Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Blaðsíða 12
12 Menning Æskumynd úr orðum t Æskumynd listamannsins eftir James Joyce, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, er ekki einungis einhver stór- brotnasta æskulýsing heims- bókmenntanna; hún er kannski fyrst og fremst sjálfsmynd lista- manns. Mótun sjálfsins í tungu- málinu er rauði þráðurinn í lífshlaupi aðalpersónunnar Stephens Dedalusar. Heimur hans er fullur af orðum sem hann bragð- ar á, hrífst af og beitir jafnt í ástum og stríði. Mál- heimur sögunnar er stórbrotinn og margflókinn, og það er helsti kostur þýðingar Sigurðar að hún gefur manni tilflnningu fyrir þeim þéttleika og áþreifanleika orðanna sem einkennir texta Joyce. Einn gildasti þátturinn í þessum málheimi er kreddur kaþólskunnar en stríð Dedalusar við ka- þólskt uppeldi sitt er, eins og bent er á í ágætum formála þýðanda, einn af burðarásum verksins. Þess vegna er þeim mun bagalegra og raunar al- veg óskOjanlegt að ahar latínuglósur og jafnvel langar tilvitnanir séu látnar óþýddar. Þetta rýrir gildi þýðingarinnar fyrir svo td alla íslenska les- endur hennar og er aldeOis óþarfur gaOi á annars frábæru verki. Bókmenntir Ef kaþólska kirkjan er annar meginandstæðing- urinn í tOvistarglímu Stephens er óhætt að kaUa fóðurland hans, hið marghrjáða írland, hinn. Um- rót og ólíkar skoðanir á framtíð landsins og fram- ferði stjómenda þess eru aUt í kringum hann í æsku og þegar líður á efri unglingsár verða ólík- ar raddir um þjóðerni og þjóðarstolt áleitnari og háværari. Jaðarstaða hans, sem fátæklings innan um betriborgarabörn í bestu skólum írlands og sem íra í enska heimsveldinu og tungumálinu, gefur honum sjónarhorn á umhverfi sitt sem er James Joyce: Æskumynd listamanns- ins. Þýöandi: Siguröur A. Magnússon. Mál og menning 2000. James Joyce eftir Jacques Emile Blanche. skarpt, en líka þjakað af minnimátt- arkennd og óvissu. Æskumynd listamannsins hefur, líkt og önnur verk Joyce, reynst fræðimönnum óþrjótandi upp- spretta vangaveltna og túlkana. Hún hefur fyrir löngu öðlast sess sem höfuðverk í þróun módernisma og vitundar um nútímann. Nú á tímum efasemda um þjóðernisskilgreining- ar og sjálfsmyndir er áherslan að færast yfir á þetta erfíða samband Stephens við fóðurland sitt. Sjálfs- mynd listamannsins er þannig einnig miðlæg í skoðun nýlendu- stefnu og kúgunar innan Evrópu. Þetta sýnir hversu margbrotinn texti Joyce er. Hinn ungi Stephen reynir að móta sér sjálfsmynd - sem kaþólikki, íri, trúleysingi, heims- borgari, skáld, karlmaður og kyn- vera. Á öllum þessum sviðum er baráttan hatrömm og háskaleg og ekki útséð um það í bókarlok hvort eða hvernig hann kemst i gegnum hana. Æskumynd listamannsins er mögnuð lesning í íslenskri gerð sinni, þótt latinan flækist fyrir, óumdeilanlega hápunkturinn í sögu einhvers lífseigasta skáldskapar- forms okkar tíma - þroskasögunnar. Jón Yngvl Jóhannsson Enginn dans á rósum Fingurkossar frá Iðunni eftir Hallfríði Ingimundar- dóttur er saga unglings- stelpu sem kynnist sorg- inni við fráfall móður sinn- ar. Sagan er sögð í fyrstu persónu