Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Viðskipti_________________________________________________________________________________ Umsjón: Viðskiptabiaðið Lögreglumaður segir ástandið í Reykjavík orðið með ólíkindum um helgar: Varö fyrir tveimur lík- amsárásum á viku -14 ára stúlka beit hann og skallaði - útlendingur beit líka og beitti karatesparki Bjöm Bjömsson, 35 ára skipstjórn- armenntaður framhaldsskólakennari, hefur lent í því um síðustu tvær helg- ar að hafa verið bitinn í starfi sínu sem lögreglumaður í Reykjavík - í fyrra skiptið beit og skallaði 14 ára stúlka hann í heimahúsi í Breiðholti en í það síðara gaf þeldökkur útlend- ingur honum karatespark og beit hann svo eftir að hann var settur í handjám. Áður hafði útlendingurinn kýlt lög- reglukonu, félaga Bjöms, í andlitið skammt frá Þjóðleikhúsinu. Bjöm segir ástandið í Reykjavík um helgar orðið slíkt að það liggi við að lögreglumenn þori ekki út úr bílunum til að sinna skyldustörfum sínum. „Virðing fyrir fullorðnu fólki og lög- reglumönnum, sem em í búningum að sinna störfum sínum, er engin orðin hjá sumum. Annaðhvort er fólk orðið svona ótrúlega brenglað eða það er undir áhrifum áfengis eða annarra vimuefna," segir Björn. Sagöist ekki geta farið út nema vopnaður „Nýlega þurftum við að sinna stúlku sem lá meðvitundarlaus í götunni inn- an um annað fólk og ókum bílnum eins nálægt henni og unnt var. Þá skipti engum togum að lögreglubíUinn var skemmdur, tveir hjólkoppar vora brotnir með spörkum og önnur núm- eraplatan var hreinlega rifin af,“ segir Bjöm. Aðfaranótt síðastliðins sunnudags kölluðu dyraverðir á veitingahúsi i miðborginni á lögreglu. „Þeir höfðu tekið mikla sveðju af einum gestanna. Þegar við spurðum hann hvers vegna hann hefði verið með þetta mikla vopn inni á sér gaf hann þá skýringu að hann gæti ekki farið út að skemmta sér nema vopnaður! Ef þetta er málið þá veit ég ekki á hvaða leið þetta þjóð- félag er.“ 14 ára „barn“ beit og skallaði Bjöm segir ungmenni, a.m.k. sum hver, bera ótrúlega litla virðingu fyrir lögreglunni. Um næstsíðustu helgi fór hann í útkall í fjölbýlishús í Breiðholti eftir að kvartað hafði verið yfir há- vaða. „Við báðum krakkana að hafa lægra en sögðum að við yrðum að vísa fólki út ef önnur kvörtun kæmi. Svo var kvartað aftur. Þá báðum við krakkana að yfirgefa stigaganginn sem þau og gerðu. En ein stúlkan bandaði fingri framan í mig á ögrandi hátt með ljótu orðbragði sem ég hef ekki eftir. Ég setti hönd hennar þá rólega niður með vinstri hendi. Skipti þá engum togum að stúlkan beit mig mjög fast,“ segir Bjöm. Bitið fór í gegnum leðurhanska og sér enn á hendinni. „Mér brá mjög, ýtti stúikunni upp að vegg og spurði hana hverju þetta sætti. Þá byrjaði hún að anda ótt og titt og kvaðst vera að fá asmakast. Svo vissi ég ekki af fyrr en hún skallaði mig beint í andlitið." Umrædd stúlka var handjámuð og færð á lögreglustöðina. Hún verður að líkindum ákærð af hálfu lögregluemb- ættisins í Reykjavík. „Ég sé ekki að virðing 14 ára ung- mennis, sem ég kalla bam, sé mikil gagnvart fúllorðnum, hvað þá lög- reglumönnum í búningi sem era að vinna sitt starf. Hefði ég gert eitthvað álíka fyrir 10-15 árum reikna ég með að ég hefði verið allt lifið að jafna mig. Þetta er of mikið. Við höfum auðvit- að aðferð til að verja okkur. En maður vill ekki beita slíku gegn bömum. Þama var maður að reyna að vera góð- ur en fékk það margfalt til baka.“ DV-MYND ÞÖK Útlendingur gaf karatespark og beit Björn var í útkalli meö lögreglukonu um síöustu helgi. Þegar útlendingur kýldi hana í andlitiö stökk Björn til en fékk þá karatespark í sig og féll á öxl- ina. Þegar útlendingurinn haföi veriö færöur í handjárn beit hann Björn og sagöi svo aö lögreglumennirnir væru meö kynþáttafordóma. Maður sem gaf karatespark beit eftir að hann fór í járn Viku eftir atburðinn í Breiðholtinu lenti Bjöm í annarri líkamsárás af háifu borgara. „Við vorum að aka upp Hverfisgötu þegar ungur maður stöðvaði okkur og sagði að félagi hans hefði orðið fyrir líkamsmeiðingum. Við vorum fjögur í lögreglubílnum og ákváðum