Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 Skoðun H>‘V Hvernig fannst þér skaupið? Jósep Gíslason prentsmiöur: I meðallagi. Fyrsta atriðið gott. Svo var þetta hálfútþynnt. Hermann Sverrisson verkstjóri: Það var ekki nógu gott. Eiginlega lélegt. Finnur Eiríksson prentsmiður: Það var ágætt. Sigríöur Jónsdóttir setjari: Aiveg ágætt. Hilmar Gunnarsson bókbindari: Það var bara atveg ágætt. Birkir Viöarsson, aöstoöamaður í bókbandi: Hörmung eiginiega. Umferðareftirlit á kostnað öryggis? Umferöarhraöi mældur ,,Vantar ekki alhliða úrbætur í umferðargæsiu?" Okumaöur sendi þennan pistil: Nýverið var sagt frá því í morg- unfréttum RÚV að lögreglan hefði tekið 130 ökumenn fyrir of hraðan akstur daginn áður. Það er vissu- lega rétt sem fram kom að hraðakst- urinn er hættulegur í myrkri skammdegisins. Á leiðinni í vinn- una sama morgun, á um 16 km leið, taldi ég hins vegar um 20 bíla sem voru alveg ljóslausir öðrum megin að framan. Stundum eru slíkir bílar á sömu leið enn íleiri. Ég hef aldrei séð jafnmarga bíla með biluð ljós á götunum eins og sl. haust. Eineygð- ir bílar virðast fjær manni en þeir eru í raunveruleikanum, sem er afar hættulegt, að ekki sé talað um hættuna af bílum sem bjóða upp á „koss“ á vinstri hlið með því að vera ljóslausir þeim megin. Augljóslega er þessum þætti um- ferðarómenningar íslendinga lítið sinnt. Ég hef aldrei séö lögreglu skipta sér af ijósabúnaði bíla. Öku- menn virðast þvi vera áhyggjulaus- ir með þetta allt árið á milli skoð- ana. Hve margir bílar með biluð ljós skyldu fara fram hjá lögreglunni meðan átak á sér stað í að mæla ökuhraða? Væri ekki ástæöa til að stunda meira alhiða úrbætur í um- ferðargæslu hér á landi en að ein- blína á umferðarhraðann? Ég bjó nokkur ár í Bandaríkjun- um. Þar sem ég dvaldi stöðvaði lög- reglan ökumenn væru ljós biluð að vetrarlagi. íslendingar eru framar- lega í tölvumálum og einfalt ætti að vera að koma á kerfi hér á landi þar sem menn fengju fyrst aðvörun sem skráð væri í tölvu,_en síðan háa sekt ef úrbætur eru ekki gerðar. Annað sem var frábrugðið í umferðinni í „Ég hef aldrei séð lögreglu skipta sér af Ijósabúnaði bila. Ökumenn virðast því vera áhyggjulausir með þetta allt árið á milli skoðana. Hve margir bílar með biluð Ijós skyldu fara fram hjá lögregl- unni meðan átak á sér stað í að mœla ökuhraða?“ Bandaríkjunum var eftirlit með ná- lægð milli bíla. Of lítið bil miðað við aksturshraða var flokkað sem háskaakstur, með tilheyrandi sekt og punktamissi. Hér eru aftaná- keyrslur um 30% umferðarslysa, en engin virðist skipta sér af aksturs- bilinu. Sama gildir um stefnuljósanotk- un. Á þjóðvegunum virðast fáir (kannski um 10% ökumanna) gefa stefnuljós við framúrakstur. Venju- legast aka menn þétt upp að bílnum, og skjótast svo allt í einu fram úr. Og ef beygt var út af vegi, þá var fá- títt að slíkt sé gefið til kynna fyrir fram. Og svona mætti lengi telja. - Er það furða þótt slys verði? Umferðarráð virðist nokkuð á sama báti og löggæslan og fjailar mest um hraða, öryggisbelti og um- ferðaróhöpp í Reykjavík en ekki al- hliða öryggismál í umferðinni. Fróðlegt væri aö heyra frá þessum aðilum um hvort gæðastjórnun vegna umferðaröryggis sé ábóta- vant og hvort misvægi í áherslum komi niður á umferðaröryggi i land- inu. Er umferðareftirlit í hættulegu fjársvelti? Aðbúnaður á Litla-Hrauni Bréf frá fanga á Litla-Hrauni: Að minu viti bráðvantar meðferð- arúrræði og meira hvetjandi um- hverfi hér til að bæta og ýta undir að