Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001
Fréttir
9
Á röltinu í Kringlunni:
Allir að gera góð kaup
Um síðustu helgi var líf og fjör í
Kringlunni þar sem útsölumar
voru að heijast og var talað um að
ástandið væri svipað og í jólaösinni.
Eitthvað hefur hægst á, sérstaklega
að morgni til um miðja viku, en á
þeim tíma litu blaðamaður og ljós-
myndari inn til að skoða stemning-
una.
Nokkur slæðingur var af fólki en
augljóst var að sumar verslanimar
höfðu meira aðdráttarafl en aðrar.
Mikil ös var í einstökum verslunum
og þá sérstaklega þeim sem hófu út-
sölur þann daginn, á meðan aðrar
stóðu tómar. Við tókum nokkra við-
skiptavini Kringlunnar tali og feng-
um að gægjast ofan í pokana hjá
þeim.
Föt á börnin
Rakel Bjömsdóttir var á gangi í
Kringlunni með stóran poka fullan
af barnafotum úr einni verslun og
sagðist hún hafa gert góð kaup á út-
sölu. Hún keypti ungbamagalla sem
kostaði áður 9.900 kr. en kostaði nú
6.400 kr. Ennig gerði hún góð kaup í
bamaúlpu sem var með 2000 kr. af-
slætti og kostaði nú 5900 kr. auk
þess sem hún keypti húfu og trefll í
stll. „Þetta eru góö leikskólaföt og
útigallar,“ segir Rakel. „Ég fer yfir-
leitt aldrei á útsölur en nú á ég böm
i fyrsta skipti og því tilvalið að ná í
vönduð föt á góðu verði.“ Hún seg-
ist hafa viljað sjá betri afslátt en þar
- útsölur í fullum gangi
DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR
Beöið eftir mömmu
Það ergott að hafa með sér félaga, í líki dúkku, á meðan mamma er að skoða í búðunum.
Einar, Kristín, Elísabet og Begga
Begga tók með sér þrjá vini sína til að aðstoða við val á sundfötum sem hún
vonaðist til að finna á útsölu.
að úrvalið í nokkrum verslunum og
keypt ungbarnaföt í Hagkaupi.
Kolfinna sagði að þar væri góður af-
sláttur en þó væri það mjög mis-
jafnt milli verslana. „Þær em jafn
misjafnar og þær em margar." Ósk-
ar sagði að þau færu á útsölur þeg-
ar þau kæmu því við og þar sem
börnin væru orðin þrjú væri gott að
geta keypt á þau föt á góðu verði.
Peysa og sundföt
„Ég var nú bara að kaupa eina
peysu,“ segir Svana Sigurgrímsdótt-
ir sem hafði keypt sér bleika peysu
í versluninni Cosmo. „Ég gerði góð
kaup en peysan kostaði bara 1900
krónur,“ segir hún. Svana fer nokk-
uö oft á útsölur og var hún búin að
skoða i þó nokkrum verslunum.
„Verslanirnar eru að gefa allt að
40-50% afslátt og því hægt að gera
góð kaup.“
Þau Begga, Elísabet, Kristín og
Einar eru öll 17 ára og voru saman
á búðarápi en aðeins Elísabet ætlaði
að kaupa eitthvað. „Ég er að leita að
sundfötum, mig hefur vantað þau
lengi,“ sagði hún. Þau segjast oft
skoða útsölumar og þá helst í Top
Shop og Morgan og segja að oft megi
fá flnar flíkur ódýrt. -ÓSB
Rakel Björnsdóttir
Hún segir að afslátturinn mætti vera
meiri en hún var að kaupa vönduð
barnaföt.
Oskar Birgisson og Kolfinna
Njáisdóttlr
Þau voru með börnum sínum, Aldísi,
Birgi Þór og Árna Birni, í Kringlunni og
voru fötin í pokanum á Árna Björn.
Svana Sigurgrímsdóttir
„Þessi peysa kostaði bara 1900 kr.
og ég tel mig hafa gert góö kaup, “
segir Svana og eflaust á hún eftir að
taka sig vel út í henni.
sem hún kaupir þessa vöru yfirleitt
á fullu verði þá sé hún ánægð með
afsláttinn sem hún fékk.
