Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Menning Á mörkunum DVWYNOE.ÓL. Auöur Jónsdóttir rithöfundur Vill lýsa aðstæðum og erfiðleikum innflytjenda á íslandi. Fyrsta skáldsaga Auð- ar Jónsdóttur, Stjóm- laus lukka, vakti svo mikla lukku að hún var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna, kannski ekki síst fyrir frábæra persónusköpun og næmi og skarp- skyggni á breyskleika mannsins. 1 annarri skáldsögu Auðar, Annað líf, eru aðalpersónur Guðmundur Jónsson, 54 ára verkamaður, og Napassorn, tvítug stúlka frá Tælandi sem Guðmundur skýtur yfir skjóls- húsi um stundarsakir. Guðmundur, sem aldrei hefur verið við kvenmann kenndur, er ekki allt of hrifinn af þessu góðverki en lætur þó til leiðast enda gæðablóð. En hann er einnig drumbur og klaufskur í mannleg- um samskiptum og það setur mark sitt á samband þessara tveggja ólíku einstaklinga. Bókmenntir Auður Jónsdóttur tekur sér veglegt verk- efni fyrir hendur, þ.e. að lýsa aðstæðum og erfiðleikum innflytjenda á íslandi. En því miður er útkoman ekki sem skyldi aðallega vegna þess að Guðmundur er ekki af þess- um heimi. Hann er ótrúlega fávís um sam- skipti kynjanna, einkum þegar tekið er mið af því að hann er sæmilega greindur, alinn upp í nútímasamfélagi og þar að auki kom- inn til ára sinna! Höfundi mistekst að gæða persónu hans samúð, sem þó hefur örugg- lega verið ætlunin. Guðmundur er sérkenni- leg blanda af álappalegum sveitamanni, gáfumenni, heimskingja, góðmenni, harð- stjóra, fýlupúka og gantara, svo undarleg og illa undirbyggð samsetning að lesandinn kemur honum engan veginn heim og saman. Napassorn setur fjör í söguna með styrk, dugn- aði og fyndni. í nýjum heimi gerir hún þögula uppreisn gegn þeirri kúgun sem hún hefur alla sína ævi þurft að þola. Áður en Guðmundur get- ur sagt einn, tveir og hó er Napassorn búin að gæða einfalda og hallærislega umgjörð lífs hans asiskri dulúð með útskornum fil, Búddalíkneski, kertum, grænum froski o.fl. Hún er ægifóg- ur þokkadís sem eldar framandi mat, Guð- mundi til mikils angurs, en um síðir lærir hann að meta matinn og stúlkuna ... þó hann skilji hana alls ekki. Sem varla er von því hún er afar dyntótt og tekur upp á ótrú- legustu hlutum sem rekja má til storma- samrar og átakanlegrar fortíðar hennar. Götótt persóna Guðmundar gerir það hins vegar að verkum að höfundur lendir í hálf- gerðum ógöngum og lætur söguna enda með vísun í eina af frægustu bókum Hall- dórs Laxness. Þau endalok hefðu verið ágætlega við hæfi ef undirbyggingin hefði verið betri. Aðrar persónur Annars lífs vekja litlar tilfinningar hjá lesanda. Þar má til dæmis nefna Geirþrúði nokkra sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum sem sjálf- skipaður bjargvættur Napassorn sem þarf síst af öllu á björgun hennar að halda! Geirþrúður á greinilega að vera háðsá- deila á ófullnægt, ríkt fólk en sú paródía snýst upp í andhverfu sína og gerir fyrst og síðast lítið úr fólki sem gefur vinnu sína tU ýmissa góðgerðarmála. Og að af- greiða sjálfsmorð manns sem veriö hefur viðloðandi sögu frá upphafi eins og hverja aðra slátrun nautgrips er í hæsta máta óviðeigandi. Hlýjan og nærgætnin i Stjórnlausri lukku vikur í Öðru lífi fyrir óskipulögðum vinnubrögðum, en