Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 30
Í4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Tilvera DV Ferð um ísland 1809: Allra ljótustu mann- verur sem ég hef séð - lýsing heimsmanns á framandi landi, byggðu frumstæðu fólki - skítugu, lúsugu, sjúku, heittrúuðu og hjátrúarfullu Hefur veriö í þýöingum frá sextán ára aldri Arngrímur Thorlacius þýdandi segist hafa byrjaö aö þýöa bókina 1993 en ekki kláraö hana fyrr en á þessu ári. Ferð um ísland er ferðasaga tutt- ugu og þriggja ára bresks grasa- fræðings, Williams Jacksons Hookers, sem kom sem ferðamaður til íslands sumarið 1809 með ensku kaupfari sem einnig flutti Jörund hundadagakonung til landsins. Hann varð því vitni að „íslensku byltingunni" án þess þó að eiga þar nokkurn hlut að máli. Hooker var sjálfmenntaður nátt- úrufræðingur og átti eftir að ferðast viða, verða prófessor i grasafræði við Háskólann í Glasgow, fyrsti for- stjóri grasagarðsins í Kew og aðlað- ur fyrir fræðistörf. Hann var alla tíð mjög virkur maður, skrifaði bækur, stofnaði tímarit og duglegur við að miðla upplýsingum. Allir sem áhuga höfðu fengu að ganga í safnið hjá honum og fyrir það varð hann bæði virtur og vinsæH. Hooker lést í Kew 1865. Bókin er lýsing heimsmanns á framandi landi, byggðu frumstæðu fólki - skítugu, lúsugu, sjúku, heit- trúuðu og hjátrúarfullu, bláfátæku en þó fyrst og fremst gestrisnu. Byrjaði að þýða sextán ára Arngrímur Thorlacius, efnafræð- ingur á Iðntæknistofnun, þýðandi bókarinnar, segir að hann hafa byrj- að að þýða bókina 1993 en tekið sér langt hlé og ekki klárað hana fyrr en á þessu ári. „Ég hef verið i þýðingum frá sext- án ára aldri, framan af þýddi ég að- allega barnabækur og fræðibækur fyrir almenning. Ég hef m.a. þýtt bækur um nudd, ljósmyndum og svo var ég með í heimsmetabókinni. Upphaflega var ég beðinn að þýða þessa bók fyrir ísafold en forlagið gafst upp áður en ég lauk verkinu þannig að bókin var í kyrrstöðu í nokkur ár. Texti Hooker er mjög margslung- inn og ég hef því þurft að leita til náttúrufræðinga til að hjálpa mér. Bókin var ekki skrifuð fyrir útgáfu, þetta er dagbók sem höfundur dreifði til vina og hann reiknaði með að þeir væru læsir á latinu. Hooker notaði nafnakerfi Linneus þegar hann talar um plöntur og ger- ir ráð fyrir að menn skilji það. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur þýddi plöntunöfnin yfir á íslensku því helmingur þeirra hefur breyst einu sinni eða tvisvar frá því að bókin var skrifuð." Lítil, skítug og ijót gömul kona „Mér finnst bókin mjög áhuga- verð og merkilegt hvað svona ungur maður fer út í margt. Hann er greinilega bæði athugull og ná- kvæmur. Honum finnst landið frá- brugði því sem hann á að venjast og lýsir því í smáatriðum, veðrinu, fólkinu, sóðaskapnum og sjúk- dómunum. Hann ræðir allt sem fyr- ir augu ber, túlkar og leggur út frá í skrifum sínum.“ Hooker ofbýður sóðaskapurinn og segir á einum stað: Áður en ég yfir- gaf húsið var mér í mun að vikja lít- ilræði að húsfreyjunni, en hún var lítil, skítug og ljót gömul kona sem haföi hreint ekki farið varhluta af húðsjúkdómum. Ég rétti að henni neftóbaksdós en af hógværð hélt hún í fyrstu að ég væri einungis að bjóða henni að fá sér. Þegar henni skildist loks að dósin sjálf væri innifalin í gjöfinni, stóð ég áður en ég vissi af, auðmýktur, umvafinn faðmi þessarar þakklátu gömlu konu. Ég losaði mig úr prísundinni eins skjótt og kostur var og tókst á hendur vandlegan líkamsþvott í næsta tiltæka læk. Á öðrum stað lýsir hann íslensku kvenfóki með þessum orðum: Sum- ar þeirra eldri voru þær allra ljót- ustu mannverur sem ég hafði nokkru sinni séð. í hópi þeirra yngri voru nokkrar sem myndu telj- ast laglegar, jafnvel í Englandi. „Hooker var mjög upptekinn af gestrisni íslendinga og minnist að- eins einu sinni á slæmar móttökur, þegar bóndinn á Skeggjastöðum krafði hann um fyrirframgreiðslu og tímdi varla að láta hann fá eldi- við eða mjólk.