Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Qupperneq 15
14
I>V
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001
______35
Skoðun
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Leitað verði sátta
Harkalega er nú tekist á um skýrslu starfshóps sem rík-
isstjórnin skipaði til þess að finna leiðir til að bregðast við
dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins. Ríkisstjórnin byggir ákvarð-
anir sínar og frumvarp, sem lagt verður fyrir Alþingi á
mánudag, á tillögum starfshópsins. Samkvæmt því mun
hluti af 8900 öryrkjum, 1200-1400 manns, sem fengið hafa
skerta tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka, fá
greiddar fjárhæðir vegna leiðréttinga á bótum fjögur ár
aftur í tímann með 5,5 prósent vöxtum.
Þetta sætta talsmenn Öryrkjabandalagsins sig ekki við
og njóta í þeim efnum stuðnings verkalýðshreyfingar og
stjómarandstöðu á Alþingi. Þá þrýstir almenningsálitið á
stjómvöld um sanngjarna niðurstöðu. Ágreiningur er
hins vegar um hvernig við dómnum skuli brugðist. Lög-
fræðingar takast á og það var beinlínis verkefni starfs-
hópsins að kanna hvort leiðrétta þyrfti bætur bótaþega
aftur í tímann og þá hversu langt, að hvaða marki þurfi
að endurskoða lagaákvæði sem dómurinn fjallar um og
loks að huga að mögulegri endurskoðun gagnvart öðrum
hópum en þeim sem dómurinn fjallar beint um.
Ríkisstjórnin taldi lagasetningu i framhaldi dómsins
nauðsynlega. Dómurinn hafi verið viðurkenning á því að
tilteknar lagagreinar stæðust ekki gagnvart ákvæðum í
stjórnarskrá. Hins vegar hafi ekki legið fyrir hverjum ætti
að greiða og hve mikið. Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði raunar í DV í gær að útilokað hefði verið að verða
við óskum öryrkja um greiðslu eftir dómsuppkvaðningu.
Það hefði verið kraftaverk ef Tryggingastofnun hefði get-
að greitt eftir dómnum, líkt og mönnum væri gert að
greiða reikning með engum tölum á.
Talsmenn öryrkja eru á annarri skoðun. Lögmaður
þeirra, Ragnar Aðalsteinsson, telur að i uppsiglingu sé
nýtt stjórnarskrárbrot. Ríkisstjórnin ætli sér ekki að fara
eftir dómi Hæstaréttar. Skilaboðin séu að það hafi enga
þýðingu fyrir fólk að leita til dómstóla með réttindamál
sín eða brot á mannréttindum. Stjórnin eigi alltaf síðasta
orðið. Hann bendir meðal annars á að í skýrslu starfs-
hópsins og frumvarpi því sem lagt verður fyrir þingið sé
gert ráð fyrir því að bætur verði greiddar fyrir fjögur síð-
ustu ár en skerðing bótanna nái sjö ár aftur í tímann. Þá
var Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags ís-
lands, ósáttur með greiðslu bóta til öryrkja um áramótin
og taldi í helgarblaðsviðtali DV að leikur hefði verið að
beita ekki hinni ólögmætu skerðingu.
Lögfræðingar standa frammi fyrir álitaefnum þegar
þessi dómur Hæstaréttar er túlkaður. Málið hefur vakið
miklar deilur og um leið heitar tilfinningar með þjóðinni,
enda tekist á um bótarétt og mannréttindi öryrkja, þeirra
sem hvað lakast eru settir í þjóðfélaginu. Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra lagði á það áherslu, þegar ríkis-
stjórnin kynnti fyrirætlanir sínar, að mikilvægt væri að
sátt næðist um málið og í góðri samvinnu meðal annars
við Öryrkjabandalagið. Ráðherrann kynnti jafnframt að
endurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni yrði hraðað,
enda mikilvægt að komið yrði til móts við þá sem minnst-
ar tekjur hafa.
Til þess að ná þeirri sátt sem heilbrigðisráðherra vill
verður ekki annað séð en breyta þurfi frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar áður en það verður að lögum, meðal annars
um tímalengd endurgreiðslu. Það er æskilegra en að þús-
undir öryrkja finni sig knúna til þess að höfða mál gegn
ríkinu, líkt og lögmaður þeirra hefur boðað.
