Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 24
Í8 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 Tilvera lí f iö Bókakynning í Kaffileikhúsinu Bækur hins nýja bókaforlags, Sölku, verða kynntar í Kaffileikhúsinu í kvöld og hefst kynningin kl. 20.30. Lesið verður úr þremur nýjum þýðingum, Kossinum eftir Kathryn Harrison, Á lausu eftir Marianne Eilenberger og Fegraðu lif þitt eftir Victoriu ^ Morgan. Einnig verður lesið úr Bókinni Matarsögur en í þeirri bók segja 17 þekktar islenskar konur sögur úr eldhúsinu og gefa jafnframt uppskriftir. Meðal þeirra kvenna er Guðrún Eva Mínervudóttir. Djass ■ CLEO LAINE A BROADWAY Hin heimsþekkta jazzsöngkona Cleo Laine heldur tónleika ásamt eigin- manni sínum á Broadway I kvöld. Er þetta í þriðja skiptið sem Cleo held- m ur tónleika hér. Leikhús ■ HVAR ER STEKKJASTAUR? Ferðaleikritið Hvar er Stekkjastaur? eftir Pétur Eggerz verður sýnt í Hellubíói á Hellu kl. 17.15 I dag. Sýningin er fyrir börn á aldrinum 2ja- 9 ára og er 45 mínútna löng. Tveir leikarareru í sýningunni, þau Bjarni Ingvarsson og Aino Freyja Járvelá. ■ LÍKll LÍKT Leikfélag Kópavogs sýnir Líku líkt eftir William Shakespeare í Hjáleigu, félagsheim- ili Kópavogs kl. 20 í kvöld. Miða- pantanir I síma 554 1985. ■ MEDEA I Iðnó í kvöld veröur sýn- ing á harmleiknum Medeu eftir Evrípídes. Uppsetningin er nýstárleg > og notaðír eru ýmsir miðlar í henni. Sýningafjöldi er mjög takmarkaöur og því er um að gera að drífa sig og sjá stykkið. Kabarett ■ STÉÍNN STEINARB I tilefni nýút- kominnar ævisögu Steins Steinarrs og útgáfu Ijóöabálks hans um stúlk- una Höllu standa Leikfélag Reykja- /íkur og JPV-forlag fyrir samkomu til leiðurs höfundinum í Borgarieikhús- inu. Gylfi Gröndal, höfundur ævisög- unnar, kynnir báðar bækurnar, fjall- að verður um skáldið og leikarar lesa uppáhaldsljóö sín eftir Stein. Dagskráin hefst í kvöld kl. 20 í and- dyri Borgarleikhússins. ■ LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR heldur árlega hausttónleika sína í » Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er m.a. tónlist úr West Side Story eftir Leonard Bernstein. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Lárus Halldór Grímsson. Fundír ■ SPAKSTUND Soffía, félag he'im- spekinema, stendur fyrir Spakstund í Hlaövarpanum í kvöld eins og flesta aðra miðvikudaga. Sigríöur Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur um Friedrich Nietzsche. Ollum er heimilt að hlýða á og það án kostnaðar. ■ FYRIRLESTUR í ÁRNAGARÐI Dr. " Tuomas Huumo, prófessor í finnsku við Háskólann í Turku j Finnlandi, flytur fyrirlestur í boöi íslenska mál- fræöifélagsins í dag í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verðurfiutt- ur á ensku og nefnist Conceptual Blending in Finnish Existentials. í fyrirlestrinum mun dr. Huumo fjalla um tengsl tilvistarsetninga og setn- inga sem lýsa staðsetningu. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is ÐV Spakmæli: Taktu lífið ekki of alvarlega Bíógagnrýni_______________________________________________________. Laugarásbíó/Stjörnubíó/Bíóhöilin - Charlie’s Angels: Á Torfi Jónsson er fæddur að Kvennabrekku í Miðdölum árið 1919. „Ég starfaði mestalla mína tið sem lögreglumaður í Reykjavík eða í fjörutíu ár, tuttugu ár sem götulögreglumaður og önnur tutt- ugu í rannsóknarlögreglunni. Núna er ég bara grúskari og kann vel við mig sem slíkur.