Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Skoðun DV Spurning dagsins Ferðu í kirkju um jólin? Hrólfur Hraundal vélvirki: Nei, ég fer vanalega ekki. Koibrún Ottósdóttir iagermanneskja: Ekki ef ég kemst hjá því. Rakel Dögg Óskarsdóttir nemi: Já, líklegast geri ég þaö. Jóhannes Gunnar Þorsteinsson nemi: Já, þaö gæti fáriö svo. Elína Hrund Geirsdóttir nemi: Já, ég ætla í kirkju á jólunum. Ég geri þaö alltaf. Bragðlaukarnir dæma Að gefnu tilefni óskum við eigendur veittngahúss- ins Ítalíu, Tino Nardini, Salvatore Torrini og Fabio Patrizi, eftir að koma á framfæri leiðréttingu vegna umfjöllunar í DV þann 1.12. sl. um veitingastaðinn. Sagt er: „Staðurinn er ekki ítalskur og heitir samt Ítalía, en ætti að heita ísland“. Hann sé „þjððlegur ís- lenskur staöur". Það er að sjálfsögðu heiður hverju veit- ingahúsi að heita ísland og vera þjóðlegur íslenskur staður, en það á ekki við hér, því staðurinn er ítalskur. Allir eigendur hans eru ítalskir, svo og starfsmenn í eldhúsinu. Sú ítalska matargerð, m.a. pitsugerð og pastagerð, sem hlotið hefur lof, jafnt íslendinga, ítala sem og ann- arra erlendra gesta, hefur notið slíkra vinsælda að veit- ingastaðurinn hefur verið mjög þétt setinn frá byrjun, eins og raunar kemur fram í greininni. - Sem sé: stað- urinn er ítalskur og einmitt vel sóttur af þeirri ástæðu. Þá kemur fram: „Fiski (er) lítt hampað og fúslega við- urkennt að rauðsprettan sé fryst“. - Þetta er rangt. Eng- inn fiskur sem borinn hefur verið fram á veitingahús- inu Ítalíu er frosinn. Hvar greinarhöfundur hefur feng- ið þessar upplýsingar er algjörlega óskiljanlegt. Fiskur er keyptur nýr en ekki frystur. Svo hefur ætíð verið. Að síðustu segir í umfjölluninni: „Að íslenskum hætti er boðið upp á tiramisu í eftirrétt og hér er hún þeirra fjarlægust upprunanum í Bologna, minnir á krem- og rjómatertu í erfidrykkju". Það er rangt að tiramisu sé upprunnin í Bologna. Talið er að tiramisu sé upprunnið frá Feneyjum eða Treviso sem er jafnframt fæðingarborg eins af eigend- um Ítalíu. Tiramisu er einn þekktasti eftirréttur ítala. Hann er nánast jafnmismunandi og héruðin á Ítalíu eru mörg. Tiramisu er til að mynda allt öðruvísi í Róm en í Feneyjum eða Napóli. Sérhver ftali hefur sína skoðun á mat og matargerð í heimalandi sínu sem yfirleitt er byggt á uppruna þeirra og matarmenningu. Ef greinarhöfundi hefur ekki fundist tiramisu eftir- rétturinn góður er það líkast til vegna þess að mat- reiðslumaðurinn hefur vanist öðru á heimaslóðum sín- um á Ítalíu. Engin athugasemd hefur áður verið gerð við þennan rétt, þvert á móti hefur honum verið hrósað í hástert og er einn vinsælasti eftirréttur staðarins. Útbreiðsla ítalskrar matargerðar hefur teygt anga sína út fyrir veitingastað okkar og inn í verslanir til Veitingastaöurinn Ítalía. - „Staöurinn er ítaiskur". „Ef greinarhöfundi hefur ekki fundist tiramisu eftirrétturinn góður, þá er það líkast til vegna þess að matreiðslu- maðurinn hefur vanist öðru á heima- slóðum sínum á Ítalíu. “ þess að hinn almenni íslendingur geti fengið að njóta ítalskra hefða í matargerð. Af því erum við að sjálfsögðu stoltir. Dómurinn í DV veldur okkur eigendum í sjálfu sér ekki áhyggjum þvi matargestir Ítalíu hafa hingað til látið bragðlaukana dæma. Formannskosning í Fáki Með vísan til viðtals við nýkjör- inn formann hesta- mannafélagsins Fáks í DV 7. þ.m. vill undirritaður koma á framfæri eftirfarandi: Strax eftir að ég hafði lesið umrætt viðtal hringdi ég til for- mannsins og bað hann um að leiðrétta neðangreindar rangfærslur. Hann lofaði því og sagöi: „Ég hef aldrei sagt að þú haf- ir yfírgefið fundinn i fússi.