Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 8 Útlönd ___________________________________________________________________________________PV BIóö í bíl Blóöblettir voru í bíl ísraelsks sendi- ráösstarfsmanns í Amman í Jórdan- íu eftir skotárás í gær. ísraelskur sendi- ráðsstarfsmaður særður í Jórdaníu Starfsmaður ísraelska sendiráðs- ins í Amman í Jórdaníu var skotinn í fótlegginn í gær. Þetta er önnur slík árásin í jórdönsku höfuðborg- inni á tveimur vikum. Árásimar hafa vakiö ótta manna um að átök ísraela og Palestínumanna kunni að verða kveikjan að blóðbaöi í arabaríkjum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. David Dadon, sendiherra ísraels í Jórdaníu, sagði í morgun að jór- dönsk yfirvöld grunaði að sömu mennimir hefðu staðið að árásun- um tvéimur. ísraelskir hermenn drápu tvo Palestínumenn í átökum í gær og skothríð kvað víða við i gærkvöld. Fyrirskipun um stofufangelsi hnekkt í Chile Áfrýjunardómstóll í ChUe hnekkti í gær tímabundið fyrirskip- un um að Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra landsins, yrði settur í stofufangelsi. Um 50 stuðningsmenn Pinochets fógnuðu fyrir utan dómhúsið. Að sögn sjónarvotta brutust út átök miUi stuðningsmanna og and- stæðinga einræðisherrans fyrrver- andi en enginn var handtekinn. í gær fundaði forseti Chile, Ricardo Lagos, með yflrmönnum hersins um þá fyrirskipun dómarans Juans Guzmans að setja Pinochet í stofu- fangelsi. Fyrirskipunin hefur valdið óróa innan hersins sem er mjög valdamikiU. Herinn hafði farið fram á að öryggisráðið yrði kallað saman. Forsetinn mun taka ákvörðun í dag. A1 Gore enn bjartsýnn á sigur í Flórída: Þverrandi sluðn- ingur almennings A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaframbjóðandi demókrata, sagðist í gær vera bjart- sýnn á niðurstöðu Hæstaréttar Flór- ída um umdeild vafaatkvæði sem Gore viU að veröi endurtalin. Dóm- ari i Flórída hafnaði kröfu Gores fyrr i vikunni. „Ég er bara bjartsýnn,“ sagði Gore við fréttamenn í gær. Ný skoðanakönnun bendir til að almenningur sé farinn að missa þolinmæðina og vilja 59 prósent að Gore leggi árar í bát. Það er tíu prósentustigum meira en fyrir viku. Málflutningur fyrir Hæstarétti Flórída fer fram á morgun og búist er við niðurstöðunni innan fárra daga. Hafni rétturinn kröfu Gores er talið næsta víst að hann muni játa sig sigraðan í baráttunni um Hvíta húsið við repúblikanann Ge- orge W. Bush, ríkisstjóra í Texas. Ekki búinn enn Al Gore hefur ekki enn geflö upp alla von um aö veröa forseti. Yfirkjörstjórn í Flórída hefur lýst Bush sigurvegara og þar með hand- hafa 25 kjörmanna ríkisins. Þeir duga honum tU að fá meirihluta at- kvæða kjörmanna þegar þeir koma saman 18. desember tU að velja næsta forseta Bandaríkjanna. TU- nefningu kjörmanna verður að vera lokiö 12. desember. Gore heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi fengið meiri- hluta atkvæða í Flórída og að end- urtalning 14 þúsund vafaatkvæða muni snúa úrslitunum við. í dag heíjast réttarhöld í Semm- ole-sýslu sem gætu hugsanlega haft áhrif á niðurstöðuna. Þar er stað- hæft að starfsmenn repúblikana hafi á ólöglegan hátt breytt um- sóknum um utankjörfundarseðla og farið er fram á að 15 þúsund utan- kjörfundaratkvæði þar verði gerð ógUd. Laumufarþegar Öryggisveröir í hafnarborginni Calais í Frakklandi fundu í gær laumufarþega í vöruflutningabíl sem var á leiöinni til Dover í Englandi. Öryggisveröirnir eru búnir tækjum sem mæla koldíoxíömagn í bílunum. Magniö gefur til kynna hvort einhverjir iaumufarþegar séu i bítunum. útiljósaseríur íslenskur fatnaður og Wandsmíðuð leikföng... BÍLAR, V Ö C «1 n , PÓTAKAS5 AR ogjólakerti BERGIÐJAN Víðihlí.