Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2000, Page 13
13 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 X>V_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Tónlist______________ Bókmenntir Mýklin allsráöandi Kammersveit Revkjavíkur hélt tón- leika á sunnudagskvöldið á dálítið óvenjulegum stað: í lestrarsal gamla Landsbókasafnsins - eða nýja Þjóð- menningarhússins - og var það ágæt- is viðleitni til betri nýtingar á því fal- lega húsi. Tilefni tónleikanna var út- gáfa nýs hljómdisks sveitarinnar með kammerverkum eftir Mozart og voru á efnisskrá tvö verk sem einnig eru á diskimun, Flautukvartett í C-dúr K Anh. 171 og hornkvintett í Es-dúr K 407. Þriðja verkið á tónleikunum var Sextett ópus 81b fyir 2 horn og strengi eftir Beethoven. Strax í upphafi myndaðist sérstök og skemmtileg stemning í salnum, líklega vegna þess að nálægðin við áheyrendur var meiri en ég hef áður kynnst á tónleikum hér á landi. Flytj- endur flautukvartettsins voru Marti- al Nardeau, flauta, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, og Inga Rós Ingólfsdóttir, selló. Leikur þeirra var í einu orði sagt yndislegur og drifkraftur í flutningn- um sem hélt verkinu lifandi allan tímann. Martial hefur líka lag á að halda manni vakandi með sínum fal- lega og skýra tóni, fáguðum og vel mótuðum leik sínum og hárfínu samspili við aðra flytjendur. Útkoman varð innileg og ekta Mozart-andi sveif yfir áheyrendasalnum. í sextett Beethovens bættust í hópinn þau Júlíana Elín Kjartansdóttir fiðluleikari og homleikararnir Joseph Ognibene og Emil Friðfinnsson. Gunnar Eyjóifsson - sem var kynnir - talaði um að hinir erfiðu hompartar heföu að öllum líkindum fengið svona upp og ofan meðferð 18. aldar hornleikara með sin ventlalausu horn. Hins vegar var ekki hægt að kvarta undan frammistöðu Emils og Jos- ephs sem léku snilldarlega. Hljómur salarins er mikill en var þó aldrei óþægilegur eða hvellur og ekki þannig að neitt rynni saman. Mýktin var allsráðandi í leik sexmenning- anna, hendingamótunin skýr og samleikur þeirra fínn. Lokaverk tónleikanna var svo Hornkvintett Mozarts í Es-dúr og var það Joseph Ognibene sem lék hornpartinn en Sarah Buckley víólu- leikari bættist í hóp Rutar, Þórunnar og Ingu Rósar. Eins og Gunnar minntist á er kvintett- inn saminn fyrir tvær víólur í stað tveggja fiðla í samræmi við myrkari lit hornsins og skapar það líka skemmtilega andstæðu milli horns og fiðlu sem gefur verkinu fallegan lit. Það verður að segjast að maður hreinlega gleymdi stað og stund undir flutningi kvint- ettsins. Joseph er mikill listamaður, leikur hans var óaðfinnanlegur, sem og jafnvægið í hópnum, þar sem fallegar línur hvers hljóð- færis fengu notið sín vel og hlýir tónar um- vöfðu mann og glöddu. Á hljómdiski sveitarinnar eru, auk áður- nefndra verka Mozarts, Óbókvartett i F-dúr k 370, þar sem Matej Sarc fer með óbópartinn, og píanókvartett í g-moll K 478, með Selmu Guðmundsdóttur á píanóið. Er svo sannarlega mælt með þessum diski fyrir alla einlæga Mozart-aðdáendur og aðra sem hafa yndi af góðri tónlist. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Kammersveit Reykjavíkur í Þjóðmenningarhúsinu Leikur þeirra var í einu oröi sagt yndislegur. DV-MYND HILMAR ÞÓR Sú bjarta stjarna Lýsing Stephen Coote, eins af mörgum ævi- sagnariturum John Keats, á ensku samfélagi í lok Napóleons- styrjaldanna er ekki glæsileg. Efnahagskreppa, skoðanakúgun þar sem kirkja og ríkisvald tóku hönd- um saman um að bæla niður alla frjálslynda hugsun, harðstjóm og fámennisstjóm, því fáir höfðu kosn- ingarétt. Megn óánægja átti sér eng- an farveg til að móta mannlífið. Og þó. Á þessum tíma rann upp eitt mesta blómaskeið enskrar ljóðlistar þar sem þeir Wordsworth og Coler- idge ruddu brautina fyrir róman- tísku skáldin Shelley, Byron og Keats. Sá síðastnefndi var þeirra ólikleg- astur til að hljóta viðurkenningu. Hann var af fátækum kominn, sjálf- menntaður, dvergvaxinn, af flestum lítils metinn og lifði einnig stutt, því John Keats lést úr tæringu 1821, 26 ára gamall. En síðan hefur vegur hans vaxið og nú er hann löngu við- urkenndur sem eitt fremsta og list- fengasta ljóðskáld enskrar tungu. Ungur maður, Sölvi Bjöm Sigurð- arson, hefur ráðist í það stórvirki að þýða sonnettur Keats á íslensku, stórvirki sem er því aðdáunarverð- ara að ljóðaþýðingar eru eitt erfið- asta og vanþakklátasta verk sem um getur, ekki síst fyrir þá sök að þýðandinn er sjaldnast sáttur við eigiö verk. Hann veit að aldrei verð- ur svo vel þýtt að fullgildi hinu frum- kveðna. Keats hefur, að því er ég veit best, verið einna minnst þýddur áðurnefndra 19. aldar skálda enskra og ræður þar miklu að ís- lendingar tóku snemma ástfóstri við Byron og hafa því aðrir fremur setið á hakanum. Helgi Hálfdanarson þýðir þó nokkur ljóö í Erlend- um ljóðum frá liðnum tímum (1982) og er þar eitt ljóð sem þeir Sölvi þýða báðir: „When I have fears that I may cease to be“. Helgi nefn- John Keats eftir Joseph Severn. ir það „Ótta dauðans" en Sölvi „Uppgjöf'. Fróðlegt er að bera saman upphafserindið sem Helgi þýðir svo: Þegar égfinn aðfeigð aó dyrum ber fyrr en minn penni skárar hinstu Ijá míns hugar-túns, og áður bundið er í eigin bóka-hlöðum sérhvert strá; (Ljóð frá liðnum tímum, 172) John Keats: Sonnettur. Sölvi Björn Siguröarson þýddi. Mál og menning, Reykjavík 2000. En Sölvi þýðir svona: Ég ugginn vil, að fyrr mig sœki feigð en fjaðurpenninn tœmi virkan hug, að fyrr min auma œvi lúti beygð en ónýt bókverk geymi lífsins dug. Báðir komast vel frá sínu þó mér þyki túlkun Helga skáldlegri, en Sölvi er nokkru nær frumkvæðinu, einkum í upphafi. Þekktasta sonnetta Keats hefst á þess- um línum: „Bright star would I were steadfast as thou art, / Not in lone splendor hung aloft the night, / And watching with eternal lids apart, / Like nature’s patient, sleepless Eremite." Þetta erindi þýðir Sölvi þannig: Ú, bjarta stjarna, ef stöðugleika þinn og styrk ég hefói - en vœri ei borinn þó á nóttu uppi, aó horfa um himininn, af heimsins mœtti, einn í vöku og ró. Og ég verð að játa að þessi þýðing er mér aðeins daufur endurómur, efnislega nærri en hvergi hin glitrandi snilld. En er þá ekki of mikils krafist? Verður snilld nokkru sinni endurtekin? Annars staðar þar sem snilld frumkvæðisins er ekki jafnbrennd inn í sinnið skal ég fús- lega játa að Sölva takist prýðilega til. Nefni ég þar til Svefn, Gef mér ást, Með óbeit á hjátrú alþýöunnar - þó ég sé ekki sáttur við þýðingu titilsins, „Writt- en in Disgust of Vulgar Superstition" - og síðast en ekki síst í bláma þinna augna, sem sómir sér vel meðal fegurri ástarljóða á íslenska tungu. Þegar svo tekst til er ekki unnið fyrir gýg. Enn einn kostur þessarar bókar er að hún gefur skýra mynd af hinum skamma en ótrúlega skáldferli Keats, elstu ljóðin eru verk greinds og efnilegs byrjanda en fyrr en varir brýst snilldin fram. Skáldferlinum lýsir þýðandi einnig í fróðlegum eftirmála. Hafi hann heila þökk fyrir. Geirlaugur Magnússon Linda