Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 32
36 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Tilvera I>V Jr * Borgardætur troða upp á Gauki á Stöng Borgardætur, Ellen Kristjáns- ; dóttir, Andrea Gylfadóttir og ; Berglind Björk Jónasdóttir, halda jólatónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Borgardætur flytja ; jólalög af nýjum geisladiski sveit- ; arinnar sem nefnist einfaldlega ; Jólaplata Borgardætra. Krár ■ KARI OG ARNI SVEINS A PRIK- I INU Kári og Arni Sveins spila á Prikinu en þeir veröa þar alla miö- vikudaga héðan í frá. Klassík ■ JÓLABAROkk l kvö d kl. 20 ' veröa barokktónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar koma fram Camilla Söderberg blokkflautur, Elín Guö- mundsdóttir semball, Guörún S. Birgisdóttir flauta, Martial Nardeau flauta, Peter Tompkíns óbó, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir viola da gamba, Snorri Órn Snorrason te- orba. ■ AÐVENTUTÓNLEIKAR FÍLHARM- ONIUNNAR Söngsveitin Rlharmón- ía heldur þriöju aöventutónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl 20.30. Einsöngvari á tónleikunum veröur Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og flytur hún einsöngsariur eftir Al- essandro Scarlatti og George F. Hándel, jafnframt því sem hún syng- ur meö kórnum í nokkrum laganna. Að venju spilar kammersveit á tón- leikunum og er Rut Ingólfsdóttir > konsertmeistari. Stjórnandi á tón- leikunum er Bernharöur Wilkinson, söngstjóri Söngsveitarinnar. Aö- göngumiöar aö tónleikunum fást í Bókabúö Máls og menningar á Laugavegi, hjá kórfélögum og viö innganginn. Leikhús ■ JONAS TYNIR JOLUNUM Ferða leikritiö Jónas týnir jólunum eftir Pétur Eggerz veröur sýnt í Mögu- leikhúsinu viö Hlemm kl. 10 og 14.30 í dag. Uppselt. ■ LANGAFI PRAKKARI Langafi prakkari eftir Sigrúnu Eldjárn sýnt T Bústaöabókasafnl í dag kl. 10. Upp- selt. ■ LOMA Lóma - mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja aö mér, leikrit eftir Guörúnu Ásmunds- dóttur, sýnt í Mögulelkhúsinu viö Hlemm í dag kl. 12. Uppselt. Kabarett ■ SUNGH), LESIÐ OG LEIKIÐ Fjórir listamenn Lelkfélags Reykjavíkur eiga þaö sameiginlegt að hafa ný- veriö gefið frá sér verk á jólamarkaö- inn. Þetta eru þau Guörún Ás- mundsdóttlr, sem skrifað hefur barnabókina Lómu, Hera Björk Þór- . hallsdóttir, sem nýlega gaf út jóla- -- plötuna llmur af jólum, Jón HJartar- son, meö unglingabókina Ég stjórna ekki leiknum, og Sigrún Edda Björnsdóttir, sem sent hefur frá sér myndband meö hinni sTvinsælu Bólu. I kvöld kl. 20 standa þessir flórir listamenn fyrir uppákomu í anddyri Borgarleikhússins, þar sem þeir kynna verk sín, lesa upp úr þeim, syngja og leika. Aögangur er _ ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Jólastemning í sundlauginni Það var bæöi fjöl- mennt og góö- mennt í áflegu jóla- hlaöþoféÞfasta- gesta íiundlaugar Kópavogs. Fastagestir í Sundlaug Kópavogs: Kræsingar á laugarbakkanum Forstjórinn fær að smakka Guömundur Haröarson, forstjóri Sundlaugar Kópavogs, smakkar á haröfiskinum. Viö hliö hans stendur Ágústa Þyrí Andersen, starfskona i Landsbankanum. Fastagestir í Sundlaug Kópavogs gerðu sér dagamun nýlega og héldu sitt árlega jólahlaðborð. Allir lögðu eitthvað til hlaðborðsins sem var hlaðið miklu góðmeti. Hangikjöt frá Ingimar Ingimarssyni, fyrrverandi flugstjóra, þykir orðið ómissandi við þetta tilefni en það er ævinlega af fimm vetra sauð og þurrsoðið með sérstökum hætti. Malt og appel- sín var síðan drukkið með kræsing- unum en að sjálfsögðu böðuðu menn kroppinn í lauginni áður en veislan hófst. DV-MYNDIR INGÓ Sundkonur í jólahlaðboröi Svana Svanþórsdóttir, ráöskona í íslands- banka, og Þorgeröur Aðalsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri. Glatt á hjalla Jón Björgvinsson í Blómahöllinni, Ásgeir Jóhannes- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Innkaupastofn- unar, og Þór Guömundsson, starfsmaöur Fiski- stofu, voru í feiknastuöi í sundlaugarveislunni. IM!M1 Hvers virði er eitt stykki kennari? Kræsingar á hverjum diski Bogi Þórir, Halldór Jónsson, fyrrverandi þingrit- ari, og Garöar Alfonsson nutu veitinganna. Það er enn verkfall í framhalds- skólunum þegar þetta er ritað. Nú er farið að síga á flmmtu vikuna