Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 15
14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafrnn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setníng og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Ódýrt að hóta „Þetta hefur verið skelfilegur tími - alveg frá því í ágúst. Líf okkar hefur verið þaulskipulagt og allir á varðbergi. Hér í sveitinni var allt ólæst áður. Nú er allt lokað og harðlæst.“ Þannig lýstu foreldrar 18 ára pilts hvernig líf íjölskyldunnar hefur breyst eftir að fúlmenni hafði haft í hótunum við son þeirra og fjölskyldu. í við- tali við Helgarblað DV í nóvember á liðnu ári röktu for- eldrarnir sögu sína og martröð eftir að svokallaður handrukkari hafði hótað syninum lífláti vegna flkni- efnaskuldar. Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur nú fellt sinn dóm yfir fúlmenninu. Hann skal greiða ríkissjóði 75 þús- und krónur í sekt. Verðlagning hótana um líkamsmeið- ingar og líflát liggur því fyrir; 75 þúsund krónur. Hótan- ir eru mun ódýrari en smygl á áfengi og tóbaki, en í gær dæmdi Héraðsdómur Vesturlands Pólverja í 400 þúsund króna sekt en hann var ákærður fýrir að hafa smyglað til landsins alls 96 lítrum af sterku áfengi, 1,5 lítrum af léttvíni, 131,5 litrum af bjór og þrjú þúsund vindlingum. Eins og kom fram í frétt DV í gær hafði handrukkar- inn þegar fengið 100 þúsund krónur greiddar fýrir fram vegna innheimtunnar. Þannig er sektin, sem héraðs- dómur telur eðlilega, 25 þúsund krónum lægri en sú þóknun sem fúlmennið hafði þegar fengið greidda. Að- eins 80 þúsund króna greiðsla til verjanda kemur í veg fyrir að handrukkarinn komi út með fjárhagslegan gróða. Gildismat okkar íslendinga er orðið verulega brenglað þegar það kostar aðeins nokkra tugi þúsunda að hafa i hótunum við unglinga og fjölskyldur þeirra. Foreldrar unga mannsins sýndu á sínum tíma mikinn kjark að koma opinberlega fram með þeim hætti sem þau gerðu á siðum DV og með því að leggja fram kæru á rukkar- ann. Þar með vörpuðu þau ljósi á alvarlegt þjóðfélags- mein. Hrottar hafa ráðist til atlögu við heilu fjölskyldurnar, halda þeim i gíslingu undir ógnunum og hótunum um líkamsmeiðingar og jafnvel líflát. Þetta vita fáir betur en ungur maður sem var misþyrmt af fúlmennum þegar þau reyndu að heimta fíkniefnaskuld sem bróðir hans hafði stofnað til. Hann var handleggs- og fótbrotinn og barinn í andlit. „Hann er heppinn að vera á lífi,“ hafði DV eftir föður drengjanna á sínum tíma. Framganga foreldranna hefði með réttu átt að blása kjarki í brjóst þeirra sem búa eða hafa búið við svipað- ar aðstæður - þurft að upplifa martraðir hótana manna sem einskis svífast. Dómur héraðsdóms sendir almenn- ingi en þó fyrst og fremst hrottunum sjálfum hins vegar önnur skilaboð: Það er ódýrt og fremur áhættulítið að hóta samborgurum líkamsmeiðingum og lífláti. DV hefur reynt eftir megni að draga upp þessa dökku mynd af íslensku þjóðfélagi - bent á brotalamirnar og mynda þannig farveg fyrir skapandi umræður um hugs- anlegar lausnir. En lausnirnar felast ekki í því að sleppa hrottunum með smánarlegar sektir. Og lausnirnar liggja ekki í brengluðu gildismati þar sem það kostar aðeins fáeinar krónur að breyta lífi fjölskyldna í martröð. En hluti lausnarinnar liggur í skýrum skilaboðum um hvert raunverulegt gildismat lítillar þjóðar er - gildis- mat sem er með hærri verðmiða en 75 þúsund krónur. Óli Björn Kárason Ummæli___________ Gegn innlimun í ESB „Tiltölulega fámenn- um hópi fólks má hvorki takast að eyöi- leggja um ókomin ár og aldir náttúruperlur á ör- æfum íslands né aö færa ísland undir vestur-evr- ópska stjórn...PJöregg þjóðarinnar væri illa komiö í höndum Framsóknarflokksins eins og hann er nú á sig kominn og hins afturgengna Al- þýöuflokks. Forsætisráöherrann, Davíð Oddsson, hefur undanfarin tvö kjörtíma- bil staðið líkt og klettur í hafmu gegn hugmyndum þessara flokka um aö inn- lima ísland í Evrópusambandið....