Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 7 DV Fréttir Umsjón; _ ______ Höröur Kristjánsson notfang: sandkorn@ff.is Hemmi í atvinnuleit Einn besti vinur þjóðarinnar, Her- mann Gunnars- son, útvarpsmaður með meiru, er 1 hættur á Bylgj- i unni. Hermann hefur löngum farið j sínar eigin leiðir 1 við að ná til fólks í gegnum útvarp og sjónvarp. Miðað við vinsældir kappans i gegnum tíð- ina virðist það hafa gefist bærilega. Brottfór hans frá Bylgjunni er samt sögð sú að Jón Axel Ólafsson hafi ekki verið sáttur við tónlistarstefnu Hemma Gunn, því fór sem fór. Gár- ungar velta nú fyrir sér hvert Hemmi fari. Ríkissjónvarpið er upp- tekið á laugardögum og vart að búast við að leið hans liggi yfir á Stöð tvö. Gera því ýmsir því skóna að leiðir Hemma liggi eins og margra annarra tjölmiðlamanna yfir á Skjá einn... Svartstakkar Gríðarlegur slag- ur og verðstríð er í uppsiglingu á Ak- ureyri á milli Bón- uss og Nettós. Bón- usmenn segjast ætla að standa við að vera alltaf með lægsta verðið. Nettó tekur stríðið greinilega alvarlega og hefur stofnað heila herdeil vaskra manna. Eins og alvöru herja er siður eru liðsmenn Nettóhersins allir einkennisklæddir í svörtum fótum með svartar húfur. Mun þessum svartstökkum ætlað að storma um verslanir keppinautanna vopnaðir strikamerkjavélum. Þannig mun Nettóherinn lesa minnstu breyt- ingar á hernaðaráætlunum keppi- nautanna. Bíða menn nú spenntir eft- ir mótleik. Varla verður Bónusher- inn hans Jóhannesar Jóhannesson- ar minni í sniðum en spuming hvort einkennisbúningarnir verða gulir eða bleikir... Leiötogabarátta Kristján Páls- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ! telur að allt hálf- I kák í tengslum við ! framkvæmdir á í Reykjanesbraut- inni sé varasamt. Hann hefur líka viðrað hugmyndir um að flýta breikkun Reykjanes- brautar um sjö ár og telur ekkert þvl til fyrirstöðu að hespa verkinu af á einu ári. Flokksfélagi hans og for- maður samgöngunefndar, Árni Johnsen, er alls ekki á sama máli. Hann telur þetta tóma vitleysu og ekki hægt, jafnvel þó allir verktakar landsins röðuðu sínum vinnuvélum á þennan spotta í einu. Gárungar velta fyrir sér hvor harka Árna gagnvart flokksbróðumum f þessu máli stafi nokkuð af baráttu þeirra um forystu- sæti hjá flokknum í nýju kjördæmi... Óskemmtilegt á Akureyri Kristján L. Möll- er alþingismaður spurðist fyrir um tekjur ríkissjóðs af almennu skemmt- analeyfi undanfar- in ár. Þar kom í ljós að 55-60% af j tekjum ríkissjóðs af almennu skemmtanaleyfi fyrir veitingastaði komi frá veitingastöðum í Reykja- vík, samkvæmt svari Geirs H. Haar- de fjármálaráðherra. Athygli vekur að skemmtanaleyfi til sýslumannsins á Akureyri hefur hrapað úr 700 þúsundum árið 1997 i 200 þúsund krónum það sem af er þessu ári. Á sama tíma eru Sauð- krækingar og Keflvíkingar komnir með 600 þúsund krónur, ísfirðingar með 500 þúsund og Skagamenn með 400 þúsund. Gárungar velta því fyrir sér hvort undir stjóm Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra sé virkOega orðið svo leiðinlegt á Akur- eyri að ekki sé lengur hægt að gera þar út skemmistaði... Mæðrastyrksnefnd: Börn vantar jólaföt Mikill skortur er nú á spariföt- um fyrir böm sem Mæðrastyrks- nefnd útdeilir til skjólstæðinga sinna fyrir jólin. Eins og kunnugt er útdeilir nefndin fatnaði, mat, matarmiðum, jólatrjám, jólakort- um, jólapappir, jólagjöfum og öðr- um hlutum sem nýtast til jóla- haldsins tU þeirra sem minna mega sín fyrir hver jól. