Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 DV Fyrrverandi forseti Perú Alberto Fujimori íhugar aö snúa heim þegar aðstæður íeyfa. Fujimori óttaðist um líf sitt Alberto Fujimori, fyrrverandi for- seti Perú, óttaðist um líf sitt. Þess vegna flýði hann frá Perú og æðsta embætti landsins. Hann hyggst snúa aftur heim þegar aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í einni greina forsetans sem japanskt dag- blað hefur birt undanfarna fjóra daga. Forsetinn fyrrverandi kveðst með flótta sínum hafa komið í veg fyrir að pólitísk spenna í landinu leiddi til götuofbeldis og blóðbaðs og síðan valdaráns. Fujimori skrifar að pólitískir andstæðingar hans hafi notað tæki- færið vegna ljósfælinna viðskipta yfirmanns leyniþjónustunnar, Vla- dimiros Montessinos, til að fram- kvæma valdarán án blóðsúthell- inga. Nú hafi stjórnarandstaðan völdin þó hún hafi ekki fengið þau á lýðræðislegan hátt. Fujimori kveðst hafa uppgötvað of seint að Montessinos byggði upp sitt eigið net ólöglegra sambanda. Sjálfur vísar hann öllum ásökunum um spillingu á bug. Hann segir hugsanlegt að hann snúi aftur. Hann er viss um að Perúbúar vilji ekki forseta sem sé háður hanastél- um og fínum salarkynnum. Bush búinn að manna stjórnina og snýr sér að efnahagsmálum George W. Bush, verðandi Banda- ríkjaforseti, mun væntanlega snúa sér að efnahagsmálunum í dag þar sem hann hefur nú mannað stjóm sína. Teikn eru á lofti um að byrjað sé að hægja á hagvextinum. Bush heldur fund í dag með for- stjórum stórfyrirtækja þar sem hann mun heyra álit þeirra sem eru i fremstu víglínu. Hann mun jafn- framt greina forstjórunum frá því hvernig hann hyggst stjórna efna- hagsmálunum. Bush kynnti siðustu ráðherrana í væntanlegri stjórn sinni i gær. Þeirra á meðal er demókratinn Norman Mineta, sem verður sam- gönguráðherra. Mineta gegnir emb- ætti viðskiptaráðherra í fráfarandi stjórn Bills Clintons. Á fundi með fréttamönnum í gær kynnti Bush einnig þau Spencer Abrahams orku- ráðherra og Lindu Chavez atvinnu- málaráðherra. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Skagabraut 5a, efri hæð og ris, hluti 101, Akranesi, þingl. eig. María Gunnarsdóttir og Haraldur Ásgeir Ásmundsson, gerðar- beiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 8. janúar2001 kl. 11.00. Skólabraut 30, neðri hæð, Akranesi, þingl. eig. Club 67 ehf, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vesturlands, mánudaginn 8.janúar2001 kl. 13.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANF.Sl Arafat og Clinton funduðu tvívegis í Hvíta húsinu: Arafat lofar að stöðva ofbeldi Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hét Bill Clinton Bandarikja- forseta því í nótt að reyna að stöðva átökin milli Israela og Palestínu- manna. Að sögn talsmanna Hvíta hússins náðist hins vegar enginn markverður árangur í að koma á friði í viðræðum leiðtoganna. Clinton gerði sitt besta á tveimur fundum að svara spurningum Arafats um friðarsamninginn sem bandarísk stjómvöld eru að reyna að koma á koppinn. Bandaríkjaforseti áformar að tala við Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, í síma í dag og síðan að ræða aftur við Arafat, í síma að þessu sinni. Clinton leggur mikla áherslu á að deilendur fyrir botni Miðjarðarhafsins komist að sam- komulagi um frið áður en hann læt- ur af embætti þann 20. janúar næst- komandi. Talsmenn Bandaríkjaforseta Yasser Arafat fer frá Clinton Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, yfirgefur Hvíta húsið eftir fundi með Clinton Bandaríkjaforseta. sögðu að ákveðið yrði um framhald friðarumleitananna eftir símtöl Clintons við Barak og Arafat í dag. Helstu ágreiningsatriðin snúast um rétt palestínskra flóttamanna til að koma aftur heim og yfirráð Palestínumanna yfir Musterishæð- inni í Jerúsalem. Arafat hélt frá Washington í morgun áleiðis til Kaíró í Egypta- landi þar sem hann mun sitja fund Arababandalagsins um nýjustu frið- artillögur Bandarikjanna. Palestinskur embættismaður sagði fréttamanni Reuters að Bandaríkjamenn hefðu ekki þrýst á Arafat að gefa strax svar sitt við efnisatriðum hugsanlegs friðar- samnings. Átök héldu áfram á heimastjórn- arsvæðunum í gær. Palestínskur bóndi var drepinn nærri