Ár- vekni og framsýni forsætisráðherrans hefur þjóðin vissulega kunnað að meta eins og yfirburðafylgi sýnir.“ Jóhannes R. Snorrason, fv. yfirflug- stjóri, í Mbl. 5. desember. + 4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 27 Skoðun DV Gróðurhúsaáhrif - loks viðurkennt vandamál Staða íslendinga í umhverfismálum: I góðra vina hópi Nokkur umræöa hefur spunnist vegna hugmynda frá Biskupsstofu um samstarf viö Kaupmannasamtökin um verðlaun fyrir kristilegustu jólaauglýsinguna. Einar K. Guðfinnsson alþingismaDur Sjálf- stæöisflokksins í Vfest- fjaröakjördæmi. Það hefur verið kostulegt að fylgjast með umræðum um stöðu íslands á alþjóð- legum vettvangi vegna svo kallaðrar Kyoto- bókunar um loftslags- breytingar. Þessi um- ræða hefur komist á talsvert flug síðustu daga vegna fjölþjóðlegu ráðstefnunnar í Haag, þar sem þátttökuþjóð- unum mistókst herfi- lega að komast að sam- komulagi. Þrátt fyrir maraþonumræður varð engin niðurstaða og djúp gjá virðist á milli ríkjanna. Mat virtra alþjóð- legra fjölmiðla er meðal annars það að möguleikar á samkomulagi á þessu sviði séu nú lakari en áður, að minnsta kosti sé til skamms tíma lit- ið. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar menn ræða um stöðu íslands í þessu viðfangi. Því hefur nefnilega verið haldið mjög fram að við íslend- ingar séum mjög einangr- aðir I alþjóðlegu sam- hengi, vegna þess að við höfum hvorki undirritaö né staðsett Kyotobókun- ina. Þetta er þó víðs fjarri öllum sanni. Hin svokallaða Kyoto- bókun var samþykkt samhljóða á þriðja þingi aðildarríkja rammasamn- ingsins, þann 11. desem- ber árið 1997. Lá bókunin frammi til undirritunar í New York frá 16. mars árið 1998 og til jafnlengd- ar ári síðar. Á þessum tíma undirrituðu bókun- ina alls 84 ríki og ríkja- sambönd, eins og fram kémur í svari utanríkis- ráðherra við fyrirspum sem ég lagði fram nú ný- verið á Alþingi. Hver er þá staðan núna? En hvað hefur síðan gerst, og hver er staða málsins núna? - í svari utanríkisráðherra koma fram athyglisverðar stað- reyndir um stöðu máls- ins, sem varpa ágætu ljósi á það og sýna okkur svart á hvítu að bókunin eins og hún stendur í dag hef- ur akkúrat enga þjóðrétt- arlega stöðu. Núna hafa einunigs 30 riki fúllgilt bókunina eða gerst að henni aðilar. Ekki eitt einasta iðnriki er í þessum hópi. Evrópuþjóðimar án undan- tekninga eru fjarrverandi á þess- um lista og sömuleiðis ríki Norð- ur-Ameríku. Hverjir hafa staöfest? Þeir sem hafa staðfest hina umtöluðu Kyotobókun eru ofureinfaldlega þróunarríki, sem i þessu samhengi eiga eitt sam- eiginlegt. Ekkert þeirra þarf að taka á sig skuldbindingar af Kyotobókuninni. Undirritun þeirra hefur heldur ekki nokkur einustu áhrif á fullgildingu bókunar- innar. Svo dæmi séu nefnd um þessi ríki má tilgreina fjögur af handahófi af listanum: Úsbekistan, Túvalú, Túrkmenistan, Tóbagó og Trínidad. Það er ljóst að Kyotobókunin öðlast ekki gildi fyrr en þremur mánuðum eftir að 55 riki hafa fullgilt hana eða gerst að henni aðilar. Því tfl viðbótar er nauðsynlegt að árétta að i þessum hópi þurfa að vera iðnríki sem losuðu a.m.k. 55% af heildarkoldíoxíðlosun iðnríkja á árinu 1990. Pólitísk einangrun? 