og það er Iðunn sem talar. Þetta frásagnar- form er vandmeðfarið, sér- staklega þegar um slík innri átök er að ræða eins og hjá söguhetjunni, en höfundur ræður vel við það. Við fylgjumst með Iðunni í nokkrar við- burðaríkar vikur undir lok skólaársins hennar í 10. bekk. Hún hefur ekki jafnað sig eftir frá- fall móðurinnar og raunar ekki pabbi hennar heldur þó að hann sé kominn með „kærustu" upp á arminn. Iðunn uppgötvar smám saman að það eiga fleiri erfitt en hún. Robbi vinur hennar hefur t.d. ekki átt sjö dagana sæla og þvi síður Magga vinkona hennar. Að þessu leyti er sag- an nokkuð dæmigerð þroskasaga unglings sem er að uppgötva að lífið er enginn dans á rósum. Stóru vandamálin í sögunni eru sorg, heim- ilisofbeldi og kynferðisleg misnotkun. Höfund- ur skrifar af kunnáttu um sorgarferlið sem feðginin eru að fara 1 gegnum. Lýsingin á því hvemig unglingurinn lokast inni með sorgina í sjálfum sér án þess að geta rætt hana við aðra er sannfærandi og viðbrögðin sem þetta kallar á hjá fóðurnum. Hann er í einhvers konar af- neitun og hellir sér bara út 1 að „lifa lífinu“ sem felst í djammi og að slá sér upp með sér miklu yngri konu. Að nota fleiri vandamál í sögunni til að auka raunsæi og þroska er ágæt aðferð en krefst úr- vinnslu. Höftmdi tekst vel með heimilisofbeld- ið en ekki með svo stórt mál sem kynferðisleg misnotkun er. Undirbúningur er góður og les- andi áttar sig fljótlega á því að ekki er allt með felldu heima hjá Möggu. Þegar hún varpar loksins sprengjunni leysist það mál upp i ein- hvers konar farsa og verður svo að engu í bók- arlok. Það pirraði undirritaða að útreikningar á aldri foðurins ganga í berhögg við samtimavís- anir i sögunni. Á bls. 59 kemur fram að hann hafi verið þrjátíu og fjögurra ára þegar Iðunn fæddist og þar sem hún er orðin fimmtán ára þegar sagan gerist er hann fjörutíu og níu. Setning á bls. 119 skýtur því skökku við. „Hit- aði i örbylgjunni mat, frá fæðingarári pabba, til þess að verða sannur sjálfstæður Islending- ur en rétt nartaði í hann.“ Á heildina litið er Fingurkossar frá Iðunni ágætlega skrifuð bók. Höfundur kemur efninu nokkuð vel til skila en mér finnst að Iðunn og vinkonur hennar hefðu mátt hafa meiri áhuga á strákum í ljósi þess á hvaða aldri þær eiga að vera. Oddný Árnadóttir Hallfrí&ur Ingimundardóttir: Fingurkossar frá Iðunni. Mál og menning 2000. Siðbót og saggaþefur Skáldsagan Byltingarbörn gerist á Islandi um siðaskiptin og byggir á sögulegum heimild- um eins og Bjöms Th. er von og vísa. Ögmund- ur biskup situr i Skálholti, háaldraður, farinn að heilsu og blindur. Undir hans vemdarvæng eru m.a. Gizur Einarsson biskupsefni, meistari Oddur Gottskálksson, þýðandi Nýja testament- isins, og systir hans, Guðrún biskupsdóttir frá Hólum. Þeir Gizur og Oddur hafa heillast af lút- erskum sið sem Danakóngur hefur fyrirskipað og vinna að framgangi hans í leyni. Flestar persónur sögunnar eiga sér stoð i raunveruleika fyrri tíðar. Myndin af meistara Oddi er skýr og nýstárleg, efasemdir hans um trúna og afleiðingar trúboðsins eru sannfær- andi en hann er alltof snemma