Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 28
 Tré- húsgögn í úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun weð leikíöng og gjafavörur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 Ótti við díoxín: Getur rústað efnahagnum i í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær var rætt um um stöðuna á fiski- mjölsmörkuðum í Evrópu og kom þar greinilega fram mikill ótti við umræðu um díoxínmagn í sjávarfangi sem tek- ið verður á dagskrá ESB þann 14. des- ember. Ámi Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstri hreyflngarinnar - græns framboðs hóf máls utan dag- skrár um stöðuna á fiskimjölsmörkuð- um í Evrópu. Nefndi hann að næst kæmi röðin að díoxíni i flskimjöli. Verður það mál tekið fyrir hjá ESB þann 14. desember. Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokksins, tók enn dýpra í árinni og sagði að hætta væri á að díoxínmálið kynni að leggja efnahag íslendinga í rúst. -HKr. y Sáratreg rjúpnaveiði: Læknisfrúin fékk átján rjúpur DV. ESKIFIRDI, Læknisfrúin okkar, hún Guðrún Jónsdóttir, fór á rjúpnaveiðar eins og hún hefur oft gert áður allt frá því að hún var krakki. Hún kom heim aftur með 18 rjúpur. Hún þurfti ekki að fara langt, aðeins héma inn í dalinn þar sem er mikið um berjalyng. Þetta 13-þykir góður fengur því rjúpnaveiði er afar lítil og hrein hörmung. Hér fyrir austan er orðið jólalegt og rjómalogn þótt ekki verði allir með rjúpur á borðum, ekkert sparað í skreytingum og Eskifjörður hinn fallegasti. Allir eru komnir í jólaskap og enga kreppu að sjá, allt til af öllu, nema þá helst rjúpunni. -Regína ( BÓNUS l - EKKERT STRÍÐ? DV44YND PJETUR Jólin nálgast Mikill mannfjöldi safnaðist saman þegar Ijósin voru tendruð á jólatré Kringlunnar í gær. Sérstaklega fjölmenntu börnin til aö fylgjast með dagskránni. Lögmaður Magnúsar Leopoldssonar um opinbera rannsókn: Rannsóknin mun fara fram - þurfum að fara til botns í málinu, segir Steingrímur J. Dómsmálaráðherra hefur ákveð- ið, í ljósi beiðni Magnúsar Leo- poldssonar um opinbera rannsókn á því að hann var um tíma grunað- ur og sat í gæsluvaröhaldi vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar, aö leggja fram frumvarp til laga um að hægt verði að kæra ákvarðanir ríkissáksóknara um að hafna eða verða við sérstökum beiðnum. Þannig leggur ráðherra til að æöra stjómvald, þ.e. dómsmálaráðherra sjálfur, fjafli um hliöstæð kærð mál og að sérstakur saksóknari verði síðan skipaður ef ákvörðun ríkissaksóknara um höfnun á rannsókn verði felld úr gildi. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Magnúsar, segir að með þessu verði ekki annað séð en að umbeðin rannsókn muni fara fram. „Ráðherrann nýtur meirihluta- fylgis á Alþingi gagnvart boðuðum lagabreytingum. Raunar tel ég að Jón Steinar Magnús Gunnlaugsson. Leopoldsson. allir þingmenn muni styðja þessa lagabreytingu," sagði Jón Steinar. Steingrímur J. Sigfússon kveðst í megindráttum sammála fyrirætl- unum ráðherra. „Ég geri ráð fyrir að frumvarpið sé þannig hugsað að hægt verði að grípa tfl þessa úrræðis oftar. Það finnst mér jákvætt. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara til botns í þessu máli. Við drögum þetta endalaust með okkur inn 1 Sólveig Steingrímur J. Pétursdóttír. Sigfússon. framtíðina ef ekki verður hægt aö gera þessi mál upp. Þeir menn sem enn eru með þetta á sínum herð- um eiga allan rétt á því,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst ekki vilja leggja dóm á þá leið sem þarna er valin fyrr en hann fái tíma til að skoða það nánar. „En ég er sammála því að menn reyni að finna færar rétt- arfarslegar leiðir til að taka málin upp.