menn bæti sig. Og grátlegt er að leyfa mönnum ekki að fá svokölluð dagsleyfl fyrr en eftir að hafa af- plánað a.m.k. 1/3 af dómi eða að eitt ár hafl liðið hið minnsta. Þetta þýð- ir að maður með eins og tveggja ára dóm fær ekki dagsleyfi og sá sem af- plánar langan dóm þarf kannski að bíða í einhver ár áður en hann á möguleika. Skiptir þá engu þótt hinn sami hafi staðið sig vel. Það skiptir heldur engu þótt hinn sami eigi ástvini og gæfi mikið fyrir að „Það er að mínu mati löngu tímabært að fangar séu með- höndlaðir sem einstaklingar en ekki hópur og þótt allt kosti peninga verður að reikna öll dæmi til enda...“ eyða t.d. aðfangadegi með þeim og njóta samvista þeirra undir eðlileg- um kringumstæðum. Er skrýtið þótt mönnum verði sama um allt og leiti í lyfm? Og nýjasta útspilið hjá forráða- mönnum Litla-Hrauns? Jú, að hinn 1. des. sl. var ákveðið að fara ná- kvæmlega eftir heimsóknarreglum! Sem þýðir að eftir þann tíma eiga fangar bara rétt á heimsóknum nán- ustu vandamanna og engra ann- arra. Svörin sem gefln eru við fyrir- spumum eru þau að einn hafi mis- notað aðstöðu sína og fengið heim- sókn undir öðru nafni. Fyrir það eiga allir hinir að gjalda. Það er að mínu mati löngu tíma- bært að fangar séu meðhöndlaðir sem einstaklingar en ekki hópur og þótt allt kosti peninga verður aö reikna öll dæmi til enda en ekki stoppa við þá útkomu sem fæst í miðju dæmi. Athugasemd lesendasíðu: Síðari hluti bréfs þessa fanga birtist síðar í vikunni. Dagfari Andmæli viö doktorsvörn Kristján Ólafsson hringdi: f 5. tbl. Fréttabréfs Háskóla ís- lands las ég að það væri sjaldgæft við doktorsvöm hér að andmælend- ur kveddu sér hljóðs í sal og teldist raunar til tíðinda þar á bæ, jafnvel meiri tíðinda en doktorsvörnin sjálf. Þannig var andmælum beitt við doktorsvöm í heimspekideild, þar sem notuð voru að óþörfu ung og ónýt handrit eða skjöl en hins vegar ekki notuð óprentuð skjöl sem hefðu getað haft gildi fyrir við- komandi rannsókn. Þessara and- mæla var hins vegar ekki getið í of- angreindu fréttabréfi á sínum tíma þar sem doktorsvörninni voru gerð skil. Ég skil þvi vel óánægju sumra vísindamanna að þess skuli ekki getið, þá sjaldan það skeður að and- mælum er beitt við doktorsvöm hér. En líklega er þó eingöngu um landlægan heimóttarskap Islend- inga að ræða. Mörgum fmnst sem þá sé verið að beita persónulegri andúð. En svo er auðvitað alls ekki því líta skal andmælin sem akademíska röksemdafærslu. Ann- að ekki. Þjóöleikhúsið, eign þjóðarinnar - ekki eign starfsfólks eða stjórnenda. Veisla Þjóöleik- hússfólksins Þðrir Jónsson skrifar: í tilefni fréttar (sem var fyllilega tímabært að birta) um milljóna- veislu Þjóðleikhússins fyrir fastráð- ið starfsfólk þess þykir mérvið hæfl að mótmæla þessári óprúttnu eyðslu harðlega. Fastráðið starfs- fólk eða ekki fastráðið; það eru eng- ar reglur til sem leyfa bruðl opin- berrar stofnunar á feikna-ríkisstyrk með þessum hætti. Fyrir sig hefði verið að bjóða starfsfólk og mökum þeirra svo sem eitt eða tvö glös af léttvíni og nokkum pinnamat inn- andyra en fráleitt að taka salar- kynni á dým hóteli á leigu fyrir annað eins og margfalt dýrara sam- kvæmi. Hvað gera nú aðrar opin- berar stofnanir? Hér á fjármálaráð- herra að grípa til þess sem honum ber skylda til, að ávita fram- kvæmdastjórn Þjóðleikhússins og gefa aðvörunarmerki. Gullið er enn best Skemmtilegasta skaupið Dagfari sat í góðra vina hópi á gamlárskvöld og handlék staup af iþrótt. Horft var á ára- mótaskaupið