að kanna málið. Við sáum svo tvo menn saman sem við grunuðum. Lögregiukona úr hópnum leiddi annan þeirra i burtu á meðan við hugðumst ræða við hinn. Þegar ég sneri mér við sá ég fyrri manninn kýla lögreglukonuna í andlit- ið og húfan hennar hentist af henni. Ég hljóp þá til og ætlað að taka mann- inn tökum. Hann tók á móti mér með karatesparki og ég féll á öxlina. Okkur tókst svo að setja manninn í jám en þá réðst hann að mér og beit mig í hönd- ina. Mér var mög brugðið. Þessi maður ásakaði okkur svo fyrir að vera með kynþáttahatur," sagði Bjöm. Mennimir tveir vora þeldökkir. Bjöm segir að slæmt sé þegar minni- hlutahópar notfæri sér slík ósanngjöm ummæli ef afskipti era höfð af þeim. Sveðjan sem tekin var á veitinga- stað Dyraveröir köiiuöu á lögregluna og óskuöu eftir því aö vopniö yröi fjar- lægt. Þegar eigandinn var spuröur um hverju þetta sætti kvaöst hann ekki geta fariö út aö skemmta sér nema vopnaöur. DV-MYND E.ÓL. Fyrri árásarstaðurinn var í Breiðholti Björn lögreglumaöur var í útkalli aö biöja ungmenni aö fara út úr partíi eftir aöra kvörtun þegar 14 ára stúlka bæöi beit hann ilia og skaiiaöi svo I andtitiö. Akureyringar drógu til baka sinn afgreiðslutíma - ekki Reykvíkingar Bjöm hefur á síðasta áratug m.a. starfað sem skólastjóri Stýrimanna- og fiskvinnsluskólans á Dalvík og verið í lögreglunni nyrðra frá árinu 1993 auk þess sem hann starfaði í þrjú ár við kennslu i Namibíu. Harm hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík fyrr á þessu ári og telur starfið þrátt fyrir allt gott. Á hinn bóginn finnst honum langur af- greiðslutími veitingastaða í miðborg- inni bjóða upp á ýmis vandræði. „Á Akureyri ákváðu menn að draga langan afgreiðslutíma til baka og sáu að sér. í Reykjavik er hins vegar hægt að nálgast áfengi nánast allan sólar- hringinn og erlendar ferðaskrifstofur gera út á þetta fýrir viðskiptavini sína. Vandinn er hins vegar sá að margir Is- lendingar kunna ekki með þetta að fara,“ sagði Bjöm Bjömsson. -Ótt I>V Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 4.590 m.kr. Hlutabréf 4.538 m.kr. Húsbréf 193 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Össur 4.358 m.kr. Flugleiðir 40 m.kr. Íslandsbanki-FBA 36 m.kr. MESTA HÆKKUN o Flugleiðir 2,4% © Össur 2,3% O Bakkavör Group 1,9% MESTA LÆKKUN O Síldarvinnslan 2,8% OHIutabréfasj. Búnaðarbank. 2,0% O Kaupþing 1,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1.271 stig - Breyting Q 0,19 % Lífeyrissjóður verslunar- manna kaupir í Flugleiðum Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur keypt hlutafé að nafnverði 15 milljónir króna í Flugleiðum hf. At- kvæðisréttur og eignarhlutur Líf- eyrissjóðs verslunarmanna í Flug- leiðum hf. eftir kaupin er 5,57% eða kr. 128.479.105 að nafnverði, en var áður 4,92% eða kr. 113.479.105 að nafnverði. AT&T gerir tímamótasamn- ing í Kína Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T verður fyrsta erlenda fyrir- tækið til þess að bjóða opinberlega fjarskiptaþjónustu í Kína. AT&T setur upp símaþjónustu i viðskipta- kerfi í Shangai í samvinnu við inn- lend símafélög, en bandaríska fyrir- tækið fer með meirihluta hlutafjár í samstarfsverkefninu. Það tók AT&T sjö ár að komast að samkomulagi við Kínverja um verkefnið. DOWJONES 10898,72 14889,37 1376,54 SHnikkei BSs&p Hnasdaq 'DAX I JcAC 40 2889,80 6299,00 6637,09 5994,89 o o o o o o o 3,39% 1,94% 0,52% 2,74% 1,40% 2,29% 0,91% 06.12.2000 kl. 9.15 KAUP SALA ESÉilDollar 86,470 86,910 LilPund 124,270 124,910 EE0Kan. dollar 56,040 56,390 1 L Donsk kr. 10,2710 10,3280 EHSNorsk kr 9,4800 9,5320 ELSSsænsk kr. 8,9360 8,9850 9Sn. mark 12,8756 12,9529 f~lFra. franki 11,6707 11,7408 > 1 jBelg. franki 1,8977 1,9091 | □ Sviss. franki 50,6200 50,9000 Ln Holl. gyllini 34,7390 34,9477 MÞýskf mark 39,1418 39,3770 nit líra 0,03954 0,03977 1 ° ÍAust. sch. 5,5634 5,5969 £ Port. escudo 0,3819 0,3841 í* isná. peseti 0,4601 0,4629 l~®~|jaii. yen 0,77910 0,78380 1 lírskt pund 97,204 97,788 SDR 111,49000 112,1600 EHecu 76,5547 SMIHHHM n r -inrr 77,0147

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.