Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 13 DV Menning Blaðamannalíf Sigurður A. Magnússon sló í gegn með fimm binda uppvaxtar- sögu sinni sem út kom árin 1979-1986. Þær voru millistig milli æviminninga og skáldskapar þar sem aðalpersónan Jakob var byggð á Sigurði sjálfum og ættingjar hans, vin- ir og kunningjar birtust einnig undir dulnefnum. Árið 1997 hélt hann sög- unni áfram en þá kastaði hann skáld- hamnum og síðan heita allir eigin nöfnum. Fyrsta bindið af þessum síðari skammti endur- minninga, Með hálf- um huga, náði eng- an veginn sama styrk og uppvaxtarsagan. í þessu bindi, Undir dagstjörnu, er Sigurð- ur hins vegar kominn aftur á flug. Hér segir hann sögu áranna 1956 til 1967. Þar er í forgrunni starf hans á Morgunblað- inu þar sem hann var metnaðarfullur gagnrýn- andi sem þótti sjálfstæð- ari gagnvart flokkshags- munum en aðrir blaða- menn. Lengi stýrði hann Lesbók Morgunblaðsins og umskapaði hana sem eitt kraftmesta menningartímarit landsins. Það er ekki síst frá- sögn Sigurðar af þessum hræringum á Morgunblaðinu sem ber söguna uppi. Sú saga er áhuga- verð heimild um hugarfar kalda stríðsins og hvernig það mótaði alla umfjöllun um menningarmál. Sig- urður átti um margt samleið með öðrum á blaðinu en vildi þó vera óháður og tók eigin afstöðu til ým- haft rangt fyrir sér og er ekki gagn- rýnislaus á eigin verk. Sama gildir um kvennamál hans sem settu svip á Með hálfum huga en eru ekki jafn áberandi hér. Bókmenntir Sigurður A. Magnússon hefur aldrei verið skoðanalaus og fáir munu sammála honum um allt. Um hitt þarf ekki að deila að honum hefur hér tekist vel til. Endurminn- ingar hans eru fjörugar og kraft- miklar og sýn hans á menn og mál- efni 7. áratugarins er áhugaverð viðbót við sögu þessa tímaskeiðs. Bókinni lýkur þegar hann tekur við Samvinnunni sem hann endurreisti sem eitt áhugaverðasta tímarit landsins og fram undan eru einnig átök vegna herforingjastjórnarinn- ar á Grikklandi. Þau eru efni í aðra góða bók. Ármann Jakobsson Siguröur A. Magnússon: Undir dag- stjörnu: Athafnasaga. Mál og menning 2000. diguiuui n. Magnússon þótti sjálfstæöari gagnvart flokkshagsmunum en aörir blaöamenn Morgunblaðsins. DV-MYND E.ÓL. issa málefna, t.d. stríðsins í VI- etnam. Fyrir það hlaut hann nokkr- ar vinsældir á vinstri vængnum en óþol húsbænda hans fór vaxandi, þrátt fyrir gjöfult en brokkgengt samstarf og vinskap við Matthías Johannes- sen sem lýst er af ein- lægni í bókinni. Lýsing Sigurðar á hlutskipti blaðamanna og gagnrýnenda á þess- um tíma er raunar ekki síður áhugaverð. Hann lýsir m.a. flaðrafokinu um Silfurlampann og ýmsum öðrum árekstrum i menningarlífinu. Enn einn þráður eru ferðalög Sigurðar til landa sem þá þóttu allfjarlæg, t.d. Sovétríkjanna og Tyrklands, en einkum þó ást hans á Grikklandi sem hefur fylgt honum síðan. Sigurður segir skemmtilega frá og er furðu laus við raup og remb- ing. Hann kannast oft við að hafa Nú ertu að missa af tækifærinu til að fá myndatöku og myndir fyrir jól. Ljósmyndastofan Mynd • sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs • sími: 554 30 20 Kristján Þ. Arsælsson, gjafakortin. alþjoðlegur meistari Galacy fítness 2000. TRIM/\F0RM Trimformi Berglindar Batfhdfer h°e!lIueSöfe í Grensásvegi 50 Opið: mán.