Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Menning Dauðinn og lífið DV-MYND ÞOK Óttar Guömundsson, læknir og rithöfundur. Dauðinn má heita höfuð- óvinur læknastéttarinnar sem hefur það að markmiði að halda fólki við góða heilsu og á lífi. Sú barátta er mikið sísífosarverk, þrátt fyrir allt starf lækna er dauðinn óumflýjanlegur og hann hlýtur að leita á alla sem honum hafa kynnst. Listin að lifa, listin að deyja er löng ritgerð Ótt- ars Guðmundssonar læknis um dauðann. Form hennar er ævisögulegt. Óttar hefur leikinn á erf- iðri flugferð sem var kveikjan að ritinu og ræðir síðan dauðann út frá ýmsum kynnum sínum af honum, fyrstu reynslu sinni og fyrstu kynnum sem læknir, löngum og erfiðum veikindum föður síns og láti ýmissa kunningja og ættingja. Öðru hverju heldur hann þó út í heim og til miðalda og viðrar ýmsar kenningar fræðimanna um dauð- ann, sögu Tolstojs um Ivan Ilyich, forlagatrú, kvæði um dauðann og lýsingar á dauðanum í bók- menntum og listiun. Bókmenntir Það sem er forvitnilegast viö bókina er hvern- ig fléttað er saman eigin ævisögu og þessu heim- spekilega vandamáli, dauðanum, sem ekki að- eins læknar heldur einnig skáld og aðrir fræði- menn hafa glímt við frá öndverðu. Stundum verður ævisagan einnig að sögu 20. aldarinnar, ekki síst í mögnuðum kafla nálægt lokum þegar höfundur heldur til Buchenwald í leit að komm- únistaleiðtoganum Ernst Thálmann sem nasist- ar drápu. Sá staður er rétt hjá sjálfri menning- arborginni Weimar og þessi og fleiri þversagnir verða Óttari tilefni til margvíslegra vangaveltna um ýmiss konár dauða. Heiti bókarinnar virðist í fyrstu ekki viðeig- andi, bókin fjallar um dauðann en ekki lífið og það er líklega fátt sem dregur meira úr lífsgleði en stöðugar hugsanir um dauðann. En dauð- inn er auðvitað óhjá- kvæmilegur fylgifiskur lífsins og hugsanir Ótt- ars um dauðann leiða hann aftur og aftur að lífinu og eðli þess. Rit þetta er blending- ur af sjálfsævisögu, fræðiriti og esseju og heilsteyptar ritgerðir af þessu tagi eru sjaldgæf- ar hér á landi. Kannski er það þess vegna sem ritið er einkennilega heillandi. Óttar er ágæt- legá ritfær og kann þá mikilvægu list að fara um víðan völl en fylgja þó einum þræði. Efnið nálgast hann af djúpri alvöru og sjálfsævisaga hans á ekki sístan þátt i að gera verkið að magn- aðri heild. Bókin er ekki síður myndverk en rit- gerð, í henni eru margar myndir sem styðja rit- gerðina en segja um leið eigin sögu. Úr verður óvenjuleg og athyglisverð bók sem á erindi til flestra. Ármann Jakobsson. Óttar Guðmundsson: Listin aö lifa, listin aö deyja: Hug- leiðingar læknis um lif og dauða. JPV forlag 2000. Ufn'IN AÐ Llf A USTfNAÐ DEYJA 9 opAt Vopnin kvödd í Tékkó Bohumil Hrabal (1914-1997) er einn fremsti rithöfundur Tékka og helsti sagnameistari ald- arinnar. Hann er jafnan nefndur í sömu andrá og landar hans Jaroslav Hazek (sem skrifaði Góða dátann Svejk) og Franz Kafka og er talinn helsti lærimeistari og áhrifa- valdur Milans Kundera. Bækur hans hafa ekki fallið í kramið hjá þarlendum stjómvöldum, þær hafa verið ritskoðaðar, gerðar upptækar og bannaðar. Árið 1968 hlaut hann virt bók- menntaverðlaun í heimalandi sínu en árið eftir settu Rússar hann á bannlista og útgáfa á verkum hans var vandkvæðum bundin. Á síðasta áratug hafa þýðingar á skáldsögum Hrabals farið sigurfór um heiminn og borist alla leið hingað til lands. Skáldsaga Hrabals, Alveg glymjandi einvera, í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar og Olgu Maríu Franzdóttur (Leshús 1992), var til þessa eina verk hans sem komið hefur út á Islandi og hefur farið hljótt. Ein fræg- asta bók hans, Lestir undir smásjá sem kom fyrst út 1965, er nú komin í bókabúðir og er mik- ill fengur að henni. Sagan hefur verið kvik- mynduð og hlaut óskarsverðlaun 1967 sem besta erlenda myndin. Atburðir sögunnar gerast á tékkneskri jám- brautarstöð undir lok síðari heimsstyrjaldar. Þjóðverjar eru aö tapa stríðinu en ennþá streyma þýskar herflutningalestir til vígstöðv- anna hlaðnar vélbyssum og handsprengjum. Brugðið er upp