4 Við þurfum ekki annað en lesa yfir lista þeirra ríkja sem annars vegar hafa undirritað Kyotobókunina og þeirra sem hafa staðfest hana til þess að skynja að því fer svo víðs íjarri að búið sé að ná þeim markmiðum sem leiða til fullgildingar bókunarinnar. í dag er bókunin orð á blaði, án þjóð- réttarlegra skuldbindinga. Þess vegna er alveg út í hött að tala þannig að íslendingar séu einangraðir í samfélagi þjóðanna vegna afstöðu sinnar, eins oft er látið í veðri vaka. Enn þá síður að við séum í hópi meng- unarsóða vegna afstöðu okkar. Þau lönd sem við eigum mesta samleið með og mest samstarf við á alþjóðleg- um vettvangi hafa engin - ekkert ein- asta þeirra - staðfest þessa umtöluðu'lr bókun. Það er nú öll þessi pólitíska einangrun sem menn láta stundum í veðri vaka að einkenni stöðu okkar að þessu leyti á alþjóðavettvangi. Einar K. Guðfinnsson „Þeir sem hafa staðfest hina umtöluðu Kyotobókun eru ofur ein- faldlega þróunarríki sem í þessu samhengi eiga eitt sameiginlegt. Ekkert þeirra þarf að taka á sig skuldbindingar af Kyotobókun- inni. “ - Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ávarpar gesti í Smith? soniansafninu í tilefni af Degi jarðar. telja jafnvel að ógjörningur sé að tryggja fyrir þessum fyrirbrigðum. Þannig hefur maðurinn breytt aðstæð- um á jörðinni og til eru útreikningar um að frá árinu 1850 hafi maðurinn með gróðurhúsaáhrifum aukið orkustreymi að jörðinni um 2 wött á fermetra sem aft- ur svarar til að hitageislun sólarinnar hefði verið um 1% meiri á þessu tímabili en hún hefur verið í reynd. Alþjóöasamvinna. Islendingar þurfa að taka virkan þátt í þessu starfi. Raunar höfðu ís- lendingar fyrir 1990 reist hitaveitur og vatnsaflsvirkjanir í slíku magni að um 70% af orkuþörf okkar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Lík- lega eigum við heimsmet á því sviði. Þetta þýðir aftur á móti að svigrúm okkar til minnkunar útblásturs er mun minna jafnhliða því að í litlu þjóðfélagi vegur eitt iðjufyrirtæki í prósentuvís miklu meira en í stóru. Gróðurhúsaáhrifin þekkja engin landamæri. Ekkert nema styrk sam- vinna alþjóðasamfélagsins getur tek- ist á við þetta vaxandi vandamál. Guðmundur G. Þórarinsson Sýnileg og ósýnileg laun ESB og fiskimjölið „Samkvæmt þeirra eigin skýrslum hefur fiskimjöl ekkert að gera með kúariðu, en það virðist sem stjórnvöld séu alltaf of sein að grípa til einhverra að- gerða og þegar svo grip- ið er inn í eru aðgerðimar allt of um- fangsmiklar miðað við það sem nauð- synlegt er til þess að vinna traust neyt- enda. Þá verður skaði atvinnugreinar- innar óþarflega mikill og skaði almenn- ings jafnvel mun meiri." Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra í Degi 5. desember. Skattahækkanir „Verði skattleysis- mörkum ekki breytt hef- ur það í för með sér, að 2-3 þúsund manns í hðpi láglaunafólks, námsmanna og lífeyris- þega sem nú eru skatt- laus sökum hungur- tekna fara að greiða skatta. Það er hrein stríðsyfirlýsing og blaut tuska framan í launafólk sem er nýbúiö að semja um kjör sín tfl næstu þriggja ára að hrifsa til baka hluta umsaminna launahækkana með skattahækkunum". Jóhanna Siguröardóttir alþm. í Mbl. 5. desember. Reyk j anesbrautin „Þingmönnum má skipta í tvo flokka, vakandi og sofandi, og í þessu máli finnast mér þingmenn stjórnarliðsins' allir vera i síðamefnda hópnum. Forgangsröðunin í samgöngumálum landsins er röng og ekki í samræmi við umferðarþunga. Um hættu- lega Reykjanesbraut hefur fólk hér talað í margá áratugi fyrir daufum eyrum á meðan hvert banaslysið á fætur öðru verður þar.“ Kristján Gunnarsson, form. Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur, I Degi 5. desember. „Útreikningar sýna að hitastig jarðargæti hœkkað um 1-3,5°C á nœstu 100 árum og ný skýrsla sýnir að þess- ar tölur gætu verið 1,5-6°C. Áhrífslíkrar hœkkunar eru veruleg. Sjávarborð gœti hœkkað vegna bráðnunar jökla um 15-95 sm á næstu 100 árum.