“ Fyrir nokkrum árum sá Torfi um viku- legan vísnaþátt í DV og liggja eftir hann um 140 þættir. Torfi segir að hann eyði öllum sínum tíma fyrir framan tölvu eða við grúsk. „Ég kann svo sem ekki mikið á tölv- una annað en að slá inn það sem ég er að skrifa, ég er tengdur við Netið en fer sárasjaldan inn á það.“ Byrjaði með póstkorti „Áhugi minn á spakmælum hófst þegar ég fékk póstkort frá dóttur minni, sem var við nám í Dublin á írlandi. Á kortinu stóð: „Taktu lífið ekki of alvarlega því þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því“. Ég hengdi kortið upp á skrifstofunni hjá mér og tók eftir því að fólk rak augun í það og fannst þetta sniðugt. Mér fannst jafnvel betra að tala við fólk á eft- ir, þannig að ég fór að skrifa hjá mér spakmæli og hengja þau upp á vegg og þetta varð árátta hjá mér. Síöan er ég búinn að safna að mér mörgum bindum af spakmælabók- um á mörgum tungumálum og ég hef sótt mikið af bókum á söfn. Flest spakmælin sem ég hef gefið út eru því þýdd eins og þetta, mörgum myndi líða vel ef öðrum liði ekki betur. Ég hef gefið út átta spakmælakver sem öll byrja á sama heitinu: „Nokkur orð um...“ og svo kemur efnið á eftir. Heftin seldust misjafnlega, ég hafði engan dreifmgaraðila þannig að ég stóð í þessu sjálfur. Stundum tók það nokkur ár að koma þessu út og ég var ánægður ef útgáfan stóð undir sér. Bókaútgáfan Skjaldborg gaf svo út fjögur af þessum kverum seinna og þau eru löngu horfin. Ég hef líka tekið saman þrjú bindi af Englar í loftfimleikum Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. æviskrám samtímamanna og syrpu úr handritum Gísla Kon- ráðssonar. Örn og Örlygur gáfu út Spakmælabókina fyrir nokkrum árum og hún er löngu uppseld, þannig að þetta selst allt saman að lokum. Bókin sem ég er að setja saman núna er safn úr öllum „bókin sem ég er að setja saman núna er safn úr öllum gömlu spakmœla- bókunum og er á sjötta hundrað blaðsíður að lengd“ gömlu spakmælabókunum og er á sjötta hundrað blaðsíður að lengd. Sonur minn ætlar að gefa hana út með mér og við verðum bara að vona það besta. Það er alveg greinilegt að fólki finnst spakmæl- in skemmtileg, því ég á stóran bunka af bréfum frá fólki sem hef- ur skrifað mér út af þeim. Bréfin eru reyndar flest frá konum, þannig að þær lesa þetta frekar en karlmenn.“ Taktu lífiö ekki of alvarlega því þú kemst hvort eö er ekki lifandi frá því Torfi Jónsson byrjaöi að safna spakmælum eftir að hann fékk eitt slíkt á póstkorti fré dóttur sinni, síðan hefur hann þýtt og gefið út nokkur hundruð spakmæii. Skrá yfir dána íslendinga „Ég er líka að vinna efni sem ég hef gripið í síðustu tíu árin, en það felst í því að taka saman skrá yfir dána íslendinga. Til að byrja með tók ég saman upplýsingar um alla sem hafa dáið frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag og nú er ég að taka tímabilið frá landnámi tO 1800. Ég skrái nöfn og dvalarstað þar sem það er hægt, starf, fæðing- ar- og dánardag og ýmislegt smá- legt þegar ég get. Þetta er hálfgert föndur hjá mér og ég veit ekki hvort þetta kemur nokkurn tíma út. Ætli ég sé ekki kominn með rúmlega 150.000 nöfn á skrá, þannig að þetta er orðið mikið safn. Mér flnnst þetta ágæt leið til að drepa tímann, meðan ég hef einhvern tíma til að drepa.