Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Dýralæknar grandskoða fósturvísainnflutning: Málið undir smásjá - segir landbúnaðarráðherra - er loks að bakka, segir þingmaður Samfylkingar „Ég geri ekki lítið úr ótta fólks gagnvart kúariðu en fósturvísar eru að mati færustu vísindamanna taldir áhættulausir," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Öll spjót hafa staðiö á landbúnað- arráðherra aö undanfómu vegna þessa máls og innflutningur nauta- kjöts frá írlandi fyrir jólin varð enn til að magna gagnrýnina vegna ótta fólks við kúariðu. Virðist sem nokkurt bakslag sé nú komið í hörð rök fyrir fósturvísainnflutningi úr norskum kúm. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, lét hafa eftir sér í DV í gær að verið væri að leika sér að eldinum með innflutningi fóstur- vísa úr norskum kúm. Vísaði hann til þingsályktunartillögu stjómar- andstöðunnar um að innflutningi fósturvísa verði frestað eða ákvörð- un um slíkan innflutning alveg dregin til baka. í svipaðan streng hefur Sigurgeir Þorgeirsson, fram- Guðni Jón Ágústsson. Bjarnason. kvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands, tekið og telur rétt að menn íhugi frestun á innflutningi á norskum fósturvísum. „Auðvitað er það svo að varúðar er þörf á öllum sviðum og bænd- urnir sem fengið hafa þessa heimild verða auðvitað að meta sína stöðu, ekki síst í ljósi þeirra miklu tilfinn- inga sem í umræðunni eru. Það sem ég hef lagt upp úr núna er að dýralæknar, Halldór Runólfsson, Sigurður Sigurðarson og jafnvel Sigurgeir Sigríöur Þorgeirsson. Jóhannesdóttir. fleiri, fari til Noregs og fari þar gjörsamlega yfir málið. Þeir ræði við Norðmenn og fylgist með hvað vísindamenn segja í Evrópu. Það viöurkenna það allir menn að þetta mál er undir smásjá og það þarf að hafa það i mjög nákvæmri skoðun. Bæði í samræmi við þá vís- indalega umræðu sem fram fer og ekki síöur að taka tillit til þeirra miklu tilfinninga sem víða ólga í kringum þessi mál,“ segir Guðni Ágústsson og leggur áherslu á að vísindamenn og leyfishafar verði nú að meta stöðuna. Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segist hafa það á tilfinningunni að land- búnaðarráðherra sé loks að bakka í málinu. „Enda er það skynsamleg- ast í stöðunni, þó ég sé ekki þar með að segja að endilega berist kúariðusmit með þessum fósturvís- um. Hins vegar þurfum við að halda ímynd Islands eins hreinni og við getum í þessari umræðu og erum í alveg einstakri aðstöðu til þess. Við erum með hreint kyn og hér hefur aldrei komið upp kúariða. Það væri því afar misráð- ið eins og umræðan er í Evrópu að fara að bauka við að flytja hér inn fósturvísa úr norskum kúm og hreint fáránlegt,“ Sigríður segir að í landbúnaðamefnd sé auk þess mjög mikill vilji til að herða veru- lega allar innflutningsreglur. -HKr. Bjargaö í náttmyrkri og haugasjó: Aldrei á ævinni orðið eins hræddur - segir Sigurbjörn Utley sjómaður DV, NESKÁUPSfAD: „Ég hef aldrei á ævinni orðið eins hræddur," sagði Sigurbjörn Utley sjó- maður, sem hafið hafnaði, í samtali við DV í gær, en hann bjargaðist aft- ur um borð í bát sinn, Birting NK, eft- ir að hann fór í sjóinn frá skipi sínu þar sem það var að veiðum 60 mílur austur af Norðfjarðarhorni seint í fyrrakvöld. Veður var afar slæmt og aðeins þeir hörðustu