Jónas Haraldsson
Þrír milljarðar fyrir einn
- 2,4 fyrir fjöldann
Nú er ljóst að ríkisstjórn
Davíðs Oddsonar kemst
ekki hjá því að greiða til
baka skerðingar til öryrkja
vegna tekna maka. Nú eru
farin að heyrast hljóð úr
ýmsum blábörkum að þetta
muni nú aldeilis koma við
ríkissjóð að þurfa að greiða
til baka 2,4 milljaraða til
þessara 1- 2000 einstaklinga
sem í hlut eiga.
Ég minnist þess ekki að
þeir hinir sömu hafi rekið
upp ramakvein þegar einn
einstaklingur tók út til eig-
in ráðstöfunar yfir 3 milljarða úr
svonefndri þjóðareign vegna kol-
rangrar útfærslu fiskveiðistjórnun-
arkerfisins.
Endurnýjun er nauðsyn
Það er ótrúlegt að að þjóðfélagið
skuli láta ganga yfir sig á þann hátt
sem gert er á mörgum sviðum af sitj-
andi ríkisstjórn. Það er orðin brýn
nauðsyn að fólk í landinu átti sig á
því að það er óhollt að hafa óbreytt
stjórnvald í landinu svo lengi eins og
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ríkt samfellt.
Mitt álit er að það þurfi
reglulega að skipta nýjum
aðilum inn völlinn, nánast
óháö því hvaða flokki við-
komandi aðilar tilheyra
sem fyrir eru. Einstakling-
ar með mikil völd í langan
tíma gerast svo makráðugir
að þeir taka ekki eftir þvi
sjálfir hvernig spilling verð-
ur til í skjóli valdsins.
Menn gera ef til vill hluti
í þeirri trú að þeir vinni í
anda réttlætis en þeir sjá
bara ekki hlutina lengur i réttu ljósi
vegna einhæfni og jábræðra.
Fiskveiöistjórnunin
Dæmi um það sem hér er verið að
fjalla um er framkvæmd fiskveiði-
stjórnunar á íslandi. Það er alveg
ljóst að það verður að takmarka það
sem tekið er úr auðlind hafsins en
framkvæmdin verður að vera rétt og
byggð á jafnræði.
Núverandi ríkisstjórn hefur barið
hausnum við steininn og lokað aug-
unum fyrir augljósum
staðreyndum árum saman.
Það hefur verið upplýst
um brottkast fiskjar sem
nemur tugum þúsunda
tonna, einnig um ýmiss
konar svindl og óheilindi
vegna stjórnunar kerfis-
ins. En stjómarherrarnir
eru svo sannfærðir um
flottu fotin sín og eigin
veröld að þeir verða ekki
varir við nekt sína. Þeir
sem eru þannig staddir
eiga að hverfa frá völdum,
þess vegna verður þjóðin
að skynja að nú er komið
að því að vinna að því öll-
um árum að setja ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar
af svo fljótt sem auðið er.
Viöbrögð við dómi
Öllum landsmönnum
má ljóst vera að viðbrögð ríkisstjórn-
arinnar eru neikvæð vægast sagt,
gagnvart hæstaréttardómi sem felld-
ur var 19.des. í mjög svo ræddu máli
öryrkja. Þannig hefur verið í fleiri
„Nú er Ijóst að ríkisstjóm Davíðs Oddsson-
ar kemst ekki hjá því að greiða til baka
skerðingar til öryrkja vegna tekna maka.
Nú eru farin að heyrast hljóð úr ýmsum
blábörkum að þetta muni nú aldeilis koma
við rikissjóð að þurfa að greiða til baka 2,4
milljarða til þessara 24000 einstaklinga
eða fleiri sem í hlut eiga. “
málum. Mér undirrituðum er óskilj-
anlegt hvernig menn gleyma slæm-
um viðbrögðum stjórnarherranna
við réttlætismálum.
Viðbrögð gagnvart bók Stefáns
Ólafssonar prófessors, ís-
lenska leiðin, voru á sama
veg.
í þeirri bók er sagt m.a. um
tekjutengingu á bls. 273: „Þá er
önnur beiting skerðingar-
reglna i almannatryggingakerf-
inu á íslandi einnig fátíð en
það er skerðing lífeyris öryrkja
vegna tekna maka þeirra.“
Það sem bent er á er að rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar er
að viðhalda arfleifð gömlu fá-
tæktaraðstoðarinnar frá fyrri
öldum um að hver og ein fjöl-
skylda verði að sjá um fram-
færslu sinna og aðstoð ekki
veitt fyrr en ljóst var að fátækt
aðstandenda væri svo mikil að
það yrði að veita umræddum
einstaklingi aðstoð sem annars
væri á þeirra framfæri. Það á
ekki við á íslandi í dag að
beita hugsunarhætti gömlu fá-
tæktaraðstoðarinnar. Vestrænar
þjóðir hafa horfið frá svona hugsun-
arhætti, það er grundvöllurinn að
dómi Hæstaréttar 19. des. sl.
