Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 28
32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Tilvera DV Einfalt og fljótlegt konfekt: Kvenfélag í konfektgerð - hugarfarið skiptir mestu máli Konurnar í Kvenfélagi Hvamms- hrepps komu saman í desember- byrjun og gerðu konfekt. Þennan sið hafa þær haft í nokkur ár og aðal- lega til þess að hafa gaman af sam- verunni. Uppskriftirnar eru einfald- ar og á allra færi að feta í fótspor kvennanna í Hvammshreppi. „Það er okkar reynsla að best er að prófa sig áfram og festast ekki í fyrirfram ákveðnum hugmyndum. Konfektgerðin er eins og annað að það sem við nálgumst með réttu hugarfari heppnast. Við gerum þetta með hæfilegri blöndu af ánægju og kæruleysi. Og ekki spill- ir að hafa aðeins sérrílögg í staupi," segir Málfríður Eggertsdóttir, for- maður Kvenfélags Hvammshrepps. Konumar i félaginu hafa síðan í haust unnið að ýmsum verkum. Þær hafa saumað sængurföt úr um 350 metrum af lérefti, haldið jóla- kvöld fyrir íbúa elliheimilisins og á Bragöefnunum hellt saman viö marsipaniö Áslaug Einarsdóttir og Bjarney Bjarnadóttir eru íbyggnar. Gleðileg jól. Notaö er hvítt súkkulaði til skreytinga. | JólaHappdrœtti : ‘Tékgs íslenskra bákaúigefenda JVúmer dagsins: 13. des 40 nýju ári verður tekið til við þorra- blót, námskeið af ýmsum og toga og blómasölu á konudaginn en það er ein helsta fláröflun þeirra. Ekki eiga þær neinar sérstakar uppskrift- ir að konfektinu heldur hafa þær unnið það eftir hentugleikum og Biogagnryní smekk. Eftirfarandi uppskriftir eru því aðeins til viðmiðunar. Eins og Málfríður segir er það hugarfarið sem skiptir máli þegar. gera á vel heppnað konfekt. „Við byrjuðum á konfektgerðinni fyrir um það bil tíu árum og höfum síðan breytt og bætt við uppskrift- irnar. Við leggjum í púkk þegar hrá- efnið er keypt og síðan er kostnaðin- um skipt á milli þátttakenda," segir Málfríður. Að þessu sinni voru sjö konur í konfektgerðinni og skemmtu sér prýðilega við mas og sérrílögg. Gráfíkjukonfekt 200-250 g gráfíkjur 1/2 dl koníak 500 g marsipan 200 g suðusúkkulaði 100 g hjúpsúkkulaði. Brytjið gráfíkjumar smátt og þjappið laust í krukku með loki. Hellið koniakinu yfir og látið bíða yfir nótt. Hnoðið gráfíkjumassanum saman við marsipanið. Ef það er of blautt má bæta í það flórsykri. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Búið til litlar kúlur og dýfið þeim í bráðið súkkulaðið. Ef viil má velta þeim upp úr skrautsykri. Kókoslengjur 500 g marsipan 200 g kókosmjöl Hnoðið saman kókosmjöl og marsipan. Takið af litla bita og hnoðið þá í lengjur á stærð við vísi- fingur. Dýfið í súkkulaði (sjá upp- skrift af blöndu að ofan) stráið kókosmjöli yfir og kælið. Súkkulaöimolarnir hjúpaöir Hulda Finnsdóttir, Sigríður D. Árna- dóttir og innst er Áslaug Einarsdóttir Marsipanbrauð 500 g marsipan núggat gráfikjur piparmyntulíkjör Þessi uppskrift að marsipan- brauði er mjög einföld og 1 raun er hægt að útfæra hana alveg eftir eig- in höfði. Marsipanið er flatt út í fer- hyrnda köku sem er 1-11/2 sentí- metri að þykkt. Skerið í þrjár lengj- ur og leggið niðurskorið núggat í hverja. Rúflið marsipaninu upp og lokið vel. Hjúpið með súkkulaði. „Þær handlögnustu skrifa gjarnan Gleðileg jól á brauðið," segir Mál- fríður. Síðan er það sneitt niður eft- ir þörfum. Fyrir utan núggat má nota gráfíkjumassa, döðlumassa, lit- að og bragðbætt marsipan, t.d. með piparmyntulíkjör. Hér er það hugar- flugið sem ræður. Fyrir utan þessar grunnhug- myndir bendir Málfríður á að þær noti stundum annað hráefni. Hnet- um er rúllað inn i marsipan og síð- an hjúpað með súkkulaði, döðlur eru steinhreinsaðar og fylltar með marsipani og siðan hjúpaðar með súkkulaði. Nota má þurrkuð kirsu- ber inn í marsipan eða ein sér og hjúpa þau síðan súkkulaði. Skreyta má molana með gráfíkjubitum, bit- um af kokkteilberjum, skrautsykri, möndlubitum eða hnetubitum. „Besta niðurstaðan fæst þegar maður notar það sem manni sjálf- um og heimilisfólki fínnst gott. Það er ekki flóknara en það,“ segir Mál- fríður. Sambíóin/Laugarásbíó - The Grinch ★ ★ Bóker besta gjöfin Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda í Jim Carrey í erfiðu umhverfi Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóóum og á pósthúsum. Þegar ég var barn sá ég Þegar Trölli stal jólunum á aðfangadag í ríkissjón- varpinu, eins og aðrir af minni kyn- slóð. Og ég varð hreint gáttaður yflr hvað þetta var skemmtileg saga, fynd- inn texti, gasalegar