Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 60
-Jf60 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Jólahúsið í Kópavogi: Jól allt árið - heimurinn er fullur af jólabörnum sem hafa áhuga á mismunandi jólasiðum þannig að verslunin er hluti af menningartengdri ferða- þjónustu Jólahúsið er sérverslun með jólavörur og er opið allt árið. Þóra Gunnarsdóttir, eigandi Jólahússins, segist hafa opnað búðina 9. nóvember fyrir tveimur árum. * Hún segist hafa fengið hugmyndina að versluninni þegarhún kom inn í jólaversl- un i Ameríku. „Ég og maðurinn minn vor- um á ferðalagi og um leið við komum inn í búðina litum við hvort á annað og hugs- uðum sem svo að þetta væri eitthvað fyrir mig. Yngsta dóttir mín var að verða þriggja ára og ég var farin að velta því íyr- ir mér hvað ég ætti að gera þegar ég færi aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er einbimi og hef alltaf verið mikið jólabam og haft gaman af því að fondra. Mig minnir að ég hafi verið fjórtán ára þegar ég kom fyrst inn í svona búð í Þýskalandi. Það er ekki eins og ég hafi verið að finna upp hjólið því svona búðir hafa verið til frá því um 1950, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. þekkt fyrirtæki sem sérhæfa sig í jólavör- um. Þetta er allt hágæðaframleiðsla því ég vil frekar hafa hlutina aðeins dýrari og góða en ódýra og lélega." Þóra segir að reksturinn gangi vel en af skiljanlegum ástæðum séu miklar sveiflur í honum. „Ég gerði svo sem ráð fyrir því þegar ég opnaði búðina. Það er stanslaus straumur af fólki í búðina frá því í byijun október og fram á aðfangadag og síðustu dagana fyrir jól er bijálað að gera. A sumrin kemur mikið af túristum í búðina og þeir versla öðmvísi en íslend- ingar. Túristamir em nær eingöngu að leita að handverki og þeir kaupa fyrir hærri upphæðir. Heimurinn er fúllur af jólabömum og fólki sem hefúr áhuga á mismunandi jóla- siðum þannig að verslunin hjá mér er hluti af menningartengdri ferðaþjónustu. Ferðamenn hafa gaman af því að kynnast Jólahúsiö í Kópavogl Ég hef veriö spurö hvort þaö kostaöi eitthvaö inn í búöina eöa hvort ég búi / húsinu. Mikið af ferðamönnum á sumrin „Við gáfúm okkur ár til að vinna að hugmyndinni og til að fá umboð og leyfi. Eins og er höfum við umboð fyrir tíu íslenskum jólasiðum og líta á þá sem hluta af menningunni. Þeim finnst siðim- ir forvitnilegir og merkilegt hversu sam- ofnir þjóðtrúnni þeir em. Jólasveinamir þykja alltaf jafhskemmtilegir og jólakött- urinn er einstakur í þeirra augum.“ Þóra Gunnarsdóttir, elgandi Jólahússins Ég og maöurinn minn vorum á feröalagi og um leiö viö komum inn í búöina litum viö hvort á annaö og hugsuöum sem svo að þetta væri eitthvaö fyrir mig. Ótrúlegar spurningar „Það væri hægt að gera miklu meira úr þessu með því að gefa út bækur á ensku um íslensk jól og ég setti til dæmis upp heimasíðu til að koma til móts við þessar kröfúr. Þetta er í raun bölvað vesen en ég geri mitt besta til að svara öllum fyrir- spumum. Ég fæ allavega spumingar, allt fra beiðnum um kökuuppskriftir og hvemig Heims um ból sé á íslensku. Svo fer líka mikill tími í gagnaöflun og svo- leiðis stúss. Ætli ég eyði ekki tæpum klukkutíma á dag allan ársins hring í að svara spumingum á Netinu. Frá því ég setti upp netverslunina hafa viðskiptin verið að aukast jafnt og þétt. Þeir útlend- ingar sem komið hafa í verslunina kaupa gjaman i gegnum Netið eftir að þeir fara heim. Það virðist skipta þá miklu að hafa komið í búðina og kynnst umhverfinu. Ég hef verið spurð hvort það kostaði eitthvað inn í búðina eða hvort ég búi í húsinu og hvort ég sé ekki orðin leið á jól- unum þegar þau koma loksins. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að bömin mín jhljóti að verða rugluð á öllu þessu jóla- stússi. Minnst að gera rétt eftir jól Verslunin er minnst fýrstu mánuðina eftir jól og þá vinn ég að kynningarmál- um. Febrúar og mars eru rólegustu mán- uðurnir í búðinni og stundum kemur ekki hræða í nokkra daga. Ég nota því tímann til að skrifa kynningarefni, fara á hótelin og ferðaskrifstofumar og laga til. í framtíðinni langar mig til að byggja upp meiri þjónustu fyrir ferðamenn í kringum búðina því ég held að svona verslun hafi meira aðdráttarafl en stórar verslunarmiðstöðvar. Ferðamenn eru ekki að koma til iandsins til að fara í „moll“, þeir hafa það heima hjá sér. Ég hef ekki lagt út i miklar auglýsing- ar eins og er, það er dýrt og svo nær mað- ur aldrei til allra. Vissir miðlar ganga bet- ur en aðrir fyrir svona vöru og svo er það líka árstíðabundið. Persónulega held ég að bæklingurinn sem ég gaf út í fýrra hafi reynst best og skilað mestu." Þóra segist vera bjartsýn á framtíðina; að minnsta kosti heldur hún því fram að ástandið geti ekki versnað. Ferð í jóla- húsið er einstök og skemmtileg reynsla og heimasíðan (www.jolahusid.com) er fúll af skemmtilegu og fræðandi efni um jólin. Gleðileg jól. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.