“ -Kip Nútimahasarhetjur kvik- myndanna eru karlmenn og allar tilraunir kvenkynsins til að komast upp að James Bond og félögum hafa mis- tekist, allt frá Modesty Bla- ise til Charlie’s Angels, sem er nýjasta tilraunin. Nú átti ekki að slá eina flugi í einu höggi heldur þrjár og eins og allir vita er neyðarlegra að slá þrjú vindhögg en eitt og því er Charlie’s Angels ein- hver versta tilraun til að koma á framfæri kvenkyns hasarhetjum sem um getur. Það er þó ekki hægt að kenna hinum glæsilegu englum, Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu, um hvernig til hefur tekist. Þær gera það sem fyr- ir þær er lagt, hafa greinileg æft líkamana vel og með hjálp tölvutækni sem fyrst sást í Matrix eru þær ofur- hetjur slagsmálanna. Þá brosa þær fallega og eru góð- ar við saklausa drengi og hættulegar þeim sem eru vondir. Sá sem er ábyrgur er fyr- ir þessum óskapnaði kýs að kalla sig McG og leikstýrir hann myndinni. McG komst í leikstjóra- stólinn í gegnum tónlistarmynda- bransann og leikstýrir Charlie’s Angels eins og um tónlistarmynd- band sé að ræða. Misgóð lög herja á mann í hverju einasta atriði og allt gert til að útlitið sé sem flottast. Satt best að segja fær myndin þessa Englarnir þrír eru góðan tíma í myndinni að koma sér i stellingar áður en hasarinn hálfu stjörnu fyrir útlit og tækni- brellur. Það að þær fái aðeins hálfa stjörnu fyrir þessi atriði, sem eru vel gerð, er vegna þess að í Charlie’s Angels sannast það að flott útlit án innihalds og tæknibrellur án hugs- unar er ekkert annað en augljóst fals. I byrjun er áhersla lögð á að kynna stúlkurnar þrjár og fyrir hvað þær standa. í vita vonlausu kynningaratriði, þar sem þær koma í veg fyrir að flugvél sé sprengd í loft upp, fáum við allar brellumar á færibandi þannig að sá spenningur er úti. Aðalsagan snýst síðan um björgun stúlknanna á saklausu tölvuséníi úr höndum ribbalda, tölvuséníi sem ekki er svo saklaust þegar upp er staðið, þegar í Ijós kemur að markmið hans er að ráða niðurlögum Charlies, sem englarnir hafa aldrei séð. Tengiliður Englanna við Charlie er Bosley, sem Bill Murray leikur, og hann á svo sannarlega bágt. Sögur segja að Murray hafi alls ekki ver- ið tilkippilegur tU að leika Bosley, en mUljónir doll- ara hafi sannfært hann um að rétt væri að taka að sér hlutverkið. Murray er hér sá sem á að sjá um húmorinn, fettir sig og brettir og tekur kunnug- leg bakfóU en allt til einskis. Það hefði þurft eitthvert ofurmenni í gam- anleik til að geta gert sér mat úr efniviðnum sem Murray fær. Upp hefur verið talið það sem teljast verður skást við Charlie’s Ang- els, útlit og tæknibrellur. Einu mætti hrósa tU við- bótar. myndin er „aðeins“ 90 mínút- ur. Leikstjóri: McG. Handrit: Ryan Rowe, Ed Solomon og John August. Kvikmynda- taka: Russell Carpenter. Tónlist: Edward Shearmur. Aðalleikarar: Cameron Diaz, Drew Barrymore, Lucy Liu, Bill Murray, Tim Curry og Kelly Lynch. byrjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.