Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Fréttir DV Viðvörun til íbúanna að Varmahlíð í Skagafirði: Mikið magn af saur- kólígerlum í neysluvatni - eitthvað mikið í ólagi, segir sóttvarnalæknir Mikið af saurkólígerlum hefur fundist í neysluvatni í Varmahlíð í Skagafirði. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur borið viðvörunarbréf í hús á svæðinu þar sem fólki er tilkynnt um þetta og þvi bent á að sjóða vatnið. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðis- fuiltrúi á Norðurlandi vestra, sagði við DV að sýni hefðu veriö tekin úr vatninu síðastliðinn þriðjudag. Niðurstöður lágu fyrir síðdegis á föstudag og sýndu þær umtalsvert magn saurkólígerla í því eða 300 í hundr-að millilítrum Neysluvatn í Varmahlíð kemur úr tveimur vatnsbólum. Sig- urjón sagði að þau væru léleg. Við annað þeirra væri frágangur ekki nægilega traustur en i hinu væri síað yfirborðsvatn. Möguleikar væru á að fá mun betra vatn Sóttvarnarlæknir Klár vísbending. annars staðar. Sýni voru tekin úr vatnsbólunum á síðasta ári og fyrr á þessu ári. Þá reyndist vatnið vera í lagi þannig að mengunin virðist vera nýtil- komin. í fyrradag voru tekin ný sýni úr báðum vatnsbólunum. Niðurstöð- ur úr því eiga að liggja fyrir næst- komandi flmmtudag. Standa vonir til að þau leiði í ljós hvar upptök gerlanna eru. Haraldur Briem, sóttvarnalækn- ir hjá Landlæknisembættinu, sagð- ist ekki vita til þess að neinn hefði veikst af völdum mengunarinnar í vatninu. „Ef saurkólígerlar flnnast í neysluvatni hefur það sennilega orðið fyrir einhvers konar mengun af yfirborðsvatni," sagði Haraldur. „Væntanlega eru það sauðkindur, hestar og jafnvel fuglar sem eru valdir að menguninni. Þetta geta verið saurkólígerlar sem í sjálfu sér valda ekki veikindum en geta verið vísbending um að eitthvað annað og verra geti verið í vatn- inu. Það eru til ákveðnar tegundir af saurkólígerlum sem eru stór- varasamar, en það er nær örugg- lega ekki í þessu tilviki, því að þá væri það fariö að koma fram. En þetta er klár vísbending um að þarna sé eitthvað mikiö í ólagi.“ - JSS Akureyri: Braut flösku á höfði andstæð- ingsins DV, AKUREYRI:_____________________ Ungur Akureyringur hefur ver- ið dæmdur í skilorðsbundið fang- elsi fyrir að slá annan mann með flösku i höfuðið í slagsmálum þeirra í miðbæ Akureyrar. Mennimir lentu í átökum og fékk annar þeirra m.a. spark í höf- uðið þar sem hann lá í götunni. Hann komst þó á fætur og greip til flösku sem hann keyrði í höfuð hins svo hún brotnaði. Sá maður lá í götunni þegar lögreglan kom á vettvang og var fluttur á slysa- deild. Maðurinn sem beitti flöskunni sem vopni var dæmdur i 5 mánaða fangelsi. Að teknu tilliti til þess að hann játaði greiðlega, iðraðist gjörða sinna, ungs aldurs og var fús til greiðslu skaðabóta, var refs- ingin skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var hann dæmdur til greiðslu skaðabóta að upphæð tæplega 11 þúsund króna og til greiðslu alls sakarkostnaðar. -gk Erró í Kringluna Veggmynd eftir listamanninn Erró var afhjúpuö í Kringlunni í gær. Verkiö er gríöarstórt og þekur heilan vegg. Það er brennt á leirflísar eftir frummynd listamannsins oggetur því væntanlega glatt augu verslandi íslendinga um ókomin ár. Listamaöurinn var sjálfur viðstaddur afhjúþunina. íslensk endurtrygging hættir endurtryggingastarfsemi: Stóðst ekki samkeppnisreglur - tryggingafélögin leituðu endurtryggjenda erlendis Islensk endurtrygging var stofnuð 1939 til að tryggja áhafnir íslenskra skipa í heimsstyrjöldinni síðari. Það breyttist síðan í almennt endurtrygg- ingarfélag. Félagið mun hætta endur- tryggingarstarfsemi um áramótin vegna þess að samkeppnisyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu 1998 að rekstur íslenskra tryggingafélaga á slikri samsteypu og samstarf um trygg- ingar í gegnum félagið væri ólögmætt. Hrafnkell Óskarsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segir að i kjöl- far skoðunar á þessu samsteypustarfi tryggingafélaganna hafl þau lýst því yflr að samstarfmu yrði slitið. „Málinu Tveggja kíló- metra slönguljós Á Hríshóli í Innri-Akraneshreppi hefur Ólafur Þór Jónsson vélvirki skreytt hús, bílskúr og giröingar og skapað jólalistaverk með rauðum gulum og grænum slöngum. Lengd- in er um 2 kílómetrar. Það mun taka Ólaf eitthvað á aðra viku að setja upp herlegheitin utanhúss. Þegar DV bar að garði voru erlendir ferðamenn í tveimur rútum að taka myndir og áttu ekki orð af hrifningu. -DVÓ lauk því með sátt og það kom ekki til formlegs úrskurðar stofnunarinnar. Slík samráð og samstilltar aðgerðir keppinauta á sama markaði er and- stætt samkeppnislögum sem á sér sam- svörun í evrópskum reglum.