gyðinga- byggð á Gaza og tveir ísraelar særð- ust í fyrirsát. Karlavígi fallið Raðir framlínusveita þýska hersins hafa nú í fyrsta sinn verið opnaðar konum. Nýliðarnir Katrin Kuhn og Melanie Fúlster spjalla hér við Holger Mennecke liðþjálfa í herbúðum nálægt Bremen í gær. Dómstóll fyrirskipar aö sonur Mitterrands skuli látinn laus: Farið fram á að bankareikn- ingar hans í Sviss verði frystir Franskur dómstóll fyrirskipaði i gærkvöld, öllum að óvörum, að Jean-Christophe Mitterrand, syni Frangois Mitterrands, fyrrum Frakklandsforseta, skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi. Mitterrand hefur setið inni frá því fyrir jól vegna gruns um aðild að ólöglegu vopna- braski. Nefnd þriggja dómara úrskurðaði að Mitterrand yrði að leggja fram sem svarar sextíu milljónum ís- lenskra króna i tryggingafé þar sem rannsókninni yrði fram haldið. Jean-Pierre Versini-Campinchi, lögmaður Mitterrands, sagði upp- hæðina fáránlega og að erfitt yrði fyrir skjólstæðing sinn að afla svo mikils íjár með því einu aö hringja í bankastjórann sinn úr fangaklef- anum. Búist er við að Mitterrand verði látinn laus síðar í dag. Jean-Christophe Mitterrand Sonur fyrrum Frakklandsforseta verður aö reiða af hendi 60 milljónir króna til að fá frelsi. Rannsóknardómarar lögðust gegn því að Mitterrand yrði sleppt þar þeir óttast að hann geti eyðilagt mikilvæg gögn. Hinn 54 ára gamli Mitterrand er grunaður um aðild að vopnabraski og öðru ólöglegu at- hæfi í tengslum við sölu rússneskra vopna til Angóla snemma á tíunda áratugnum. Mitterrand, sem hefur verið upp- nefndur Pabbi-sagði-mér vegna þess hve hann vitnar oft í föður sinn í samtölum, hefur viðurkennt að hafa þegið um 140 milljónir króna á bankareikning sinn í Sviss frá vopnasalanum Pierre Falcone sem einnig sætir rannsókn. Lögmaður Mitterrands segir að samskipti þeirra Falcones hafi verið lögleg. Rannsóknardómarar hafa farið fram á að bankareikningar Mitt- errands í Sviss verði frystir. Með hjartaáfall Netmiðillinn Ananova hefur það eftir íraska stjóm- arandstöðuleiðtog- anum Bayan Raber að Saddam Hussein Iraksforseti hafi verið fluttur á sjúkrahús með al- varlegt hjartaáfall. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan Saddam var viðstaddur hersýningu í Bagdad. Andvígir NATO Fjörutíu og átta prósent Svía segj- ast andvígir aðild að NATO sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. 28 frusu í hel í Póllandi Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið af völdum kulda í Póllandi undanfarna 10 daga. Flestir eru karlar á aldrinum 40 til 50 ára sem hafa verið undir áhrifum áfengis. Fjórði hver var heimilislaus. í vandræðum vegna gjafar Breski auðkýfingurinn Paul Hamlyn tilkynnti í gær að það hefði verið hann sem gaf Verkamanna- flokknum 2 milljónir punda. Fregn- ir bárust af gjöfinni um helgina og voru íhaldsflokkurinn og menn innan Verkamannaflokksins þegar farnir að saka Tony Blair forsætis- ráðherra um leynimakk og óheiðar- leika fyrir að greina ekki frá gjöf- inni. Forsetinn í hjónaband Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kvæntist unnustu sinni, Asma al-Ak- hras, sem fæddist í Bretlandi, á nýárs- dag. Bashar, sem er augnlæknir að mennt, kynntist eiginkonunni þegar þau voru bæði við nám við breskan háskóla. Hún lærði tölvufræði. Kúariðutilfella leitað Frakkar hófu í gær leit að kúariðu í öllum nautgripum eldri en 30 mánaða. Spænsk yfirvöld greindu frá tveimur nýjum kúariðutilfellum í gær. Konungi hótað lífláti Maður afhenti á gamlársdag lifverði við norsku kon- ungshöllina miða með morðhótun gegn Haraldi Nor- egskonungi. Leit Óslóarlögreglunnar að manninum reyndist árangurs- laus. Norska öryggislögreglan frétti ekki af atvikinu fyrr en að kvöldi nýársdags. Tugir flóttamanna farast Um 50 manna er saknað eftir að flutningaskip fórst undan strönd Tyrklands á nýársdag. I skipinu voru nm 80 flóttamenn frá Asiu er voru á leið til Grikklands. Gallaður samningur George Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir samninginn um fastan stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðananna, sem Bill Clinton undirritaði, gallaðan. Ætlar Bush að láta endurskoða samninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.