þó glittir í þann sjarma sem fyrri bók Auðar býr yfir. Þar má nefna lúmska tvíræðni og skondin tilsvör persóna sem bjarga áðurnefndum leiðind- um að nokkru leyti. Auður hefur þegar sýnt og sannað að hún getur betur og það mun hennar þriðja bók vonandi leiða i ljós. Sigríður Albertsdóttir Auöur Jónsdóttir: Annaö líf. Mál og menning 2000. Bókmenntir Að selja sál sína Goðsögnin um manninn sem selur sál sína er alltaf tilraun tO að lýsa hvers virði sálartetrið er sam- tíma goðsagnarímyndar- innar, og um leið er hún spuming um hvaðan sé sprottin sú undarlega sann- færing að mannskepnan breysk geti ráðið eigin sál- armætti. Þessi undarlega þversögn að manninum sé gefinn sá andlegi máttur af hinum algóða sem selja megi kaupandanum eina, þeim vonda, fyrir auð, visku, völd eða snilli hefur orðið skáldum að yrk- isefni um aldaraðir. Fræg saga Thomasar Mann, Doktor Fástus sem nú kemur út í þýðingu Þor- steins Thorarensen, er dæmi um það. Að sjálfsögðu er skáldsagan mótuð af höfuðverki þýskra bókmennta, Fást Goethes, en ekki síður af þeirri ógn nasismans sem hvað skörulegast gekk fram í að eyða þýskri menningu með þjóðrembu og kynþáttahatri. Það er því ekki að ástæðulausu að sögumaður nefnist Zeitblum (stundarjurt) eða að söguhetjan Adrían Leverkúhn skuli vera tónsnill- ingur, jafnstóran sess og tónlistin hefur æ átt í orð- spori þýskrar menningar. En söguhetjan er einnig táknmynd þeirrar evrópsku hámenningar sem dáir snillinginn, sigurvegarann og ofurmennið, þá Napoleona, Svíakónga eða austurríska húsamálara sem ljóma skært þá sigur vinnst en eru fyrirlitnir mest í ósigri. Þetta er ekki einvörðungu sagan um ofmetnað- inn heldur einnig iðrunina, og menningarsaga í bland þar sem öll evrópsk guðfræðileg hugsun er endurmetin. En gleymum því ekki að öll guðfræði er jafnframt djöflafræði, því hvað er hið góða án andstæðu sinnar? Það væri óðs manns æði að reyna að rekja söguþráð allan en víst er um það að ritunartíminn gaf ekki höfundi ástæðu til bjart- sýni, þó að hann álykti að án vonar um náð hætti maðurinn að vera mennskur. Thomas Mann er sannarlega einn af jöfrum evr- ópskrar skáldsagnagerðar á tuttugustu öld þó að hann snerti lesendur ef til vill minna nú þegar menn rýna til þeirrar næstu. En það er fengur að því að fá þessar stærri sögur hans á íslensku hverja af annarri. Og þegar svo er finnst manni lít- ilmótlegt að vera með sparðatíning gagnvart þýð- ingunni; nákvæm er hún að því er best verður séö en lipur er hún ekki. Þegar hlegið er „lipurt“ eða menn „marka hámark skáldskaparins" þá hnýtur lesandi við, og þýðingin á aðfaraljóði Dantes gerir hann að hálfgerðum bögubósa. Það er miður. Um margt er vel til fundið að nota tréskurðarmyndir Dúrers til bókarskreytingar en prentunin á þeim er siðri en skyldi og skýringartextar útgefanda hvimleiðir. Geirlaugur Magnússon Thomas Mann: Doktor Fástus. Þorsteinn Thorarensen íslenskaöi. Fjölvi 2000. Bókmenntir __________________________________________________________________ Dásamleg fantasía Ekki er ofsögum sagt að Philip Pullman fari ótroðnar slóðir í ævintýrasögunni um hana Lýru, Gyllta áttavitan- um. Heimurinn sem hún býr í er ekki okkar heimur en þó eiga þeir margt sameigin- legt, og svo virðist sem