Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Page 26
30 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Ættfræði Umsjön: Kjartan Gunnar Kjartansson . 90 ára_________________________________ Elín A.R. Jónsdóttir, Einholti 9, Reykjavík. 85Jra___________________________________ Bjöm Gunnlaugsson, Dalbæ, Dalvík. 80 ára__________________________________ Gísll Hólm Jónsson, Austurvegi 5, Grindavík, varö áttræöur í gær. Kona hans er Ragnheiður Bergmundsdóttir. I tilefni afmælisins mun fjölskyldan bjóöa vinum og vandamönnum að þiggja ^kaffisopa í Verkalýðsfélagshúsinu í Grindavík laugard. 16.12. kl. 15.00. Aöalsteinn Þóröarson, Gunnarssundi 9, Hafnarfiröi. Birna Þorsteinsdóttir, Holtsgötu 12, Hafnarfiröi. Björn Ásgrímsson, Suðurgötu 14, Sauöárkróki. Guöbjörg Jóna Guömundsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Þórdís Bjarnadóttir, Álftamýri 34, Reykjavík. 75 ára__________________________________ Guöjón Högni Pálsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. Guðný Laxdal, Drápuhlíö 35, Reykjavík. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, > Hrafnistu, Reykjavík. Jón Jakob Friöbjörnsson, Fjólugötu 6, Akureyri. 70 ára__________________________________ Sturla Bjarnarson, Fagurgeröi 6, Selfossi. 60„ára__________________________________ Emelía Friöriksdóttir, Halldórsstöðum, Húsavík. Guölaugur Þorgeirsson, Kirkjulandi, Reykjavík. Jón G. Haraldsson, Rituhólum 6, Reykjavík. 50 ára__________________________________ Guöjón Valgeirsson, Flétturima 12, Reykjavík. Guömundína Guðmundsdóttir, Garðbraut 52, Garði. Jóna O. Sveinsdóttir, Lundeyri, Akureyri. Jónína Gísladóttir, Seljavegi 9, Selfossi. Ólafur Sigurösson, Garðavík 7, Borgarnesi. Ólína Elín Árnadóttir, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Sigrún Ólafsdóttir, Stallaseli 3, Reykjavík. Sigurbjörn Sveinbjörnsson, Öldugerði 14, Hvolsvelli. > Valdimar Ágústsson, Stekkjargötu 40, Hnífsdal. Órn Sigurbergsson, Beykihlíð 19, Reykjavík. 40 ára____________________________ Árni Geirsson, Sólheimum 36, Reykjavík. Ásthildur S. Þorsteinsdóttir, Stigahlíö 89, Reykjavík. Eyvindur Ingi Steinarsson, Hásteinsvegi 29, Vestmannaeyjum. Guörún Svanhvít Guöjónsdóttir, Hlíðarvegi 20, Njarðvík. Halldór Þór Þórhallsson, Frostafold 14, Reykjavík. Halldóra S. Sigurþórsdóttir, Grundarsmára 13, Kópavogi. Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, ^Rauðumýri 8, Akureyri. Ólafur Tryggvi Magnússon, Ránargötu 50, Reykjavík. Þórhallur Jón Svavarsson, Fornasandi 4, Hellu. Andlát Símon Pálsson, Hörgslundi 6, Garða- bæ, lést á Landspítala við Hringbraut sunnud. 10.12. Gígja Hermannsdóttir, Vesturgötu 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum viö Hringbraut sunnud. 10.12. Gunnar Indriöason, bifreiðastjóri frá Lindarbrekku, lést á Sjúkrahúsi Húsavík- ■Wur laugard. 9.12. Baldur Sigurösson, Álftatúni 17, Kópa- vogi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, aðfaranótt 10.12. sl. Kristján Guðbjartsson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri á Hólakoti, Staðarsveit, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnud. 10.12. Elías Þóröarson frá Rt lést á Sjúkrahúsi _Patreksfjarðar mánud. 