Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 13 DV Útlönd Bill Clinton Bandaríkjaforseti í friðarför til írlands: Skæruliðar hvattir til að leggja niður vopnin Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti harðlínumenn í írska lýð- veldinu, sem búa nærri landamær- unum að Norður-írlandi, tU að leggja niður vopnin. Clinton sagði að það tæki suma langan tíma að átta sig á því að tími ofbeldisverka væri liðinn. Clinton er á þriggja daga ferðalagi tU Dyílinnar, Belfast og London. „Þegar aUt kemur tU aUs getur maður ekki sigrað með því að ná- granni manns tapar. Þetta er nýr dagur í Dundalk, nýr dagur á ír- landi,“ sagði Bandaríkjaforseti í ræðu sem hann hélt frammi fyrir sextíu þúsund manns í landamæra- bænum Dundalk. Fundarmenn voru tvisvar sinnum fleiri en bæjarbúar. íbúarnir sögðu að jafnvel páfmn sjálfur hefði ekki verið hálfdrætt- ingur á við Clinton þegar hann heimsótti héraðið árið 1979. Þá hlýddu ekki nema tuttugu þúsund manns á páfa. Dundalk er ekki nema tíu kíló- metra frá norður-irsku landamær- unum. Bærinn var eitt sinn gróðr- arstía fyrir írska þjóðernissinna og þaðan voru gerðar margar árásir á mótmælendatrúarmenn hinum megin landamæranna. Clinton og Ahern á pöbbinum Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Bertie Ahern, forsætisráöherra írlands, brugöu sér inn á pöbb í írsku höfuöborginni Dyflinni í gær og fengu sér aö drekka hinn rómaöa Guinness-bjór. Clinton ræöir viö stjórnmálamenn á írlandi, Noröur-írlandi og Bretlandi til aö reyna aö tryggja friö milli trúarhópa. Sumir segja að í Dundalk búi enn öfgasinnuðustu öflin í hreyfingu lýðveldissinna, manna sem stóðu fyrir morðárásinni í norður-írska bænum Omagh fyrir tveimur árum þar sem 29 manns týndu lífi. Friðarferð Clintons til írlands er hin síðasta áður en hann lætur af forsetaembættinu í janúar. Það voru stjómvöld á írlandi og Bret- landi sem hvöttu hann til að gera lokatilraun til að koma friðarferlinu á Norður-írlandi aftur í gang. Clinton fór í göngu um götur Dyflinnar í gær, fékk sér Guinness- bjór og kíkti í búðir milli fyrirfram ákveðinna funda. Boð Bandaríkja- forseta til írsku þjóðarinnar voru þau að hvika hvergi i leit sinni að friði þar sem afleiðingarnar yrðu hræðilegar ella. Þúsundir Dyflinnarbúa létu rign- ingu og strekkingsvind ekki aftra sér frá því að hylla Clinton, Hillary eiginkonu hans og dótturina Chel- sea þegar þau gengu um götur borg- arinnar eftir komuna þangað í gær. Clinton er nú kominn til Norður- írlands þar sem hann mun hitta stjórnmálamenn kaþólikka og mót- mælenda. í dag fer hann til London og hittir Elísabetu drottningu. Vladimir Gúsinskí Fjölmiölakóngurinn segir ásakanir Rússa af pólítískum ástæöum. Rússneskur fjöl- miðlakóngur grip- inn á Spáni Spænska lögreglan handtók í gær rússneska fjölmiðlakónginn Vla- dimir Gúsinskí sem er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir meint um- fangsmikil fjársvik. Alþjóðalögregl- an kveðst vera að kanna hvort um sé að ræða ásakanir af pólitískum toga eins og Gúsinskí heldur sjálfur fram. Fjölmiðlar hans hafa gagn- rýnt stjómvöld í Kreml harkalega. Gúsinskí var handtekinn á heim- ili sínu í strandbænum Sotogrande nálægt Cadiz i suðurhluta Spánar. Lögmaður hans í Moskvu sagði að reynt yrði að koma í veg fyrir fram- sala hans til Rússlands. Gúsinskí fór frá Rússlandi eftir að hafa verið gripinn og yfirheyrður í júni síðast- liðnum. Franskir lögfræðingar í vígahug Lögmenn í Frakklandi lögöu niöur vinnu í gær til aö leggja áherslu á kröfur sínar um hærri greiöslur fyrir lögfræöiaðstoö viö fátæklinga. Starfsemi dómstólanna lamaöist nær alveg, enda fóru 35 þúsund lögfræöingar í verkfall, þar á meöal þessi ágæti maöur sem heldur á dúkku í gálga. Eþíópía og Erítrea semja um frið Yfirvöld í Eþíópíu og Erítreu und- irrituðu í gær samkomulag um frið sem binda á enda á landamærastríð- ið sem staðið hefur yfir í tvö ár. Samkomulagið þýðir þó ekki að ein- ing ríki um landamærin. Skipuð hefur verið nefnd sem fær 18 mánuði til að komast að niður- stöðu um hvar landamærin eigi að vera. Á meðan munu friöargæslu- liðar Sameinuðu þjóðanna vera á svæðinu. Viðstödd undirritun friðarsam- komulagsins í höfuðborg Alsírs í gær voru Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Stríðið milli Eþíópíu og Erítreu braust út í maí 1998 og eru fórnar- lömb þess orðin yfir 100 þúsund. Vopnahlé, sem samið var um í júní síðastliðnum, hefur að mestu verið haldið síðan. Eþíópía er háð Erítreu, Djibouti og Sómalílandi um sjóflutninga. Jóla hvað, annað en.. AEG Hreint AEG Bless bursti 59.900 Nú gef ég sjálfum mér uppþvottavél Þetta er sú heitasta og hljóðlátasta á markaðnum. Túrbó þurrkun, 6 þvottakerfi, 6 falt vatnsöryggi og 3 vatnsúðarar. Tekur 12 manna stell. Þetta er alvöruvél og hún vinnur verk sín í hljóði. Út sagt.. ..fullkomin þvottavél á sinn einfalda hátt. 400-1400 snúningar, öll hugsanleg þvottakerfi og stærra op. 69.900 Heimsending innifalin i verði á stór Reykjavikur-svæðinu Hvorki vott, en væri gott ef hann þyldi þvott -ég má nú Ifka rugla aðeins, svo sjaldan maður skreppur I bæinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.