í verk- falli og lítið virðist hafa þokast í átt að samkomulagi ef marka má fréttir. Ef að líkum lætur þá er haustönnin ónýt fyrir marga nemendur, allavega þá sem ætluðu sér að útskrifast fyrir jól og fara i framhaldsnám eftir jól, hvort sem það nú er hér á landi eða erlend- is. Hnífurinn sem enn stendur í kúnni er spurningin um verðmæti vinnu- framlags kennaranna. Báðir aðilar deilunnar virðast vera á einu máli um að það þurfi að breyta skipulaginu innan skólanna, þó enn sé víst deilt um hvemig. En kjami málsins er sá að ríkisvaldið metur ekki vinnufram- lag kennara í framhaldsskólunum eins og kennumnum finnst að það eigi að vera metið, og þess vegna er hnífurinn enn fastur. Samninganefnd ríkisins fær sem sagt ekki umboð rík- isstjórnarinnar til þess að bjóða kenn- umm betur en gert hefur verið. Já, það er nefnilega ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á tilboðum samninganefndar rikisins, ef einhver skyldi vera farinn að halda að sú nefnd hafi sjálfstæðan vilja. Meðan ríkisstjómin metur ekki kennarana hærra en hún gerir, þá getur auðvitað samninganefnd ríkis- ins ekkert aðhafst. í andstöðu við eigin flokk Reyndar viröist það vera svo að all- ur þorri landsmanna sé á öðm máli en ríkisstjómin hvað þetta varðar. / þessu máli er ríkis- stjómin því ósammála bœði nemendum, foreldr- um, framsóknarkonum og meirihluta lands- manna. Fulltrúar ríkis- stjómarínnar hafa þar fyrir utan gert sitt til þess að auka á þrœtuna með því að illyrðast og hafa í hótunum við kennara, bœði á Netinu og í rœðupúlti Alþingis, eins og smástrákar. Strax á fyrstu dögum kennaraverk- fallsins var gerð skoðannakönnun á vegum sjónvarpsins, þar sem kom fram að meirihluti aðspurðra væri á því að það þyrfti að hækka laun kenn- ara verulega. Sú skoðun þjóðarinnar virðist lítið hafa breyst þó að liðnar séu þessar 5 vikur. Nemendur hafa líka staðið með kennurum frá fyrsta degi og gera enn, þó þeir séu efaíaust orðnir jafn þreyttir á verkfallinu og allir aðrir. Nemendur framhaldsskól- anna vita nefnilega sem er, að starf kennarans er bæði mikilvægt og krefj- andi. Þeir vita líka að ef hinir bestu og fæmstu eiga að fást til starfans, þá þurfa laun þeirra að vera samkeppnis- fær við laun annarra á vinnumark- aðnum sem hafa sambærilega mennt- un. Nemendur meta þannig vinnu- framlag kennaranna mikils. Það sama gera foreldramir, sem auðvitað vilja að börnin fái sem besta kennslu. Meira að segja framsóknarkonur eru komnar í andstöðu við sinn eigin flokk hvað þetta varðar, en þær hafa nýlega lýst þvi yfir opinberlega að það þurfi að hækka laun kennara. í þessu máli er ríkisstjómin því ósammála bæði nemendum, foreldr- um, framsóknarkonum og meirihluta landsmanna. Fulltrúar ríkisstjórnar- innar hafa þar fyrir utan gert sitt til þess að auka á þrætuna með því að ill- yrðast og hafa í hótunum við kennara, bæði á Netinu og í ræðupúlti Alþing- is, eins og smástrákar. Ekki hefur það bætt andrúmsloftið. Hvers virði er eitt stykki kennari? Um það snýst þessi deila. Deilan snýst líka um það hvers virði við teljum skólann yflrleitt. Skólinn á íslandi hefur allt of lengi verið sveltur af fé og nægir því til sönnunar að bera útgjöld okkar til skólamála saman við útgjöld hinna Norðurlandanna til sama mála- flokks. Viljum við auka framlög rikis- ins til menntamála á þeirri forsendu að menntun bamanna okkar sé fjár- sjóður til framtíðar? Eða viljum við forgangsraða á einhvem annan hátt? í augum þorra landsmanna er 1 stk. kennari mikils virði og vinnuframlag hans einnig. Það skiptir fjölskyldum- ar miklu máli að kennsla sé traust og góð á öllum skólastigum. Það skiptir nemenduma miklu máli að hæft fólk fáist til starfa í skólunum. Meirihluti landsmanna vill góðan skóla þar sem vinnuframlag kennara er metið að verðleikum. Framsóknarkonur lika! Vonandi lýkst þessi staðreynd upp fyrir þeim sem með málefni skólanna fara í landinu. Og það fyrr en seinna. Haustönnln ónýt „Ef aö líkum lætur þá er haustönnin ónýt fyrir marga nemendur, allavega þá sem ætluöu sér aö útskrifast fyrir jól og fara í framhaldsnám eftir jól, hvort sem þaö nú er hér á landi eöa erlendis, “ segir í pistli sr. Þórhalls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.