“ íslensku tryggingafélögin VÍS, Sjó- vá-Almennar og Tryggingamiðstöðin hafa því verið að leita sér að endur- tryggjendum erlendis hvert um sig. Hefur legið í loftinu aö slíkt gæti leitt til mikilla haekkana, en iðgjöld skipa- trygginga á Islandi eru nú um 1.300 milljónir króna. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf„ segir Tryggingar fiskiskipa hafa kostaö um 1.300 milijónir Samningar standa fyrir dyrum á milli LÍÚ og íslenskra tryggingaféiaga. DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Jólalegt í sveitlnni Bærinn Hríshóll í innri-Akraneshreppi er svo sannarlega kominn íjólafötin eins og sjá má á þessum mögnuöu skreytingum. þá staðreynd að Sjóvá-Almennar drógu sig út úr íslenskri endurtryggingu nú hafi fyrst og fremst verið vegna ákvæða samkeppnislaga og aðstæðna á endurtryggingarmarkaði almennt. Sú ákvörðun sé ekki orsök þess að íslensk endurtrygging hætti nú starfsemi eins og keppinautamir hafi viljað láta í veðri vaka. Þeii' hafi verið að reyna að gera Sjóvá-AImennar að blóraböggli í þessu máli þar sem þeir þurfi sjálfir að hækka sínar tryggingar. Einar segir að Sjóvá-Almennar hafi þegar lokið sín- um endurtryggingarsamningum og þeir muni ekki leiða til hækkana á skipatryggingum. Viðræður á miili Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og tryggingafélag- anna um rammasamninga fyrir félags- menn LÍÚ eru nú að fara af stað. Útgerð- armenn geta gengið inn í slíka ramma- samninga ef þeir óska, en þeir eru ekki bindandi fyrir félagsmenn LlÚ. Pétur Már Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá VÍS, segir að búið sé að ganga frá endurtryggingum félagsins fyrir skip sem hjá þeim séu tryggð. „Það voru engin vandamál í sambandi við það.“ Hann vildi þó ekki greina frá hvort um hækkanir yrði að ræða varðandi þeirra viðskiptavini, en viðræður væru að hefjast við LÍÚ í umboði eigenda stærri skipanna í flotanum. -HKr. Ráðherra ákveðinn Afturkippur er kominn í sameiningu ríkisbankanna. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, leggur þunga áherslu á að afgreiða málið fyrir áramót. Takist það ekki spá margir þingmenn því að ekkert verði af sam- einingunni. Dagur greinir frá. Enn engar skýrslutókur Gagnaöflun við rannsókn lögreglunn- ar í Reykjavík á flugslysinu í Skeijafirði um verslunarmannahelgina hefur tekið lengri tima en menn sáu fyrir. Sigur- bjöm Víðir Eggertsson, sem stýrir rann- sókninni, staðfestir aðspurður að enn þá séu engar skýrslutökur hafhar í mál- inu. Dagur greinir frá. 8 milljarða jólaverslun Samtök verslunar og þjónustu telja fljótt á litið að landsmenn veiji tæp- lega átta milljörðum króna aukalega í versiun innanlands vegna jólanna að meðtöldum virðisaukaskatii. Lögreglustöð á hjólum Grundfirðingar ráku sumir upp stór augu þegar nýja lögregiustöðin þeirra fór um götur bæjarins í gær. Þar var komin lögreglustöðin sem hefur verið í Stykkishóimi en var nú flutt til Grundarfjarðar. Vísir greinir frá. Aukinn útflutningur Sjávarútvegsráð- herra, Árni M. Mathiesen, segir ákvörðun fúndar landbúnaðarráð- herra ESB að heimila notkun fiskimjöls í svína- og alifugla- fóðri vera mikinn létti og góða niðurstöðu fyrir Islend- inga, sem jafhvel gæti leitt tO aukins útfútnings fiskimjöls sem og útflutn- ings annarra fiskafurða og jafnvel landbúnaðarafurða. Dagur greinir frá. 5,8% verðbólga Þjóðhagsstofnun spáir 5,8% verð- bólgu á næsta ári en í þjóðhagsáætlun í október var spáð 4% verðbólgu. Sam- kvæmt spánni verður viðskiptahaUi 61 milljarður á næsta ári en er áætlaður 54 miUjarðar í ár. Stofna samtök Þolendur kynferðislegs ofbeldis ætla að stofha stuðningssamtök á morgun sem verða byggð á grunni AA-samtak- anna. Engir sérfræðingar koma að sam- tökunum sem eru opin þolendum kyn- ferðislegs ofbeldis af báðum kynjum. Árangurslaus fundur Enginn árangur varð af samninga- fundi launanefhdar rikisins og samn- inganefndar Félags framhaldsskóla- kennara í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Fiskeldi hjá Keikó Sex tOkynningar um væntanlegar framkvæmdir vegna fiskeldis eru nú tO umfjöUunar hjá Skipulagsstofinm. Meðal þeirra er ein frá Islandslaxi hf. í Grindavík sem áformar sjókvíaeldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum, við heimkynni hvalsins Keikós. Vel fylgst þróun mála Fundur var hald- inn í landbúnaðar- ráðuneytinu í gær með talsmönnum ráðuneytisins, emb- ættis yfirdýralæknis og fyrirtækisins Kjöt- mjöls hf. vegna þeirr- ar stöðu sem upp er komin vegna reglugerðar Evrópusambandsins, ESB, um bann við innflutningi á kjöt- og beinamjöli í skepnufóður, að undan- skOdu svína- og hænsnafóðri. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.