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir að al- menn jólaaðstoð nefndarinnar hefjist 11. desember en að hægt sé að sækja um aðstoð alla daga, sem opið er, fram að þvi. Ágætlega hefur gengið að safna fyrir þessi jól en Ásgerður segir að fólk sé stundum svolítið seint á ferðinni. „En yfirleitt bjargast þetta,“ segir DV-MYND REYNIR Stokkið á þorskinn Hér er starfsmaöur seiöastöðvar í grennd viö Bergen meö þorskseiöi. Ætlun Norðmanna er aö framleiða 40 þúsund tonn af þorski innan 10 ára. Fiskeldi Eyjafjarðar: Eigum að kanna grundvöll að þorskeldi DV, AKUREYRI:____________ „Það er mjög mikiH áhugi á þorskeldi í Noregi en við vitum að þorskstofnar bæði í Norðursjó og i Barentshafi eru í mikiUi lægð og Norðmenn eru búnir að vinna við rannsóknir á þorskeldi í mörg ár. Það er hins vegar fyrst í fyrra og svo núna sem þetta kemst verulega af stað og ég er sann- færður um að á næstu árum munu Norðmenn byggja upp klak- stöðvar og framleiða mikið af þorskseiðum tU eldis,“ segir Ólaf- ur Halldórsson, framkvæmda- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar, um þann árangur sem Norðmenn hafa verið að skUa í þorskeldi að undanfornu. Norðmenn stefna að þvi að ná 40 þúsund tonna fram- leiðslu af eldisþorski innan 10 ára. Norðmenn eru með átaks- verkefni í gangi þessu tengt sem heitir Stokkið á þorskinn. Árang- ur þess er þegar kominn i ljós og fjöldi seiðastöðva er að rísa upp og fjölmargir þorskabændur eru að heíja framleiðslu. Ólafur segir að stór og öflug fyr- irtæki í fiskeldi í Noregi og víðar séu að veðja á þorskeldið og þorskinn sem næstu alvörueldis- tegundina á norðlægum slóðum. En telur hann að við íslendingar séum að missa af einhverri lest í þessu sambandi? „Nei, það held ég ekki. Hafrann- sóknastofnun hefur unnið að klakrannsóknum á þorski og þar er ákveðin þekking til staðar. Ég tel það alveg tímabært að menn fari að horfa á það í fuUri alvöru að skala upp þær rannsóknir og athuga í fullri alvöru hvort ekki sé grundvöllur að því hefja eldi á þorski við ísland,“ segir Ölafur. -gk hún. Venjan hefur verið sú að fyr- irtæki leggi fram meirihluta gjafa en einstaklingsframtakið skiptir nefndina líka miklu máli. „Ég hef á tilfinningunni að það verði mikið að gera hjá okkur um þessi jól og við getum notað aUa þá aðstoð sem býðst. Okkur sár- vantar t.d. sparifatnað á stelpur og stráka á öllum aldri. Margir eru með sparifot barna sem þau eru vaxin upp úr inni í skáp hjá sér og við yrðum mjög þakklát ef fólk sæi sér fært að koma þeim tU okkar, helst tímanlega fyrir jól.“ segir Ásgerður. „Það hefur stund- um komið fyrir að fötin hafi borist okkur of seint“ Engin skUyrði þarf að uppfylla tU aö fá jólaaðstoð frá Mæðra- styrksnefndinni en Ágerður segir að fólk komi ekki nema það sé í algerri neyð og að oft séu þung sporin þegar sótt er um. Fram til 11. desember er skrif- stofa nefndarinnar opin á milli kl. 14.00 og 17.00 á miðvikudögum og föstudögum en frá 11. desember er opið frá kl. 14.00 til 17.00 aUa virka daga fram að jólum Þeir sem vilja leggja Mæðra- styrksnefnd lið geta bæði komið vörum til hennar að SólvaUagötu 48 eða greitt gíróseðla sem liggja frammi í öllum bönkum og spari- sjóðum. -ÓSB Beðiö eftir aðstoð Langar biöraöir myndast oft hjá Mæörastyrksnefnd fyrir jólin. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum en nefndin hefur síöan þá flutt sig um set og er til húsa aö Sólvallagötu 48 í Reykjavík. ([)inDesiT Kuldatímabil Til 10. desember bjóðum við kæliskápa, frystiskápa og frystikistur með 15-20% afslætti. Hörku tæki frá heimsþekktum framleiðendum, af öllum stærðum og gerðum •« i -m Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.