Gísli S. Einarsson
Að öðru leyti allt í besta gengi
Ummæli
ESi
Tvöföldun Reykja-
nesbrautar
Bjartsýni er sögð höfuðdyggð - hoO
fyrir sambúð hjóna og magavökvana,
örvandi fyrir kynlífið og efnahagslíf-
ið. Ekki síst það. Þetta er aOtaf að
koma fram. Nú síðast í viðskiptakálfi
Morgunblaðsins rétt eftir áramót. Þar
er skrifað um „væntingar um þróun á
hlutabréfamörkuðum" og því slegið
upp í stórri fyrirsögn að það sé „Full
ástæða til bjartsýni“.
En þegar greinin er betur skoðuð
þá sést að málið er snúnara. AOir sem
spurðir eru viðurkenna að hagvöxtur
sé aö minnka og samdráttur líklegur
hér og þar. En það er um leið
augljóst að þeir telja það
skyldu sína aö snúa talinu
upp í bjartsýni: samdráttur er
ekki kreppa heldur í mesta
lagi „umtalsverður slaki í eft-
irspurn", lækkun á verði
hlutabréfa er ekki lækkun
heldur „verðleiðrétting" og
aOir eiga nú von á „hægri
lendingu" áður en þeir takast
á loft aftur í besta heimi aOra
heima. Það er í þessum anda
sem sett er fyrirsögn um
„fuOa ástæðu tfl bjartsýni"
enda þótt ekki sé nema
hálf eða lítfl ástæða tfl
slíkra hugrenninga.
Trúin og vonin
Ástæðan fyrir þessari
skyldubjartsýni kemur
líka fram. í pistlinum seg-
ir að „hinir bjartsýnu"
telji „aflt tal um kreppu og
samdrátt vera ábyrgðar-
laust og veiki einungis
trúna á markaðinn“. Það
er trúin sem ræður hvort verðbréf
lifa eða deyja, eða eins og vitrir menn
hafa sagt: ef Bandaríkjamenn trúa
því að aOt sé í lagi á Wall Street - þá
verður allt í lagi. En ef trúin bilar þá
er allra veðra von. Við lifum á merki-
legum tímum þegar trú á æðri mátt-
arvöld og eilíft lif stendur víða höll-
um fæti - og þá hafa ábyrgir menn í
hagkerfinu fundið upp á því snjaO-
ræði að virkja vannýtta trúarþörf
mannfólksins í þágu verðbréfavið-
skipta.
Gef oss í dag daglega hækkun Dow
Jones og Úrvalsvísitölunnar. Það er á
kaupþingum heimsins sem trúin og
vonin blómstra - kærleikann vantar
aftur á móti húspláss, eins og margir
telja sig verða vara við. Því verða
skrif um hlutabréfamarkað einatt lík
skemmtOegum söng úr gamaOi rúss-
neskri revíu. Þar er verið að segja
greifafrú nokkurri frá tíðindum að
heiman. í fyrstu vísu hefur uppsker-
an sviðnað i þurrkum og pest hlaupið
í hrossin. í þeirri næstu er eiginmað-
urinn strokinn með sígaunastelpu. I
þeirri þriðju hefur ráðsmaðurinn
„Fundið var upp á því snjallrœði að virkja vannýtta trú-
arþörf mannfólksins í þágu verðbréfaviðskipta: Gef oss í
dag daglega hcekkun Dow Jones og Úrvalsvísitölunnar.“
Arni Bergmann
rithöfundur
hlaupist á brott með aOa peningana -
já og reyndar kviknaði i óðalssetrinu
og það brann tfl kaldra kola. En á eft-
ir hverri hörmungavísu kemur glað-
legt og bjartsýnt viðlag sem hljóðar
svo: „En að öðru leyti, fagra greifafrú,
er aOt í besta gengi.“
Beðiö um dellu
Svo er annað. Þegar íslenskir verð-
bréfaspámenn skrúfuðu sig í fyrr-
greindum pistli upp í bjartsýni þá
höfðu þeir mestar áhyggjur af því að
jólaverslun i Bandaríkjunum hefði
verið minni en búist var við. Og víð-
ar má sjá áhyggjur af því sama: Am-
ríkanar keyptu ekki nógu mikið inn
fyrir jólin. Sumir segja að þeir séu
haldnir sjúkdómi sem heitir „neyt-
endaþreyta" og merkir líklega að
margir í því landi telji sig búna að
kaupa meira en nóg af dóti.