11.12. ♦Sergljót Rafnar, Efstaleiti 12, Reykjavík, lést á Landsspítala, Hringbraut, 11.12. r>v Sjötugur Ólafur Valur Sigurðsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni Olafur Valur Sigurösson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Ólafur og Sigurást, kona hans, eru miklir siglingagarpar. Þau hafa siglt um hin ýmsu heimsins höf í samtals sex mánuöi, eöa u.þ.b. 5000 sjómílur. Ólafur Valur Sigurðsson, skip- herra hjá Landhelgisgæslu íslands, til heimilis að Valhúsabraut 13, Sel- tjamamesi, varð sjötugur í gær. Starfsferlll Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp i vesturbænum. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla vesturbæjar og lauk stúdentsprófi frá MR 1951. Ólafur lauk meira far- mannaprófi III. stigs frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1959 og fjórða stigi við skipherradeild Stýrimannaskólans í Reykjavik 1965. Ólafur byrjaði til sjós á fiskiskip- um árið 1951 og var fjögur ár háseti í farmennsku. Þá var hann háseti á varðskipum í tvö sumur en hann varð stýrimaður hjá Landhelgis- gæslunni 1959, m.a. á Tý i fjórtán ár og skipherra sem hann hefur verið um árabil. Ólafur á að baki 1250 klukkustundir í gæsluflugi og 350 klukkustundir í þyrluflugi. Ólafur var formaður Stýrimanna- félags íslands 1968-75, sat í ritnefnd sjómannablaðsins Víkings og var formaður ritnefndar í nokkur ár og skrifað mikið í blaðið. Þá þýddi hann Stóm skipabókina ásamt Bárði Jakobssyni lögfræðingi. Þá vann Ólafur mikið að ritunum Landið þitt, Alfræðiorðabókinni, og Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs. Ólafur og kona hans hafa mikinn áhuga á siglingum en þau hafa siglt saman á skútum í alls sex mánuði, u.þ.b. 5000 sjómílur, oftast tvö sam- an. Hafa þau m.a. siglt í Eyjahafinu, Saromíska hafinu, Jóníska hafinu, við Bahrísku eyjarnar, við Norð- Austurströnd Bandaríkjanna, við Norðvesturströnd Bandaríkjanna og Kanada og frá Seattle til Alaska. Fjölskylda Ólafur Valur kvæntist 18.2. 1956 Sigurást Gísladóttur, f. 15.11. 1930, húsfreyju og siglingakonu. Hún er dóttir Gísla Þorsteinssonar, f. á Hellisandi 9.3. 1887, d. 9.12. 1936, fiskmatsmanns á Hellissandi, og k.h., Brynhildar Sveinsdóttur, f. í Breiðuvík á Snæfellsnesi 20.9. 1901, d. 2.12. 1979, húsmóður. Dóttir Ólafs frá fyrra hjónabandi er Sigríður, f. 15.12.1953, hjúkrunar- fræðingur á Seltjarnarnesi, gift Árna Rafnssyni viðskiptafræðingi og eiga þau fjóra syni og eina dótt- ur. Börn Ólafs og Sigurástar eru Sig- urður, f. 27.7. 1959, skipstjóri og út- gerðarfræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Ágústa Thor- lacius Gunnlaugsdóttir húsmóðir og á hann eina dóttur frá því áður auk þess sem Sigurður og Ágústa eiga nýfædda dóttur; Gísli, f. 3.3. 1961, véla- og skipaverkfræðingur í Seattle í Bandaríkunum, kvæntur Agnesi Garðarsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm; Ólafur Valur, f. 21.8. 1963, ferða- og hótelfræðingur og nú sjómaður, búsettur á Seltjam- arnesi en sambýliskona hans er Sig- urlín Ólafsdóttir sölumaöur. Systkini Ólafs: Ágúst Gunnar Sig- urðsson, f. 12.8. 1928, hann fórst nítján ára í svifflugsslysi í Reykja- vík; Vigdís Sigurðardóttir, f. 30.12. 1936, húsfreyja í Reykjavik, gift Gylfa Guðbergssyni, prófessor við HÍ, og eiga þau einn son. Hálfbróðir ÓMs samfeðra er Grétar Sigurðsson, f. 4.12. 1926, nú látinn, prentmyndagerðarmaður, var búsettur í Reykjavik, kvæntur Kristínu S. Sigurpálsdóttur. Foreldrar Ólafs vora Sigurður Ólafsson, f. 30.12. 