Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 DV Fréttir Forystumenn sjómanna svartsýnir: Auknar líkur á verkfalli Forystumenn þeirra verkalýösfélaga sem nú standa 1 samningaviðræðum við Landssamband íslenskra útvegs- manna eru ekki bjartsýnir á að samn- ingar takist fyrir 15. mars næstkom- andi en þá greiða félagsmenn þeirra at- kvæði um verkfallsheimild. „Það eru litlar líkur á að búið verði að semja fyrir 15. mars ef eitthvað er að marka fúlltrúa LÍÚ. En ef þeir eru í einhveij- um sandkassaleik og meina ekki það sem þeir segja þá getur verið að búið verði að semja, „ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að í ljósi yfirlýsinga formanns LÍÚ í fiöl- miðlum um ára- mótin komi hann ekki auga á neitt í spilunum sem gefi tilefhi til bjartsýni. Að sögn Sævars hafa útvegsmenn boðið sjómönnum þær kauptrygging- arhækkanir sem Flóabandalagið og Verkamannasam- bandið sömdu um á síðasta ári. „Það er búið að semja á almenna vinnu- markaðinum um margt fleira, til að mynda lífeyrissjóðsmál, orlofsmál og Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands. Sævar Gunnarsson, formaöur Sjómannasam- bands íslands. Grétar Mar Jóns- son, formaöur Farmanna- og fiskmannasam- bands íslands. slysatryggingarmál sem þeir hafa al- farið hafhað að tala um við okkur og í Ijósi þess er ekki hægt að vera bjart- sýnn,“ segir Sævar. Grétar Mar Jónsson, formaður Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands, er einnig svartsýnn á samning- ar náist fyrir 15. mars. „Ef það eiga að nást samningar verður að eiga sér stað stefnubreyting hjá LÍÚ,“ segir Grétar Mar. Hann segir að það muni ráðast á næstu vikum hvort samstaða verði meðal sjómanna en á von á að svo verði. Formennimir telja allir að yfirgnæf- andi líkur séu á að félagsmenn þeirra samþykki verkfallsheimild í mars. Markmiðið sé hins vegar að ná kjara- samningi fyrir þann tíma þannig að til þess þurfi ekki að koma. -MA Aðalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur: Telja að stjórnvöld setji lög á sjómannaverkfall DVrGRINDAVÍK: Sjómenn í Grindavík telja að stjóm- völd myndu setja lög ef kæmi til verk- falls sjómanna enda hafi reynslan sýnt það að stjómvöld standi með LÍÚ og sjómenn virðist vera eina stéttin sem ekki megi beita verkfallsvopninu. Þetta kom fram á aðalfundi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem var að venju haldinn á fimmtudagskvöldið í Sjómannastofunni Vör. Var mæting góð enda em félagsmenn þekktir fyrir frábæra mætingu á aðalfundi. Gestur fundarins var Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands ís- lands, og fór hann yfir stöðuna í samn- ingamálunum en staðan er nokkuð skýr því LÍÚ hafnar öllum kröfum sjó- manna og em fundir samninganefnd- anna á milli 5 og 10 mínútna langir. Því lá fyrir fundinum að ræða aðgerð- ir en núna er verið að greiða atkvæði hjá flestum félögum um verkfallsboð- un og mun niðurstaða liggja fyrir um miðjan janúar. Fjörlegar umræður fóm fram á fund- inum um verkfallsmálin. Hlé var gert á fundinum til að njóta hlaðborðs að hætti Geira kokks og að veitingum lokn- um héldu umræður áfram. Var mönn- um tíðrætt um réttindamál sjómanna og tjáði formaðurinn Valur Guðmundsson Telja aö stjórnvold stoövi sjomannaverkfall meö logum Sjómenn í Grindavík telja líklegt aö stjórnvöld stöövi verkfall sjómenn, komi til þess. Atkvæöi veröa greidd um verkfall að hann stæði ekki upp frá samninga- borði nema skrifað væri undir bættar slysatryggingar til handa sjómönnum sjómanna fyrir 15. mars næstkomandi. og hlaut kröftugt lófaklapp að launum. Er svo bara að sjá hvaða niðurstöður koma út úr atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun, hvort ekki lifnar yfir samninganefndunum svo ekki þurfi að koma til verkfalls. -ÞGK Forseti íslands í áramótaávarpi sínu: Hvetur til aðgátar á mark- aðstorgi verðbréfa - skorar á nemendur skólanna að sinna ekki gylliboðum um atvinnu Forseti íslands, Ólafúr Ragnar Grímsson, sagði í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að foreldrar hefðu ef tO viO um of varpað ábyrgð á uppeldi æskunnar á herðar kennurum og skólayfirvöldum. „Þátttaka foreldra í skólastarfi hefúr verið minni hér en í mörgum löndum, skorturinn á sam- vinnu og skOningi (hefúr) á margan hátt bitnað á menntun og þroska," sagði forsetinn. Þjóðarsátt um skólastarfið Ólafur Ragnar kom einnig inn á kennaraverkfóUin og sagði það alvar- lega brotalöm þegar skólastarf lamað- ist vegna ágreinings um launakjör, skipulag náms og vinnutíma. Hvatti hann tO varanlegs friðar um skóla- starfið. Sagði forsetinn að eins og verð- bólgan var kveðin niður með þjóðar- sátt, þurfi á svipaðan hátt að þróa frið- argjörð sem tryggir nemendum öryggi og samfeUu við námið sjálfl og geri kennurum kleift að helga sig óskipta merku starfi sem þeir gegni í þjóðar- þágu. Forsetinn