Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
Útlönd
DV
Ekki hægt aö vekja frúna
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sinnir yngsta barninu á nótt-
unni þar sem Cherie vaknar ekki.
Sinnir Leo litla á
nóttunni eftir
myndbandsgláp
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, slappar af eftir annasam-
an dag með því að horfa á gott
myndband. I svörum sínum við
spurningum blaðsins Independent í
dag leggur Blair áherslu á að hann
sé fjölskyldumaður. Hann segir að
hann sinni oftar yngsta barninu,
Leo litla, á nóttunni en Cherie, eig-
inkona hans.
„Það er ómögulegt að vekja
Cherie þegar hún er sofnuð. Það er
þvi ég sem er oftast með næturvakt-
ina en sem betur fer sefur hann vel
nema núna vegna þess að hann er
að taka tennur," segir forsætisráð-
herrann. Við spurningu um tónlist-
arsmekk kveðst hann hrifinn af
hljómsveitinni Oasis.
Vilja ekki endur-
taka fyrri mistök
Pólitísk og stjórnunarleg mistök,
sem gerð voru í Færeyjum á níunda
áratugnum og urðu til þess að rúm-
lega sjö þúsund manns yfirgáfu eyj-
arnar vegna bágs efnahagsástands,
mega aldrei endurtaka sig.
Margir þingmenn á lögþingi Fær-
eyja komust að þessari niðurstöðu
þegar harðorð skýrsla um stjórn-
málamenn og stjórnsýsluna á ní-
unda áratugnum var tekin til um-
ræðu í þinginu í gær.
Margir sitjandi þingmanna nú
voru einnig á þingi á níunda ára-
tugnum. Að sögn dönsku fréttastof-
unnar Ritzau heyrðust á lögþinginu
raddir um að ákæruvaldið ætti að fá
skýrsluna og skera úr um lagalega
ábyrgð manna eða stofnana.
Romano Prodi
Forseti framkvæmdastjórnar ESB
viðurkenndi aö samkomulagið frá
Nice væri ekki fullkomið.
Evrópuþingmenn
ósáttir við Nice
Þingmenn úr öllum flokkum á
Evrópuþinginu í Strassborg gagn-
rýndu í gær samkomulagið um end-
urbætur sem leiðtogar Evrópusam-
bandsins gerðu með sér á fundinum
í Nice í siðustu viku. Þeir sögðu það
bera vott um lítinn metnað og ein-
kennast af þröngum þjóðarhags-
munum.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, tók þátt í um-
ræðunum í Strassborg og sagði sam-
komulagið áfangasigur.
Hæstiréttur BNA virðist færa Bush forsetaembættið:
Al Gore íhugar að
viðurkenna ósigur
A1 Gore, forsetaframbjóðandi
demókrata, neitar enn að játa sig
sigraðan á meðan hann fer í
saumana á úrskurði klofins Hæsta-
réttar Bandaríkjanna frá því í nótt.
Úrskurðurinn virðist færa George
W. Bush, frambjóðanda repúblik-
ana, sigur í forsetakosningunum
sem fóru fram fyrir fimm vikum.
„Þetta er ekki búið enn,“ ítrekaði
háttsettur ráðgjafi Gores. Ýmsir
stuðningsmenn hans sögðu hins
vegar að útlitið væri dökkt og enn
aðrir sögðu að tími væri kominn til
að leggja árar í bát.
„Það er greinilegt að kosningun-
um er lokið,“ sagði Robert
Torricelli, öldungadeildarþingmað-
ur demókrata frá New Jersey, í við-
tali við sjónvarpsstöðina MSNBC.
„Hann ætti að játa sig sigraðan
núna,“ sagði Ed Rendell, formaður
landsnefndar demókrata.
Ekki lesið úrskurðinn
Ráðgjafar Gores brugðust reiðir
við og einn þeirra sagði þá ekki vita
hvað þeir væru að tala um.
„Þeir hafa greinilega ekki lesið
úrskurðinn,“ sagði ráðgjafi Gores.
