Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Síða 6
6 Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaðið Kjötframleiösla eykst töluvert meira en sala - neysla á hrossakjöti eykst langmest Kjötframleiðsla á íslandi eykst töluvert meira en neysla, sé litið yfir tölur síðustu 12 mánaða mið- að við 12 mánuði þar á undan. Kjötframleiðsla í heild jókst um 13,2% en salan um aðeins 4,3%. Neysla hrossakjöts eykst lang- mest sé tekin hlutfailsleg aukning í neyslu eftirfarandi kjötfram- leiðslu: alifuglakjöts, hrossakjöts, nautgripakjöts og svínakjöts. Töl- ur fyrir breytingar í neyslu kinda- kjöts voru ekki samanburðarhæf- ar. Aukning neyslu á hrossakjöti nemur 20,6%, og er það langmesta aukningin, en neysla svínakjöts, Neysla hrossakjöts eykst langmest. sem kom næst á eftir, jókst um 5,3%. Fram- leiðsla á hrossa- kjöti jókst hins vegar mun minna en neysl- an, eða um 3,1%. Útflutningur á hrossakjöti dróst saman um 23,6% og útflutn- ingur á eggjum dróst saman um 6,1%. Sala á nauta- kjöti jókst meira en framleiöslan, því salan jókst um 0,4% en fram- leiðslan dróst saman um 0,5%. Nautgriparæktin var eina greinin þar sem framleiðsla dróst saman á milli þessara timabila. Sala á svínakjöti jókst meira en framleiðslan. Salan jókst um 5,3% en framleiðslan um 4,6%. Sala á alifuglakjöti jókst um 2,3% en framleiðslan meira, eða 3,6%. Framleiðsla á mjólk dróst sam- an um 4,1% og eggjaframleiðsla um 12,1% en sala á eggjum dróst saman um tæp 10%. Sparisjóður vél- stjóra selur rúm 10% í Kaupþingi Sparisjóður vélstjóra hefur selt nærri öll hlutabréf sín í Kaupþingi en sparisjóðurinn átti 10,64% hlut í fyrirtækinu. Eftir söluna er eignar- hlutur Sparisjóðs vélstjóra 0,24% Vegna hluthafasamkomulags spari sjóðanna verður ekki ljóst fyrr en 8. desember hverjir nýir eigendur verða. Miðað við síðasta viðskiptagengi á hlutabréfum Kaupþings má gera ráð fyrir að 10,4% eignarhlutur Sparisjóðs vélstjóra hafi verið seld- ur fyrir minnst 1.550 milljónir króna. Nasco gjaldþrota: Mikill taprekstur Stjórn Nasco ehf. hefur ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum á búi fé- lagsins, eins og DV greindi frá í gær. Ástæður þessa eru þær helstar að mikið tap hefur verið á rekstri félags- ins undanfarin misseri, sem skýrist aðallega af sílækkandi afurðaverði og hækkun á útgerðarkostnaði. Stjórn Nasco segir að nú sé svo komið að félagið geti ekki staöið í skilum við skuldheimtumenn sína. Fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu að í upphafl árs var rækjuverð mjög lágt og talið að það hefði náð lágmarki. Á árinu hefur afurðaverðið lækkað enn frekar, auk þess sem stærðarsamsetning aílans hefur verið óhagstæð. Útgerðarkostnaður hefur hækkað verulega á árinu og vegur tvöföldun olíuverðs þar þyngst. Meg- instarfsemi félagsins á íslandi hefur verið rekstur rækjuvinnslu í Bolung- arvík. Undirritaðir hafa verið samn- ingar um sölu rækjuvinnslunnar til nýrra eigenda og standa vonir til þess að rekstur hennar geti haldi áfram. Hin sígilda Jólagjafahandbók DV kemur út laugardaginn 2. desember og fylgir Helgarblaði DV. Rækjuverö hefur lækkaö mjög á árinu. Skagstrendingur hf. og Burðarás hf. eru í hópi stærstu hluthafa Nasco og í tilkynningu til Verðbréfaþings í gær kemur fram að bókfært verð eignarhluta Skagstrendings hf. í Nasco ehf. var 236 milljónir króna. í árshlutauppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins voru 100 milljónir króna gjaldfærðar