Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 I>V 5 Fréttir Höröur Kristjánsson notfang: sandkorn@ff.ls Hugsað með hjartanu Á borgarafundi um málefni Orku- bús Vestfjarða, sem haldinn var á ísafirði fyrir skömmu, sagði Ei- ríkur Finnur Greipsson fyrir- hugaða sölu á Orkubúinu til rík- isins vera pólitískan subbuskap. Stjórnarformaður Orkubúsins, Þor- steinn Jóhannesson, yfirlæknir á ísafirði, sagði að vegna misvísandi upplýsinga um víkjandi lán sem ríkið ætlaði ekki að greiða þá hefði hann sagt við sjálfan sig: „hingað og ekki lengra. Nú nota ég þetta líf- færi sem ég hef, heilann, en sný burt frá hjartanu." Gárungar vestra spyrja nú hvort þetta sé ekki fullseint athugað. Hætt sé við að heilinn sé orðinn slappur af notkunarleysi ef læknirinn hefur alltaf hugsað með hjartanu... Fólk í einkennisbúningum Umhverfis- verndarsinnar eru ekki par ánægðir með Siv Frið- leifsdóttur um- hverfisráðherra þessa dagana. Hafa þeir mót- mælt kröftuglega fullyrðingum ráð- herra um að þeirra félagar hafi verið ánægðir með tillögur Islands á umhverfisráðstefnunni í Haag sem fór út um þúfur í síðustu viku. Segja þeir umhverfisverndarsinna alls ekkert hafa talað við ráðherr- ann á ráðstefnunni. Siv sagðist þó á Alþingi hafa talað þar við fólk í einkennisbúningum. Fullyrt er að bilstjórar, gangaverðir og borða- lagðir töskuberar, sem staddir voru þar sem umhverfisráðstefnan var haldin, hyggist óska eftir opinberri rannsókn. Þyki þeim illt að sitja undir grun um að vera umhverfis- verndarsinnar og enn verra að vera grunaðir um að hafa rætt við umhverfisráðherra íslands... Drepið með senditækjum Sagt er að áhuga- fólk um rjúpur í jólamat- inn í Eyjafirði hafi verið orðið úrkula vonar um að fá að smjatta á þessum lynghænsnum þessi jólin. Bann á rjúpnaveiði við allan austanverðan Eyjafiörð hafi skapað örvæntingu í þessum hópi en nú hafi kviknað ljós í myrkrinu. Náttúrufræðistofnun hafi nú sýnt mönnum hvernig komast megi í kringum rjúpnaveiðibannið. Eng- inn verði heldur sakaður um að skjóta fuglana. Rjúpan einfaldlega steindrepst ef sett eru á hana senditæki sem stofnunin notar til að fylgjast með af hverju hún drepst. Segja gárungar að mikið hafi verið hringt á stofnunina að undanförnu og óskað eftir kaupum á senditækjum... Skamm Hjá Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra furða menn sig á því þessa dagana hvers vegna afbrotum á íslandi fiölgar stöðugt í flestum málaflokkum. Furða menn sig ekki síst á þessu vegna þeirrar staðreyndar að sjátf- ur Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri sendi bréf til lög- reglustjóra landsins þann 9. ágúst 1998 með tilmælum um að fækka afbrotum um 20%. Sérfræðingar um lögreglumál telja því víst að ríkislögreglustjóri verði enn að senda bréf og nú verði afbrota- menn grátbeðnir um að halda sig á mottunni svo ekki þurfi að fiölga lögreglumönnum... Samruni orkufyrirtækja á Suðurnesjum: Deilt um verðmæti fyrirtækjanna - ráðgert að stofna Hitaveitu Suðurnesja hf. 1. janúar Hitaveita Suðurnesja Meö samruna viö Rafveitu Hafnarfjaröar mun fyrirtækið hafa yfir gríöarstóru háhitasvæði aö ráöa. í síðustu viku samþykkti bæjar- stjórn Reykjanes- bæjar samruna- áætlun Hitaveitu Suðurnesja og Raf- veitu Hafnarfiarð- ar. Jafnframt var samþykkt að gera fyrirtækið að hlutafélagi. Til að af þessu geti orðið þurfa þó öll sveit- arfélögin 5 á