ö viö Vatnagaröa Símar 553 7131 og 560 2590 Engin örugg próf fyrir kúariðu í eldri nautgripum Prófin sem gerð eru tU að ganga úr skugga um hvort nautgripir eldri en 30 mánaða eru lausir við kúariöu eru ekki áreiðanleg. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Independent í morgun. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sagt að fyrirhuguö próf á nautgripum eldri en 30 mán- aða sem eiga að fara í fæðukeðjuna muni auka mjög aUt öryggi fyrir neytendur. Hins vegar hefur ekki verið gert neitt mat á því við rann- sóknarmiðstöð framkvæmdastjórn- ar ESB (JRC) hvernig prófanirnar koma heim og saman við heilsufar dýrsins. Heinz Schimmel, sem starfar við JRC segir í viðtali við breska blaðið að neikvæð niðurstaða á kúariðu- prófi þýði ekki endilega að dýrið sé laust við smit og hæft til manneldis. Lönd Evrópusambandsins lýsti í gær yfir ánægju sinni með að kom- ið hafi verið í veg fyrir meiriháttar átök um kúariðuna á leiðtogafund- inum í Nice eftir að landbúnaðar- ráðherrar ESB komu sér saman um aðgerðir fyrr í vikunni. Stuttar fréttir Forseti kvæntist í leyní Forseti Sýrlands, Bashar Assad, sem er 35 ára, kvæntist í síðasta mánuði 25 ára stúlku, Asma Akrhrass, við at- höfn sem lítið bar á. Asma er dóttir hjartasérfræðings í London. Hún hefur lært hagfræði i Bretlandi. Opinber tilkynning um hjónavígsluna verður gefin út þegar föstumánuðinum lýkur. Bandaríkin vara ESB viö Bandaríkjamenn vöruðu í gær Evrópusambandið, ESB, við á leið- togafundi NATO í Brussel í gær vegna myndunar Evrópuhers. Hylma yfir stórslys Fjölmiðlar og ættingjar þeirra sem létust er stórverslun hrundi í Dongguan í Kína telja að miklu fleiri hafi látist en bæjaryfirvöld greina frá. Ættingjar segja yfirvöld hafa hótað að greiða engar bætur tali þeir við fjölmiðla. Blóöugir götubardagar Blóðugir götubardagar brutust út í Abidjan á Fílabeinsströndinni í gær þrátt fyrir að útgöngubann heföi verið sett á. Emile Boga Dou- dou innanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuflokkinn um að reyna valdarán. VIII rannsaka morðmál Nýja stjómin í Taívan vill nú komast til botns í morðinu á flota- foringjanum sem var myrtur eftir að hafa varað við kaupum á freigát- um frá Frakklandi fyrir 7 árum. Þegir þunnu hljóði Jacques Chirac, for- seti Frakklands, vís- aði í gær á bug spum- ingum um meintan þátt hans í spillingar- máli Gaullistaflokks- ins. Kvaðst forsetinn upptekinn vegna leið- togafundar Evrópu- í Nice. Barnaníöingur gripinn Forstjóri í Svíþjóð mælti sér mót á Netinu við 14 ára stúlku í Chicago. Lögreglukona þóttist hins vegar vera stúlkan og var forstjór- inn gripinn á hótelinu. Viöræöur um Kosovo Utanríkisráðherra Júgóslavíu, Goran Svilanovic, lagði í gær fram tillögu um viðræður um kosn- ingar í Kosovo og önnur mál varðandi svæðið. Hann efast um ágæti áætlunar um kosningar snemma á næsta ári. Aftaka í Texas Gary Dean Miller var í gær tek- inn af lífi í Huntsville-fangelsinu í Texas. Hann var dæmdur fyrir nauðgun og morð á 7 ára telpu 1988. í heimsókn í þinghúsinu Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, heimsótti í gær þinghúsið i Washington ásamt öðrum nýkjöm- um þingmönnum. Hún ■ var •ánaégð með daginn. sambandsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.