1901, d. 5.1. 1970, byggingaverkfræðingur í Reykja- vík, og k.h., Rebekka Ágústsdóttir, f. 24.3. 1899, d. 1982, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Ólafs Theó- dórs, trésmiðs í Reykjavík, Guð- mundssonar, smiðs á Stóra-Vatns- leysu í Gullbringusýslu, Guðmunds- sonar. Móðir Sigurðar var Hólm- fríður, systir Valgerðar, móður Áka Jakobssonar alþm. Önnur systir Hólmfríðar var Guðrún, amma Páls Bergþórssonar, fyrrv. veðurstofu- stjóra, föður Bergþórs óperusöngv- ara. Hólmfríður var dóttir Péturs Ólafs, bæjarfulltrúa og útvegsb. í Ánanaustum, bróður Guðmundar, afa Sverris Krisjánssonar sagnfræð- ings og langafa Gerðar Bjarklind út- varpsþular. Pétur var sonur Gísla, tómthúsmanns í Ánanaustum Ólafs- sonar, b. í Breiðholti, Magnússonar. Móðir Péturs var Hólmfríður Eilifs- dóttir, b. í Skildinganesi, Þorsteins- sonar. Rebekka var dóttir Ágústs, út- vegsb. í Vestmannaeyjum, Gíslason- ar, kaupmanns i Vestmannaeyjum, Stefánssonar, af Selkotsætt. Móðir Ágústs var Soffía Elísabet, ljósmóð- ir og spítalahaldari í Vestmannaeyj- um, Andersdóttir Osmundsen, for- manns og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, frá Tremoy við Aren- dal í Noregi. Móðir Soffíu var Ásdís Jónsdóttir, ljósmóðir frá Gautavik á Berufjarðarströnd. Móðir Rebekku var Guðrún Þor- steinsdóttur Eyjajarls, læknis í Vestmannaeyjum, Jónssonar, frá Miðkekki á Stokkseýri, Einarsson- ar, háseta á Stokkseyri, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Matthildur, frá Fjarðarhorni í Hraunsfirði. Fertug SBBSSSBpSS^V ','i Inga Margrét Skúladóttir deildarstjóri hjá Félagsþjónustu Árborgar Inga Margrét Skúladóttir félags- ráðgjafi, Skólavöllum 7, Selfossi, varð fertug í gær. Starfsferill Inga Margrét fæddist á Flateyri en ólst upp í Skerjafirðinum í Reykjavík. Hún lauk prófi í félags- rágjöf frá HÍ 1990. Inga Margrét hefur verið fé- lagsráðgjafi á Selfossi frá 1991 og deildarstjóri fjölskyldudeildar fé- lagsþjónustu Árborgar frá 1998. Hún hefur verið búsett á Sel- fossi frá 1991. Inga Margrét sat í stúdentaráði 1987-88. Fjölskylda Inga Margrét giftist 14.2. 1987 Ólafi Bjömssyni, f. 18.6. 1962, hrl. Hann er sonur Björns Sigurðsson- ar, f. 6.7. 1935, bónda og fram- kvæmdastjóra í Úthlíð i Biskups- tungum, og k.h., Ágústu Mar- grétar Ólafsdóttur, f. 6.11. 1937, bónda og húsfreyju. Börn Ingu Margrétar og Ólafs eru Andri Bjöm Ólafsson, f. 10.2. 1986; Ólöf Sif Ólafsdóttir, f. 31.7. 1987; Skúli Geir Ólafsson, 19.7. 1994; Ágústa Margrét Ólafsdóttir, f. 26.8. 1996. Systkini Ingu Margrétar eru Kristjana Skúladóttir, f. 27.6. 1955, kennari í Reykjavík; Valgerður Skúladóttir, f. 30.6. 1956, húsmóð- ir í Reykjavík; Davíð Skúlason, f. 22.1. 1964, viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum. Foreldrar Ingu Margrétar eru Egill Skúli Ingibergsson, f. 26.3. 1926, verkfræðingur og fyrrv. borgarstjóri í Reykjavík, og k.h., Ólöf Elín Davíðsdóttir, f. 6.8. 