Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 70
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Jólamaturinn: Taílenskir hátíðaréttir Súrsætt svínakjöt (Pat bio van) Innihald: 200 g svínakjöt, skorið í strimla 1/2 agúrka 1 laukur 2 tómatar 2 hvítlauksrif 3 matskeiðar sykur 4 matskeiðar fiskisósa (Squid Brand Fish Sauce) 1 matskeið tómatsósa 1 matskeið sojasósa 1/2 bolli vatn matarolía Aðferð: Hvítlauksrif söxuð fint og steikt í svo- lítilli olíu þar til þau eru gullin á lit. Þá eru svínastrimlarnir settir á pönnuna og steiktir í 3-4 mín. Því næst eru tómatar, gúrka og laukur, sem búið er að skera í hæfilega bita, sett út í og steikt með í 3-4 mín. Að lokum er vatn, tómatsósa, fiski- sósa, sykur og soja sett út í og soðið í 2 mín. í viðbót. Bragðbætt með sykri og/eða fiskisósu. Borið fram með hrísgrjónum. Nautastrimlar með cashew-hnetum og chili (Pat nua med ma muang) Innihald: 200 g nautakjöt, skorið í strimla 2 hvitlauksrif 1 bolli cashew-hnetur 1-1 1/2 laukur 2 rauð chili, stór 2 græn chili, stór 1/2 bolli vatn 1 matskeið sykur Fallegir skór fyrir alla fjölskylduna Skóverslun Kringlunni, sími 553 2888. • www.skor.is • skor@skor.is 4 matskeiðar fiskisósa 2 matskeiðar ostrusósa (oyster sauce). 1 matskeið sojasósa. Aðferð Byrjað er á að steikja hnetumar í mat- arolíu þar til þær verða gullbrúnar. (Passið að hræra stöðugt.) Þá eru þær settar til hliðar og pannan þrifin. (Ekki má nota sömu olíu til að steikja kjötið þar sem olían sem hnetum- ar gefa frá sér við steikingu veldur því að rétturinn brennur við.) Smátt saxaður hvítlaukur steiktur þar til hann er gullinn og nautakjöti bætt út í og steikt í 3 mínútur (hrærið stöðugt). Grófskomum lauk og chili ásamt hnetum og öllu öðru bætt út í og soðið í 3^1 min. Borið fram með hrísgijónum. Svínakjöt í grænu karríi og kókoshnetu- mjólk (Geng kio van) Innihald: 200 g svinakjöt, skorið í strimla. 1/2 pakki grænt karrí (Green Curry Paste) 1/4 dós (225 g) bambus í sneiðum (Sliced Bamboo Shots) 3 dósir (3x165 ml) kókoshnetumjólk 4 matskeiðar fiskisósa 2 matskeiðar sykur 1 matskeið sojasósa 4 sneiðar af galangal-rót (mjög lík engiferrót en minni) 1/2 stöngull sítrónugras 1/2 bolli vatn Aðferð: 1 dós kókoshnetumjólk ásamt grænu karrii sett í pott og soðið í 1/2 minútu (hrært vel í á meðan). Svínakjöt, 2 dósir kókoshnetumjólk, bambus, galangal, sítrónugras, fiskisósa, sojasósa, sykur og vatn sett út í og soðið í 3-4 mín. (ath.: galangalrót og sítrónugras er veitt upp úr áður en rétturinn er borinn fram). Borið fram með hrísgrjónum. Steikt hrísgrjón með kjúklingi (Kao pat gay) 2 skinnlausar kjúklingabringur, skornar í strimla 3-4 bollar soðin hrisgijón 1 laukur, gróft skorinn 2 tómatar skomir í báta 3 vorlaukar (má sleppa) 4 egg 2 hvítlauksrif 4 msk. fiskisósa 1 msk. sojasósa 1 matskeið sykur Aðferð: Hvílaukurinn er skorinn smátt og steiktur í matarolíu þar til hann er gullinn, þá er eggjum bætt út í og hrært í hálfa mínútu. Hrísgrjónum ásamt öllu öðm bætt út í og steikt í 5 mínútur. Athugið að græni hlutinn af vorlauknum er grófskor- inn og notaður í réttinn en hvíti hlutinn er settur i ísvatn í skál og borðaður hrár með. Grillaðir svínastrimlar með Satay-sósu (Mu sate) Innihald: 300 g svínakjöt í þunnum strimlum sósa til marineringar: 1 pk. Satay Seasoning mix, pakki A. 1 teskeið salt 2 matskeiðar matarolia 1 matskeið sojasósa 1 dós (1x165 ml) kókoshnetumjólk Allt hrært saman, svímastrimlarnir látnir út í og látið standa i 2-3 tíma (hræra 2-3svar). Heit hnetusósa: 1 bolli salthnetur 1 bolli vatn 2 matskeiðar sykur 1 dós (1x165 ml) kókoshnetumjólk salt eftir smekk Salthneturnar eru maukaðar í mat- vinnsluvél og síðan er allt saman sett í pott og soðið í 5 mín. Hægt er að nota pakka B til að búa til heitu sósuna en þessi er betri. Svínastrimlarnir eru þræddir upp á grillpinna og settir á grind undir grilli í ofni. Snúið oft þar til kjötið er gegnsteikt og gullið. Borið fram með hnetusósunni og hris- grjónum. Einnig má bera fram með þessu agúrkusalat og er mjög góð uppskrift að því aftan á Satay Seasoning mix-pakkan- um. -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.