Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Skoðun ÐV Drakk af skáld- skaparbolla Guðs Unuhús viö Garöastræti - hefur staöiö þar síöustu öld. Spurning dagsins Hver er uppáhalds íslenski leikstjórinn þinn? Pétur Hannes Ólafsson nemi: Friörik Þór Friöriksson hefur að mínu mati veriö meö bestu verkin. Hjörvar Freyr Hjörvarsson nemi: Robert Douglas, Islenski draumurinn er frábær mynd. lón Ragnarsson nemi: Friönk Þór Friöriksson og þá finnst mér Á hverfandi hveli besta myndin. Sigurbjörg Bergsdóttir nemi: Friörik Þór Friöriksson og ég myndi segja aö Englar alheimsins væru hans besta mynd. Sólrún Engilbertsdóttir nemi: Hrafn Gunnlaugsson og Myrkra- höföinginn finnst mér besta myndin hans. Magnús Gísli Eyjólfsson nemi: Friörik Þór Friöriksson og Englarnir hans besta mynd. Skáldið Steinn Steinarr verður mönnum ætíð ráð- gáta. Það sannar ævisaga hans sem komin er út nú um jólin skrásett af Gylfa Gröndal rit- höfundi. Umkomu- laus og fátækur gerði hann Reykja- vík að heimili sínu. Hann ráfaði um götumar og sat blankur á kafTihúsum upp á náð vina sinna. Oft var hann þögull eða hafði uppi háð og spé. Svo kastaði hann hnútum að fólki sem gerði marga að óvinum hans. En á meðan var hann eins og segulband sem hlustaði á nið borgarinnar. Hann tók líka til sín speki og spakmæli vina sinna. Svo kom nóttin og aðrir sváfu. Höfundur þessa bréfs til DV sá mikiö samhengi milli heimspeki Bergs Pálssonar fulltrúa og sumra ljóða Steins þegar hann vann með Bergi um tíma og var í herbergi með honum. Bergur og Steinn voru vinir og endurspegla hvor annan að nokkru í hugsun. Þannig er Steinn Steinarr meira en margan hefur grunað bergmál sinnar samtíðar. Hann er undir áhrifum vina sinna og skoðana þeirra, t.d. Bergs Pálssonar o.fl., enda er mynd Örlygs af Bergi Páls- syni fremst (bls. 8) í ævisögunni sem var að koma út. Allt þetta stækkaði Stein Steinarr sem skáld og jók á þroska hans. Viö Garðastræti er Unuhús, rautt timburhús sem staðið hefur þar síð- ustu öld. Húsið er kennt við konu sem var ættuð úr Húnavatnssýslu. Hún hélt þarna lengi uppi skjóli og risnu fyrir fólk sem átti í fá önnur Sigurjón Jónsson skrifar: Einar Karl Haraldsson, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, skrifar grein í DV 29. nóvember sl. um séra Gunnar Kristjánsson. Að því er helst verður skilið er ástæða þeirr- ar ritsmíðar sú að sr. Gunnar Krist- jánsson hafði leyft sér að gagnrýna meðferð biskups á sr. Gunnari Björnssyni. Nú telja margir að framganga biskups í Holtsmálinu svonefnda orki mjög tvímælis og hætt er við að það mál veröi kirkjunni ekki til framdráttar. Og auðvitað hafa allir, Þarna var opið hús á kvöldin. Erlendur lagði alltaf á kaffi- horðið einum bolla fleiri en gestimir voru. Þannig fannst seinasta gestinum sem kom honum ekki vera ofaukið... Að áliðnu kvöldi lœddist þarna oft inn maður seinastur allra og drakk því kaffi sitt úr þess- um bolla Guðs. Það var Steinn Steinarr skáld. hús að venda. Stundum var matur- inn bara hafragrautur með mjólk sem útálát en hún var blönduð með vatni til að spara. Að þessari konu og svo seinna syni hennar, Erlendi, söfnuðust listamenn og skáld. Sumt af þessu fólki átti það sameiginlegt að vera að „Nú telja margir að fram- ganga biskups í Holtsmálinu svonefnda orki mjög tvímælis og hætt er við að það mál verði kirkjunni ekki til fram- dráttar. Og auðvitað hafa all- ir, og þá ekki síst prestar, rétt til að gagnrýna yfirstjóm kirkjunnar. “ og þá ekki síst prestar, rétt til að gagnrýna yfirstjórn kirkjunnar. Minna má líka á að sr. Gunnar hluta suðrænt í skapi og háttum. Vera má að forfeður þeirra hafi að nokkru verið suðrænir, dökkhærðir strandmenn sem áttu hér afkomend- ur. Svo blönduðust íslendingar