Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 24
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 Tilvera I>V Ifift i I R V I N N Li Fyrirlestur um bútasaum í Hafnarborg í kvöld kl. 20.30 mun Marti Michell halda fyrirlestur í Hafn- arborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, í tengslum við sýningu á antíkbútasaumstepp- um sem þar hefur staðið yfir. Teppin koma úr safni Marti og Dick Michell en safn þeirra er stærsta einkasafn af þessum toga í Bandaríkjunum. Á sýning- unni eru um þrjátíu teppi, þau elstu frá þvi um 1850. Samstarfs- aðili Hafnarborgar að þessari sýningu eru hjónin Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eigendur vefnaðarvöruverslun- arinnar Virku, en Guðfinna hef- ur unnið að undirbúningi og val- iö verkin á sýningxma í sam- vinnu við eigendur. Sýningin er opin frá kl. 11.00-17.00 og lýkur 7. janúar. '’Leikhús 1 MEÐ HJLLA VASA AF GRJOtl Leikritið Með fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæðl Þjóöleikhúss- Ins. Myndiist ___________________ ■ HÆRRA TI|L Þ|N Sýningunni Hærra til þín - kristin minni I nor- rænni myndlist lýkur á fimmtu- daginn. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Ásmundarsafn efndu til sýningarinnar I tilefni þess að árið 2000 voru liðin 2000 ár frá £ví íslendingar tóku kristna trú. A sýninguna eru valin verk eftir norræna myndlistar- menn 20. aldar, bæði málara og myndhöggvara. Á sýningunni eru meðal annars verk eftir íslensku myndhöggvarana Ásmund Sveins- son og Slgurjón Ólafsson, fær- eyska málarann Samuel Joensen- Mikines, norsku veflistarkonuna Hannah Ryggen og danska myndhöggvarann Robert Jacob- sen. ■ SÝNING Á NÚLLINU Á al menningssalernunum í Banka- stræti 0 stendur sýning um lykt sem á sér aðra hlið á Netinu. Listamaöurinn Rnna Blrna Stelnsson hefur í þessu verki gert mikla könnun á rannsóknum Jaegers nokkurs sem hafði ofur- trú á ullarfatnaði til að útrýma lík- . amslykt. Hann geröi athuganir á sjálfum sér og konu sinni og fékk fólk til aö þefa undir hendur og af fótum til að ganga úr skugga um áhrifamátt ullarinnar. ■ LISTASAFN ÍSLANPS NÚ stendur yfir sýning á rýmisverkum í Listasafni Islands. Um er að ræða verk sem safnið hefur keypt á undanförnum árum. Þau eru eftir: Ragnhildi Stefáns- dóttur, Rósu Gísladóttur, Bryn- hlldi Þorgeirsdóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Guðjón Ketlls- son, Kristinn E. Hrafnsson og Daníel Magnússon... ( Krár ■ CAFE ROMANCE býöur upp á lifandi tónlist á öll kvöld en þaö er enski píanóleikarinn og söngvar- inn Miles Dowiey sem skemmmtir gestum staöarins yfir Ijúfu spjalli. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Hugsjónamaöur Baldur Steinn var í Nígeríu árið 1999. Hann var við nám / Háskóia Islands á árinu 2000 en er nú á för- um aftur til Nígeríu. unum og ekki hlotið stuðning frá ríkinu. Árið 1993 var stofnuninni gefinn sendiferðabíll af írska sendi- ráðinu sem notaður var við að keyra dag hvem stóran hóp fanga, sem höfðu verið geymdir ódæmdir í fangelsi, í réttarsal, þar sem þeim var síðan sleppt. “Tveimur árum síðar var stofnuð endurhæfingarstöð sem sér um það enn þann dag í dag að veita ungum drengjum sem koma út úr fangels- unum áfallahjálp, húsaskjól og þjálf- un í einhverri iðn í átta mánuði. Stofnunin hefur á síðastliðnum sjö árum stuðlað að lausn