“ Hann sagðist myndu tala við blaðamann- inn og óska eftir leiðréttingu frá honum. Ég ræddi við blaðamanninn í dag, föstudaginn 8.12. kl. 16 og hann hefur tjáð mér að engin slík ósk hafi komið frá formanninum enda hafl hann sagt þetta í viðtalinu - gekk ekki a£ fundi „Hið sanna er að eftir að kjöri lauk fór ég í ræðupúlt, óskaði hinum nýkjöma for- manni til hamingju með sig- urinn og sagði mig úr stjóm félagsins sem varaformaður þótt eftir væri eitt ár af kjörtímabili mínu. “ við sig. Því er ég neyddur til að gera eftirfarandi athugasemd: Ég, Haraldur Haraldsson, yfirgaf ekki aðalfund Fáks eftir að hafa tap- að formannskjöri eins og fram kem- ur í viðtalinu. Hið sanna er að eftir að kjöri lauk fór ég í ræðupúlt, óskaði hinum nýkjöma formanni til hamingju með sigurinn og sagði mig úr stjóm félagsins sem varafor- maður þótt eftir væri eitt ár af kjör- tímabili mínu. Slíkt hið sama gerði reyndar hinn stjómarmaðurinn sem átti eftir ár af kjörgengi sinu. Ég sat síðan fundinn til enda form- legrar dagskrár, þ.e.a.s. þar til að kom að liðnum „Önnur mál“. Þá vék ég mér afsíðis á tal við nokkra félaga. Bar þar meðal annars að nýkjör- inn formann sem óskaði eftir því að ég liðsinnti honum í sambandi við stjóm félagsins. Ég sagði honum að nú væri hann orðinn formaður og gæti haft allt eftir sínu höfði og minnar aðstoðar myndi ekki njóta við. Ég yfirgaf félagsheimilið kl. 00.05. - Ég óska einungis eftir að allir, hver sem er, hvar sem er, láti sann- leikann vera leiðarljós, því ósann- indi breyta ekki staðreyndum. Haratdur Haraldsson skrifar: Fljúgandi fyllirí með Flugleiðum Dagfari hefur alltaf litið á áfengi sem böl. Strax í bamæsku tamdi hann sér að forðast drukkið fólk sem annaðhvort vildi kyssa hann og knúsa eða berja - eða öfugt. í þá daga hvUdi einhver leyndardómur yfír áfengi í augum Dagfara sem ætlaði seint að skUja hvernig fólk gat breyst við það eitt að drekka af stút undir vegg. Seinna skUdi Dagfari hvemig í málinu lá þegar hann sjálfur fór að drekka af stút með strákun- um og vUdi þá annaðhvort kyssa aUa eða berja. Dagfara verður hugsað tU þessa þegar hann les í blöðum um heldur óskemmtilegt vetrarfrí tveggja hjóna tU Mexíkós. Hjónin tryUtust víst í Flugleiða- þotu yfir hafið og þurfti að skUja þau eftir í ókunnri flugstöð á miðri leið. Þar stóðu þau með pjönkur sina og pela öskrandi formælingar á eftir Flugleiðaþot- unni sem hélt áfram tU Mexíkós með hina farþegana sem voru bara léttkenndir. FuUu fjórmenningarnir komust hvorki lönd né strönd vegna þess að Flugleið- ir neituðu að flytja þá heim nema í lögreglufylgd og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum öUum. Að auki ætlar Flugleiðamenn að lögsækja fólkið fyrir að vera með drykkjulæti í vélinni eins og það heföi átt að koma einhverjum á óvart. Dagfari veit ekki betur að Flugleiðir geri aUt sem í valdi félagsins stendur til að koma áfengi ofan í farþega sína. Menn eru ekki fyrr komnir upp rúUustigann í Leifsstöð en við blasir vfnbar eins og vin í eyðimörk. Þar byrja farþegar venjulega að þjóra til að komast í erlent stuð. I Frí- Dagfari veit ekki betur en Flugleiðir geri állt sem í valdi félagsins stendur til að koma áfengi ofan í farþega sína. Menn eru ékki fyrr komnir upp rúllu- stigann í Leifsstöð en við blasir vínbar eins og vin í eyðimörkinni. Þar byrja farþegar venjulega að þjóra til að komast í erlent stuð. höfninni þar við hliðina er svo selt áfengi á lág- marksverði sem farþegar geta tekið með sér upp í Uugvélamar. í flugvélunum sjálfum er svo haldið áfram að selja áfengi, jafnt í flöskum sem og í glös- um, og geta farþegar dmkkið að vUd. Er fólk svo hissa á því að einhver tryUist í vélinni eftir þessar trakteringar aUar. Dagfara finnst mesta mildi að Flugleiðaþotur skuli enn ekki hafa hrapað vegna öl- æðis í háloftunum þar sem vélamar Ujúga í 30 þús- und feta hæð, þéttsetnar kófdmkknu fólki. Dagfari hefur víða farið og oft Uogið á mUli landa. Vart man hann eftir Uugferð þar sem ekki hefur komið til átaka á miUi hjóna sem hafa talið Uugferð- ina ákjósanlegan vettvang til að gera upp gömul