Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Side 28
NISSAN PRIMERA
\ á frábæru verði
Ingvar
Helgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Formaður Vöku á Siglufirði óhress með sinnuleysi ASÍ:
Höfum engin
viðbrögð fengið
- við áskorun um uppsögn samninga, segir Signý Jóhannesdóttir
„Við höfum engin viðbrögð feng-
ið við bréfi til miðstjórnar ASÍ um
uppsögn launaliðs kjarasamninga.
Þaö er sameiginleg nefnd ASÍ og
SA sem á aö meta hvenær ástæða
er til að segja upp launalið kjara-
samninga. Við, þessir almennu for-
ingjar í félögunum, höfum lítið
r fengið að vita um hver mörkin eru.
Orðalagiö um það i samningum er
loðiö og það sem okkur þykir um-
talsvert og ástæða til uppsagna get-
ur verið að öðrum þyki ekki um-
talsvert," segir Signý Jóhannes-
dóttir, formaður verkalýðsfélags-
ins Vöku á Siglufirði.
Stjórn félagsins sendi miðstjórn
ASÍ bréf 11. desember sl. þar sem
greint er frá áskorun fundar í fé-
laginu til stjómvalda um að boðað-
ar breytingar á útsvari og tekju-
^ skatti verði endurskoðaðar. í bréf-
inu segir að auknar álögur hins op-
inbera, auk óhagstæðrar verðlags-
þróunar, sem rýri kaupmátt launa-
fólks, séu fullgild ástæða til upp-
sagnar á launalið kjarasamninga
og því beri fulltrúum ASÍ að segja
upp launaliö kjarasamninga VMSÍ
og SA sem gerðir vom 13. apríl
Lést í bílslysi
Karlmaður á sextugsaldri lést í
kjölfar áreksturs sem varð á Reykja-
nesbraut, milli Hafnarfjarðar og
Garðabæjar, um klukkan 13 í gærdag.
Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði
varð áreksturinn um hálfan kíló-
metra sunnan við Vífilsstaði, þegar
fólksbíll mannsins lenti framan á
gámaflutningabíl. Talið er að maður-
inn, sem var einn í bílnum, hafi látist
samstundis. Bilstjóri flutningabílsins
slapp ómeiddur frá árekstrinum, en
var fluttur á slysadeild til aðhlynn-
ingar. Reykjanesbrautinni var lokað í
um þrjá tíma í gærdag vegna slyssins.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu. -SMK
Flugvél nauölenti
Flugmaður lítillar flugvélar nauð-
lenti vél sinni á Kárastaðaflugvelli í
Borgamesi um síðustu helgi eftir að
vélarbilunar varð vart. Að sögn lög-
reglunnar í Borgamesi úðaðist smur-
olía á rúður flugvélarinnar svo flug-
>'*t maðurinn sá ekki út. Bilunin varð er
vélin var nálægt Kárastaðaflugvelli og
tókst lendingin áfallalaust. -SMK
Signý Jóhannes- Ari Skúlason,
dóttir, formaður framkvæmda-
Vöku. stjóri ASÍ.
2000. Svipuð skilaboð hafa verið að
berast undanfarið frá öðrum
verkalýðsfélögum á landsbyggð-
inni.
Signý segir að í kjölfar aðgerða
ríkisstjómarinnar komi breytingar
á fasteignagjöldum og ýmsum öðr-
um þáttum sem samanlagt séu
vondir kostir. „Ástandið á lands-
byggðinni er þannig að fólk þar hef-
ur almennt lægri laun en á höfuð-
borgarsvæðinu og á því erfiðara
með að taka á sig verðlagshækkan-
ir. Þar má nefna flugið sem hækkað
hefur gífurlega vegna oliuverðs-
hækkana. Það kostar því álíka fyrir
Siglfirðinga að fljúga til Reykjavík-
ur eins og Reykvíkinga að skreppa í
helgarferð til London.“
Ekkert já eða nei
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
ASÍ, segir ekki hægt að svara sérstak-
lega þessum áskorunum. „Við mun-
um hins vegar taka mið af þeim en
þessi mál eru öll i farvegi sem er
löngu ákveðinn fyrir fram. Það er
nefnd sem metur stöðu mála og það
mat mun í fyrsta lagi ljúka í febrúar.