Jafn misjafnar og þær
eru margar
Kolfinna Njálsdóttir og Óskar
Birgisson voru ásamt bömum sín-
um, Aldísi, Birgi Þór og Árna Bimi,
að versla í Kringlunni. Þau eru frá
Húsavík en sögðust hafa komið í
bæinn í öðrum erindagjörðum en
notað tækifærið og kíkt á útsölur.
Þegar DV hitti þau höfðu þau skoð-
Saltfiskur á kartöflubeði
Saltfiskur „boulangére"
Kartöflurnar og sellerírótarsneiðarnar eru lagöar í eldfast mót og fiskinum
raðaö par ofan á. Soðinu er síðan helltyfir og rétturinn bakaður í ofni.
Saltfiskur hefur verið á borðum
landsmanna um langa hríð. En á
síðustu árum hafa matreiðsluað-
ferðir hans breyst og íslendingar
eru í æ meiri mæli að taka suðræn-
ar þjóðir sér til fyrirmyndar í þeim
efnum. Þjóðirnar við Miðjarðarhaf
líta á saltfiskinn sem herramanns-
mat og matreiöa hann sem slíkan.
Hér er uppskrift að saltfiski „bou-
langére" sem er skemmtileg leið til
að nýta sér þetta frábæra hráefni.
Gætið þess að nota eingöngu vel út-
vatnaðan saltfisk því annars verður
rétturinn brimsaltur. í mörgum
verslunum er hægt að kaupa fullút-
vatnaðan fisk þannig og er það góð-
ur kostur fyrir önnum kafna heim-
iliskokka.
Hráefni
1 kg stór saltfiskur, vel útvatnaður
6 stk. bökunarkartöflur
1/2 stk. sellerírót
1 stk. laukur, meðalstór
1 stk. hvítlauksgeiri
100 g smjör
4 dl kjúklingasoð
(eða vatn og kjúklingakraftur)
salt og pipar
Meölæti
6-6 stk. tómatar
200 g sykurbaunir
Sjóðið sykurbaunimar í söltu
vatni í tvær mínútur. Berið fram
ásamt tómötum í sneiðum.
Aöferð
Skerið saltflskinn i sex hluta. Af-
hýðið kartöflurnar og skerið í 1/2
cm þykkar sneiðar. Saxið laukinn
og hvítlaukinn og steikið í smjör-
inu ásamt kartöflu- og sellerírótar-
sneiðunum, kryddið með salti og
pipar. Leggið í eldfast mót og hellið
soðinu yfir. Bakið í 45 mínútur við
180° C án blásturs. Steikið saltfisk-
inn upp úr smjöri á pönnu og legg-
ið ofan á kartöflurnar. Bakið í ofn-
inum í fimm mínútur til viðbótar.
Borið fram í fatinu ásamt ferskum
tómatsneiðum og fint skornum
soðnum sykurbaunum.
Úr Veislubók Hagkaups
IKÉA
Nissan Almera SLX '98,
ek. 93 þús. km, 4 d., 5 g., rauðsans.
Verð 815 þús.
Daihatsu Sirion '99,
ek. 21 þús. km, 5 d„ ssk., steingr.
Verð 980 þús.
Ford Mondeo Ghia '97,
ek. 60 þús. km, 4 d„ ssk„ vínr.
Verð 1.390 þús.
Corolla XLi sedan 1300 '95,
þús. km, 4 d„ ssk„ dökkgr.
Verð 660 þús.
Toyota Coroila XLI sedan 1300 '96,
ek. 156 þus. km, 5 d„ 5 g„ dökk
MMC Lancer GLXI stw '97,
ek. 70 þús. km, 5 d„ ssk„ vinr.
Verð 860 þús.
Grand Sportage '98,
ek. 33 þús. km, 5 g„ 5 d„ vinr.
Verð 1.480 þús.
Kia Sportage '96,
ek. 40 þús. km, 5 d„ ssk„ grás.
Verð 1.090 þús.
Kia Sportage '97,
ek. 72 þús. km, 5 d„ 5 g„ vínrauður.
Verð 1.090 þús.
Suzuki Baleno GL station '98,
ek. 66 þús. km, 5 d„ 5 g„ grás.
Verð 1.070 þús.