um fjögur þúsund fanga og menntað marga þeirra í faggreinum svo sem bifvéla- virkjun, fatasaumi, trésmíði, tré- skurði og einfaldri rafvirkjun." Baldur Steinn hefur stundað nám í frönsku og mannfræði í Háskóla íslands síðan hann kom heim í árs- byrjun 2000. Hann heldur aftur til Lagos í byrjun janúar 2001 og mun þá haida áfram að vinna að þeim verkefnum sem hann skildi við. „Ég verö eins lengi og ég þarf en ekki meira en eitt ár því þá rennur mið- inn minn út,“ segir Baldur Steinn. Baldur Steinn hefur unnið að því að safna fjármagni fyrir stöð Good Shepherd Community í Lagos og eru fijáls framlög frá einstaklingum og stofnunum eru vel þegin að sögn Baldurs Steins og er bankareikning- ur söfunarinnar 0304-13-200090. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar á vefsíðu söfnunarinnar: http://www.vortex.is/nigeria. Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyidumál á miövikudögum En mörgum finnst sem sagt aö eitthvað sé að hjá sér, að það sé eitthvað sem þurfi að breytast í lífinu, að lífið sé komið inn á vitlausa braut ef svo má að orði komast. Aftur á móti getur það reynst erfitt að finna leiðina til baka, sérstaklega ef gripið er til skyndilausna í kringum nýárið. lega næringu og reynt að finna jafn- vægi í því sem ég borða, með þvi að minnka neyslu á ruslfæði, gosi, sykri, áfengi, nikótíni, fitu, salti, koffíni og pillum. Ég get leyft mér að sofa í 7-8 tíma á nóttu, allavega 4 sinnum í viku. Ég get minnkað stress og álag á likama minn með því að stunda slökun að minnsta kosti einu sinni á dag. Ég get hlustað á líkama minn og reynt að svara því sem hann er að reyna að segja mér. Ég get farið í almenna læknis- skoðun einu sinni á ári. Gangi ykkur vel. Fjölskyldumál í Nígeríu eru ungir heimilislausir menn fangelsaðir án dóms og laga: Ungir menn koma illa farnir úr fangelsum Nýársheitin Um hver einustu áramót stíga margir á stokk og strengja nýársheit. Oft tengjast þessi heit einhverju samvisku- biti sem við drögnumst með. Nú á aö nota tækifæriö og hætta að reykja, hætta að drekka eða gera eitthvað við offituna, svo dæmi séu nefnd. Þetta sjáum við vel á líkams- ræktarstöðvunum sem yfirfyll- ast einmitt upp úr áramótun- um. Sumum tekst efalaust að halda nýársheitin sín eitthvað fram í nýja árið. En þeir eru nú örugglega fleiri sem gefast upp og taka upp fyrri ósiði, eft- ir einhverja baráttu þó. Alla- vega endast þrengslin í rækt- inni ekki langt fram eftir ári. Auðvitað eru það svo alltaf ein- hverjh dugnaðarforkar sem ná virkilegum árangri, hætta að reykja eða drekka eða borða yfir sig eða hvað það nú er sem þarf að laga í fari viðkomandi. En mörgum finnst sem sagt að eitthvað sé að hjá sér, að það sé eitthvað sem þurfi að breyt- ast í lífinu, að lífið sé komið inn á vitlausa braut ef svo má að orði komast. Aftur á móti getur það reynst erfitt að finna leiðina til baka, sérstaklega ef gripið er til skyndilausna i kringum nýárið. Það þýðir nefnilega lítiö að skipta um hér með fáeinar tOlögur aö leiðum til betra lífs, leiðum sem hver og einn í raun getur fundið með því að taka á nokkrum grundvallarþáttum í hinu daglega lífi. Þetta eru engar skyndilausnir, og þær ættu ekki að reynast neinum ofviða. Því hér ert það þú sjálfur/sjálf sem metur hvaö það er sem þú þarft að gera út frá þínum eigin forsendum. í