mynd af einum degi í lífi hins unga Milosar sem kemur aftur til starfa hjá ríkisjárnbrautunum eftir mis- heppnaða sjálfsmorðstilraun. Blóðug átakasaga Tékkóslóvak- íu er kynnt í gegnum stutta og áhrifaríka frásögn af forfeðrum Milosar; langafi hans barðist á Karlsbrúnni og afi hans reyndi með dáleiðslu að stöðva þýskan skriðdreka á leið inn í Prag. Inni á milli eru ýmsar örlaga- sögur, t.d. af frú Karáskovu sem Þjóðverjar tóku fyrirvaralaust höndum í stríðsbyrjun og létu hana þurrka upp blóð eftir af- tökur og sögur af kvensemi brautarvarðarins sem forfærði símastúlkuna á skrifstofu stöðvarstjórans. Framapot og metorðagirnd stöðvarstjórans eru sýnd sem hlægilegir tilburðir, á einkennisbún- ingi hans eru rendur og stjörnur eftir tignar- stöðu hans en oftast er hann útbíaður í dúfna- skít. Hann ræktar (friðar?)dúfur af mikilli ástríðu en þegar stríðið hófst sneri hann þýsku dúfumar sínar úr hálsliðnum og fékk sér pólsk- ar. Hann talar við dúfurnar þar sem þær sitja á öxlum hans og ein þeirra hefur m.a.s. tekið sig út úr hópnum til að prýða himinbláa bókar- kápuna. Lífinu á lestarstöðinni er lýst af sérkennileg- um og kaldranalegum húmor sem á vel við kæruleysislegt hugrekkið, öfluga þjóðemisstefn- una og stríðsvitfirringuna sem ríkir í sögunni. Einbeitt andspyma og þýskarahatur kraumar undir stimamýkt tékknesku lestarvarðanna. Ást og kynlíf koma við sögu en Milos er reynslulaus í þeim efnum. Hann er einhvem veginn dofmn og stjarfur, lífið er í hans augum samfelld ógn og dauðinn aðeins lausn eða fórn sem hann er fús að færa. Lýsingar á hörmungum stríðsins eru áleitnar og grimmar og fáránleikinn birtist óþægilega vel í bókarlok þegar Milos lendir í ná- vígi við þýskan hermann. Stíll Hrabals er sérviskulegur og lotulangur og hann er m.a. frægur fyrir samtöl og eintöl sem eru jafnfurðuleg og lífið sjálft. Þýðing Bald- urs Sigurðssonar er frábær og aldrei er hægt að þakka það nógsamlega þegar snúið er beint úr frummálinu. Hér með er Hrabal boðinn hjartan- lega velkominn í röð höfunda heimsbókmennta á íslensku. Steinunn Inga Óttarsdóttir Bohumil Hrabal: Lestir undir smásjá. Baldur Sigurðs- son þýddi. Bjartur 2000. Bókmenntaleg skemmtisaga Saga Gunnars Á Harð- arsonar af Dagbjarti Hró- bjartssyni og ævintýram hans er ákaflega hók- menntaleg skemmtisaga. Eins og höfundur bendir á í eftirmála á hún sér foreldra í annars vegar Birtmgi Voltairesog hins vegar islensku fornaldar- sögunni, en sagan ber meiri keim af fomaldar- sögu. Dagbjartur elst upp í föðurhúsum og lyndir illa við fóður sinn, vinnur ekki verkin eins og honum þóknast, þótt lesandi sjái snemma að meira býr í pilti en faðir hans heldur. Hann hrekst að heiman og leggst í ferðalög um suðvesturhomið, einkum þó Reykjavík og ýmsa afkima í viðskiptalífi hennar. Saga Dagbjarts er eins og góðri fomaldarsögu sæmir ríkulega krydduð þjóðsagna- og ævin- týraefni. Þar minnir aðferð sögunnar mjög á safn Tröllasagna úr nútímanum sem Gunnar gaf út ásamt öðrum fyrir nokkrum árum. Þessar nú- tímaþjóðsögur eru þó fæstar jafnskemmtilegar og sögumar í því safni, minna sumar á enn eitt bókmenntaformið, Islenska fyndni, og er skemmtigildið eftir því. Dagbjartur er saga úr nú- tímanum, speglun eða skrumskæling veruleika sem við þekkjum í klass- ísku formi. Við sögu Dag- bjarts kemur misheppnuð loðdýrarækt, hreinræktað íslenskt brask af gamla tag- inu og ævintýri í tölvu- bransanum ásamt bardaga við forynjur opinberra stofnana. Á vegi hans verða líka ýmsir kjaftaglaðir ná- ungar sem tjá sig um skáld- skap, heimspeki, kennslu- hætti í háskóla og einka- væðingu menntakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna má auðveldlega lesa söguna sem ádeilu á ís- lenskt samfélag, taumlausa ævintýramennsku og gróða- brall á aðra hliðina, stein- runnið reglugerðafargan og skriffinnsku á hina. Sagan er skrifuð í ýkjustil sem stundum er vel heppn- Gunnar Harðarson, heimspeklngur og skáld Semur fyrstu skáldsöguna sem Hiö íslenska bókmenntafélag gefur út síöan Maöur og kona kom út áriö 1878! aður og fyndinn en verður nokk- uð