úr sögunni. Giz- ur biskup efast ekki um að hann sé að gera rétt; að boða hið hreina orð án reykelsis, skúrgoða, ave og credo, en barátta hans skilar honum að- eins óhamingju enda spuming hversu góöur málstaðurinn er. Guðrún Gottskálksdóttir er sömuleiðis harmræn: stolt kona sem fórnar ást- inni og hamingjunni til að friðþægja fyrir synd- ir sínar. Ýmsar brotalamir eru í persónusköpuninni, við sumar aukapersónur er mikið nostrað (t.d. Þorkel úr Selvogi) meðan aðalpersónur standa í skugganum. Undarlegur er hinn sannsögulegi síra Eysteinn Þórðarson staöarráðsmaður sem bamar Guðrúnu, unnustu Gizurar. Framan af er Eysteinn skrípalegur með rauðan kýl sem á að undirstrika karlmennsku hans, svo gerist hann vígamaður, elskhugi og loks fómarlamb grimmdarlegs ofbeldis. Þegar Guðrún stendur upp frá samförum þeirra Eysteins segir: „Volg og ókennileg kvoða rann nið- ur um innanverð lærin...“ (94). Þetta er klisjulegt orðalag og spyrja má hvers vegna þetta er henni svo framandi þar sem hún hef- ur áður sængað hjá Gizuri. Þar kemur fram sú fráleita og karllæga hugmynd að kona sé ekki heil, frjáls og sjálfri sér ráðandi fyrr en hún hefur kennt karl- manns (67). Sjómarhomið er 'ýmist hjá Eysteini, Oddi eða Guð- rúnu en lengst af er Gizur í sviðsljósinu. Oft er erfitt að henda reiður á brotakennd- um söguþræði og illskiljan- legt er t.d. að Guðrún skuli þýðast Eystein eins og hon- um er lýst og að meinlætamaðurinn Gizur láti undan ásókn hofróðunnar Katrínar. Mikið er um vel gerð, löng og leikræn samtöl og þar lifn- ar sagan, persónumar stíga fram á svið og mæla á guUaldaríslensku Björns. Ástin á sagn- fræðinni á það tU að skyggja á skáldskapinn í sögunni, t.d. þegar sögumaður talar um hversu skemmtUegar heimildir minnisgreinar Gizurar frá ferðalögum hans erlendis séu (137-8). Á sama staö má lesa orð sem e.t.v. hafa verið leiö- arhnoða Björns sjálfs á rithöfundarferlinum: að lesa rétt úr því smáa, í ljósi þess stærra... (138). Það ger- ir hann t.d. 1 frásögn af því sem fólk leggur á sig tU að komast að skríni Þorláks helga í Skálholti og varpar skýru ljósi á að siðaskiptin tengjast valdagræðgi og of- forsi andlegra og verald- legra ráðamanna fyrst og fremst en hafa minnst með sannfæringu almúgamanna að gera. I Byltingarbörnum er gef- in raunsæisleg samfélags- mynd sextándu aldar. Á biskupssetrinu vaða menn forina í dimmum bæjar- göngunum með saggaþef í nösum. Lýst er áhrifum sið- bótarinnar á lærða og leika um leið og örlaga- og ástar- saga raunverulegs fólks er rakin. Efnið er erfitt viðureignar, sagan brokk- geng og langt frá því að vera með því besta frá hendi höfundar. Björn heldur sig á fornum slóðum og er fyr- ir löngu orðinn ráðsettur yfirmaður í sögulegu skáldsagnadeUdinni. En hann er enginn bylt- ingarbjörn. Steimmn Inga Óttarsdóttir BJörn Th. Björnsson: Byltingarbörn. Mál og menning 2000. BYLHNGÆR BÖRN BJORN 111 |‘jl jRN:.ON MIDVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 __________________________x>v Urnsjón: Siija Aðalsteinsdóttir Strákur sendur í Svartaskóla Svartiskóli er fyrsta bók ungra höfunda, þeirra