráfarandi forseti, hafði ekki pólitískt þrek til að ráðast að rótum vandamála sem eru án nokkurs vafa mesta ógn sem steðjar að bandarísku efnahagslífi og velferð landsmanna. Á næstu tveimur áratugum mun kostnaður við almannatrygginga- og heilbrigðiskerfið margfaldast, enda Bandaríkjamenn að eldast. Fjöldi vinn- andi fólks, sem stendur undir kerfmu, lækkar úr þremur til fjórum á hvem lífeyrisþega í tvo. Að óbreyttu verður almannatryggingakerfið gjaldþrota og annaðhvort verða stjómvöld að skerða réttindi ellilíf- eyrisþega eða hækka skatta verulega. Hvort tveggja getur haft alvarlegar afleiðingar. Og til að auka vandann enn frekar glímir opinbert menntakerfi við mikil vandamál, þar sem nær fjórðungur nemenda i menntaskólum er ólæs. Uppskurður og róttækar breytingar em því nauð- synlegar á skólakerfinu, ekki síst vegna þess gríðarlega vanda sem blasir við í almannatryggingakerfmu. Tímabundið lögfræðilegt álitamál varðandi framkvæmd kosninganna, sem dómstólar munu skera úr um, skipta litlu þegar til lengri tíma er litið, enda mun forsetaemb- ættið standa slíkt af sér. Mestu skiptir að nýr forseti forð- ist ekki vandamálin, líkt og Bill Clinton hefur gert undan- farin átta ár. Óli Björn Kárason DV Skoðun Ríkisútvarp eða ríkisstjórnarútvarp? Nýverið kom fram opinber- lega að lélegur vinnuandi ríkti hjá Ríkisútvarpinu í Efstaleiti vegna óánægju með manna- ráðningar og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Umræðan er tilkomin vegna athyglis- verðrar niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal starfs- manna ríkisstofnana um af- stöðu þeirra til starfsumhverfis síns. Óánægja RÚV sker sig úr Samkvæmt könnun þessari, —— sem fjármálaráðherra lét gera haust- ið 1998, eru 4 af hverjum 5 starfs- mönnum Ríkisútvarpsins óánægðir með mannaráðningar hjá RÚV. Nið- urstaðan sýnir að Ríkisútvarpið sker sig algjörlega úr öðrum ríkisfyrir- tækjum hvað varðar óánægju að þessu leyti. Starfsmenn voru beðnir um að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: Ávallt er vandað til ráðningar starfsfólks á stofnuninni og fyllstu hlutlægni gætt. Mikill meirihluti ríkisstarfsmanna, eða 67%, svöruðu þessari staðhæfingu játandi, en hjá Ríkisútvarpinu kvað heldur betur við annan tón. Af þeim starfsmönnum þar, sem svöruðu, Asta R. Jlóhannesdóttir þingmaöur Samfylking- arinnar sögðust 75% vera þessu mjög ósammála. Þess má geta að tugþúsundir ríkisstarfsmanna tóku þátt í þessari könnun. Ráöherra í vondum málum Það er ótrúlegt en satt að menntamálaráðherra neitar að horfast í augu við þessa óánægju starfsmanna Rikisút- varpsins og vísar áliti þeirra á bug. í fyrir- spurnatíma á Alþingi spurði ég menntamálaráðherra, þar sem hann hefur vísað þessu á bug, hvort hann tryði því þá ekki að starfsfólk Ríkis- útvarpsins hefði verið að segja satt í þessari könnun eða hvort hann treysti ekki niðurstöðum könnunar íjármálaráðherra. Útúrsnúningar ráðherrans við þessum spumingum voru með ólíkindum og ekki hafandi eftir. Samkvæmt lögum ræður menntamálaráðherra í stöður yfir- manna í Ríkisútvarpinu, bæði út- varpsstjóra og framkvæmdastjóra. Hann skipar einnig formann út- varpsráðs. Það er mál margra starfs- manna að oftar en ekki hafi verið „ Við hvað eru œðstu yfirmenn Ríkisútvarpsins hrœddir ef þeir þora ekki að láta kryfja starfsmannastefnuna til mergjar? Ef allt er með felldu œttu þeir einmitt að fagna slíkri endurskoðun. “ gengið fram hjá