dag skoðum við leiðir til að bæta líkamlega vellíðan. En þetta er aöeins byrjunin, og á næstu vikum birtist fram- haldið hér á síðum DV. Fáelnar lelðir til betra lífs Ég get vingast við líkama minn og lært að virða hann og láta mér þykja vænt um hann eins og hann er. Ég get fundið mér einhverja líkamsrækt SEM ÉG HEF GAMAN AF og passar vel við aldur minn og heilsufar. Þetta get ég stundað allavega 20 mín- útur í einu nokkrum sinnum i viku (t.d. ganga, sund, hjólreiðar, skokk, leikfimi o.s.frv.) helst með einhverj- um sem mér þykir vænt um og þyk- ir yænt um mig. Ég get lært meira um heilsusam- Leiö til betra lífs „Auðvitað eru það svo alltaf einhverjir dugnaðar- forkar sem ná virkilegum árangri, hætta að reykja eða drekka eða borða yfir sig eða hvað það nú er sem þarf að laga í fari viökomandi, “ segir sr. Þór- hallur meðal annars í pistli sínum. braut nema maður í raun og veru sé sáttur við það sem maður er að gera. Til þess að styrkja nú þau sem um þessar mundir eru að berjast við nýársheitin sín og móralinn sem þeim fylgir, þá ætla ég að koma Baldur Steinn Helgason er á fór- um til Nígeríu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn sem hann heldur utan til að vinna fyrir stofn- unina The Good Shepherd Comm- unity í Lagos fylki. Hann komst í samband við stofnunina í gegnum Alþjóðleg Ungmennaskipti (AUS) og starfaði við sjálfboðavinnu árið 1999 hjá samtökunum í Lagos. Hörmulegar aðstæður í fang- elsum Stofnunin The Good Shepherd Community - N.G.O. var stofnuð af bróður Emmanuel Ache sem vildi vinna í mannrétttindamálum í fang- elsum Lagos fylkis 1993. „Ég sá með- al annars um almennan rekstur við hlið stofnandans, vikulega bíósýn- ingu í fangelsunum, og svo kenndi ég frönsku í fangelsisskólunum tveimur, sem stofnunin sér um að reka innan veggja fangelsanna," segir Baldur Steinn. „Aðstæðumar í fangelsunum í Lagos eru vægast sagt hörmulegar. í fjölmennasta fangelsinu þar sem eru tæplega 3000 fangar og hafa ekki nema 10% þeirra komið fyrir dóm- ara. Hin 90% eru aðallega strákar á Frelslsbíllinn Hér sést bíllinn sem gefinn var af írska sendiráöinu. Viö bílinn standa nokkrir fangar á útteið úr fangelsinu. Eins og sést eru þeir vannæröir og illa haidnir. Hugsjónastarfsemi styrkt af elnkaaðllum Stofnunin sem Emmanuel kom á laggirnar, The Good Shepherd Community, hefur frá byijun aðeins veriö styrkt af einkaðilum og stofn- Á stofnun Good Sheperd Community Fangarnir fyrrverandi fá húsaskjói, mat og þjálfun í iðngrein í stofnuninni. Á móti þurfa þeir að gangast undir nokkuö strangan heimiiisaga. aldrinum 16 til 25 ára. Þeir eru geymdir 90-100 saman i 40 fm dimm- um klefum og fá ekki að fara út úr þeim mánuðum saman.“ Að sögn Baldurs Steins fer þetta mjög illa með fangana andlega, auk þess sem þeir koma allir út með húðsjúkdóma, vannærðir og með vöðvarýrnun. Margir koma einnig sjúkir af berklum og eyðni. „Lög- reglan í Lagos er með nokkurs kon- ar hreinsunardaga á tveggja vikna fresti. Þá eiga allir að vera heima hjá sér þannig að engir eru á ferli nema þeir sem eru heimilislausir. Þeir eru þá handteknir fyrir það eitt að vera á ferli, eða ráp, en ekki látn- ir koma fyrir dóm fyrr en eftir dúk og disk og þá er þeim jafnan sleppt um leið vegna þess að sök þeirra er engin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.