Aðrir minna á að hugvitsmönnum
hafi ekki tekist að finna neitt upp fyr-
ir þessi jól sem gat orðið að deOu eða
æði. Það vantaði eitthvað á borð við
tölvugæludýrin sem aflir foreldrar
sem vfldu standa sig í tilverunni urðu
að kaupa handa börnum sínum. Þvi
brást jólasalan og það gæti sent frá
sér keðjuverkanir niöur á við til verö-
bréfamarkaða um aUan heim.
Hagkerfið er skrýtið og undarlega
valt. Ef sérhannað bjartsýnistrúboð
bregst, ef meðaljóninn í Amríku
ákveður að leggja nokkra aura til
hliðar í stað þess að eyða þeim strax
og ef dekurböm í ríku landi fá ekki
eina delluna enn, þá klofna kaup-
þingsgólfin og púkar óvissunnar
skjóta upp hausum og glotta herfilega.
Árni Bergmann
Með og á möti
WfJ
\r til að leysa öryrkjamálið
„Tvöföldun
Reykjanesbraut-
ar með stefnu-
greindum vega-
mótum var
ákveðin með
samþykkt lang-
tima vegáætlun-
ar 1998. Með
vegáætlun fyrir
2000-2004 var
ákveðið að tflteknum hlutum henn-
ar skyldi lokið innan þess tíma. Nú
virðist einhverjir þeirra tefiast þar
sem skipulag skortir vegna mikil-
vægra og kostnaðarsamra áfanga ...
Undirritaður leggur til að tvöfoldun
Reykjanesbrautar sunnan Hafnar-
fiarðar að Reykjanesbæ verði lokiö
2004. Þaö er raunhæft en meiri flýt-
ir gæti skaðað framkvæmdina."
Árni Ragnar Ámason alþm.
í Mbl. 11. janúar.
Aftur til
Hæstaréttar
Starfshópur, sem ríkisstjórnin
skipaði til að fara yfir dóm Hæsta-
réttar um tengingu bóta öryrkja við
tekjur maka, skilaði í gær af sér
skýrslu, sem beðið hefur verið eftir
... Þetta mál er afar flókið og það er
erfitt að ræða það vegna þess að það
hefur svo sterk tilfinningaleg áhrif á
fólk. Engu að síður verða þær að
fara fram ... Eins og málið er vaxið
er ekki ólíklegt að það komi til
kasta Hæstaréttar á ný.“
Úr forystugrein Mbl. 11. janúar.
Bankiskoöar
sjálfan sig
Ekki hægt að gera betur
„Ríkisstjórnin
hefur farið mjög
vel yfir þetta mál
og reynt eftir
mætti að fara eftir
þeirri niðurstöðu sem Hæsti-
réttur komst að.
í ljósi þeirrar niðurstöðu
hafa menn lagt fram frum-
varp sem er tfl þess hugsað að
mæta þeim ágalla sem Hæsti-
réttur telur að hafi verið á
lögunum frá 1993.
Ég get ekki séð í fljótu bragði að
það sé hægt að gera þetta á annan
hátt en lagt er til.
Auðvitað er hægt að deila um fyrn-
ingarrétt og hve langt hlutir eigi að
ná aftur í tímann en eftir því sem best
veröur séð telur Hæstiréttur
sjálfur að þeim fyrningartíma
sem er í málinu sé fylgt.
Þess vegna er þetta kannski
eina niðurstaðan sem menn
geta komist að í málinu á
þessu stigi.
Það sem menn geta svo
velt íyrir sér í sambandi við
svona dóm er að ekki er tekið
á þeim fiölda öryrkja sem
ekki eru giftir eða eiga maka.
Það er kannski helst þar sem þurft
hefur að bæta úr miðað við þá sem
hafa verulegar fiölskyldutekjur.