hæfustu umsækjend- um um störf hjá stofnuninni og póli- tísk afstaða ráðið ferðinni við ráðn- ingu. Sú skoðun endurspeglast vel í Dauðakippir kommúnismans Kommúnisminn í Austur-Evrópu hrundi eins og spilaborg fyrir um áratug, og það án þess að hleypt væri af einu einasta byssuskoti. Ástæður hrunsins eru margvislegar; ein sú helsta er að kommúnistaríkin voru einfaldlega á skjön við sameiginleg gildi alþjóðasamfélagsins, sem nú á dögum snúast um frelsi, lýðræði og mannréttindi. í gegnum aukna tækni jókst upplýsingastreymið til almenn- ings og hin sameiginlegu alþjóðlegu gildi dreifðust jafnt og þétt um allar freðmýrar sovétveldisins sáluga þar til að kerfí kommúnismans missti réttlætið í augum þegnanna. Þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Hins vegar var ekki sjálfgefið að hrunið yrði jafn friðsamt og raun bar vitni. Mikhail Gorbachev var fram- sýnn og sá hvert stefndi. Harðlínu- leiðtogi hefði þó enn um sinn getað hert sultaról þjóðarinnar og að lok- um sigað skriðdrekum sínum á fólk- ið. Það gerðist sem betur fer ekki. Voðaverk í beinni Dauðakippir kommúnismanns birt- „Öfugt við alþjóðahyggju skoðanabræðra þeirra úti um heim eru íslenskir sósíalistar frekar þjóðemissinnaðir og hálf utanveltu í breyttri veröld. “ - Frá síðasta fundi Alþýðubandalagsins, í sept. 1998. Með og á móti Til hagsbóta fyrir neytendur ust meðal annars í gömlu Júgóslavíu, en gerviríkið sem haldið var saman af þremur þátt- um; kommúnismanum, hemum og sjálfum Josip Broz Tito, liðað- ist í sundur með hörmulegum af- leiðingum. Sumir leiðtoganna þar höfðu ekki framsýni Gorbachevs og tóku til við að myrða borgar- ana í stórum stíl. Þá horfði heimsbyggðin aðgerðarlaus upp á þjóðernishreinsanir. Alþjóðasam- félagið reyndist getulaust frammi fyrir vandanum og hver alþjóða- stofnunin á fætur annari dæmdi sig úr leik. Voðaverkin fóru fram í beinni útsendingu en voru þrátt fyrir það látin óáreitt árum saman. Það var svo ekki fyrr en Slobodan Milos- evic reyndi að útrýma Kosovo-Albön- um, að alþjóðasamfélaginu var á end- anum nóg boðið og NATO var sent til að skakka leikinn og stilla til friðar. Allar fyrri aðgerðir voru í besta falli hálfkák. Hin síðbúna hjálp leiddi hins vegar til afar undarlegrar afstöðu ís- lenskra sósíalista sem risu upp, mót- mæltu og beittu fyrir sér löngu úrelt- um kreddum kalda striðsins. Sama hvaðan gott kemur Þetta hefur verið tilefni lítillar rit- deilu miUi undirritaðs og Sverris Jakobssonar í DV (31. okt og 6. nóv). í DV-grein sinni sakar Sverrir svo undirritaðan um kristniboð fyrir NATO. Honum til upplýsinga þá skiptir það mig engu hvað þeir heita sem stilla til friðar. Bara að það sé gert. Hvort það er Atlantshafsbanda- lagiö, Varsjárbandalagiö eða bara öryrkjabandalagið er aukaatriði. Ef Sverrir telur að aðrir aðilar en NATO séu betur til þess fallnir að Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmélafræbingur sinna þvi hlutverki þá má hann gjarnan upp- lýsa um það. Mér leikur sannar- lega forvitni á að vita ef slíkur aðili er til sem hefur allt í senn alþjóölegt umboð, póli- tískan vilja og hemað- arlega getu til að stöðva alþjóðleg voða- verk. En það sem vek- ur sérstaka eftirtekt í ___ greinum Sverris er að þrátt fyrir að hann hiki ekki við að gagnrýna íhlutun NATO í Kosovo þá svarar hann því engu hvað annað átti til bragðs að taka til að stöðva þjóðarmorð Serba þar. Helst er á honum að skilja að sökum þess