hennar heimur sé í rauninni samhliða okkar. Við fylgj- umst með Lýru á umbrota- tímum í lífi hennar. Dular- fullir atburðir gerast, Lýra heyrir um Duft í fyrsta skipti og böm hverfa sporlaust. Þegar vinur henn- ar hverfur lika ákveður Lýra að leita hans. Sú leit dregur hana á vit ótrúlegra ævintýra og í mikla svaðilfór sem óvíst er að hún eigi afturkvæmt úr. Ég verð að taka undir umsögnina á bókarkápu þvi þetta er „með því magnaðasta og frumlegasta" sem ég hef lesið. Hreint og beint dásamleg fantasía sem heillar lesandann strax á fyrstu síðu. Höfundi tekst að búa til ævintýraheim sem er algjörlega sannfærandi og persónur hans eru dregnar skýr- um dráttum, enda um hefðbundna baráttu góðs og ills að ræða. Lýra er ótrúlega heilsteypt persóna þrátt fyrir ungan aldur. Hún er sterk á svellinu og sannkölluð hetja þegar á reynir. Hún er ein af þess- um frábæru kvenhetjum (barna)bókmenntanna og minnir stundum á Linu Langsokk því hún lætur mótlæti aldrei slá sig út af laginu. Aðrar persónur sögunnar em ekki síður áhuga- verðar og þar má líka nefna „fylgjurnar"; Allir eiga sér fylgju sem er eitthvert dýr og eru órjúfanleg tengsl á milli manns og fylgju. Á barnsaldri per- sónunnar geta fylgjurnar breytt formi sínu og tek- ið á sig mynd hvaða dýrs sem er. Við kynþroska persónunnar fær fylgjan endanlega mynd og verð- ur þá það dýr sem á mest sameiginlegt með þeim persónuleika sem barnið fær og er að nokkra leyti sál persónunnar. Umgjörð sögunnar er einnig athyglisverð. Kirkjuvaldið er allsráðandi og minnir á áhrif kat- ólsku kirkjunnar á miðöldum. Trúin skiptir miklu máli og í sögunni má sjá ákveðnar tilvisanir í Bibl- íuna. Lýra á það til dæmis sameiginlegt með Jesú Kristi að vera nokkurs konar lausnari þess heims sem hún lifir í en veit ekki sjálf hvað hún gegnir stóru hlutverki. Sagan hennar Lýra er ílókið og viðamikið verk því þessi bók er aðeins sú fyrsta af þremur. Þetta er ótrúlega metnaðarfullt verk sem gerir miklar kröfur til lesenda. Ekkert er dregið undan, hvorki gæska né grimmd heimsins. Sögupersónur þurfa oft að berjast upp á líf og dauða og lífið sigrar ekki alltaf. Þýðing Önnu Heiðu Pálsdóttur virðist aldeilis frábær því margt er framandi í texta bókarinnar og margar nafngiftir sérkennilegar. Það kemur al- veg eölilega út í þýðingunni að tala um „sígypta“ og „amburmagn" svo eitthvað sé nefnt og undirrit- uð hnaut aldrei um klaufalegar setningar. Þetta er bók sem allir unnendur fantasíusagna, allt frá ævintýram til vísindaskáldsagna, ættu að næla sér í. Hún ætti ekki síður að höfða til fullorð- inna en þeirra sem yngri era. Oddný Ámadóttir Phlllp Pullman: Gyllti áttavitinn. Þýöing: Anna Heiöa Pálsdóttir. Mál og menning 2000. Ábvu.ii Attavitivn DV Unisjón: Silja Aðalsteinsdóttir ðldin fimmtánda (ittei, Iðunn hefúr gefið út bókina Öldin fimmt- ánda 1401-1500, sautj- ánda bindið í hinni vin- sælu ritröð Aldirnar sem hóf göngu sína fyr- ir háifri öld. Óskar Guð- mundsson er höfundur nýju bókarinnar. Fimmtánda öldin hefur stundum verið kölluð hin myrka öld íslandssögunnar, sveipuð dulúð og leynd. En öldin var ekki atburðasnauð, öðra nær. Höfðingjar riðu um hérað með yfirgangi og tókust á, sæ- greifar söfnuðu auði og kvenskörungar eins og Ólöf