Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 8
8 ________________________________________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 Útlönd DV Gaddafi Líbýuleiötogi Gaddafi segir Bandaríkjamönnum hvernig foröast eigi borgarastríö. Gaddafi gefur góð ráð vegna kosningaklúðurs George Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana, og A1 Gore, fram- bjóðandi demókrata og varaforseti Bandaríkjanna, fá nú góð ráð úr óvæntri átt. Gaddafi Líbýuleiðtogi lagði til í sjónvarpsviðtali að sá sem fengi flest atkvæði yrði forseti og sá sem hlyti næstflest atkvæði yrði varaforseti. Þannig gætu Bandarík- in komist hjá borgarastríði. Sjálfur kvaðst Gaddafi ekki trúa á þá aöferð að láta þjóðina velja sér leiðtoga. Hann segir það varla mögulegt fyrir 49 prósent þjóðarinn- ar að styðja forseta sem 51 prósent hefur valið. Tíu ára dreng blæddi út eftir árás jafnaldra Tíu ára dreng, Damilola Taylor, blæddi út á tröppum fjölbýlishúss í London á mánudaginn. Hann hafði verið stunginn í fótinn. Lögreglan leitar nú þriggja þeldökkra pilta á aldrinum 11 til 14 ára sem sáust hlaupa á brott frá staðnum um svipað leyti og drengurinn fannst. Móðir drengsins hafði sagt skólayflrvöldum að hann væri lagður í einelti en var sagt að hafa ekki áhyggjur. Bíræfinn bílstjóri Andrew Lawrence Johannisson rændi 400 milljónum króna. Ræninginn hand- tekinn heima hjá vinkonu sinni Danska lögreglan fann ekki nema jafnvirði 100 þúsunda islenskra króna þegar hún handtók í gær bíl- stjórann sem rændi um 400 milljón- um króna er hann átti að flytja í banka á mánudagsmorgun. Lögreglan þakkar fjölmiðlum handtökuna. Snemma í gærmorgun hringdi maður í lögregluna og kvaðst telja að bílstjórinn, sem birt- ar höfðu verið myndir af í fjölmiðl- um, væri í íbúð á Amager. Bílstjór- inn, sem hafði starfað í 1 mánuð hjá öryggisfyrirtæki, beindi byssu að starfsfélaga sínum er þeir voru að flytja helgarveltu fjölda stórmark- aða í banka á mánudaginn. Barak reiðubúinn að ganga til kosninga í ísrael á næsta ári: Sharon er til í að ræða þjóðstjórn Ariel Sharon, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar i ísrael, sagðist í morgun vera reiðubúinn að hefja nýjar viðræður um þjóðstjórn við Ehud Barak forsætisráðherra. Barak tilkynnti í gær að hann væri reiðubúinn að boða til kosninga á næsta ári, áður en núverandi kjör- tímabili lýkur. Sharon, sem fer fyrir hinu hægri- sinnaða Likud-bandalagi, sagðist til í að ræða aftur við Barak, þótt margar fyrri tilraunir þeirra til að koma þjóðstjórn á koppinn hafi runnið út í sandinn á undanfomum vikum. Þjóðstjórninni verður aðal- lega ætlað að kljást við uppreisn Palestínumanna sem hefur kostað um þrjú hundruð manns lífið á tveimur mánuðum. „Þetta er sorgardagur fyrir ísrael í mínum huga. Þjóðin þarf að standa sameinuð til aö koma á friði,“ sagði Sharon i viðtali við út- varpsstöð ísraelska hersins eftir að Ariel Sharon Leiötogi ísraelsku stjórnarandstöö- unnar er tilbúinn aö ræöa aftur um þjóöstjórn viö Ehud Barak. Barak sagði á þingi í gær að kjör- dagurinn yrði ákveðinn innan fárra daga. „Ef boð berst frá Barak mun- um við ræða við hann.“ Þingheimur sat sem þrumu lost- inn undir yfirlýsingu Baraks í gær. Barak mun gegna forsætisráðherra- embættinu áfram þar til eftir kosn- ingarnar og hann verður áfram í að- stöðu til að leitast eftir friðarsamn- ingum við Palestínumenn. Ef slíkir samningar tækjust gætu þeir tryggt honum endurkjör. Stjórnmála- skýrendur sögðu í gær að líklegast yrði boðað til kosninganna í maí á næsta ári. Barak var kosinn forsæt- isráðherra í maí 1999, til 4 ára. Blóðug átök ísraelskra hermanna og Palestínumanna héldu áfram i gær. ísraelskir hermenn drápu sautján ára palestínskan ungling við landamæri Gaza og ísraels. Her- mennir skutu á hóp manna sem sprengdi sprengju í vegkantinum þegar ísraelskur bíll fór hjá. Leitað á haugunum Mexíkósk kona viröir fyrir sér sóiina eftir heilan dag á öskuhaugunum í borginni Tijuana þar sem hún gramsaöi i ieit aö einhverju nýtilegu. Rúmlega