eins og öll hin áramótin - og eftir á býsnast yfir því hvað það hefði verið leiðin- legt. Dagfari tók engan þátt í því. Honum fannst skaupið skemmtUegt - og meira að segja svo skemmtilegt að hann er varla enn hættur að hlæja. Dagfari er fylgjandi gömlum gildum og telur nýtni tU helstu kosta. Edda Björgvins, sem skrifaði handrit áramótaskaupsins þetta árið, hlýtur að vera eftirsóttur kvenkostur því nýtni hennar er með fádæmum. Hún tók átján ára gamlan brandara um „þrjú hálft í hvoru á paUi“ (eða hvað þau hétu i skaupinu 1983) dustaði rykið af honum og lét þjóðlagatríóið skemmta aftur, lék sjálf aðalhlutverkið aftur og gott ef hún notaði ekki sömu hárkoUurnar aftur. Mælir líka ekki aUt með því að það sem einu sinni þótti sniðugt geti þótt sniðugt aftur? Dagfari er a.m.k. lít- ið fyrir að láta koma sér á óvart og veit að svo er um fleiri. Edda kann líka þá list að láta sömu brandarana endast lengi innan sjálfs skaupsins, eins og brandarann um bilanimar í Efstaleitinu og þuluna Ragnheiði Clausen sem langaði tU þess að verða eitthvað miklu meira en þula. Brandari um karl Stjómmálamenn eins og Ingibjörg Pálma- dóttir (sem flestir þurfa bara að líta öðru auga til að detta eitthvað fyndið í hug) voru líka allt of auðvelt skotmark fyrir Eddu og Þórhildi. í staðinn fengu súlu- dansmeyjamar til tevatnsins, Vala Flosa- dóttir og Björk, auk áðumefndrar Ragn- heiðar Clausen. sem fiktaði með fjarstýringu var líka lífseigur. Ekki er aUt búið enn. Edda og Þórhildur hafa einnig viljað spara Sjónvarpinu sprang um aU- an bæ í leit að hentugum gamanleikurum - því sjáif fór Edda með fjölmörg hlutverk og hafði bömin sín í nokkrum en ÞórhUdur leitaði enn á náðir litla bróður sem tók að sér velflest karlhlutverkin, áreiöanlega fyrir lítið fé. Konur í stjómmálum áttu hauka í homi þar sem leikstjórinn og handritshöfundurinn vom - þvi þær vora alveg látnar í friði, áreiðanlega vegna þess að Eddu og ÞórhUdi þótti aUt of ótuktarlegt að minnast á Sólveigu og klósettin hennar eða Siv og rúntinn frá Stjómarráði yfir í umhverfisráðuneyti á stórum eiturspúandi ráðherrabU. Ingibjörg Sólrún er líka áberandi í þjóðlífmu en var aldeUis látin liggja miUi hluta í skaupinu og stjórnmálamenn eins og Ingibjörg Pálmadóttir (sem Uestir þurfa bara að líta öðra auga tU að detta eitthvað fyndið í hug) vom líka aUt of auðvelt skotmark fyrir Eddu og ÞórhUdi. í staðinn fengu súludansmeyjamar tU tevatnsins, Vala Flosadóttir og Björk, auk áðurnefndrar Ragn- heiðar Clausen. ÁkaUega djarft og vel tU fundið - alvarlegum kvenkyns valdhöfum gefið frí en i stað- inn gert grín að sætu og hæUleikaríku stelpunum sem aUt þykjast vita. Er furða þó að Dagfari haldi enn um magann á sér? ^ p . Björn Bragi skrifar: Heyrst hefur sá orðrómur að loka eigi útvarpsstöðinni GuU 90,9. Nú þegar aUt Uæðir í innihaldslausu gelgjurokki og píkupoppi er þó enn þá hægt að hlusta á góða tónlist frá þessu besta tímabUi tónlistarsög- unnar, á GuUinu. Fyrir mitt leyti er þetta eina útvarpsstöðin sem hægt er að hlusta á og langflestir vinir mínir og kunningjar eru sammála mér þar. Undanfama mánuði hafa vinsældir hennar aukist tU muna og eins og J. Sveinsson segir réttUega í bréH sínu 28.12. þá er hún betri og skemmtUegri núna en nokkru sinni fyrr og fáránlegt væri að hróUa við henni. Forráðamenn Gull 90,9, bjargið islensku útvarpi og haldiði áfram á sömu braut. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoKi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.