ríka voru áberandi í islensku þjóðlífi. Fimmtánda öldin var öld öfga til góðs og 'ills og umbrotatími í íslenskri sögu, og í bókinni er sagt frá morðum og misþyrmingum, hirðskáldum og vikivök- um, plágum og pestum, híbýlaháttum, mataræði, verslun og viðskiptum. Öldin er nú litprentuð í fyrsta sinn og er í bókinni fjöldi litmynda af listaverkum og fornum minjum. Matarsögur Salka gefur út Matar- sögur - uppskriftir og önnur leyndarmál úr eldhúsum íslenskra kjarnakvenna. Þar spjalla Sigrún Sigurðar- dóttir og Guðrún Páls- dóttir við sautján þekktar athafnakonur um mat og matargerð, meðal þeirra eru Margrét Ömólfsdóttir, Hulda Hákon, Kolbrún Kjarval, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Margrét Pálmadóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Siv Friðleifsdóttir og Vig- dís Grímsdóttir. Þær gefa fjölda uppskrifta að einfoldum, fljótlegum sælkeraréttum og ljóstra upp safaríkum leyndarmálum úr eldhúsinu. Einar Falur Ingimundarson og Golli tóku ljósmyndir. Þekktir skrifa um MA_______________________ Bókin Minningar úr | Menntaskólanum á Ak- I ureyri er komin út hja I bókaútgáiúnni Hólum. I Þetta er veglegt rit. gef- | iö út til að sýna i verki h samheldni nemenda I skólans. Tryggð jiess- I ara gömlu nemenda I segir Tryggvi Gíslason | skólameistari í formála að hafi veitt skólanum styrk til þess að takast á við ný verkefni. Sé bókin enn eitt dæmi um þá ræktarsemi sem nemendur hafa sýnt skólanum. Gömlu nemendurnir minnast Mennta- skólans hver með sínum hætti. Fyrsta kafl- ann á Jón Sigurgeirsson sem útskrifaðist árið 1929, en þann síðasta Eygló Svala Arn- arsdóttir sem varð stúdent fyrr á þessu ári. Þekktar persónur úr þjóðlífinu eru sannar- lega íjaðrir í menntaskólahattinn; í þeirra hópi era Ármann Snævarr lagaprófessor, Sverrir Hermannsson alþingismaður og Herdís Egilsdóttir kennari. Flosi Ólafsson leikari segir sínar farir ósléttar úr skólan- um því þaðan var hann rekinn sjö sinnum! Steinunn Jóhannesdóttir rithöfúndur og Tómas Ingi Olrich þingmaður eiga skárri minningar, en Þorvaldur Þorsteinsson, sem m.a. hefur skrifað leikrit, nefnir dvöl sína í skólanum lengsta leikrit sem hann hefur tekið þátt í og segir skemmtilega frá dýrkun sinni og skólafélaganna á skrúð- mælgi og gáfumannaútúrsnúningum. Alls eru í bókinni 46 greinar eftir jafn- marga höfunda og í ritnefnd sátu Pétur Halidórsson, Kristján Kristjánsson og Jón Hjaltason. Verðlaun bóksala Viðurkenningar bóksala um land allt voru veittar í fyrrakvöld. Besta islenska barnabókin var Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikilvæg skilaboð eftir Þorvald Þor- steinsson. Besta þýdda bamabókin var Harry Potter og fanginn frá Azkaban eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi. Besta íslenska skáldsagan var Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson. Besta þýdda skáldsagan var Dóttir gæfunnar eft- ir Isabel Allende. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Loks var Hnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur kosin besta ljóðabókin. Þetta er í fyrsta skipti sem bóksalar taka höndum saman á þennan hátt og hefur starfsfólk í bókabúðum sýnt málinu mik- inn áhuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.