fjögur hundruö manns koma daglega til aö gramsa á haugunum og þéna um 250 til 500 krónur á sölu alls kyns muna sem þar fmnast. Nýkjörinn forseti Mexíkós hefur heitiö aö berjast gegn fátækt. Annan vonsvikinn Framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Ann- an, lýsti í gær yfir vonbrigðum sínum yfir því að loftslags- ráðstefnan í Haag skyldi misheppnast. Annan sagði fátæk lönd myndu líða mest fyrir mengun sem þau eiga minnstan þátt í. Mega vinna á nóttunni Franskar konur geta nú starfað að næturlagi með góðri samvisku. Franska þingið heimilaði í gær kon- um í iðnaðarstörfum að vinna á nóttunni. Hingað til hafa konurnar brotið lögin. Lokaðir inni í námu Björgunarmenn héldu í morgun áfram að reyna að bjarga 40 námu- mönnum sem hafa verið lokaðir inni i kolanámu sem sprenging varð í á föstudaginn. Ellefu létust í sprengingunni. Bætur til ættingjanna Ættingjar þeirra sem létu lífið í eldsvoðanum í skíðalest við Kaprun í Austurríki fá bráðum fé fyrir út- fararkostnaði og öðrum kostnaði vegna slyssins. Líknardráp löglegt Hollenska þingið hefur heimilað líknardráp undir vissum kringum- stæðum. Læknar verða að sanna að sjúklingurinn sé mikið þjáður og dauðvona. í kreppu vegna bæna Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, sætti í gær harðri gagnrýni fyrir að hafa lýst sig andvígan bæna- stundum múslíma í vinnunni. Gagn- rýnendur sjá ekkert athugavert við að múslímar leggist á bæn í stað þess að drekka kafFi i vinnuhléum. Aukin þjóðernisást Englendingar eru orðnir þreyttir á að láta Walesbúa og Skota keyra yfir sig. Þeim sem eru stoltir af að vera Englendingar hefur fjölgað meira en um helming undanfarin 2 ár. Rannsaka fósturvísa Frönsk yfirvöld vilja heimila rannsókn á fósturvisum. Þau eru hins vegar mótfallin einræktun. Baráttan um Hvíta húsið heldur áfram: Gore vill endurtalningu en Bush undirbýr valdatöku Fjórða vika baráttunnar um Hvíta húsið er nú hafin. A1 Gore, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur hafið mikla fjölmiðlaherferö til aö leggja áherslu á kröfu sína um endurtalningu atkvæða í Flórída og George W. Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana, sem hefur lýst sig sigurvegara forsetakosninganna, er í óða önn að undirbúa valdaskiptin og koma saman stjóm. Lögmenn frambjóðendanna beggja sögðust í gær vera önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir mikilvægan málflutning, í Hæsta- rétti Bandaríkjanna á fóstudag og fyrir ríkisdómstóli i Flórída á laug- ardag. Hugsanlegt er aö úrslit for- setakosninganna ráðist endanlega að loknum þeim málfutningi. Þá verða lögmennimir einnig að Bush pælir í ráðherraefnum George W. Bush er farinn aö spá í ráöherra í stjórn sinni, fari svo aö hann komist í Hvíta húsiö. leggja fram skjöl fyrir klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma í þriðju málaferlunum frammi fyrir Hæsta- rétti Flórída. Þar fara demókratar fram á aö kosið verði að nýju í Palm Beach sýslu. Þeir segja að kjörseðlar í sýslunni hafi verið svo ruglingslegir að Gore hafi misst af þúsundum atkvæða þess vegna. Á sama tíma hefur þing Flórída komið á laggirnar nefnd sem á að undirbúa tilnefningu kjörmanna ríkisins ef svo færi aö málaferlun- um yrði ekki lokið fyrir 12. desem- ber. Þann dag rennur út fresturinn sem ríkin hafa til að tilnefna kjör- mennina sem síðan kjósa forsetann. Kjörstjóm í Flórida staðfesti á sunnudag að Bush hefði sigrað með 537 atkvæða mun en Gore viður- kennir úrslitin ekki. Mirja Markovíc úr felum HMirja Markovic, eiginkona Slobodans Milosevics, fyrrver- andi Júgóslaviufor- seti, sat í gær þing- fund í fyrsta sinn eftir að manni henn- ar var bolað frá völdum í uppreisn í síðastliðnum mánuði. Sjálfur var Milosevic endurkjörinn leiðtogi flokks síns um helgina. Vilja ekki sofa Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary, minntust í gær í veislu daganna í Hvíta hús- inu. Hillary sagöi þau ekki vilja sofa næstu vikur til að missa ekki úr eitt augnablik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.