endurtekningasamur til lengdar. Ævintýri Dagbjarts verða líka heldur bragðdauf eft- ir því sem á líður söguna og satt að segja er maður þeirri stund fegnastur þegar hann hreppir um síðir prinsessu og konungs- ríki, þótt endalokin séu bæði brött og lítið undirbyggð. Þessi losaralega bygging er enn ein hliðstæðan við fornald- arsöguna. Bestu sögumar af því tagi gera sér enga rellu yfir byggingu eða hlutföllum, ein- stakir kaflar og endalaus og ólík- indaleg ævintýri gefa þeim lif. Því miður er ekki nógu mikið um vel heppnaða kafla af þessu tagi í sögunni af Dagbjarti, húmorinn er ekki nógu ferskur og ádeilan þess vegna ekki sér- lega hvöss. Jón Yngvi Jóhannsson Gunnar Á. Haröarson: Dagbjartur. Hiö íslenska bókmenntafélag 2000. DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Bænir við öll tækifæri Máttur bænar- innar eftir Norman Vincent Peale er komin út hjá Hörpuútgáfúnni. Þýðendur eru Kristján Valur Ing- ólfsson og Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Máttur bænarinnar er síðasta bók Normans Vincents Peales en hann lést í hárri elli um síðustu jól. Bókin fjallar um bænir og geymir safn bæna sem má nota við ýmis tækifæri. I formála segir að það sé einkum tvennt sem hafi gert bækur Peales áhrifamiklar, annars vegar myndrænt mál, hins vegar skilningur á vanda nútímamannsins. Bænir hans séu hversdagslegar eins og líf- ið sjálft en máttur þeirra felist í að veita ljósglætu úr himnasölum farveg inn í ann- ir daganna. Þessa bæn Astleys lávarðar hafði Fulton Oursler, útgefandi og rithöfundur, á dyr- um íbúðar smnar í New York-borg: „Drottinn, þú veist hve önnum kafmn ég verð í dag. Ég bið að þú gleymir mér ekki ef það skyldi henda mig að gleyma þér.“ Undir ógnarstjóm Rauðu khmeranna Hjá Vöku-Helgafelli hefúr nýlega komið út bókin Ógnir minning- anna - átakanleg frá- sögn frá Kambódíu eft- ir Loung Ung í þýð- ingu Inga Karls Jó- hannessonar. Höfundurinn er ung kona frá Kambódíu og hún segir sögu af lífsbaráttu sinni og fjöl- skyldu sinnar í stjómartíð Rauðu khmer- Frá 1975 til 1979 drápu Rauðu khmer- amir markvisst á að giska tvær milljónir Kambódíumanna, næstum fjórðung þjóð- arinnar. Þetta gerðist með aftökum, af völdum hungurdauða, sjúkdóma og nauð- ungarvinnu. Loung Ung var fimm ára gömul þegar khmeramir rændu völdum og áhyggjuleysi bamæskunnar þokaði fyr- ir hörmungum og grimmilegum veruleika Loung hafði þó sterkan baráttuvilja og var allan tímann staðráðin í því að gefast ekki upp. Sögu sína segir hún í minningu þeirra tveggja milljóna sem létu lífið. Þá nýfæddur Jesús... Jólalögin í léttum útsetn- ingum fyrir pí- anó era komin út á bók. Jón Þórarinsson hef- ur valið lögin og samið léttar út- setningar sem henta jafnt nemum í píanó- leik sem reyndari píanóleikurum. I bókinni era þrjátíu lög og ljóð sem öll em tengd jólunum og hugblæ þeirra. Þeirra á meðal em jólasálmamir alkunnu sem hljómað hafa um ár og aldir á þessari hátíö Ijóss og friðar. Einnig em gamlir jólasöngvar, íslenskir og erlendir, ritjaðir upp og færðir i nýjan búning. Af þeim jólalögum sem nú munu vand- ræðalaust hljóma úr slaghörpum lands- manna um þessi jól má nefna Nóttin var sú ágæt ein, Oss bam er fætt í Betlehem, Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá og Sjá him- ins opnast hlið. Mál og menning gefur Jólalögin út. Kjartans Örlagið hefúr gefið út bókina Laun heims- ins, sem er safn örleik- rita eftir Kjartan Áma- son. I fréttatilkynningu segir að tlest leikritin séu „sprottin úr raun- verulegum aðstæðum sem höfúndur snýr of- urlítið upp á, til að fá annað sjónarhom og bregða upp spéspegli, sem lesandinn getur speglað sjálfan sig eða hinar ólíkustu aðstæður í.“ Af fjölbreyti- legu umfiöllunarefhi höfundar má nefna aftökur, matargerð, Tarzan, bókaforlög og frelsið til að velja. Laun heimsins er sjötta bók Kjartans Ámasonar sem kemur út hjá Örlaginu, auk einnar þýðingar. Einnig hafa tvær sagna hans, skáldsagan Draumur þinn rætist tvisvar og bamabókin Kata manna- bam, komið út hjá Hljóðbókaklúbbnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.