En það er ekki tekist á um það í
þessum dómi og því ekki ástæða til að
gera það að sérstöku umræðuefni
hér.“
Kristján
Pálsson
alþingismaöur
Davíð mætti læra af Steingrími
„Eg er á móti
þeirri leið sem rík-
isstjómin hyggst
fara vegna þess að
hún ætlar áfram að
tengja tekjutrygginguna við
tekjur maka. Ríkisstjórnin ætl-
ar einungis að greiða öryrkjum
4 ár aftur í tímann þrátt fyrir
ótviræða niðurstöðu Hæsta-
réttar og Héraðsdóms um að
tekjutengingin hefði verið ólög-
mæt frá 1. janúar 1994. Ég er á
móti því siðferði stjómvalda að hundsa
úrskurði dómstóla. Til Öryrkjabanda-
lags Islands hefur hringt fiöldi fólks
sem vill gjarnan leita réttar síns vegna
þessa máls. Ég trúi ekki öðm en al-
mennir þingmenn virði vilja almenn-
ingsálitsins og beri til þess
gæfu og skynsemi að hlíta
þeim dómsniðurstöðum sem
þegar eru fengnar í landinu í
þessu máli. Þau stóryrði sem
forsætisráðherra hefur látið
falla í garð Öryrkjabandalags-
ins og Hæstaréttar em honum
til vansa. Vonandi ber hann
gæfu tfl að eiga einhvem tíma
samstarf við Öryrkjabandalag-
ið i stað hins eilifa ófriðar sem
hann hefur háð árum saman.
Frá því að Davíð myndaði fyrri stjórn
sína árið 1991 hefur hann ekki talið
ástæðu tfl að verða við óskum forystu-
manna öryrkjabandalagsins um við-
ræður. Hann mætti margt læra af
Steingrími Hermannssyni."
Arnþór
Helgason
framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalags
Islands
Sátt hefur náðst hjá stjómarflokkunum um að fara að dómi Hæstaréttar í Öryrkjabandalagsmálinu. Bætur verða t.a.m. greiddar fjögur ár aftur í tímann.
„Innherjavið-
skipti, eða rétt-
ara sagt meint
innherjavið-
skipti, eru mál
málanna í dag,
efitir að Fjár-
málaeftirlitið
fór fram á rann-
sókn á hluta-
bréfaviðskiptum
Búnaðarbankans, sem að mati eftir-
litsins hefur hugsanlega misnotað
innherjaupplýsingar tfl að auðgast á
téðum viðskiptum. Eins og við mátti
búast kemur Búnaðarbankinn af
fiöllum í þessu máli. Bankinn hefur
sjálfur lagst í rannsókn á sjálfum
sér og eins og við mátti búast kom-
ist að þeirra niðurstöðu að hvurgi
séu þar maðkar í viðskiptamys-
unni.“
Jóhannes Sigurjónsson
í Degi 11. janúar.
Lítilræði varðandi lýðræði
Ein athyglisverðasta fréttin á nýju
ári er tvímælalaust mótmæli frétta-
manna við ríkissjónvarpið i Prag
gegn pólitískri ráðningu sjónvarps-
stjóra ásamt pólitískri skipan full-
trúa í sjónvarpsráð. Ekki vekur það
minni athygli að þar njóta þeir kraft-
mikils stuðnings almennings og for-
seta landsins, Václavs Havel. Þeim,
sem þekkja ekki annaö lýðræði en
flokksræði, hlýtur að koma slíkt
spánskt fyrir sjónir.
Vitræn skýring á brölti
Það var því afar gleðilegt að fá
loks vitræna skýringu á þessu brölti
Tékka í fréttum íslenska ríkissjón-
varpsins 4. jan. sl. en þar bætti
fréttamaðurinn því við að það staf-
aði af því að Tékkar eru svo miklir
nýgræðingar á sviði lýðræðis að þeir
eru enn ekki farnir að skilja þá
galla, sem óumflýjanlega hljóta að
fylgja því. Enda talaði þar fréttamað-
ur stofnunar sem hefur langa og
mikla reynslu af pólitískum stöðu-
veitingum.
Og auðvitað hljóta einhverjar ann-
arlegar hvatir að búa að baki því að
Havel styður slíkan misskilning á
lýðræði. Honum er aðeins í mun að
klekkja á Klaus, fyrrum forsætisráð-
herra. Og þá er bara að vona að
Tékkum verði sem allra fyrst ljóst,
að hið eina sanna lýðræði er einmitt
flokksræði.