hve NATO sé vont kapít- alistabandalag hefði frekar átt að láta Kosovo-Albönum blæða út en að koma þeim til bjargar. Þjóðernishyggja sósíalistanna Þaö er í raun afar merkilegt að fylgjast með málflutningi íslenskra sósíalista í alþjóðamálum þessi miss- erin. Þeir virðast vera nokkuð kategorískt á móti öllu því alþjóðlega samstarfl sem ísland er þátttakandi í, nema ef vera skyldi Noröurlanda- ráði, enda nægjanlega einsleitt kompaní það. Já, það er af sem áður var þegar sósíalisminn var alþjóðleg hreyfing verkalýösins. Þá lifði enn slagorðið góða „öreigar allra landa, sameinist!“. - Öfugt við alþjóða- hyggju skoðanabræðra þeirra úti um heim eru íslenskir sósíalistar frekar þjóðemissinnaðir og hálf utanveltu í breyttri veröld. Eiríkur Bergmann Einarsson greiða niður jólabœkumar? Bónus, bókabúð framsóknarmanna j í fyrsta lagi er jgL hlutverk okkar á / markaðnum ekki VHp það að gæta hags- muna einstakra smávöruverslana heldur neytenda og það gerum við best með því að keppa inn- byrðis okkar á milli á mark- aðsgrundvelli og af hörku. Við getum ekki verið að velta því fyrir okkur hvort álagn- ingin sé næg fyrir aðrar verslanir. Fari einhver út í það að selja bækur undir kostnaðarverði, þá greiðir hann náttúrlega með þeim. Elías Þorvaröar- son, verslunar- stjórl Nettó, Mjódd Flestar verslanir leggja út í einhvern herkostnað í aug- lýsinga- og markaðsmálum og kostnaður við að greiða niður bækur fellur undir það. Þetta er tvímælalaust til hagsbóta fyrir neytendur þó þetta sé kannski ekki til hagsbóta fyrir einstaka kaup- menn, þar á meðal okkur. Við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við fáum út úr álagningu á einstökum vöruliðum en þegar upp er staðið erum við með ánægða viðskiptavini sem koma aftur og aftur. rEf einhver bóka- verslun kærði sig um að fá hálfa þjóð- ina upp á móti sér myndi hún kæra verðlagningu sumra stórmark- aða á jólabókunum til Sam- keppnisstofhunar. í Qestum Evr- ópulöndum eru svona viðskipta- hættir bannaðir. Þessir stór- markaðir eru að selja bækur undir kosmaðarverði en yfirleitt er bara um einn, eða fáa titla að ræða og virðist Bónus vera Bryndís Lofts- dóttir, verslun- arstjóri Penn- ans Eymunds- sonar bókabúð siðan í byrfim nóvember. Starfsfólk okk- framsóknarmanna. Þeir sem vilja kaupa ar hefúr líka lesið bækumar þannig að bækumar í Bónus verða helst að vera 190 hér er þekkingm og fjörið. cm á hæð til að geta teygt sig yfir allar búðarkörfumar sem búið er að stilla upp í kringum litlu borðin sem bera bækumar. Emnig verða þeir að geta séð upp í efstu rfáfur þar sem verðið hangir. Fyrir þá, sem ekki fylla þennan Qokk, er alltaf möguleiki á að kaupa jólabækumar í bóka- búð sem býður upp á mikið úr- val bóka á fínu verði. Við hjá Ey- mundsson höfúm t.d. verið með hátt í 100 bækur á 30% afslætti niðurstöðu könnunar fjármálaráð- herra. Starfsmannamálln þarf að kanna Það er ótrúlegt að menntamála- ráðherra skuli ekki hafa áhyggjur af afstöðu svo stórs hóps starfs- manna þessa stóra og mikilvæga fjölmiðils. Þetta veikir mjög stöðu Ríkisútvarpsins og því miður verða þær raddir æ háværari að engin þörf sé á að reka Ríkisútvarp því það sé ekki lengur rikisútvarp held- ur ríkisstjómarútvarp. Starfs- mannafélag Ríkisútvarpsins krefst þess í nýlegri ályktun að starfs- mannamál Ríkisútvarpsins verði tekin til endurskoðunar af óhlut- drægum aðila. Menntamálaráð- herra ætlar ekki að beita sér fyrir slíkri