Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Fréttir DV Frumlegt Sveinn Sigurbergsson, kaupmaður í Fjaröarkaupi, og synir hans fara ekki endilega hefðbundnar leiðir. Til aö afhjúpa hið mikla verk Grims Marinós Steindórssonar myndhöggvara fengu þeir þyrlu, hvorki meira né minna. Hafnarfjörður: Þyrla afhjúpaði nýtt útilistaverk Nýtt útlistaverk í eigu Fjarðar- kaupa var afhjúpað á sunnudaginn og var fengin þyrla til að afhjúpa verkið sem ber nafnið Jötnar. Um er að ræða 3 bergganga úr stál- dröngum og er sá hæsti um 6 metra hár. Höfundur verksins er Grímur Marínó Steindórsson en hann gerði verkið aö frumkvæði Sveins Sigur- bergssonar, verslunarstjóra Fjarð- arkaupa. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri flutti ávarp við þetta tæki- færi eins og sjá má af meðfylgjandi mynd þar sem jötnarnir eru hjúpað- ir í bláan dúk sem þyrlan svipti af því. Guðmundur Hermannsson orti ljóð af þessu tilefni og flutti Valdi- mar Lárusson leikari ljóðið við at- höfnina. -DVÓ Landvernd vill að jarðefnatöku við Vífilsfell verði hætt: Asynd fjalls- ins ógnað Landvernd vill að Kópavogsbær og sveitarfélagið Ölfus hætti að taka jarðefni við rætur Vífilsfells. Samtök- in telja að frekari gröftur eyðileggi fjallið og að nú þegar sé ásýnd fjalls- ins ógnað með þessari efnistöku og vegið sé aö rótum þess. í bréfi, sem Jón Helgason, formað- ur Landvemdar, hefur sent bæjar- stjóranum í Kópavogi og sveitar- stjóra Ölfuss, segir að Vífilsfell sé mikilvægt kennileiti sem blasi við víða að. Það sé áhugavert náttúru- fyrirbæri og eftirsóttur áningarstað- ur fyrir fjallgöngumenn. Síðustu misserin hafi efnistaka við fjallið farið vaxandi og vegið að rótum þess og nú sé svo komið að ásýnd þess sé ógnað. Frekari efnistaka við rætur fjallsins valdi skaða sem ekki verð- ur bættur. í bréfi Landverndar segir enn fremur að í fljótu bragði sé ekki hægt að sjá að þó að settar yrðu takmark- anir á efnistöku við Vífilsfell mundi það valda erfiðleikum þar sem fyrir hendi séu fjölmargir kostir fyrir jarð- efnatöku á þessu svæði. Vífilsfell er 655 metra hátt móbergsfjall suðaust- ur af Sandskeiði og stendur það á sýslumörkum Árnes- og Guilbringu- sýslu. Fjallið heitir eftir Vífli, leys- inga Ingólfs Amarsonar, en hann bjó á Vífilsstöðum. Sagt er að Vífill hafi stundað sjóróðra frá Gróttu. Þegar hann vildi róa gekk hann að heiman frá sér og á Vífilsfell til að gá til veð- urs. í beinni loftlínu eru þetta 16 til 18 kílómetrar. -DVÓ Vifllfell Fjalliö heitir eftir Vifli, leysinga Ingólfs Amarsonar, en hann bjó á Vífilsstööum. TIL FASTEIGNAEIGENDA Fasteignamat ríkisins hefur sent fasteignaeigendum tilkynningarseðla til að kynna nýtt fasteignamat 1. desember 2000 á svipuðum tíma og það tekur gildi. Átilkynningarseðlinum komafram upplýsingar um mannvirkjamat, lóðarmat og heildar- fasteignamat. Auk þess koma fram helstu skráningarupplýsingar um viðkomandi eign, þ.e. fastanúmer, matshlutanúmer og eininganúmer, heiti eignar, hverjir eru eigendur, eignarhlutdeild, notkun, stærð og byggingarár. Frestur er til 15. janúar 2001 til að óska breytinga á fasteignamati frá 1. desember 2000 ef fasteignaeigandi sættir sig ekki við skráð mat. Mikilvægt er að skráðar upplýsingar um hverja fasteign séu réttar. Upplýsingum um breytta stærð, notkun o.fl. ber að beina til byggingarfulltrúa. Athugið að geyma seðilinn þar sem fasteignamat skal skrá á skattframtal 2001. Áformað er að taka upp þá nýbreytni að árita fasteignamat á skattframtöl einstaklinga sem ekki eru í atvinnurekstri. F M R FASTEIGNAMAT RÍKISINS Sjómannaalmanak Skerplu komið út - hafsjór af fróðleik Út er komiö Sjómannaalm- anak Skerplu 2001. í bókinni eru nú 940 litmyndir af ís- lenskum skipum auk tækni- legra lýsinga á þeim. Mynd- imar eru nú fleiri en áður og upplýsingar um skipin ítar- legri. Auk skipaskrárinnar er bókin fullgilt íslenskt sjó- mannaalmanak með viða- miklum upplýsingum, m.a. um aflamarkið og kvóta afla- marksskipa og krókabáta eft- ir útgerðarflokkum. í bókinni er að finna kort og myndir af höfnum landsins, skrá um vita, sæstrengi og sjávarföll. Þá er fjallað um fjarskipti, veður, öryggismál, siglinga- fræöi og gang himintungla. Einnig er kafli um siglingalög og reglur og fjölmargt fleira. Það er Skerpla ehf. sem gef- ur bókina út, en hún er 927 blaðsíður og kostar 3.780 krónur. Sjómannaalmanak Skerplu 2001 Ar rurwri Ulpuveisla frá kr. 1.990 Verslunin hættir I Fleece-peysur - buxur - peysur, 70% afsl. ódýrt - ódýrt SPAR L SPORT - ■ 1 ■■ A [TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐl}

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.