“ Jörundur í miklum metum „Það kemur mér á óvart hvað Hooker talar vel um Jörund hunda- dagakonung. Allt sem ég hef heyrt tH þessa benti tH þess að hann hefði verið vitleysingur eða slæpingi og í dag væri hann líklega talinn ofvirk- ur. Hér er aftur á móti að flnna aUt aðra lýsingu, hann er fullkomlega laus við að vera vitlaus og mjög lip- ur í mannlegum samskiptum. Jör- undur var þó engan veginn gaUa- laus, hann var bæði fyHibytta og fjárhættuspHari og kom sér í mikil vandræði af þeim sökum seinna á lífsleiðinni. Eftir ævintýri sitt hér á landi var hann um tíma njósnari Breta á meg- inlandinu og fylgdist m.a. með orr- ustunni um Waterloo úr trjákrónu skammt frá. Að lokum var hann sendur 1 fanganýlendu á Tasmaníu og var um tíma lögreglustjóri þar. Jörund- ur er reyndar i miklum metum á Tasmaníu og safnaði efni í orðabók fyrir tungumál frumbyggjanna og talinn til frumkvöðla. Það fór þó iUa fyrir honum að lokum, hann giftist einhveri kerlingu sem var fyUibytta og hann endaði sem aumingi í ræs- inu og er jarðaður í ómerktri gröf.“ Kip Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. desember 2000 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 28. útdráttur 4. flokki 1994 - 21. útdráttur 2. flokki 1995 - 19. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 10. útdráttur Innlausnarveróið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. desember. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Hljómplötur______________________________________ t Ýmsir - Svona var á Sigló ★★ Höföar til fleiri en innfæddra eru Birgir Jóh. Birgisson, Ásgeir Óskarsson, Tryggvi Húbner, Einar St. Jónsson, Árni Scheving og Jó- hann Ásmundsson. Auk söngvara sem þegar eru nefndir má nefna Þuriði Sigurðardóttur, Einar Júlíus- son, Þorvald HaUdórsson, Rafn Er- lendsson og reyndar koma enn fleiri við sögu. Diskurinn var gerður í ró- legheitum á fjórum árum. Hann er greinHega nostursamlega unninn og allvel vandað til verka. Þar sem þessi diskur snýst kannski ekki svo mjög um listrænan metnað, frum- leika og ævintýralega spilamennsku er stjörnugjöf kannski í minna lagi. Það breytir því ekki að diskurinn er vel frambærilegur og getur höfðað til fleiri en innfæddra þótt þeir og aðrir sem til þekkja muni helsta ánægju hafa af. Þeir sem eldri eru geta ornað sér við minningamar og yngri kynslóðin kynnst því hvernig músikin var á Sigló fyrir 10-30 árum. Ingvi Þór Kormáksson Hátt í fimmtíu manns koma við sögu á geisladiskinum Svona var á Sigló. Sumir vel þekktir á lands- vísu, aðrir minna og frægð enn ann- arra mest bundin við Siglufjörð og nágrenni. Sumir textarnir virðast verulega staðbundnir og vafasamt að aðkomupakk botni nokkuð í þeim. Þeir hafa þá gjarnan verið ortir við kunn erlend lög, s.s.Anna Lára og Hólssveinabragur. í fyrra laginu hefur verið brugðið aUnokk- uð frá venjubundnum takti og virk- ar það dálítið stirt fyrir vikið. Hið síðara er kunnur sænskur mazúrki. Önnur lög eru dægurlög á hefð- bundnum nótum. Tvö eru eftir Leó R. Ólason og sýna vel að hann er lip- ur lagasmiður. Enn fremur má nefna lagið Rauðu sokkar rabarbar- ans eftir Guðmund Ingólfsson og Síðasta swinglagið, fjörugt og vel flutt af Sigga Björns og Amari, en það er eftir Guðmund Ragnarsson. Eitt lag á svo Bjarki Árnason, Dísir vorsins. í upphafi disks og niðurlagi heyrist á tal Gústa guðsmanns en fyrsta lagið er einmitt lag Gylfa Æg- issonar um þann mann. Þetta er eitt af betri lögum Gylfa, mjög ánetjandi laglína og innUegur texti. Syrpa með vinsælum lögum karlakórsins Vísis er endurflutt af aðeins tíu manna kór karla og kemur vel út. Einn af umsjónarmönnum útgáf- unnar er Leó R. Ólason. Hann sem- ur, spilar á píanó og er upptöku- maður ásamt fleirum. Meðal þeirra sem leggja til lið sitt í hljóðfæraleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.