Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 9 Utlönd BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Fæst í öllum 11-11-verslunum. Handhæg skafa til a& hreinsa matarafganga og annað upp úr eidhúsvasknum. Má þvo í uppþvottavél. Mótmæli gegn mengun Félagar í Greenpeace umhverfissamtökunum komu fyrir frauðplastlíkönum af dauðum fiski í ánni Riachuelo, menguðustu á Argentínu, í gær. Grænfriðungar beina um þessar mundir sjónum sínum að mengun í Suður-Ameríku og þykir Riachueto kjörin til að benda á alvarlegt ástand mengunarmáia. Mikið er af eiturefnum í setlögum í ánni. Barist gegn alnærni Risastór rauður borði var settur á hús Alþjóðabankans í gær til að minna á baráttuna gegn alnæmi. Alnæmisfaraldur yfirvofandi í Austur-Evrópu Alnæmi smitast miklu hraðar en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerði ráð fyrir fyrir 10 árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. í lok þessa árs er talið að 36,1 milljón manna sé með HIV- veiruna eða með alnæmi. Það eru 50 prósentum íleiri en spáð var árið 1991. Á síðastliðnu ári fengu 5,3 milljónir manna alnæmi. Alls staðar, nema í löndum fyrir sunnan Sahara í Afríku, veikjast fleiri karlar en konur. Ástandið er mjög alvarlegt I Austur- og Mið-Evrópu, einkum í Rússlandi og i Eistlandi. Þar er þó enn hægt að koma í veg fyrir hörmungar. Danskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Anita Alban, bendir á að vegna fjölda vændiskvenna frá Austur-Evrópu á Norðurlöndum og í öðrum Vestur-Evrópulöndum sé ástæða til að vera á verði. Faraldur geti verið yfirvofandi í Evrópu. Kúariöuóttinn í löndum Evrópusambandsins: Vísindamenn úrskurða um réttmæti banns á nautakjöti Gæðarúm á góðu verði Ragnar Rjörnsson ehf. Dalshraunl 6, Hafnarfirði, sími 555 0397, fax 565 1740 Fiskeldi í Færeyj- um mengar firði Komið hefur í ljós að fiskeldið, einhver mikilvægasti atvinnuvegur Færeyinga, veldur sums staðar mik- illi mengun í fjörðum og sundum eyjanna. „Á mörgum stöðum þar sem fisk- eldi er stundað er gengið svo nærri umhverfínu að hætta verður að nýta svæðin um leið og búið er að slátra fískinum sem er þar nú,“ seg- ir í skýrslu sem norskt fyrirtæki hefur gert fyrir færeysk umhverfís- málayflrvöld. Bárður Enni, formaður umhverf- ismálastofnunar Færeyja, segir að mengunin sé aðallega af völdum fóð- urs og úrgangs frá fiskunum sem fellur til botns í eldiskvíunum og veldur súrefnisskorti. Fiskeldið hefur á fáum árum orð- ið ein mikilvægasta atvinnugreinin í Færeyjum. Á síðasta ári var sett met þegar eldislax og silungur voru fluttir út fyrir hátt i níu milljarða íslenskra króna. Færeyingar hyggj- ast þrefalda framleiðsluna á eldis- fiski, úr rúmum þrjátíu þúsund tonnum á ári í um eitt hundrað þús- und tonn. Vísindamenn á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins úrskurða í dag um hvort rétt- mætt sé að einstakar þjóðir banni innflutning á frönsku nautakjöti og notkun dýrafóðurs með kjötmjöli. Mikill ótti viö kúariðu hefur gripið um sig í fjölmörgum löndum ESB eftir að fyrstu smituðu gripim- ir fundust bæði á Spáni og í Þýska- landi og tilfellunum í Frakklandi fjölgaði. Franska stjómin hefur af þessum sökum skorist í leikinn til að reyna að sefa ótta neytenda. Lagt hefur verið bann við sölu á T-bein steik- um og kjötmjölsfóðri. Margir félagar Frakka innan ESB gengu þó