Suð- urnesjum, sem eiga hlut í hitaveit- unni, að sam- þykkja áætlunina. „Við teljum að sjóðstreymismat, sem gert var á hitaveitunni fyrir tveim árum, hafi verið ákaflega var- færnislegt. Þau fyrirtæki, sem hitaveitan á í, eru þar metin á bók- færðu verði en ekki á hugsanlegu gangverði. Ári seinna, eða 1999, er gert sjóðstreymis- mat á Rafveitu Hafnarfiarðar þar sem gefnar eru mismunandi for- sendur. Þar er fyr- irtækið metið á 1 til 1,8 milljarða eft- ir því hvaða forsendur eru notaðar," segir Kristmundur Ásmundsson, yfir- læknir og bæjarfulltrúi J-lista í minnihluta bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar. „Við teljum því eðlilegt að gert verði nýtt mat af óháðum aðila á sömu forsendum fyrir bæði fyrirtæk- in.“ Þá telur minnihluti bæjarstjórnar einnig ótímabært að breyta hitaveit- unni í hlutafélag. Það hvetji til skatt- lagningar á geiranum sem kosti hita- veituna 150 milljónir á ári. Hugmynd um sameiginlega orku- veitu á Reykjanesskaga kom upp fyrir tveim árum á fundi sveitarstjórnar- manna í Svartsengi. í framhaldinu náðist samkomulag á milli stjórnenda Hitaveitu Suðurnesja og eigenda Raf- veitu Hafnarfiarðar um að fara i sam- runa. Áætlun var síðan lögð fyrir sveitarfélögin og rikissjóð. Gerir áætl- unin ráð fyrir að Hitaveita Suður- nesja hf. verði stofnuð þann 1. janúar 2001. Rafveitan metin á 1-2 milljarða Hitaveita Suðurnesja er nú metin á rúma 8 milljarða króna og Rafveita Hafnarfiarðar á 1 til 1,8 milljarða eftir mismunandi forsendum. Eigendur hitaveitunnar eru öll 5 sveitarfélögin á Suðurnesjum og ríkissjóður sem á 20 prósent. Reykjanesbær er stærstur eigenda með 52 prósenta eignarhlut. Eftir sameiningu yrði Reykjanesbær með 43,2% eignarhlut, önnur sveitar- félög á Suðurnesjum með 23,6%, ríkis- sjóður með 16,6% og Hafnarfiarðar- bær yrði líka með 16,6% hlut. Fulltrúar Vatnsleysustrandar- hrepps, m.a. Jón Gunnarsson fulltrúi hreppsins í stjóm hitaveitunnar, hafa verið með athugasemdir varðandi verðmat á fyrirtækjunum, líkt og minnihluti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar. Jóhanna Reynisdóttir sveitar- stjóri segir að ekki sé búið að taka málið fyrir í sveitarstjórn. „Menn eru að velta þessu fyrir sér, enda málið stórt fyrir okkur eins og aðra. Við höf- um frest til 8. desember til að taka af- stöðu.“ Risavaxið háhitasvæði Ellert Eiriksson, bæjarstjóri i Reykjanesbæ, segir að meirihluti bæjarstjórnar telji að lögð hafi ver- ið fram fullgild rök um verðgildi Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfiarðar. Hann segir verðmæt- ið alltaf afstætt. „Með samruna yrði þetta mun öflugra orkufyrirtæki og með því að Rafveita Hafnarfiarðar komi þarna inn lika má segja að sóknarlínan sé komin að Garðabæ. Með þessu ættum við í sameiningu risavaxið háhitasvæði á Reykja- nesskaga. Meirihlutinn í Reykjanes- bæ er sáttur við þá vinnu sem fram hefur farið um þetta mál. Við vær- um auðvitað tilbúnir að fá meiri peninga fyrir hitaveituna en við teljum þó að þetta sé eðlileg niður- staða.“ -HKr. Bless bursti Nú á ég skilið að fá uppþvottavél HÁ QOO Favorit 60850 U-W Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og -vettlingana með hæfilegri virðingu. B R Æ Ð U R N I R Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.is Kristmundur Ásmundsson, yfirlæknir í Keflavík. r J i . } ] < \ Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.