Ólafs Sindra Ólafssonar og Ragnars Þór Péturssonar. Sagan er í tölvuskeytastíl og fjaUar um unglinginn Kobba sem er uppftdlur af ástríðum og pælingum um lífið, samferðafólk og um- hverfi. Pælingarnar taka svo mikinn tíma í lífi hans að nám og skyldur vUja sitja á hakanum. Ótta- slegnir foreldrarnir taka í taumana og senda ungling- inn í framhaldsskóla úti á landi - Svarta- skóla. En ekki tekur betra við - frá honum fara að berast makalaus tölvuskeyti til vina og vandamanna og verður ljóst að Kobbi hef- ur lag á að koma sér og fólki sínu í ótrúleg- asta klandur. Æskan gefur Svartaskóla út. Svaðilfarir Austfirðinga Út er komin hjá Máli og mynd bókin Aust- firðingaþættir og aðrar frásagnir. I bókina hefur verið safnað efni eftir Gísla Helgason, bónda í Skógargerði (1881-1964), sem um sína daga var óþreytandi við að safna sagnaþáttum úr umhverfi sínu og rita margt annað af mönnum og atburðum. Hluti efnisins hefur áður verið prentaður en drjúg- ur partur er úr handritum sem Gísli lét eftir sig og ekki hafa komið fyrir al- menningssjónir. Flest skráði hann á árunum milli sextugs- og áttræðisaldurs. Fljótsdalshérað er oft sögusvið Gísla og eru sagnaþættir fyrirferðarmestir. Af öðru efni ber hæst frásagnir af lestarferðum og öðrum ferðalögum yfir Fjarðarheiði þar sem höfund- ur lýsir hrakningum og svaðilfórum, sínum og annarra. Einnig má nefna nokkrar frá- sagnir af reynslu dulræns eðlis. Indriði Gíslason, prófessor og sonur Gísla, bjó til prentunar. Geggjaðir barnabrandarar Bestu bamabrandararnir - geggjað grín er flmmta bókin í bamabrandarabókaílokknum og kemur út hjá bókaútgáfunni Hólum á Ak- ureyri. „Það er hollt að hlæja“ segir í formála brandarabókarinnar. „Og þeir eiga gott sem eru fæddir með létta lund og bros á vör.“ Sitt lóð á vogarskálamar leggur útgáfan með bók- inni en hún er „stútfull af skemmtilegum brönd- urum sem fólk á öllum aldri getur hlegið sig máttlaust af...“ Lítil telpa spyr móður sína hver hafi skap- að sig. „Guð skapaði þig,“ svarar móðirin. „Og skapaði Guð þig líka, mamma? „Já, væna mín.“ „Og ömmu líka?“ „Já.“ „Og langömmu líka?“ „Já, væna mín.“ „Ætlarðu að telja mér trú um það, mamma, að ekkert ástarlíf hafi átt sér stað innan fjöl- skyldunnar í meira en 200 ár?“ Þegar Seifur fór að halda fram hjá... Flestir þekkja nöfn stjömumerkjanna sem teljast til dýrahringsins en færri vita hver Hrúturinn var í raun og veru. Fáir vita líka að Nautið sem blikar á himni er hvorki □ meira né minna en Seifur sjálfur í einu þeirra dular- gerva sem hann íklæddist þegar hann fór að halda framhjá Heru konu sinni. Og það er ekki á allra vit- orði að Fiskarnir eru í raun ástarguðinn Eros og ástargyðjan Afródíta en þau bmgðu sér í flskalíki þegar ófreskjan Tý- fon lék lausum hala í veröldinni og ætlaöi að steypa guðunum af stóli. Nú er komin út hjá JPV forlagi Saga stjörnumerkjanna, skemmtilegar frásagnir um losta, ágimd og öfundsýki hinna grísku guða en heimskupör þeirra leiddu til þess að stjömumerkin tólf festust á himnum. Illugi Jökulsson segir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.