beindi orðum sín- um tU nemenda og bað þá að bíða þess að skólinn byijaði en glata ekki trúnni á gOdi námsins eða slá námi sínu á frest. Hvatti hann þá tO að gefast ekki upp né falla fyrir freistingum, gyUiboðum um skjótfengnar tekjur. Agaleysið í umferðlnni Forsetinn kom víða við í ávarpi sínu að þessu sinni og ræddi slysaölduna og þann fjölda fólks sem týnir lffi eða bíð- ur varanlegt heOsutjón vegna agaleysis í umferðinni eða voðaverka. „Það er mikil raun að fjöldi fólks skuli á hverju ári týna lífi eða bíða varanlegt heOsutjón í slysum sem eiga rætur að rekja tU of mikils hraða eða hirðuleys- is,“ sagði forsetinn. Varaði hann við að við sættum okkur að sífeUt fleiri láti líf- ið eða verði örkumla eða glati andlegu heUbrigði í umferðarslysum. „öku- maðurinn ber ekki aðeins ábyrgð á sjálfum sér heldur líka farþegum sín- um og einnig gagnvart öðrum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Peningar heimilanna í happdrætti hlutabréfanna Þá ræddi forseti Islands um verð- bréfadansinn. „Samfélag okkar hefúr mótast mjög af tUboðum um kostakjör og kapphlaupi fyrirtækja um fjármuni almennings, peninga heimUanna," sagði Ólafur Ragnar Grimsson. „Stundum hefúr jafnvel verið gengið svo langt að veðsetja ibúðir og fjöl- skyldueignir tO að taka þátt í happ- drættinu um hlutabréfin. Gleymum þó ekki að sagan kennir að vogun bæði virmur og tapar og kröfugerðin er þá einatt borin fram af miskunnarleysi handhafans sem aðeins hirðir um lúkningu skuldarinnar," sagði forset- inn. Hann sagði margt benda tO að í hönd færu tímar þar sem betra væri að sýna aðhald og ábyrgð en að hætta öUu sínu á markaðstorgi verðbréf- anna. Hvarvetna gróska Forsetinn ræddi um fjölskrúðugt listalíf á íslandi og hvemig íslenskir listamenn hafa náð augum og eyrum útlendra manna, kvikmyndagerðar- menn, söngvarar og rithöfúndar. Enn fremur benti hann á hvemig hugvit og vísindi hafa á skömmum tíma orðið undirstaða nýrra fyrirtækja og at- vinnugreina sem íslendingar kunnu varla að nefna fyrir örfáum árum. „Líkt og bóndinn fagnar góðri tíð og sjómaður gæftum gleðjumst við yfir þeirri grósku sem hvarvetna blasir við og um leið leitum við leiðarljósa um framtfðina, vegvísa sem fylgja ber á breytingabraut," sagði forseti íslands í ávarpi sínu tO þjóðarinnar. -JBP Olafur Ragnar Grimsson ■BwKB - Umsjón: Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.is Leiðtoga leitað Nú styttist óðum í borgarstjóm- arkosningar. Á næsta ári kemur í Ijós hvort Reykja- víkurlistinn heldur boginni þriðja kjör- tímabOið. Innan Sjálfstæðisflokksins eru háværar raddir um breytingar á borgarstjómar- flokknum. Mörgum þykir sýnt að forysta Ingu Jónu Þórðardóttur sé ávisun á áframhaldandi valdatíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur. Þvi er leitað logandi ljósi að nýjum leiðtoga. Þungavigtarmenn innan flokksins hafa í þeim efnum staldrað við nafn Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra sem talinn er líklegur tO að endur- heimta borgina... Útilokun Vefþjóðviljinn fylgdi fordæmi margra fjölmiðla um áramót og gerði úttekt á árinu í stuttum klausum. Meðal þess sem Þjóðviljamenn fundu út var að Morgunblaðið hefði einu sinni brugðist dómsmálaráðherra á árinu. Þetta köUuðu þeir „Útilokun ársins": Þann 20. nóvember síðastliðinn birti Morg- unblaðið ekki eina einustu mynd af Sólveigu Pétursdóttur. Hvorki í lit né svarthvítu. Þetta var að vísu mánudagur en engu aö síður var þetta ódrengfiega gert.“... Deilur Óhætt er að segja að íslenskri þjóð hafi brugðið þegar ára- mótaskaup Sjónvarpsins var í loft- inu. Flestir voru sammála því að önnur eins leiðindi hafi vart dunið á þjóðinni. Margir biðu nokkuð spenntir eftir því að sjá hver hefði samið ósköpin. Mörgum brá í brún þegar hann las á sjónvarpsskjánum að handritið hefði íslenska þjóðin skrifað. Heim- Udir Sandkoms herma að Edda Björgvinsdóttir og Randver Þor- láksson hafi verið höfundar þess en Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri hafi síðan lagt gjörva hönd á verkiö. Jafnframt herma heimUdir aö við upptökur hafi geðvonska svifið yfir vötnum og deUur hafi sett mark sitt á samstarfið með áð- urnefndum afleiðingum... Stórfrétt Lesendum Morgunblaösins brá heldur en ekki í brún þegar blaðið þann 31. desember datt inn um bréfalúgurnar. Aðal- frétt forsiðunnar var sú að annar tveggja ritstjóra blaðsins væri hætt- ur störfum. Fréttin kom þó fæstum á óvart því um nokk- urra ára skeið hafði legið fyrir að Matthías Johannes- sen myndi hætta störfum og aðrir fjölmiðlar en Moggi hafa fjallað nokkuð um málið. Þá er komiö á daginn sem Sandkom hefur lengi spáð að verðandi aðstoðarritstjóri, Ólafur Stephensen, er kominn tU metorða á Mogga eftir stuttan stans á Landssímanum og hjá Sam- tökum atvinnulífsins...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.