vegna eignarhlutans. Þá kemur fram í tilkynningu frá Burðarási að félagið fjárfesti fyrr á þessu ári í hlutabréfum Nasco fyrir að andvirði 157,6 milljónir, sem er 24,4% eignarhlutur. Þar er að finna fjölda hugmynda að jólagjöfum fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er í Jólagjafahandbókinni skemmtileg umfjöllun um jólin ogjólaundirbúninginn. Aðalsteinn Jóns- son lætur af störf- um sem forstjóri Aðalsteinn Jónsson, for- stjóri Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, hefur ákveðið að láta af störfum þann 31. desem- ber nk. Aðal- steinn hóf störf sem forstjóri árið 1960 og hef- ur gegnt því samfellt aÚar götur síðan. Undir hans stjórn hefur Hrað- frystihús Eskifjarðar verið eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er skráð á Verðbréfa- þingi íslands. Fyrirtækið á og gerir út sex fiskiskip, rekur mjöl- og lýs- isvinnslu, rækjuvinnslu og frysti- hús. Á síðastliðnu ári störfuðu um 250 manns hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hefur ráðið EÍfar Aðalsteinsson í starf forstjóra frá 1. janúar 2001. Elfar er núverandi framkvæmda- stjóri Fiskimiða ehf. og á sæti í stjóm Hraöfrystihúss Eskifjarðar. I kjölfar ráðningarinnar mun Elfar láta af störfum sem framkvæmda- stjóri Fiskimiða þann 31. desember. Aöalsteinn Jónsson. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI - Hlutabréf - Húsbréf MEST VIÐSKIPTI Skeljungur Kaupþing Marel MESTA HÆKKUN ; Q Kaupþing : Q Skeljungur : Q Húsasmiöjan MESTA LÆKKUN Q Síldarvinnslan | Q Landsbankinn i Q Pharmaco ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 982 m.kr. 579 m.kr. 342 m.kr. 306 m.kr. 47 m.kr. 46 m.kr. 5,2% 3,5% 1,1% 10,1% 5,4% 3,1% 1313 stig O 1,41% Olíuverð hægir á vexti í Þýskalandi Hagvöxtur í Þýskalandi á þriðja ársfiórð- ungi var í sam- ræmi við vænt- ingar manna sem sögðu að hann myndi dragast saman vegna hækkandi olíuverðs. Vöxturinn var 0,6% á ársfjórö- ungnum og 2,8% vöxtur yfir árið. „Vöxturinn á fjórða ársfjórðungi mun sennilega vera í samræmi við vöxtinn á þeim þriðja en horfur fyrir næsta ár eru mun betri.“ Þetta sagði sérfræðingur hjá ABN Amro. Daimler- Chrysler í málaferlum Daimler- Chrysler, þýsk- bandaríski bíla- framleiðandinn, á nú yfir höfði sér skaðabótakröfu upp á 8 milljarða dollara frá einum af stærstu hlut- höfum fyrirtækisins fyrir meint svik og brot á lögum varðandi ör- yggi eftir samruna fyrirtækjanna 1998. Tracida Corporation hefur höfö- að mál og segir að stjómendiu- í Daimler-Benz hafl vitandi blekkt stjómina og hluthafa með því að segja samrunann vera samruna tveggja jafnstórra fyrirtækja. T?7^T7oim !S o 1 10507,58 O 0,38% Í~í~1nikkei 14485,32 O 1.74% ÍPs&p 1336,09 O 0,13% P NASDAQ 2734,98 O 1.46% BEftse 6249,80 O 1.25% gDAX 6625,56 O 0,71% I~ CAC 40 6069,22 O 1.02% __________294X2000 M. 9.15 KAUP SALA jjtej Dollar 87,310 87,760 Síí? Pund 124,270 124,910 K*t.lKan. dollar 56,720 57,070 ' Dönsk kr. 10,0760 10,1320 H^Norsk kr 9,3640 9,4150 BK' Sœnsk kr. 8,6320 8,6800 HHn.ma,k 12,6366 12,7125 Fra. frankl 11,4541 11,5229 m Belg. franki 1,8625 1,8737 in Sviss. franki 49,7900 50,0600 CfHoll. gyllini 34,0942 34,2991 —j Þýskt mark 38,4153 38,6461 H felLUra 0,03880 0,03904 EE ; Aust. sch. 5,4602 5,4930 V ; Port. cscudo 0,3748 0,3770 C^Spá. P®s®tí 0,4516 0,4543 1 • |Jap. yen 0,79280 0,79750 Ijírskt pund 95,400 95,973 SDR 111,8500 112,5200 Hecu 75,1338 75,5853

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.