Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
11
I>V
Fréttir
| Fátæki bóndinn \
fékkráðskonu
- kom í iwr oa slclkti ktötbolliir
Fréttir DV
- af fátæka bóndanum
á Birnustöðum.
Fátæki bóndinn
orðinn ríkur
Fátæki bóndinn á Bimustöðum í
Súðavíkurhreppi, sem mjög var í
fréttum DV í fyrravetur vegna ráðs-
konuleysis og einsemdar á bæ sín-
um, er orðinn ríkur. Indriði bóndi
Hilmarsson er fluttur til ísafjarðar
og hefur selt fullvirðisrétt sinn á
átta milljónir króna. Þá hefur hann
fengið kauptilboð í Bimustaði upp á
10 milljónir þannig að Indriði bóndi
stendur innan tíðar með átján millj-
ónir í höndunum. Einhverjar munu
skuldimar vera en þó ætti nóg að
vera afgangs til að hefja nýtt og
betra líf á mölinni.
Ekki er ljóst hvað Indriði bóndi
tekur sér fyrir hendur þvi ekki
tókst að ná sambandi við hann á
ísafirði í gær. -EIR
Reykjanesbær:
Ekið á konu
Ekið var á eldri konu við Sam-
kaup á Njaröarbraut í Reykjanesbæ
skömmu fyrir klukkan 15 í á mánu-
dag. Konan hlaut beinbrot og höfuð-
áverka en var ekki talin vera í lífs-
hættu. Hún var flutt með sjúkrabíl á
Landspítalann í Fossvogi. Fólk sem
lokað hafði Reykjanesbrautinni til
þess að hvetja til þess að brautin
verði breikkuð hleypti sjúkrabiln-
um í gegn án vandkvæða. -SMK
Sex milljónir til við-
halds „þjóðarskútunni“
- tugmilljóna viðgerð á Kútter Sigurfara er fram undan og nauðsynlegt að byggja yfir hann
DV, AKRANESI:_______________
A fjárlögum ríkisins fyrir
árið 2001 undir liðnum 02-902
Þjóðminjasafn íslands er gert
ráð fyrir 6 milljónum króna til
endurbyggingar á Kútter Sig-
urfara sem stendur við
Byggðasafnið á Görðmn á
Akranesi. Kútterinn er farinn
að láta verulega á sjá og kom-
inn fúi í hann á nokkrum stöð-
um eftir að hafa staðið úti án
skjóls fyrir veðri og vindum
árum saman.
Samkvæmt heimildum DV
mun kostnaður við endurbygg-
ingu og framtíðarvarðveislu
Kútters Sigurfara fara í
nokkra tugi milljóna króna ef
rétt verður að staðið og nauð-
synlegar ráðstafanir gerðar.
Sérfræðingár í skipasmíðum
sem DV hefur rætt við segja að
ekki megi byrja á vitlausum
enda varðandi varðveisluna,
það væri viturlegast að byrja á
því að byggja yfir Kútterinn og
síðan endurbyggja hann og
vera með framtíðarvarðveisl-
una undir húsi.
DV bar þetta undir Jón
Heiðar Allansson, safnstjóra
Byggðasafnsins á Görðum
Akranesi. Hann segist fagna
þvi ef fjármunir fáist til endur-
byggingar á Kútternum þar
sem skipið sé mjög dýrmætt
fyrir sögu þjóðarinnar og það eina
sinnar tegundar sem varðveitt er
hér landi.
„Ég er hins vegar sammála því að
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON
Fallegur en illa farinn
Kútter Sigurfari stendur viö Byggðasafnið á Görðum og sómir sér vel, fallegur kútter að sjá en illa farinn á nokkrum stöðum
þegar betur er að gáð.
það sé brýnt að byggja yfir Kútter-
inn þvi að óvarinn getur hann ekki
staðið til frambúðar fyrir utan safn-
ið. Leitað verður allra leiða við að
fá fjármagn til þessa verkefnis.
Vegna sérstöðu kútters Sigurfara,
þessarar eiginlegu þjóðarskútu ís-
lendinga, er eðlilegt að líta á hann
sem hluta af sameiginlegu Sjóminja-
safni íslands þótt hann sé í umsjá
Byggðasafnsins að Görðum,“ sagði
Jón safnstjóri við DV -DVÓ
4 stk 16x8 álfelgur og
Sport King 32"
(265/75R16) dekk.
93.900.-
4 stk 15x10 álfelgur og
Sport King 33" dekk.
104.900.-
4 stk 15x10 álfelgur og
Durango 35" dekk.
Góð heilsársdekk, mjúk
og endingargóð
mikið skorin, gott grip
III. 900
Vegmúla 2
S: 588-9747
M
MXN3ELS
i\ jú
V ’mV
I