1930, húsmóðir. Ætt Egill Skúli er sonur Ingibergs, verkamanns, bróður Haralds, afa Halla og Ladda. Ingibergur var sonur Jóns, Jóngeirssonar, b. í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum, Jónssonar, b. í Hamragörðum, bróður Þórðar, föður Jóns, alþm. í Eyvindarmúla, föður Elísabetar, móður Jóns Axels Péturssonar bankastjóra og Guðmundar, föður Jónasar rithöfundar og Péturs flugvallarstjóra. Elísabet var einnig móðir Péturs útvarpsþular, föður Ragnheiðar Ástu, móður Ey- þórs Gunnarssonar tónlistar- manns. Systir Elísabetar var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagn- fræðiprófessors. Bróðir Elísabetar var Bergsteinn, langafi Atla Heim- is Sveinssonar tónskálds. Jón var sonur Jóns, fálkafangara í Eyvind- armúla, ísleikssonar. Móðir Ingi- bergs var Margrét Guðlaugsdóttir, Merkir Islendingar Gunnar Bjarnason ráðunautur hefði orðið áttatíu og fimm ára í dag. Hann fæddist á Húsavík, sonur Bjama Benediktssonar, kaupmanns og útgerðarmanns, og Þórdís- ar Ásgeirsdóttur, hótelstjóra og bónda. Gunnar lauk búfræðiprófi frá Hvann- eyri, B.Sc.-prófi frá Den kongelige Vet- erinær- og Landbohojskole og námi i alifugla- og svinarækt við Búnaðarhá- skólann í Kaupmannhöfn. Hann var ráðunautur Búnaðarfélags íslands i hrossarækt og hestaverslun 1940-61, í alifugla- og svínarækt 1963-78 og í hestaútflutningi hjá landbúnaðarráðu- neyti og Búnaðarfélagi íslands 1965-87, var forstöðumaður Fóðureftirlits ríkisins 1973-80, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og skólastjóri Bændaskólans á Hól- Gunnar Bjarnason um 1961-62. Gunnar rakst illa á meðal spilltra og staðnaðra möppudýra íslensks landbúnaðar. Hann var hrakinn úr skólastjórastöðunni á Hólum enda var framlag hans til íslensks landbúnaðar á við mörg landbúnaðar- ráðuneyti. Hann átti drúgan þátt í að koma á nútíma alifugla- og svínarækt hér á landi, lét hanna járnristaflóra sem ollu byltingu í fjósagerð viða er- lendis og var frumkvöðull að útflutn- ingi íslenska hestsins. Gunnar var fluggreindur, afkasta- mikill, kappsamur og geislandi af lífs- gleði, hlýr persónuleiki og óendanlega skemmtilegur. Bók hans, Líkaböng hring- ir, útg. 1982, er ádeilurit á landbúnaðar- kerfið en ævisaga hans, Kóngur um stund, kom út 1995. Hann lést 15. september 1998. b. á Sperðli í Landeyjum, Jónsson- ar, b. þar, Jónssonar yngri, b. í Mýrarholti á Kjalarnesi, VO- hjálmssonar, b. í Arnarholti, Jóns- sonar, lrm. á Esjubergi, Þorleifs- sonar. Móðir Egils Skúla var Margrét, dóttir Þorsteins, b. í Dalhúsum á Fljótsdalshéraði, Vigfússonar. Ólöf Elín er dóttir Davíðs, tré- smíðameistara í Reykjavik, Guðjónssonar, og Kristjönu Áma- dóttur húsmóður. Valgerður Sæmundsdóttir, Ljósheimum 4, verður jarðsungin frá Áskirkju mið- vikud. 13.12. kl. 13.30. Engilbjartur Guömundsson lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði sunnud. 10.12. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstud. 15.12. kl. 13.30. Guðmundur Páll Pétursson frá Núpi, Fljótshlíð, lést laugard. 9.12. Útför hans fer fram frá Breiðabóistaðarkirkju í Fljótshlíö laugard. 16.12. kl. 14.00. Sigfríð Einarsdóttir frá Fáskrúösfirði, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem lést laugard. 2.12., verðurjarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikud. 13.12. kl. 13.30. Árni Ingólfur Arthursson frá Sólbergi, Reyðarfirði, Huldulandi 1, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtud. 14.12. kl. 13.30. SKILTI Á LEIÐI Plastkr.1990.-, Ál kr. 2600,- Pantið tímanlega fyrir jól Euro - Visa • sendum í póstkröfu Sími: 565-1995 Fax: 565-1811 Dalshrauni 11, Hafnarfirði • marko-merki@isholf.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.