“ Þetta vekur ótta tryggingafélaga sem tryggja gegn slíkri náttúruvá. í raun hafa tryggingafélögin engan traustan grundvöll til þess að meta áhættuna vegna náttúruhamfara. Jarðskjálftar, flóð o.s.frv. koma óreglubundið þó menn reyni að reikna tíðni jarð- skjálfta. Aukist tíðni flóða og hvirfil- bylja, svo nokkuð sé nefnt, geta trygg- ingafélögin lent í ógöngum og sumir Ef það þjónar markmiðum kirkjunnar Skotleyfi á jólaguðspjalið i Ef slíkt þjónar jÆg. því markmiði aö B auglýsingar miðli frekar þeim lífs- gildum sem jólin standa fyrir i hugum krist- inna manna þá er það hið besta mál. Annars finnst mér eöli- legra að kirkjan skoði mark- aðssamfélagiö í heild, auglýs- ingar eru bara ein af nokkrum boðmiðlunarleiðum aðarins. Markaðssamfélagið er sú Séra Halldór Reynisson í Neskirkju. lagsskipan sem virðist skila fólki meiri gæðum en önnur samfélagsform og hefur þannig ótvíræða kosti fram yflr önnur. Hins vegar er það ekki frekar en annað haflð yfir gagnrýni. Það hefur verið bent á að allt sé til sölu á markaðnum, líka manneskj- ur. í markaðssamfélaginu á kirkjan að standa vörð um mark- mennskuna, hvetja fólk til að meta efnisleg gæði í jafnvægi við önnur samfé- gæði og vara við hlutadýrkun. rNei. Ef þær aug- lýsingar eru kristilegar sem tengja ákveðna vöru boðskap jól- anna væri nær fyrir kirkjuna að verðlauna ókristilegustu auglýsinguna, nefnilega þá sem væri bara heiöarleg og reyndi ekki að selja eitthvað með því að gefa í skyn að það tengdist fæðingu Jesú Krists. Séra Svavar A Jónsson í Akureyrarkirkju. Þetta samstarf Biskupsstofu og sam- taka kaupmanna er mikið feilskot sem grefur undan trúverðugleika kirkjunnar. Verst af öllu er þó að þar er kirkjan að gefa skotleyfi á jólaguðspjallið, eins og dæmin sanna. Karl Barth, einn frægasti guðfræð- ingur okkar tíma, sagði að ef kirkjan þyrfti að fara að aug- lýsa sig eins og hver önnur búlla þá væri hún hætt að vera kirkja. Ég tek undir það, enda þótt ég sé þvi hlynntur að kirkjan verði meiri þátt- takandi í fjölmiðlasamfélaginu en verið hefur og sé alls ekki á móti samvinnu við kaupmenn. -Kip Á síðastliðnum vetri lögðu ríkis- stjómarflokkamir á það áherslu, með stuðningi „vinstri grænna", að tekjur forseta yrðu sýnilegar með því að skattleggja aflar tekjur hans og hækka þær sem næmi skattfríðind- um. Þetta var gert á þann hátt að tals- manni Sjálfstæðisflokksins í „vond- um“ málum, Pétri H. Blöndal, var gert að vera 1. flutningsmaður frum- varps þar að lútandi sem rubbað var af í óeðlflegum flýti. Það á að vera, og hefur aUtaf verið vitað, að það á ekki að vinna á þenn- an hátt. I mínum huga er það alveg ljóst að með samþykkt þessa frumvarps var verið að auka kostnað ríkisins vegna launagreiðslna. Ekki bara forseta rík- isins heldur einnig staðgengla hans, þ.e.a.s. forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Mín skoðun er einnig sú að þessi hækkun - ( að gera laun forseta sýnUeg) - mun leiða tU víðtækra launa- hækkana þeirra sem koma næstir í goggunarröðinni á eft- ir umræddum aðUum. Fram lögð fyrirspurn Af framangreindum ástæð- um lagði undirritaður fram fyrirspurn tU fjármálaráð- herra um frádráttarbærar greiðslur tU starfsmanna ríkisins innanlands og utan. Vísað var tU 30. gr. laga nr.75/1981. I ljós kom í svari að á ár- unum 1998 og 1999 voru greiddar 7900 miUjónir i ökutækjastyrki. Sömu ár fengu 24 þúsund einstak- lingar hvort ár samtals 4879 mUljónir i frádrátt. Spurt var einnig um dagpeninga. - Sömu ár fengu u.