Úrskurður Hæstaréttarins í Was-
hington þykir bæði flókinn og rugl-
ingslegur. Sjö dómarar úrskurðuðu
að ógilda heimild Hæstaréttar Flór-
Fyrrverandi forseti Júgóslavíu,
Slobodan Milosevic, sagði í fyrsta
viðtalinu, sem hann veitti frá því að
honum var bolað frá völdum í októ-
ber síðastliðnum, að samviska sín
væri hrein. í viðtalinu, sem einka-
rekin sjónvarpsstöö, Palma, sendi
út í gærkvöld, varði Milosevic gerð-
ir sínar á 10 ára valdatíma sínum i
Júgóslavíu. Þykir viðtalið, sem sent
var út einni og hálfri viku fyrir
kosningarnar í Serbíu, sýna að
Milosevic sé á leiðinni í sviðsljós
stjórnmálanna á ný.
Forsetinn fyrrverandi fordæmdi
stríðsglæpadómstól Sameinuðu
þjóðanna í Haag sem hefur ákært
hann fyrir glæpi i Kosovo. Kallaði
Milosevic dómstólinn lið í kerfi sem
hefði það markmið að fremja þjóð-
armorð á Serbum. Hann kvaðst ekki
þurfa að óttast dómstóla í Serbíu.
ída til að endurtelja vafaatkvæði
þar sem slíkt væri ekki í samræmi
við stjórnarskrána. Tveir dómarar
voru andvígir þeirri ákvörðun.
Þá ákváðu flmm dómarar gegn
fjórum að ekki væri nægur tími til
að endurtelja atkvæðín í Flórída til
að leysa vandann áður en kjörmenn
allra ríkja koma saman á mánudag
til að kjósa næsta forseta Bandaríkj-
anna.
íhald og frjálslyndir
Hæstaréttardómararnir skiptust í
tvo hópa eftir pólitískum skoðun-
um, annars vegar íhaldsmennirnir
og hins vegar frjálslyndari armur
réttarins. Fjórmenningamir sem
voru í minnihluta sögðu að meiri-
hluti hefði engan rétt á þvi að koma
í veg fyrir að atkvæðin væru talin
og að réttinn hefði sett niður í aug-
um almennings.
í úrskurði meirihluta Hæstarétt-
ar, sem ekki er undirritaður, kemur
fram að aðferðirnar sem beitt var
við endurtalninguna i Flórída
tryggi ekki grundvallarréttindi sér-
hvers kjósanda.
John Paul Stevens dómari var
ómyrkur i máli i minnihlutaat-
kvæði sínu.
„Þó við munum hugsanlega
aldrei vita með fullri vissu hver
Aftur í sviösljósfnu
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, hefur veitt fyrsta
viðtal sitt eftir fallið af valdastóli.
hafi sigrað í forsetakosningunum í
ár er alveg ljóst hver tapaði. Það er
traust kjósandans á dómaranum
sem óvilhallur verndari laga og rétt-
ar.“
Virðist sigur fyrir Bush
Enda þótt úrskurðurinn þætti
ruglingslegur virtist sem ráðgjafar
Bush hefðu dregið þá ályktun að
þeirra maður væri sigurvegarinn.
„Við fyrstu sýn virðist þetta vera
sigur fyrir okkur,“ sagði einn ráð-
gjafanna við fréttamenn.
James Baker, sem stjórnaði lög-
mannaliði Bush, sagði í stuttri yfir-
lýsingu að Bush og varaforsetaefni
hans, Dick Cheney, væru ánægðir
með úrskurðinn.
„Þeir eru að sjálfsögðu mjög
ánægðir og þakklátir fyrir að sjö
dómarar í Hæstarétti voru sammála
um að endurtalningin sem Hæsti-
réttur Flórída fyrirskipaði væri
ekki alveg i samræmi við stjórnar-
skrána," sagði Baker.
Hæstiréttur sendi málið aftur til
Hæstaréttar Flórída til frekari með-
ferðar en setti svo margar takmark-
anir í úrskurð sinn að svo virðist
sem nær útilokað sé að Gore hafi
sigur.
Gore mun gefa út yfirlýsingu um
úrskurðinn einhvern tíma í dag.
„Ég sef rólegur og samviska mín er
hrein,“ sagði hann.
Milosevic hyllti serbneska striðs-
herrann Arkan, sem einnig var
ákærður af stríðsglæpadómstólnum,
og kallaði hann mikinn fóðurlands-
vin. Arkan var myrtur í janúar síð-
astliðnum. Sagði hann morðið lið í
stærra samsæri gegn Serbíu.