“ -Ótt Kennarar í FVA gegn prófum á Snæfellsnesi: Mótmælabréf til skólameistara Kennarar í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi komu saman til fundar í gær vegna þeirrar fyrirætl- unar skólameistara að láta nemend- ur í framhaldsdeildum á Snæfells- nesi taka próf. Stundakennarar sjá um kennsl- una i framhaldsdeildunum en próf eiga að vera undir stjórn áfanga- stjóra sem eru í verkfafli. Þvi telja kennarar að um verkfaflsbrot geti verið að ræða. Niðurstaða fundar- ins i gær var að senda skólameist- ara FVA, Þóri Ólafssyni, mótmæla- bréf vegna prófanna sem hefjast á næstu dögum. Kennarafundur á Akranesi. „Þetta er á gráu svæði þannig að viö höfum ekki möguleika tU að gera mikið meira í málinu. Ég á ekki von á að farið verði út i aðgerð- ir tU að stöðva prófin," sagði Dröfn Viðarsdóttir, trúnaðarmaður kenn- ara FVA, við DV í morgun. „Við skrifuðum kennurum í Ólafsvík og Stykkishólmi bréf þar sem við skoruðum á þá að geyma að prófa fram yfir verkfaUslok ef þau verða einhvern tíma og um leið skoruðum við á skólameistara að hætta við þetta,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson, formaður kennarafé- lags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Þeir hafa daginn í dag tU að ákveða sig og ef það verður ekki þá höldum við annan fund. Við erum vongóðir um að niðurstaða náist í þessu og við skulum sjá hvað set- ur,“ sagði Finnbogi. JSS/-DVÓ íslenska útvarpsfélagiö: Lokar þremur út- varpsstöðvum „Við erum að endurskipuleggja og breyta og ætl- um að nota tiðni þessara útvarps- stöðva í annað,“ sagði Jón Axel Ólafsson hjá Is- lenska útvarpsfé- laginu en fyrir- tækið hefur hætt útsendingum þriggja útvarps- stöðva af hag- kvæmniástæðum. Stöðvarnar eru Stjaman FM 102, Moni FM 877 og X- ið FM 977 sem hefur verið sameinað Radíói þeirra Tvíhöfða undir nafn- inu Radíó-X. Rekstur stöðvanna hefur ekki þótt skila viðunandi tekjum og til lítils sé að róa þegar ekki fiskast. Rekstur annarra útvarpsstöðva Is- lenska útvarpsfélagsins mun vera undir smásjá stjómenda en félagið eignaðist fjölmargar stöðvar þegar það keypti meirihluta í Fínum miðli sem um árabU rak sex útvarps- stöðvar í miðbæ Reykjavikur. -EIR Matvöruverslun á Akureyri: Ekkert stríö DV. AKUREYRI: Oðinn Svan Geirsson versl- unarstjóri. Mun meiri ró er yfir matvöru- versluninni á Akureyri nú en menn áttu von á eftir að Bónus opnaði verslun í bænum sl. laugar- dag. Starfsmenn verslananna fylgj- ast þó vel meö verðinu hver hjá öðrum eins og lengi hefur tíðkast. Eina verðtU- boðið sem fólki hefur verið boð- ið upp á var fyr- ir helgina þegar Hagkaup bauð kfióið af kartöfi- um á eina krónu og sáust margir borgarar taka sér væna skammta af kartöflum í poka sem vonandi skemmast ekki í geymslum þeirra. Óðinn Svan Geirsson, verslunar- stjóri hjá Bónusi á Akureyri, sagði í morgun að rólegt væri yfir þess- ari svoköUuðu samkeppni. „Við erum að keyra á sama verði og í Reykjavík og erum lægstir. Annars er hvergi verslunarstríð nema í fjölmiðlunum, mér sýnist að aflir séu að gera það gott í matvöru- versluninni hér i bænum, ætli það sem hefur gerst hér að undan- fömu, tilkoma Glerártorgs og síð- an opnun Bónuss, verði ekki bara tfl að rifa upp verslunina og fólk minnki t.d. verulega að æða suður tfl Reykjavíkur tfl að kaupa í mat- inn,“ sagöi Óðinn Svan. -gk KJ. K I JJ Rafkaup a- Armúla 24, ' i ti.; s. 585 2800 Svefn&heilsa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.