þ.b. 20.000 einstak- lingar 7754 miUjónir í dag- peninga á árunum 1998 og 1999. Á móti fengu þessir sömu einstaklingar í frá- drátt 7393 miUjónir. Ekki gat fjármálaráð- herra eða hans starfslið greint á miUi ríkisstarfsmanna og annarra, og svör- uðu þess vegna um aUa landsmenn í heUd. - Það er í raun ótrúlegt að á ár- Gísli S. Einarsson þingmaöur Norövestur- kjördæmis „Ekki gat fjármálaráðherra eða hans starfslið greint á milli ríkisstarfsmanna og anharra, og svöruðu þess vegna um alla landsmenn í heild.... Seinni spumingin, sem sett var fram, ruglaði fjármálaráðuneytið algjörlega í ríminu. “ inu 2000 skuli ekki vera unnt að fá svona greiningu og ótvíræð svör frá ráðuneytum og starfsmönnum þeirra. Hvað þýðír „almennt“? Seinni spurningin, sem sett var fram, ruglaði fjármálaráðuneytið al- gjörlega i ríminu. Spurt var um heUd- arupphæð fríðinda starfsmanna ríkis- ins 1999 og það sem af er ári 2000. Þessa spurningu skUdi ráðuneytið ekki! í fjármálaráðuneytinu vita menn ekki hvað átt er viö með hugtakinu friðindi i þessu sambandi! - En svör- uðu þó því að segja mætti „almennt" að starfsmenn ríkisins njóti engra slíkra greiðstna. í íslenskri orðabók er skUgreining á hugtakinu fríöindi: hlunnindi, for- réttindi. Samkvæmt svari þá njóta starfs- menn ríkisins einskis slíks. Ég hlýt að ganga út frá því að menn svari sannleikanum samkvæmt. Og þó - hvað þýðir „aimennt"? Ég geng þá og út frá því að risnu- greiðslur séu engar hjá ríkinu, svo sem ókeypis dagblöð, rikisvin, endur- greiðslur vegna náms, fatapeningar, fæðisgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Það sem spurt var um er þetta: Hver er munurinn á greiddum heUd- arlaunum tU rUásstarfsmanna og út- borgaðri rauntölu eftir frádrátt? Þaö sem fyrir mér vakir er að gera öU laun sem ríkið greiðir sýnUeg, og að aUir séu jafnir hvað varðar skattlagn- ingu tekna, a.m.k. þeirra sem þiggja laun hjá ríkinu. Þessi svör er ekki unnt aö fá frá fjármálaráðuneytinu. SennUega verð- ur að leita svara á gáfumannslegri hátt, svo að löglærðir skUji spuming- ar venjulegra þingmanna. Gísli S. Einarsson I jólaauglýsinguna? Margir hafa á undanfórn- um árum efast um réttmæti þeirra útreikninga sem sýna fram á sífeUt hækk- andi hitastig á jörðinni vegna svokaUaðra gróður- húsalofttegunda. Vísinda- legur grundvöUur þessara útreikninga styrkist þó stöðugt og nú virðast stjðmvöld víðast um heim sannfærð um réttmæti þeirra. Kyoto-ráðstefnan miðaði við að minnka út- blástur gróðurhúsaloftteg- unda um 5% með viðmiðun við árið 1990. Haag-ráðstefnunni mistókst að festa þessa ákvörðun í undirrituðum sáttmála. Veruleg hækkun hitastigs og sjávarborös Útreikningar sýna að hitastig jarð- ar gæti hækkað um 1-3,5°C á næstu 100 árum og ný skýrsla sýnir að þess- ar tölur gætu verið 1,5-6°C. Áhrif slíkrar hækkunar eru veruleg. Sjávar- borð gæti hækkað vegna bráðnunar jökla um 15-95 sm á næstu 100 árum. Slík sjávarborðshækkun getur haft mikil áhrif á lág- lendustu landsvæði jarðar sem jafnframt em þau þétt- býlustu, nefna má Bangladesh og svæðið við ósa Nílar og reyndar víðar. Gróðursvæði munu færast til. Eyðimerkur- svæði gætu stækkað vegna hækkaðs hitastigs og ræktun- arsvæði færst norðar eða sunnar. Flóð og hvirfilbyljir Vemlegar umræður fara nú fram um hvort breytt veðurfar eigi nú þegar rætur að rekja til gróðurhúsaá- hrifanna. Sannað þykir að hitastig í jarðskorpunni hafi hækkað á undan- fömum árum um 0,5‘C, þ.e. frá 1975. það er allveruleg hækkun og hver gráða í hækkun meðallofthita getur valdið miklum breytingum. Gríðarleg flóð hafa geisað að undanfómu og hvirfilbyljir virðast verða tíðari nú um stundir. Nú velta menn fyrir sér hvort þetta megi rekja til loftlagsbreytinga og þá hvort hér sé um varanlegar breyt- ingar að ræða og þá vaxandi. Kjallari Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.