Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 25
 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000________________ X>V Tilvera Þegar tröllið stelur heilsu og hamingju Gréta leit inn í viðtalstíma hjá mér um daginn. Hún var dálítið stressuð og ég hafði það á tilfinning- unni að hún vildi helst klára sam- talið okkar sem fyrst: „Já, ég er orð- in alveg stíf í hnakkanum og öxlun- um eins og í fyrra,“ sagði hún. „Svo sef ég líka illa,“ bætir hún við, „er andvaka allar nætur.“ „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?“ heldur hún áfram. „Ég þoli ekki pillur, tók allt of margar í fyrra. Ég veit bara varla hvað ég á að gera í þessu lengur". „Um hvað ertu að hugsa á nóttunni þegar þú getur ekki sofið,“ spurði ég hana. „Allt og ekkert. Hugsanirnar þeytast bara um, hring eftir hring. Ég hugsa um allt það sem ég á eftir að gera, börnin og vinnuna t.d. Og þá fæ ég i magann. Ég og Magnús, maðurinn minn, eigum þrjú böm, átta, tólf og fjórtán ára. Þau eru á fullu í félags- starfi, bæði í íþróttum, skát- unum, dansi og tónlistar- skóla. En ég verð stundum svo þreytt á öllu veseninu í kringum þetta aUt. Og það er sko margt sem við for- eldramir eigum að gera í þessu öUu. Við eigum að koma á aUa foreldrafundi og auðvitað líka foreldra- fundina í skólanum. Svo þarf að mæta á leiki og tón- leika, baka kökur og selja fyrir ferðasjóði og safnanir. Svo búum við líka þannig að bömin geta ekki gengið í allt það sem þau eru að taka þátt í. Það þarf að skutlast með þau í flest. Stundum líður mér eins og ég sé að reka flutningafyrirtæki! En auðvitað er það gott að krakkarnir hafi heilbrigð áhugamál, ég segi það ekki. Það er víst alveg nóg tfl af börnum og ung- lingum sem lenda utan við aUt og í vandamálum, er það ekki?“ „Stend- urðu ein í þessu öUu eða hjálpar maðurinn þér með þaö,“ spurði ég. „Maðurinn minn er svo upptekinn í vinnunni, hann þarf oft að vinna yf- irvinnu og þá fær hann að vita af því með mjög stuttum fyrirvara. Börnin lenda því að mestu á mér. Ég er líka að vinna, en bara hálfan daginn. Þannig að okkur veitir ekk- ert af peningunum sem maðurinn minn vinnur inn, erum að byggja og aUt það. En hann reynir aUtaf að svæfa bömin á kvöldin, ef hann er kominn heim.“ „Hvernig liður Er ekki hamingja fjöl- skyldunnar meira virði en allur sá tími sem við eyðum frá hvort öðru? Stundum verður keyrslan innan fjölskyldunnar og allar kröfumar sem við viljum standast eins og eitthvert óviðráðanlegt tröll sem hrýtur okkur niður. Þórhallur Heimisson skriíar um fjölskyldumál á miövikudögum Fjölskyldumál ykkur þá saman núna.“ sagði ég. „Okkur hefur nú oft liðið betur. Mér finnst ég vera svo mikið ein, hann er svo lengi að heiman og þegar hann er heima talar hann bara um vinnuna og sín eigin áhugamál. Ég veit varla hvort okkur þykir vænt um hvort annað lengur, tilfinning- amar em að mestu horfnar. Svo eru jólin að koma með öUu jólavesen- inu. Og ég sem er svo {þreytt fyrir! Ég velti því oft fyrir mér hvemig þetta muni nú aUt sam- an enda.............................“ Njótum aðvent- unnar Já, það eru víst margir sem velta því fyrir sér núna eins og Gréta þegar jólastressið bæt- ist ofan á annað, hvemig þetta muni nú allt saman fara. Ætli við séum ekki of mörg fost í einhverri of- keyrslu sem kemur niður á okkur bæði andlega og likamlega? Það eru margir sem reyna að leysa þennan vanda, andvökunætur, vöðvabólgur og þreytu, með verkjalyfjum og áfengi en lyfin gera oft ekki annað en að sljóvga og áfengið eykur þreytuna. Hvernig væri nú á aðventunni að taka sér tak, ef þessi frásögn henn- ar Grétu á við ykkur? Aðventan get- ur verið alveg yndislegur tími ef við leyfum okkur að njóta hennar, gef- um okkur tíma saman fyrir kerta- ljós og huggulegheit en látum stress- ið og yfirvinnuna lönd og leið. Og það sama gildir með börnin, geta þau ekki líka lært að slaka á? Er ekki hamingja fjölskyldunnar meira virði en allur sá tími sem við eyðum frá hvort öðru? Stundum verður keyrslan innan fjölskyldunnar og allar kröfumar sem við viljum standast eins og eitthvert óviðráð- anlegt tröll sem brýtur okkur niður. Nei, við skulum ekki láta tröllin stela heilsunni og hamingjunni frá okkur á þessum vetri. Við skulum taka frumkvæðið, gefa tröllunum í kringum okkur langt nef, og slá skjaldborg um vellíðan fjölskyld- unnar. Það er betra meðal gegn vöðvabólgum og vanlíðan en öll lyf og allt áfengi heimsins. 37 Kolbrún er Islandsmeístari í fantasíunöglum tvö ár í röð. Á undanfömum árum hafa nemendur hennar unnið til fremstu verðlauna á íslandi. VS. 565 3760 Gsm. 892 966' V m QutCarmböndj frábczrt úrvat, jjott verð. Sendum í póstkröfu. Jbn Skimunisson Laugavegi 5, sími 551 3383 YL GJANj Strákarnir BijlgjQn og Vísir.is að gefa 100 heppnum "Stróka aðdáendum" geisladiskinn með Stráhunum. Farðu inn á Vísir.is og tahtur þátt í léttum leih og fglgstu svo með á Bglgjunni en 11. desember gefum 100 diska með Strákunum á Borginni. vísir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.