Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Fréttir 9 DV DV-MYND GK Jólakjötiö í reyk Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaöur í reykhúsi Norðlenska matarborðsins (áður KEA) á Akureyri, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu við að reykj'a kjötið sem verður jólahangikjöt fjölmargra landsmanna. Norðlenska matarborðið reykir mest af kjötinu fyrir jólin. Húnaþing og Skagafjörður: Rjúpnaveiði með lélegra móti DV, SKAGAFIRÐI: „Það var mikil aðsókn hérna fyrstu helgina á rjúpnaveiðitíman- um en þá voru 26 skyttur í Gaflin- um. Veiðin hefur verið treg og smám saman hefur dregið úr að- sókninni. Það var líklega einna besta veiðin aðra helgina á veiði- tímanum, þá fóru fjórir héðan og höfðu 36,“ segir Jónína Sigurðar- dóttir, ferðaþjónustubóndi á Kolu- gili í Húnaþingi vestra. Jónína segir sem dæmi um lélega veiði að rjúpnaskyttur hafi farið í Gaflinn um síðustu helgi og séð eina rjúpu en þetta er eitt helsta veiðisvæðið í Húnaþingi vestra. „Þetta er allt og sumt og kannski von að fólk sé ekki að koma langar leiðir þegar veiðin er ekki meiri. Reyndar virðist rjúpan hafa vit á því að færa sig um set, hún hefur veiðst hérna norðar í íjallinu þar sem hún hefur lítið verið áður,“ seg- ir Jónína en flest fólkið sem gistir á Kolugili til að veiða rjúpu kemur af höfuðborgarsvæðinu. Sem kunnugt er var í fyrsta skipti í fyrrahaust gefið út leyfi hjá sveitarstjórn Húnaþings vestra fyr- ir því að ferðaþjónustuaðilar mættu selja rjúpnaveiðileyfi í afrétti sveit- arfélagsins. Jónína á Kolugili segir að aðsóknin núna i ár sé heldur minni en verið hefur og þannig hafi veiðibann á svæðum syðra ekki orð- ið til þess að rjúpnaskyttum fjölgaði í Húnaþingi. En ástæðan sé eflaust sú að veiðin sé með aldræmasta móti. Svipaða sögu er að segja af öðrum veiðilendum í Húnaþingi og Skagafirði. Mönnum ber saman um að óvenjulítið sé af rjúpu á þessu hausti. -ÞÁ íbúðalánasjóður á Sauðárkróki: Indverjar gera hugbúnað DVÍ SAUDÁRKRÓKI: ~ A vegum Fjárvaka á Sauðárkróki er unnið að því að innleiða og að- laga indverskt hugbúnaðarkerfi fyr- ir íbúðalánasjóð sem tekið verður í notkun á næstunni. Tveir indversk- ir sérfræðingar vinna við verkið. Að sögn Orra Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Fjárvaka, dótt- urfyrirtækis KS, er mikið að gerast hjá fyrirtækinu sem starfar aðallega í hugbúnaðargeiranum og beinir sínu starfi að bönkum og fjármála- stofnunum. Orri segir að Fjárvaka sé í sjálfu sér ekki ætlað að þenjast út hvað starfsmannafjölda varðar, heldur verði ráðnir menn til að vinna ein- stök verkefni og önnur fyrirtæki njóti þannig góðs af starfsemi Fjár- vaka. Fyrirtækið er í góðu samstarfi við Element hf. en varðandi verk- efnið hjá íbúðalánasjóðnum, sem er það stærsta hjá Fjárvaka í dag, hafa Indverjarnir tveir verið að forrita síðan á liðnu vori og eru þeir mikil- vægir aðilar við að innleiða hug- búnaðinn. Þeir eru starfsmenn indverks samstarfsaðila Fjárvaka, þess sama og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra heimsótti í fór sinni til Indlands samhliða forsetaheimsókn- inni á dögunum. „Indverjar standa mjög framar- lega í hugbúnaðargerð í heiminum. Þessir samstarfsaðilar okkar voru mjög ánægðir með heimsóknina og það er gott að efla samstarfið á þennan hátt,“ segir Orri en honum bauðst að taka þátt i þessari heim- sókn í indverska hugbúnaðarhúsið. -ÞÁ Nærföt, gardínur, rúmföt, músamottur, húfur, treflar, o.m.fl. Mikið úrval búninga úr ensku deildinni. Klippið út. Auglýsingin giidir ^ sem 10% afsiáttur. Opiö laugardag kl. 11-18 Opiö sunnudag 13-17 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 - simi 588 1560 www.mitrG.com HOFÐAHOLLIN BILASALA V i ð 'ffibPn.-r.j?. vi n n u m fyrir þ ig Löggiid bílasala • Opið mánudaga-laugardaga 10-19 • Sími 567 4840 • Fax 567 4851 húsgag nahöllin Mazda 626 ES 2.5 '93. ek. 148 þus. km, ssk, topplúga, álfelgur, cruisecontrol. leður. allt ratdr. ABS o.fl. Verd 950 þús. Tilbod 650 þús. Honda Civic 1.4 Si. árg. 97/04.ek. 50 þús km, 5 d.. áhvilandí bilalán. Verð 1.050 þús. Tilboð 950 þus. Cherokee Grand LTD 4,0 '96.ek. 130 þús km, ssk., álf.. dráttarkr., ieður, rafdr.. ABS o.fi. Einn eigandi. Verð 2.450 þús. Tilboð 1.950 þús. Galloper 2,5 TDi 98/10, ek. 80 þús. km, ssk. álf., rafdr., ABS, spoiler. 7 manna. Verð 2.050 þús. Tilboð 1.850 þús. Honda Accord 2,0 95/08 Plymouth Voyager 4x4 Grand LE, árg. 97.ek. 55 þús. km. ssk.. 3,8 vél, mjög vel Plymouth Grand Voyager 3,3 '96. ek. 85 þús. km, 5 d., ssk., álf., rafdr.. ABS. þjofavörn, litað gier, 7 manna. Verð 1.850 þús. Tilboð 1.550 þús. Verð 750 þus. Tilboð 550 þus, Verð 2.200 þus. Tilboö 1.980 þus. Verð 1.250 þús. Tilboð 1.120 þus. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.