ágreiningsmál og þá oftar en ekki beitt fyrir sig sæt- isólunum eða litlu sætu koddunum sem fylgja. Dag- fari man eftir konu úr KeUavík sem barði manninn sinn svo með sylgjunni á sætisólinni í Uugi til New York að maðurinn var eins og sprunginn vindiU þeg- ar hann loks lenti á KennedyUugveUi eftir sex tima Uug og jafnlangar barsmíðar. í stað þess að lögsækja vesalings Mexíkófarana ætti stjóm Flugleiða að einbeita sér að því að gera Uug sitt áfengislaust og auglýsa sig sem fyrsta edrú Uugfélagið í veröldinni. Þar er sóknarfæri fyrir félag í vanda. Þá ætti að loka barnum í Leifsstöð og hætta að selja áfengi á niðursettu verði í Fríhöfninni. Fólk á ekki að feröast fuUt. Það er eins og að yrkja ljóð dmkkinn eða spila borðtennis á skaUanum. Dagfari veit hvað hann syngur. Hann hefur reynt þetta aUt - og er hættur. Gorbatsjov á Omega Signý skrifar: Ég var að horfa á sjónvarpsstöðina Omega sl. föstu- dagskvöld um kl. 23.00 að kvöldi eins og ég geri oft ef ekkert bitastætt er í hinum stöðv- unum okkar (sem er því miður að verða aUt of al- gengt). Og þarna var sem sé kom- inn Mikhail Gor- batsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovét- ríkjanna. Hann var afskaplega áheyri- legur eins og hans var von og vísa, geðþekkur og ber svip hins sanna leið- toga. Mér finnst ástæða tU að þakka þennan þátt og hvet annaðhvort Stöð 2 eða Skjá einn tU að fá þennan þátt tU sýningar almenningi hér. Viðtalið við Gorbatsjov var einstaklega fróölegt. Hefði stutt Hjálmar áfram Pálmi Jónsson frá Akri skrifar: Á lesendasíðu DV, föstudaginn 8. des. sl„ skrifar einhver Guðlaug Jóns- dóttir og lætur að því liggja að ástæð- an fyrir því að sr. Hjálmar Jónsson hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmála sé sú, „að hinn aldni stjórnmálarefur, Pálmi Jónsson á Akri, hefði ekki séð sér fært að styðja þingmanninn og prestinn Hjálmar lengur“...Þetta er tilhæfulaust slúður. Ég hef verið stuðningsmaður sr. Hjálmars Jónssonar á hans stjórn- málaferli og hefði stutt hann áfram í hinu nýja Norðvestur-kjördæmi. Þar hefði hann væntanlega átt kost á ör- uggu þingsæti á framboðslista Sjálf- stæöisflokksins við næstu alþingis- kosningar. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að taka við starfl dómkirkju- prests í Reykjavík. Ég virði hans ákvörðun og óska honum heilla og velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Mikhail Gorbatsjov. - Var í þætti á Omegastööinni nýlega Valgerður vill vönduð vinnubrögð Einar Árnason skrifar: Valgeröur Sverrisdóttir. - Ráöherra á rétt- um staö Það leikur eng- inn vafi á því, að sameining ríkis- bankanna tveggja, Búnaðar- og Landsbanka, er ein nauðsyn- legasta aðgerð sem lengi hefur verið framkvæmd á fjármálasviðinu hér á landi, gangi hún eftir. Bank- ■.......■ inn á eftir að verða sterk stofnun sameinaður og nauðsynlegt mótvægi við þá sem til þessa hafa reynt að hindra sameining- una og viljað sjálflr ná tangarhaldi á stofnunum. Og mér sýnist sem for- maður bankaráðs Búnaðarbankans sé ekki heill í sinu hlutverki en vilja draga allt á langinn. Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra er á réttum stað að vinna gott verk með því að fylgja málinu eftir og breyta um for- ystu viðræðunefndar Búnaðarbank- ans ef þörf krefur. Minni lyf jaskammta Hrefna Magnúsd. skrifar: Mér finnst kominn tími til að land- læknisembættið hlutist til um að lyfjaskammtar allra sterkra lyfja verði minnkaðir verulega frá því nú er raunin. Þjóð sem gengur fyrir lyfj- um meira og minna verður að hafa að- hald í þessum efnum úr því læknar eru svo óðfúsir að skrifa út lyfseðla fyrir apótekin. Það er staðreynd að margir nota alls kyns lyf til að komast í annarlegt ástand og oft er þama um sterk lyf að ræða, svo sem verkjatöfl- ur og geðlyf. Einhvers staðar verður að stemma á að ósi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.