sér til góðs erlendum kaupmönnum, sem komu frá Danmörku. Þeir voru oft útlendingar þar í landi en fengu leyfi til að starfa eða versla hér. Alla vega fann þetta fólk sjálft sig í þess- ari nýlendu í Unuhúsi sem var sér- stök og ólík flestu öðru hér á landi. Þama var opið hús á kvöldin. Er- lendur lagði aútaf á kafíiborðið ein- um bolla fleiri en gestirnir voru. Þannig fannst seinasta gestinum sem kom honum ekki vera ofaukið. Hann kom að auðum kaffibolla. .Menn kölluðu þennan aukabolla bolla Guðs. Að áliðnu kvöldi læddist þarna oft inn maður seinastur allra og drakk því kaffi sitt úr þessum bolla Guðs. - Það var Steinn Stein- arr skáld. Kristjánsson mun vera einhver lærðasti prestur þjóðkirkjunnar og þá um leið sá hæfasti. Áhugi Einars Karls Haraldssonar á kristni og kirkju er sagður tiltölu- lega nýtilkominn og vonandi verður formennska hans hjá Hjálparstarfi kirkjunnar með farsælli hætti en ráðsmennska hans hjá Þjóðviljaút- gáfunni. En á þeim bæ munu skuld- ir við Landsbankann hafa numið rúmlega eitt hundrað milljónum króna er blaðið setti endanlega upp tærnar. - Þann brúsa urðum við landsmenn, þ.e.a.s. skattgreiðendur, að borga. Uppgjör Steingríms Haraldur Árnason skrifar: Ég get ekki skilið að margir kaupi hina margtuggnu bók um forsætisráð- herrann fyrr- verandi, Stein- grím Hermanns- son. Þetta hefur verið helsta um- ræðuefni fjöl- miðlanna und- anfarið og allt það bitastæð- asta í bókinni er öllum kunnugt og þegar útrætt. Hvað er þá eftir? Mér finnst hinir svokölluðu ritdómarar vera að gera höfundi og útgefanda óleik með því að mæra bókina með ódýrum klisjum eins og: „Mjög athygl- isverð saga og gaman að lesa hana... Á eftir að vekja mikia athygli og mikla umræðu." Athyglin og umræðan er al- gjörlega heimatilbúin af hendi höf- undar og stjórnmálamannsins fyrr- verandi og sýnir aðeins mikla sorg og eftirsjá og allt að því heift vegna þess að vera ekki lengur í sviðsljósinu. Girðingar óþarfar Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég tel það ótækt að ætla að eyða milljónum króna til að girða af þjóð- vegi landsins til að þóknast þeim sem aka alltof hratt og keyra niður hesta og kindur. Rökréttara er að löggæslan sé á ferðinni um þjóðvegina - og ódýrara að auki. Ég álít t.d. að ökumanninn sem ók inn í hrossahópinn hefði átt að setja i blóðrannsókn. Furðulegt að lög- reglan kannar ekki ástand alira öku- manna sem valda tjóni sem þó er full ástæða til. Rútubílstjóri af gamla skól- anum sagði mér að sumir ökumenn á þjóðvegunum væru eins og óðir menn, blikkuðu ljósum og flautuðu, því þótt vegur væri oftar en ekki þröngur vildu þeir ekkert frekar en að komast fram úr. Ég segi: lögregluna á þjóðvegina, ekki girðingar. Það kostar minna. Fátæklegir þættir Hulda Magnúsdóttir skrifar: Á meðan ég horföi á sjón- varpsþáttinn Milli himins og jarðar sl. laugar- dag sá ég að lík- lega er þessu þáttagerðarfólki ekki mögulegt að gera svona þætti án þess að sækja meira og minna til starfssystkina sinna, útvarps- eða sjónvarps- starfsfólks (und- anskil þó svínahirðinn sæla sem bað þáttarstjóra að þvo grislinginn). En þetta með samstarfsfólkið í fjölmiðl- unum ríður húsum í nánast öllum þáttum, jafnt í sjónvarpi og útvarpi, alveg eins á Stöð 2 og i ríkismiðlunum (sbr. þáttinn Milli mjalta og messu á Bylgjunni sl. sunnudag). Sannleikur- inn er sá að í íslenskum sjónvarps- þáttum er alltof lítið gert að þvi að leita til hins breiða almennings sem hefur oft „rifandi" skoðanir á mönn- um og málefnum. Sjálfhverfa á Skjá einum Brynjar skrifar: Þótt Skjár einn sé prýðileg sjón- varpsstöð þá er auglýsingastefna stöðvarinnar, út á við, orðin frekar þreytt. Og þótt þættir mótist af fólk- inu sem stjómar þeim má það ekki skyggja á efnið. Sú stefna að „betrekkja" stjörnur stöðvarinnar upp um alla veggi bæjarins ýtir undir hégóma og fólk verður fljótt leitt á slíku - sérstaklega þó naumhyggju- púkar eins og ég. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst é netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKlavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Prinsessan í Garðabæ Dagfari hefur lengi verið aðdáandi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og fylgist með fram- göngu hans í fjölmiðlum hvenær sem færi gefst. Að visu er það hálft starf en vel þess virði því Hannes Hólmsteinn er ekki vanur að klikka. En nú á dögunum sá Dagfari Hannes ræða við bæjarstjórann í Garðabæ á Skjá einum og varð um og ó. Með leiftrandi gáfum og fágætri út- geislun vafði Ásdís Halla Bragadóttir Hannesi um fingur sér og keyrði hverja fullyrðinguna á fætur annarri þversum ofan í kokið á honum. Dagfara var brugðið því aldrei fyrr hafði hann séð einhvern pakka Hannesi Hólmsteini svona saman og binda slaufu á í lokin. En það gerði Ásdís Halla Bragadóttir á Skjá einum og virtist fara létt með það. Þau voru þama að ræða nýja bók sem bæjar- stjórinn i Garðabæ hefur skrifað um helstu leið- toga íslensku þjóðarinnar sem nú eru á lífi. Þeirra á meðal eru Vigdís Finnbogadóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og þar sem þær eru ekki skoð- anasystur Hannesar Hólmsteins dró hann mjög í efa að þær væru gæddar leiðtogahæfileikum. Frama þeirra mætti frekar skýra sem svar við ákveðinni eftirspurn sem myndaðist í heiftúðugu uppgjöri kynjanna á síðari hluta 20. aldar(!) Ásdis Halla var aldeilis á öðru máli og varði leiðtoga- hæfileika borgarstjórans og Vigdísar af mikilli Með leiftrandi gáfum og fágœtri út- geislun vafði Ásdís Halla Bragadóttir Hannesi um fingur sér og keyrði hverja fullyrðinguna á fœtur annarri þversum ofan í kokið á honum. leikni þannig að Hannes Hólmsteinn varð að gjalti. Dagfari sá strax að þarna voru stóratburðir að gerast. Arftaki Davíðs konungs hafði stigið fram á sviðið. Prinsessan í Garðabæ hafði slegið fyrsta tóninn í valdasinfóníu framtíðarinnar - í beinni útsendingu - og notað Hannes Hólmstein sem eldivið í þann eld sem verður ekki slökktur fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn liggur flatur frammi fyrir prinsessu sinni. Með þvi að snúa Hannes Hólmstein Gissurar- son niður í beinni útsendingu var Ásdís Halla að sýna umheiminum að hún ætlar ekki að láta neitt stöðva sig í því ferðalagi sem hafið er og sjá má fyrir endann á. Sjálf er hún kona eins og borgarstjórinn og Vigdís Finnbogadóttir og það á eftir að nýtast henni í slagnum eins og það nýttist þeim á sinum tíma. í Ásdísi Höllu sam- einast það besta úr Ingibjörgu Sólrúnu og Vig- dísi forseta. Ákveðni og einurð borgarstjórans skín úr hverjum andlitsdrætti Ásdísar Höllu og sjarmi og hiýja Vigdísar drýpur af henni eins smjör af strái. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eignast arftaka Davíðs og hann æfir sig nú fyrir átök framtíðarinnar í bæjarstjórastólnum í Garðabæ. Prinsessan í Garðabæ fer líklega sömu leið á topp- inn og Davíð vinur hennar valdi forðum. Fyrst beitir hún krafti sínum og fegurð til að vinna Reykjavíkurborg úr höndum R-listans og eftir það verður eftirleikurinn auðveldur. Prinsessan er tfl- búin. Menn eru beðnir að vikja úr vegi. EOa er Dagfari hræddur um að farið geti fyrir þeim eins og Hannesi Hólmsteini í sjónvarpinu á dögunum. Þeim verður pakkað saman. ^ . Lúðvík Gizurarson hrl. skrifar: Gagnrýni og kirkjudeilur Uppgjör Stein- gríms - Sorg og eftirsjá eftir sviöstjósinu. Samstarfsfólkiö þaulsætiö í þáttunum. - Svínahiröirinn var undantekning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.