endurskoðun, ef marka má svör hans á Alþingi. Við hvað eru æðstu yfírmenn Ríkisútvarpsins hræddir ef þeir þora ekki að láta kryfja starfsmannastefnuna til mergjar? Ef allt er með felldu í starfsmannamálunum ættu þeir einmitt að fagna slíkri endurskoð- un. Hafa þeir þá eitthvað að fela eft- ir allt? Það skyldi þó ekki vera? Ásta R. Jóhannesdóttir Ummæli Mlkll harka er nú í verðstríól á bókamarkaói og hafa bókaverslanir gagnrýnt matvöruverslanlr harölega fyrir aö selja vinsælustu jólabækurnar undlr kostn- aöarveröi. I Féllu á tíma „Mönnum var vandi á höndum. Tíminn var runninn út, og ráð- herrar voru á leið heim. Búið var að taka aukadag á ráð- stefúunni til að klára þetta. Við hreinlega féUum á tíma. Þá kom fram sterk ósk talsmanna ríkjanna að halda áfram strax í kjölfarið, tU að ná samkomu- lagi. Ákveðið var að ráðherrar kæmu næst saman á fundi í maí á næsta ári, tU að reka endahnútinn á þetta. Það er mikiU þrýstingur á þjóðir heims að ná þá samkomulagi. Það yrði mikið áfaU fyrir umhverfíð ef ráðherrar setj- ast niður tvisvar tU að klára og ná því ekki í hvorugt skiptið." Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra í viötali í Mbl. 28. nóvember. Kennaraverkfallið „VerkfaUið sjálft hefur merkUega lítil áhrif í þjóðfélaginu. Það er helst að umferðin sé minni á morgnana, af- greiðslan á pizzastöðunum skjótari og betri nýt- Þjóðviijinn ing kvik- mynda- húsanna. Vef-ÞjóðvUjinn hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að besta leið- in tU að bæta skólastarfið og kjör nemenda og kennara sé að kennarar taki sjálfir við rekstri skólanna og skólar keppi um nemendur eins og önnur fyrirtæki um viðskiptavini. Vef-Þjóðviljans vegna mætti gefa kennurum skólana ef það þyrfti til að koma skólunum í einkarekstur og samkeppni. Ætli kennarar hefðu jafn- mikla löngun tU að loka skólunum með verkfaUi ef þeir ættu þá sjálfir? Ætli nemendur og foreldrar sýndu verkfaUi jafnmikið andvaraleysi ef þeir tækju meiri þátt í að greiða kostnað við skólagönguna beint?“ Úr Vef-Þjóöviljanum 28. nóvember. Sárindi Steingríms „Sumar bækur hafa verið umtalaðar og seljast mikið... Ævi- saga Steingríms Her- mannssonar er ein af þessum bókum... Það er alveg ljóst af bók- inni, að Steingrímur hefur farið út úr stjómmálum með meiri eftirsjá og sárindum en ég gerði mér grein fyrir. Það er jafn ljóst, að þetta bitnar á eftirmanni hans í stóli formanns FramsóknarQokksins... Ég vU hins vegar fuUyrða, að engin undir- mál voru þar að baki. Það var málefna- legur ágreiningur um þetta mál... Mér fínnst minn fyrrverandi formaður per- sónugera þetta alltof mikið í bókinni." Jón Kristjánsson alþm. í Degi 28. nóvember. Séra Gunnar á móti sjálfum sér Séra Gunnar Kristjánsson, pró- fastur á Rejmivöllum, var einn þeirra áhrifamanna í kirkjunni sem mótuðu nýju þjóðkirkjulögin er tóku gUdi 1998 og átti hlut að samkomu- lagi um framgang þeirra. Ætla hefði mátt að þeir sem stóðu að því að taka þetta framfaraspor, og geröu í því skyni nauðsynlegar málamiðlan- ir, stæðu saman um nýtt stjórn- skipulag kirkjunnar að minnsta kosti þar tU væri komin á það 5 til 10 ára reynsla. Hann hefur þó valið að hefja baráttu fyrir því, í nafni lýð- ræðisins, að biskup verði hent út af kirkjuþingi, settur af sem formaður kirkjuráðs og sviptur öUum eiginleg- um völdum nema tilsjón með kirkju- legu starfí. Séra Gunnar hefur því snúið baki við þeirri málamiðlun sem hann stóð að, og má