Mögulega verður það síðar ef okkur
sýnist upplýsingar vera á leiðinni
sem þurfi að bíða eftir. Það er því
ekkert já eða nei svar við þessum
áskorunum. Ég hef litið á þessar
sendingar sem pólitískar yfirlýsingar
og skoðanir þeirra sem standa þar á
bak við en ekki að verið sé að óska
sérstaklega eftir svari. Það eru ýmsar
stærðir sem þarf að skoða í þessu
sambandi, eins og verðbólgan og síð-
an launahækkanir annarra kjara-
samninga. Fram á seinustu mánuði
ársins sýnist okkur þetta vera innan
ramma þannig að samningar haldi en
það er þó auðvitað sagt án ábyrgðar
því skoðun er ekki lokið og fjölda
samninga á enn eftir að klára.“-HKr.
DV-MYND HARI
Fimm bíla árekstur
Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadelld og tveir leituðu þangað sjálfír eftir
fimm bíla árekstur á mótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar um klukkan
17 í gær. Enginn reyndist alvarlega slasaður.
Nefndin vegna öryrkjadómsins:
Skilar vonandi innan fárra daga
Jón Steinar Gunnlaugsson
hrl., formaður nefndarinnar
! sem ríkisstjómin skipaði til
að fjalla um það hvernig
verða eigi við dómi Hæsta-
réttar í máli Öryrkjabanda-
lagsins, segir að nefndin skili
vonandi af sér niðurstöðum
innan fárra daga.
„Nefndin hefur starfað öt- Gunnlaugsson.
ullega síðustu daga og
vonandi verður niðurstað-
an tilbúin innan fárra
daga. Það sem helst stend-
ur á núna er að fá gerða
nokkra útreikninga sem
nefndin telur nauðsynlega
áður en hún skilar af sér,“
sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson. -Ótt
DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON
Fer sinna feröa á skíðum
Birgir Friðriksson er hér að útrétta og fer ferða sinna á skíðum enda
götur Sauðárkróks illfærar.
Vetur konungur mættur á Norður- og Austurlandi:
Skíðin samgöngu-
tæki innanbæjar
DV, SAUÐÁRKRÓKI:
Vetur konungur gerði loksins vart
við sig á norðan- og austanverðu
landinu á síðasta degi ársins og aldar-
innar. Á Austurlandi hefur hríðinni
varla slotað síðan. í gær var enn ekki
farið að huga að snjóruðningi af
helstu íjallvegum, svo sem Odds-
skarði og Fjarðarheiði, en búið var að
ryðja Fagradal þar sem snjóflóð féll
um áramótin.
A Sauðárkróki snjóaði einnig mik-
ið í lok ársins og þar varð að fresta
því að kveikja í áramótabrennunni
þar til í gærkveldi, á öðram degi árs-
ins. Á gamlársdag kusu sumir Króks-
arar að hreyfa ekki bila sína og Birg-
ir Friðriksson fór sinna ferða á skið-
um um götur bæjarins en það er
fremur sjaldsjæf sjón á Króknum síð-
an aldraður maður úr Fljótunum féll
frá fyrir nokkrum árum. -ÞÁ
Framhaldsskólakennarar á 56. sáttafundinum í Karphúsinu:
Búist er við að kennarar
Verslunarskólans samþykki
Fastlega var reiknað með því í
morgun að kennarar Verslunarskól-
ans myndu samþykkja nýjan kjara-
samning sem gerður hefur verið fyr-
ir hönd þeirra tæplega 60 kennara
sem starfa þar. Samningurinn, sem
felur í sér verulega hækkun grunn-
launa, var geröur með fyrirvara um
samþykkt kennaranna. Elna Katrín
Jónsdóttir, formaður samninga-
nefndar Félags framhaldsskóla-
kennara, stýrði einnig
samninganefnd Verslun-
arskólakennara. Hún
kvaðst í morgun búast við
að samningurinn yrði
samþykktur. Á sama tíma
og hún kveðst ánægð með
frammistöðu skólanefnd-
ar Verslunarskólans seg-
ist hún óánægð með
frammistöðu ríkisins.
Elna Katrín
Jónsdóttir.
„Við hefðum viljað sjá
hraðari vinnu. Seinagangur
frá þeirra hendi veldur von-
brigðum. Samþykkt samnings
Verslunarskólans mun skapa
þrýsting á samninganefnd
ríkisins,“ sagði Elna Katrín
sem í morgun bjó sig undir
56. fundinn í Karphúsi ríkis-
sáttasemjara. í dag er 58. dag-
ur verkfallsins. -rt
brother P-touch 1250
Lítil en STÓRmerkileg merkivél
5 leturstæröir '
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 geröir af römmum
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport_______
Heilsudýnur t sérflokkil
''L'r heilsunnar
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150