Vilhjálmsdóttir. Rúnar Helgi Vignisson. Lesið á Austurlandi Árviss bókalest fer um Seyðisfjörð, Egilsstaði og Vopnafjörð um helgina, frá fóstudegi til sunnudags. Fimm höfundar verða með í för: Ið- unn Steinsdóttir með Haustgrímu, Linda Vil- hjálmsdóttir með Öll fallegu orðin, Rúnar Helgi Vignisson með í allri sinni nekt, Vigdís Gríms- dóttir með Þögnina og Þorvaldur Þorsteinsson með Blíðfinn. Fyrsta bókavakan verður i Safnahúsinu á Eg- ilsstöðum fóstudagskvöld, kl. 20.30, önnur í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardagskvöld, kl. 21, og sú þriðja i Miklagarði á Vopnafirði á sunnu- dagskvöldið, kl. 20.30. Saga Hafnar í Hornafirdi Sdgti Hafnar i Hornofiröi Arnþór Gunnarsson hefur sent frá sér síðara bindið af sinni miklu Sögu Hafnar í Hornafirði, 548 síöur í stóru broti með heimildaskrá og mannanafnaskrá. Hér tekur hann upp þráðinn árið 1940, þar sem honum var sleppt i fyrra bindi (1997) og heldur áfram tii ársins 1975. Fjallað er um atvinnulíf, sveitastjórnar- mál, félags- og menningarlíf, menntamál og heilbrigðismál, þróun landbúnaðar í sveitunum í kring, ferða- þjónustu og samgöngubætur. Á þessu tímabili varð alger bylting í sam- göngumálum Austur-Skaftfellinga þegar flugið og stórfelld vega- og brúargerð rufu endanlega einangrun svæðisins. Enn fremur segir frá um- svifum setuliðsins á Hornafirði í seinni heims- styrjöldinni og greint frá uppbyggingu ratsjár- stöðvar bandaríska hersins á Stokksnesi í Nesj- um og áhrifum stöðvarinnar á atvinnulíf í Höfn. Eins og i fyrra bindinu fær saga Kaupfélags Austur-Skaftfellinga mikið rúm, enda var það langöflugasta fyrirtækiö á Höfn á þessu tímabili. Útgerð og fiskvinnsla eru líka fyrirferðarmikil í bókinni því sjávarútvegurinn var grundvöllur hins mikla vaxtar kauptúnsins á seinni hluta 20. aldar. í bókinni eru um 400 ljósmyndir af umhverfi, húsum og ekki síst mannlifi, og auk þeirra fjöl- mörg kort, töflur og uppdrættir. Útgefandi er Sveitarfélagið Hornafjörður. Fjölskyldulíf dýranna Allir vita að lítil börn geta ekki hugsað um sig sjálf en hvernig er þetta hjá dýrunum? Sum eru óttalega aum af sér eins og mannabörnin en önn- ur brölta á lappir strax nýfædd og sum dýr neyð- ast til að sjá um sig sjálf alveg frá fæðingu vegna þess að foreldramir em löngu stokknir burt! í bókinni Fjölskyldulíf dýranna, sem Skjald- borg gefur út, segir Bent Jorg- ensen, dýrafræðingur og fyrr- um forstjóri Dýragarðsins í Kaupmannahöfn, lesendum frá ólíkri hegðun fiölmargra dýrategunda í sínu einkalífi og Birde Poulsen teiknar þau öll ljóslifandi. Meðal dýrateg- unda sem sagt er frá má nefna simpansa, fíla (sem dekra ungana sína rosalega), risapöndur, sæfila og sæhesta þar sem pabbinn sér um krakkana. Gissur Ó. Erlingsson þýðir. Salka kynnir í kvöld, kl. 20.30, verður kynning á bókum hins nýja bókaforlags Sölku í Kaffileik- húsinu. Lesið verður úr þrem- ur þýðingum sem allar hafa notið vinsælda í heimalöndum sínum, Kossinum eftir Kathryn Harrison, Á lausu eftir sænska kímniskáldið Marianne Eilenberger og Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Morgan. Enn fremur verður lesið upp úr Matarsögum en í þeirri bók segja 17 þekktar íslenskar konur ýmsar skemmtilegar eldhússög- ur og gefa margvíslegar uppskriftir. Þá munu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Margrét Pálmadóttir taka nokkur lög fyrir gesti en báðar standa þær að útgáfu hljómdiska fyrir þessi jól. Kynnir er Vala Þórsdóttir leikkona. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.