Þegar talið barst að syni Milos-
evics, Marko og þætti hans í skipu-
lagðri glæpastarfsemi, varði forset-
inn fyrrverandi son sinn af krafti.
Sagði hann ásakanirnar á hendur
honum fyrir neðan mannlega virð-
ingu. Marko flýði land 5. október
síðastliðinn.
í viðtalinu var Milosevic afslapp-
aður. Hann var klæddur í hvíta
skyrtu og dökkan jakka. Hann var
með rautt hálsbindi og sat í svört-
um leðursófa.
Stuttar fréttir
Mildara stofufangelsi
Herstjórnin í
Burma, sem
kveðst ætla að
létta á þrýstingn-
um á stjórnmála-
andstæðinga, hef-
ur í fyrsta sinn í
tvo mánuði leyft
Aung San Suu
Kyi, friðarverð-
launahafa Nóbels, sem sett var í
stofufangelsi í september síðastliðn-
um, að fá háttsettan fulltrúa síns eig-
in flokks í heimsókn. Á leiðtogafundi
Evrópusambandsins og ríkja Suð-
austur-Asíu voru yfirvöld í Burma
hvött til að virða mannréttindi.
Bannað að auglýsa tóbak
Danska stjórnin samþykkti í gær
frumvarp Sonju Mikkelsen heil-
brigðisráðherra um bann við tó-
baksauglýsingum.
Fórnarlamb krókódíls
Rómantískur sundtúr að nætur-
lagi í S-Afríku um helgina breyttist
i martröð hjá ungu kærustupari.
Unnustinn sá sína heittelskuðu
hverfa í gin krókódíls.
Drápu Palestínumenn
Tveir Palestínumenn voru drepn-
ir og 11 særðir í árás ísraela á
palestínskt svæði nálægt flótta-
mannabúðum á Gazasvæðinu í nótt.
ísrelar eyðilögðu nokkur hús að
sögn sjónarvotta.
Glæparáðstefna í Palermo
Sameinuðu þjóðirnar halda í
þessari viku ráðstefnu í Palermo á
Sikiley um alþjóðlega skipulagða
glæpastarfsemi. Þó mafían á Sikiley
hafi hægt um sig nú er hún á fullu
við að endurskipuleggja sig.
Netanyahu sigurviss
Fyrrverandi for-
sætisráðherra ísra-
els, Benjamin Net-
anyahu, kveðst viss
um að geta sigrað
Ehud Barak forsæt-
isráðherra í kosn-
ingunum í febrúar
næstkomandi. Net-
anyahu fagnaði í gær endurkomu
sinni i stjórnmálin á fundi Likud-
flokksins í gær.
Saknað eftir aurskriðu
Þriggja er saknað eftir að aur-
skriða féll á þorpið Nendaz í Sviss í
gær. Björgunarmenn leituðu í
morgun þeirra sem saknað er.
Pútín heimsækir Castro
Vladímír Pútín
Rússlandsforseti
kemur í dag til
Kúbu í þeirri von að
geta bætt samskipt-
in við eyjuna. Gert
er ráð fyrir að Pútín
lofi Castro Kúbufor-
seta því að reyna að
rjúfa einangrun Kúbumanna.
Einnig er búist við að Pútín lofi að
senda Kúbumönnum varahluti í
ýmis tæki sem þeir fengu frá Sovét-
ríkjunum fyrrverandi.
Óveður við Bretland
Fjórar ferjur með yfir 1 þúsund
farþega gátu ekki lagst að höfn við
Dover í Englandi í gærkvöld vegna
óveðurs. Hætta er á flóðum í hundr-
uðum bæja í Englandi.
Endalokin fyrir Gore?
Al Gore, forsetaframbjóðandi demókrata, gefur út yfirlýsingu í dag um hvort hann ætlar að berjast áfram fyrir endur-
talningu atkvæða í Flórída eða láta úrskurð Flæstaréttar Bandaríkjanna vera lokaorðið í hatrammri baráttu hans og
Georges W. Bush. Bush virðist ætla að verða næsti Bandaríkjaforseti eftir ruglingslegan úrskurð Flæstaréttar.
Milosevic sefur rólega
með hreina samvisku