lengra. Spánverjar, ítalir, Austurríkismenn og Hollendingar vom meðal þeirra sem lögðu blátt Kráka í nautakjötinu Svört kráka kemur sér vel fyrir á gámi með afskurði af nautakjöti við sláturhús í Munchen í Þýskaiandi. bann við öllum innflutningi á frönsku nautakjöti og nautgripum. Vísindamannanefnd ESB kom saman í gær til að ræða kúariðuótt- ann og síðan aftur i morgun til að kveða upp úrskurð sinn. Landbúnaðarráðherrar ESB ákváðu á fundi sínum í síðustu viku að allar aðgerðir einstakra ríkja yrðu að hljóta blessun vísindanefnd- arinnar, ella yrði að hætta við þær. Beate Gminder, talsmaður fram- kvæmdastjómar ESB, sagði að það færi eftir áliti vísindamannanna hvort ESB myndi leggja til að fóður úr kjötmjöli yrði bannað í öllum að- ildarlöndunum. Allar tillögur frá framkvæmda- stjórninni verða teknar fyrir á neyðarfundi landbúnaðarráðherra ESB á mánudag. Fujimori fékk fé frá kókaínbaróni Ríkissaksóknarinn í Perú, José Ugaz, segir víshendingar hafa kom- ið fram um að það hafi ekki einung- is verið yflrmaður leyniþjónustunn- ar, Vladimiro Montesinos, sem fékk fé frá kókaínbaróni í Kólumbíu heldur einnig Alberto Fujimori for- seti sem flúði til Japans. Ríkissaksóknarinn kveðst gjarn- an vilja yfirheyra Roberto Escobar, bróður leiðtoga Medellinhringsins, Pablos Escobars, sem er látinn. Ro- berto Escobar sagði nýlega í viðtali við tímaritið Cambio i Kólumbíu að Pablo Escobar hefði gefið Montesin- os 1 milljón dollara og að fénu hefði verið varið í kosningabaráttu Fu- jimoris 1990. Ríkissaksóknarinn hefur einnig greint frá því að Fujimori hafl látið tvö skúffufyrirtæki, sem hann átti í Panama með Montesinos, verða gjaldþrota. Fjölmiðlar í Perú segja að Fujimori hafi lagt hagnaðinn, 18 Fujimori vera að láta flytja til Jap- ans svo mörg myndbönd að þau myndu fylla heilt hótelherbergi. Hann kveðst hafa látið taka upp á myndband hvem einasta fund sinn síðastliðin 10 ár. Hann hafi þó ekki verið með falda myndavél heldur hafi myndavélin verið vel sýnileg. Fujimori íhugar gerð heimildarmyndar um reynslu sína. Þingið í Perú hefur nú skipað nefnd sem rannsaka á bæði spill- ingu Fujimoris og þátt hans í hvarfi 4 þúsund manna. Talið er að þeir hafi verið drepnir í stríði yfirvalda gegn vinstrisinnuðum uppreisnar- mönnum og fikniefnasmyglurum. Þingið, þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta, reynir nú að svipta Fujimori þeirri friðhelgi sem fyrrverandi forsetar njóta fyrstu flmm árin eftir að þeir fara frá völd- um. milljónir dollara, inn á bankareikn- inga í Singapore. Spænska blaðið E1 Pais segir ým- islegt benda til að leyniþjónustan hafi greitt 40 þúsund dollara á mán- uði fyrir háskólamenntun fjögurra barna Montesinos í Bandaríkjun- um. Svissnesk yfirvöld hafa nú alls fryst 70 milljónir dollara á banka- reikningum sem tengjast Montesin- os. Talið er að mestallt féð sé um- boðsfé fyrir vopnaviðskipti milli Rússlands og Perú. Montesinos hef- ur farið huldu höfði síðan hann sneri heim frá Panama þar sem hann leitaði árangurslaust hælis. Talið er að Montesinos hafi und- ir höndum þúsundir myndbanda sem geta komið sér illa fyrir ýmsa háttsetta menn í Perú. Fujimori var líka með mynd- bandaæði. I viðtali tímaritsins Time, sem birt var í gær, kveðst Alberto Fujimori Forsetinn fyrrverandi vonast eftir réttlátri rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.