Þetta er ekki síður athyglisvert í
ljósi þess að nú nýlega vann sama
stofnun það afrek að vekja upp þá
tegund samninga-
gerðar við starfsfólk,
sem fyrri kynslóðum
tókst með ærinni fyr-
irhöfn og fórnum að
útrýma á fyrri hluta
nýliðinnar aldar. Þar
er vísað til þeirra
nauðungarsamninga
sem gerðir voru við
þýðendur og fóru
þannig fram að einn
og einn var dreginn
út i hom og gert ljóst
að ef hann sætti sig
ekki við kauplækkun
væru dagar hans við
slíka iðju hjá stofn-
uninni taldir. Þeim
var ennfremur, í
nafni amerískra
dreifiaðila, gert að af-
sala sér öllum rétti
varðandi frekari nýt-
ingu á afurðum sin-
um.
Það er auðvitað
lika gleðilegt, í ljósi
alþjóðavæðingar, að
amerískir dreifiaðil-
ar skuli koma með
Jóhanna
Þráinsdóttir
þýöandi
svo afgerandi hætti að
rekstri ríkissjónvarpsins,
eins og stjórnmálamenn
myndu sjálfsagt orða það.
Enda sýnir dagskrá
stöðvarinnar að hún á
mikið undir amerískum
dreifiaðilum komið og
því eðlilegt að þeir hafi
sitt að segja um rekstur
hennar.
Menning og tunga?
Einnig kom í ljós við
samningagerð þessa að
afkastageta þýðenda haföi verið stór-
lega vanreiknuð. Áður hafði veriö
talið að eðlileg framleiðslugeta
þeirra væri 40 textar á klst., en í ljósi
þess að aðalhlutverk stöðvarinnar er
að mati yfirmanna að miðla lands-
mönnum afþreyingarefni þykir ein-
sýnt að þar með sé orðið svo fátt um
svonefnt bitastætt efni að hver með-
alþýðandi ætti að fara létt með að
framleiða 50 texta á klst. Þessi upp-
götvun hafði jafnframt þá kosti í för
með sér að stöðin gat nú hætt að
skipta við seinvirka þýðendur, en
áður var hún búin að losa sig viö
annan dragbít á framsækinni dag-
skrá sinni, málfarsráðunaut.
Ekki hefur annað heyrst en að
pólitískt skipað útvarpsráð láti sér
þá ráðstöfun vel líka, þótt þeim sem
enn rámar í aö nauðungaráskrift
landsmanna að ríkisrekinni sjón-
varpsrás hafi upphaflega verið
fóðruð með skyldum hennar við
menningu og tungu þyki sem
þar sé aðeins enn ein staðfest-
ingin á því komin, að þær for-
sendur eru brostnar.
Fátíður misskílnlngur...
Það hvarflar meira að segja
að svoleiðis fólki hvort ekki
væri réttara aö leggja niður
hið pólitiskt skipaða útvarps-
ráð og verja fé því sem fer í
þann bitlinginn til þarfari
hluta, eins og t.d. endurráðn-
_____ ingar málfarsráðunautar eða
“ eflingar þýðinga í stað niður-
rifs á þeim, því að ef kröfur um þýð-
ingar miðast eingöngu við meinta há-
marksframleiðslugetu þýðenda hlýt-
ur það að bitna á vandvirkninni,
sama hversu góður þýðandi á annars
í hlut. Eða er jafnvel orðið tímabært
að landsmenn fái að ráða því sjálfir
hvaða afþreyingarstöð þeir kjósa að
styðja með áskrift sinni?
En kannski flokkast þannig hug-
leiðingar aðeins undir enn einn mis-
skilninginn á lýðræði, sem er til allr-
ar hamingju lika fátiður hér á landi;
að almenningi komi baun við á hvaða
forsendum ríkisherrar heimta af hon-
um gjöld. í stað þess er vitaskuld nær
að hugsa til þess með stolti að hér býr
þjóð sem ber höfuð og heröar yfir aðr-
ar þjóðir hvað varðar réttan og há-
þróaðan skilning á hugtakinu lýð-
ræði og veit mætavel að í því felst slst
af öllu réttur lýðsins tfl að skipta sér
af pólitískum ákvörðunum.
Jóhanna Þráinsdóttir
„Það hvarflar meira að segja að svoleiðis fólki hvort ekki vœri rétt-
ara að leggja niður hið pólitískt skipaða útvarpsráð og verja fé því
sem fer í þann bitlinginn til þarfari hluta, eins og t.d. endurráðn-
ingar málfarsráðunautar eða eflingar þýðinga í stað niðurrifs á
þeim ..." - Útvarpsráð fundar um þáttagerðarmann.