segja að hann eigi í höggi við sjálfan sig. Bein kosning á kirkjuþíng Ég hef hvergi séð ReynivaUaprest draga rökrétta ályktun af lýðræðis- skUningi sinum. Það liggur í augum uppi að eigi að kasta biskupnum út af kirkjuþingi hljóta prestamir að fara sömu leið. Það væru engin rök fyrir þvi að þeir né aðrir hefðu kvóta á kirkjuþinginu eins og prestar hafa nú. Ef beita á eingöngu lýðræðisrök- um í tengslum við kirkjuþing hljóta öU embættisforréttindi að víkja, og ekki verður þá staðar numið fyrr en söfnuðir landsins kjósa fuUtrúa sina beinni kosningu á kirkjuþing. Þá yrðu prestar jafnt sem leikmenn að lúta lýðræðislegri niðurstöðu kosn- inga. Á nýafstöðnu krkjuþingi deUdi séra Gunnar hart á biskup vegna þess hvemig tekið var á Holtsmálum starfsbróður hans og nafna. Hann getur þess hvergi í löngu DV-viðtali 25. nóvember að á þinginu vændi hann biskupinn um lögbrot og frnnst það svo „afar óþægUegt þegar biskup persónugerir umræðuna". - Ætli flestum finnist ekki afar óþægilegt að vera vændir um lögbrot, jafnvel embættismönnum! Dýrt orð lögbrot En einnig í þessu máli lendir Gunnar á móti sjálfum sér. Ég minn- ist þess að í umræðum á opinberum vettvangi lýsti hann eftir því að kirkjan kæmi sér upp leiðum til þess að gera út um innri deUumál, svo að þeim mætti ljúka með formlegum hætti en væru ekki í uppnámi árum saman. Þegar farvegur fyrir slik úr- skurðarmál hefur verið fundinn á traustan og lögformlegan hátt snýst hann gegn hon- um vegna þess að niður- staöa í einu slíku feUur honum ekki í geð. í DV- viðtalinu er breitt yfir þá staðreynd að kirkjuþing visaði frá tUraun Gunnars tU þess að vekja máliö upp á þeim vettvangi með sautján atkvæðum gegn tveimur, en fjórir sátu hjá. Engum er greiði gerður, síst málsaðilum sem virða eiga friðarskyldu, með því að halda málinu vakandi innan Kirkjuþings eða í fjölmiölum eftir að niðurstaða er fengin. Kirkjuþing er ekki dómstóU og meint lögbrot eru verkefni dómstóla. Sé það raunveru- lega skoðun Gunnars að lögbrot hafi verið framin ber honum að taka mál- ið upp á réttum stað, og stuðla að því að það verði rekið fyrir dómstólum, að öðrum kosti veröur hann að telj- ast ómerkingur orða sinna. í orði og á borðl verið uppbyggUegur tUlögu- maður, enda heldur hann því gjarnan til haga í sínum tölum. Þess vegna er það sérkennUegt að hann skuli snúast öndverður gegn ýms- um framfaramálum, sem hann hefur gert tUlögur um eða verið meðmæltur, þegar þau koma tU framkvæmda. Þannig var hann í Qokki meðmælenda þess á síðasta kirkjuþingi, að haldnir yrðu kirkjudagar eða landsmót kirkjunnar eins og gert er víða erlendis. Þegar biskup leggur tU að svo verði gert næsta vor snýst hann gegn því. - Séra Gunnar var sem sagt á kirkjuþingi árið 2000 á móti séra Gunnari á kirkjuþingi 1999. Af þessu verður að draga þá ályktun að svo geti farið að þegar séra Gunnar verður orðinn biskup, eins og metnaður hans stendur tU, muni hann snúast gegn öUum hug- myndum sínum um að skerða bisk- upsvald og sitja sem fastast í for- mannssæti kirkjuráðs. Einar Karl Haraldsson Innan kirkjunnar hefur Gunnar „Af þessu verður að draga þá ályktun að svo geti farið að þegar séra Gunnar verður orðinn biskup, eins og metnaður hans stendur til, muni hann snúast gegn öll- um hugmyndum sínum um að skerða biskupsvald og sitja sem fastast í formannssæti kirkjuráðs. “ Einar Karl Haraldsson ritstjori

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.