-fim. 8-22, fös. 8-20, laug. 10-14 Völusteinn 10 ára ennrbúte *** sker-*SaUn> ■9*0.. & VOLUSTEINN Að hverju hlæjum við? Völusteinn / Mörkinni 1/108 Reykjavík Sími 588 9505 / www.volusteinn.is Hver eru einkenni íslenskrar fyndni? hefur oft verið spurt og spáð í hvort við greinum okkur að þessu leyti frá erlendum þjóðum - hvort við séum á ein- hvern hátt illkvittnari, glaðværari eða furðu- legri en grannþjóðir okkar. Nú gefst ágætt tækifæri til að kanna málið því út eru komn- ar tvær nýjar bækur með íslenskri fyndni: Fyndnir íslendingar, safnari Hannes Hólmsteinn Gissurarson (Nýja bókafélagið), og Kæri kjós- andi - Gamansögur af íslenskum al- þingismönnum, Guðjón Ingi Eiriks- son og Jón Hjaltason tóku saman (Hólar). Það sem einkennir íslenska fyndni (þegar sleppt er sögum sem eru algerlega ófyndnar, hvemig sem á þær er litið á prenti, en hljóta að flokkast undir einkahúmor sem lek- ið hefur út úr góðra vina hópi) er að þar þykir fyndið að „slá niður“ eða „stinga upp í“ andstæðinga sína með svo meitluðum tilsvörum að sá sem fyrir þeim verður liggur óvígur eftir. Að kjafta og bera út róg um náungann er líka fyndið - ef það er gert á snyrtilegan hátt og helst í bundnu máli. Fyndni um drykkjuskap og neð- anmittisstæla fær líka mikið pláss. íslendingar hlæja mikið að ráð- herrum sínum og þingmönnum, for- stjórum og stöku listamanni. Það er gaman að heyra fyndni af vörum manns sem er yfir mann hafinn - þá getum við dáðst enn meira að hon- um þegar honum helst vel á orðum. í febrúar 1999 var Davíð rœóu- maður á þorrablóti íslendingafélags- ins í Lundúnum. Össur Skarphéð- insson var veislu- stjóri og notaöi tœki- fœrið í kynningu á Davíó til að vega aó honum. Vakti þaó nokkurn kurr veislu- gesta. Davíð hóf rceóu sina á aó segja: „Þið skuluð ekki kippa ykkur upp vió þaö, hvernig Össur lœtur viö mig. Hann kemur ekki svona fram við neina aðra en þá, sem eru fyrir framan hann i stafrófmu. (Fyndnir íslendingar, 53.) Silfur hafsins...þorskurinn Þegar tungan bögglast uppi í ráðamanninum og hann segir ein- hverja vitleysu er alþýðan komin í þá óvæntu stöðu að geta hlegið að heimsk- unni í þeim sem er (eða þykist vera) henni æðri. Hefur í bókmennta- fræðum oft verið vísað til kamivals miðalda í þessu sam- bandi, en það tengist þeirri bráðnauðsyn- legu lausn undan of- ríki yfírvalda sem felst í hlátri. Af þessu tagi eru sög- ur af mismæli Lúðvíks Bergvinssönar alþingismanns þegar hann ávarpaði Hvolsvellinga með orðunum „Ágætu Hellubúar" og tal- aði svo um „silfur hafs- ins...þorskinn“. (Kæri kjósandi, 119) í bókunum kemur fram að þing- menn okkar og ráðherrar eru sí- kastandi fram stökum. Jón Krist- jánsson framsóknarmaður á margar ágætar stökur 1 bókunum, sem varpað er fram af mörgu tilefhi. Þessi er ort vegna nektarmyndar sem tekin var af Kolbrúnu Hahdórs- dóttur ungri: í tjörguöu timburhúsi, titrandi og Vinstri-grœn, norpaði Kolbrún nakin, nett og umhverfisvœn. (Kæri kjósandi, 68) Staka þessi er dæmigerð fyrir þær sakir að í henni er nakinn kvenmaður. Neðanmittistalið er áberandi, jafnvel þó að fyndnin sé ættuð úr hinum háu sölum Alþing- is. En samkvæmt bókunum segja konur sjaldan nokkuð fyndið. Þær eru stundum hlægilegar, þegar þær láta út úr sér ein- hverja vitleysu, en yfirleitt eru þær ekki hafðar með nema á þær sé minnst á lít- ilsvirðandi hátt - til dæmis í áðurnefndum neðanbelt- isvísum. „Helvítis kelling- in“ er haft eftir Friðriki Sophussyni um Jóhönnu Sigurðardóttur, Siv er „myndarkvenmaður", Margrét Frímanns „stelpa frá Stokkseyrar- bakka" og Kvennalistakonum er legið á hálsi fyrir að vera „með jafn- réttisþuluna í gangi“. Ákaflega sannfærandi þverskurð- ur af íslenskri fyndni. -þhs XR8-X Verð kr. 259.000,- Diskabremsur fr. og aftan, Rafstart, Sjálfskipt, Læst geymsla fyrir hjálm, Bensínmœlir, 50cc, Aláurstakmark 15 ára, Bögglaberi. GUNNAR BERNHARD ehf. VATNAGARÐAR 24 • SÍMI: 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.