teikningar og allt saman eitthvað svo svakalegt. Á þess- um dögum - sem brátt má fara að kalla gamla daga - áttum við ekki að venjast því að barnaefni væri skemmtilegt. Mest af því efni sem var haldið að okkur átti rætur sínar í samfélagi sem var löngu horfið; byggt á gildum sem voru gufuð upp og vis- aði til einhvers sem enginn þekkti lengur. Svipað og íslenskir málshætt- ir; en þeim var einmitt haldið stift að minni kynslóð. Það þótti fegra mál barna á síðustu árum Viðreisnar að vísa til tóvinnu á baðstofuloftum og sjósóknar áður en vélar voru settar í báta. Þess vegna kitlaði allt eftir Dic- kens huga okkar. Þetta hljómar ef til vill undarlega þar sem Theodore Seuss Geisel, sá dr. Seuss sem samdi söguna um Trölla er fæddur 1904; tveimur árum síðar en Halldór Laxness. Dr. Seuss var þvl ungur maður á þriðja áratug aldar- innar. Siðaboðskapur hans var tvenns konar. Annars vegar ábending um að veraldleg gæði séu ekki gæði í sjálfum sér þótt þau geti vissulega hjálpað okkur til að njóta sannari lífsgæða. Hins vegar að þeir sem við hræðumst eru sköpunarverk okkar; með fordóm- um ölum við á ótta gagnvart þeim sem eru ekki alveg eins og við, höld- um þeim frá okkur og neyðum þá með Trölli og Cindy Lou því til að gegna hlutverki óvina okk- ar. Sígild speki í sjálfum sér. En samt er eins og mig minni að megnið af því sem haldið var að okkur viðreisnar- börnunum hafl búið yfir raunveruleg- um óvini sem ógnaði okkur að utan; eitthvað í likingu við Leigjanda Svövu Jakobsdóttur; einhver tröll og forynj- ur sem vildu ryðjast inn í sæluríki okkar og skemma það. Að boðskapur- inn væri fremur að taka einarða af- stöðu gegn hinu illa fremur en að reyna að skilja óvini sína; hvað þá elska þá. En það var ekki siðaboðskapur dr. Seuss sem heillaði mig átta ára. Ég heillaðist náttúrlega af Trölla; hann var svo glæsilegur i ófyrirleitni sinni aö það var ekki hægt annað en fyrir- gefa honum. Hann var hinn fullkomna partíbulla; rústaði samkvæmið með svo sannferðugu yfir- varpi að það gaf honum heilagan rétt. Og fólkið I Hverabæ var svo sjálfumglatt og illt í heimsku sinni að það var gott á það að missa jólin. Ég var orðinn tíu ára þegar ég sættist við Trölla fyrir áð skila þessu pakki jólunum aftur. Kannski var það þetta sem var svo spennandi við dr. Seuss á sinum tíma; að hann sýndi heim fullorðinna með augum barns- ins sem kjánaveröld - eins og Astrid Lindgren og Roald Dahl. Efnið sem haldið er að börnum hef- ur breyst síðan ég var átta ára. Ég get ekki ímyndað mér að börnum finnist lengur sem Roald Dahl, Astrid Lind- gren og dr. Seuss taki afstöðu með sér gagnvart fávísum foreldrum og öðrum kúgurum. Undanfarna áratugi hefur ógrynni af barnaefni fylgt tóninum sem þau gáfu; þeirra leið er alfaraleið. Og þeir sem vilja skera sig úr hafa bara hærra; gera fullorðna að enn meiri kjánum, upphefja enn frekar sýn barnanna og ala enn heiftugar á ofvaxinni réttlætiskennd þeirra. Þar til við sitjum uppi með South Park. Gunnar Smári Egilsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Ron Howard var því í nokkrum vanda þegar honum var falið að gera kvikmynd upp úr Þegar Trölli stal jól- unum. Annars vegar sat hann uppi með nostalgíska sýn sinnar kynslóðar á þessa sögu og hins vegar þurfti hann að bæta einhverju í hana svo hún liti ekki út eins og kjánalegar fornminjar innan um barnaefni dags- ins. Hann þurfti því bæði að gæta íhaldssemi og beita nýjungagirni en það er sem kunnugt er óvinnandi verk. Leiðin sem hann valdi var að treysta á yfirdrifna leikmynd og ýkt- an leik. Niðurstaðan er eitthvað sem minnir á kínverska óperu, setta upp Hjá Báru. Þessi umbúnaður kæfir alla íbúa Hverabæjar. Þeir renna saman í eina sviplausa bendu. Sem er afleitt; því til að teygja þessa sögu í einn og hálfan tíma þurfti Howard nauðsyn- lega á að halda líflegum hliðarsögum af bæjarbúum. Þess i stað verða þeir aðeins hvimleiðm bakgrunnur fyrir stjörnu myndarinnar; Trölla; Jim Car- rey . Og það sýnir snifli þessa manns að í hvert sinn sem hann birtist á tjaldinu fyrirgáfu áhorfendur Howard leiðindin og hlógu. Án Jims Carreys væri þessi mynd eins Hammett eftir Wim Wenders eða One from the Heart eftir Coppola; eins konar sjálfsfróun listræns stjórnenda. Leikstjórn: Ron Howard. Handrit: Jeffrey Price og Peter S. Seaman eftir bók dr. Seuss Leikarar: Jim Carrey, Jeffrey Tam- bor, Christine Barinski og Taylor Mom- sen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.