voru að kasta. Birtingur var að fylla þegar atvikið varö og kom til Neskaupstaðar með 200 tonn í gærmorgun. „Ég hreinlega veit ekki hvað kom fyrir,“ sagði Sigurbjörn á ómenguðu sjómannamáli þegar DV ræddi við hann í Neskaupstað í gær. „Báturinn valt og ég datt á milli. Ég reyndi að komast á kork- Dáöadrengir dv-myndir helgi gardarsson Tveir skipsfélagar Sigurbjörns á Birtingi NK, ánægöir með hversu vel tókst að bjarga félaga þeirra. Fjölskyldan stækkar Sigurbjörn heimtur úr helju og kona hans, Þórunn Maggý Jónsdóttir, sem mun ala þeim barn undir vetrarlokin. inn, tókst það ekki en náði að halda mér í netinu. Þeir voru svo fljótir aö kasta út til mín björgun- arhring þegar þeir áttuöu sig á hvað hafði gerst, það var nú það besta af öllu saman,“ sagði Sigur- björn. Þórunn Maggý Jónsdóttir, kona Sigurbjörns, sagði í gær að henni hefði brugðið illa þegar maður hennar hringdi í fyrrinótt og sagði söguna af giftusamlegri björgun. „Mér dauöbrá en mikið var ég fegin að fá hann aftur í morgun, heilan á húfi, þaö er guöi að þakka,“ sagöi Þórunn Maggý. „Hann var ekki nema um fimm mínútur í sjónum, við tókum strax eftir þessu,“ sagði Guð- mundur Garðarsson, skipstjóri á Birtingi, í gærdag. Hann fagnaöi því hversu vel tókst til. - Þú ert væntanlega lemstraður eftir þessi ósköp? „Ég er að mestu í lagi en ég ætla að láta kíkja á löppina á mér, ég slóst einhvers staðar utan í,“ sagði Sigurbjörn, en honum var vel fagnað við heimkomuna af unnustu sinni sem er gengin 7 mánuöi á leið með fyrsta barn þeirra. -HG Yfirvofandi atvinnumissir í Vestmannaeyjum: Eyjamenn fara ekki til sálfræðings - depurð og kvíði í skólabörnum, segir sálfræðingurinn á staðnum Stjóm ísfélagsins í Vestmanna- eyjum ákvað í gær að hætta vinnslu á bolfiski sem leiðir til þess að um 60 manns missa vinnu sína. Eyja- menn eru mjög slegnir vegna þessa. „Hjá okkur eru erfiðir tímar, verkefnaleysi og það er þungt í öll- um Eyjamönnum út af ástandinu," segir Birkir Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Netagerðarinnar Ing- ólfs í Vestmannaeyjum, en þar eru að auki átta starfsmenn í óvissu um framtíð sína. Netagerðin er í eigu ís- félagsins á staðnum og hafa aðhalds- og spamaðaraðgerðir stjórnenda arfsmannanna ^ um og veit ekki í oselianlegar ■ ástandið hjá Vestmannaeyjar depurð og kvíða- Btageröinni tákn- Erfiðir tímar, verkefnaleysi og þungt köst hjá börnum ent fyrir allt at- í öllum. hér í Vestmanna- eyjum en mér hefur ekki tekist að tengja það beint við atvinnuástand- ið,“ segir Jón Pétursson, sálfræðing- ur i Vestmannaeyjum. „Það er mik- ið rót á fólki hér og það kemur nið- ur á skólastarfinu eins og gefur að skilja. En eitt er það sem ekki hefur breyst í Eyjum; bömunum íjölgar," segir Jón Pétursson sem metur ástandið í Vestmannaeyjum helst út frá starfi sinu með skólabörnum. Fullorðnir sæki síður til hans eða eins og hann orðar það sjálfur: „Eyjamenn fara ekki til sáifræðings. Alla vega ekki karlmennirnir.“-EIR íhuga prófmál Þeir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík, og Benedikt Daviðs- son, formaður Landssambands eldri borgara, stað- festu það í samtali við Dag í gær að samtökin ætluðu að óska eftir viðræðum við ríkis- stjórnina um leið og öryrkjafrum- varpiö hefur verið samþykkt. Dag- ur greinir frá. Kostnaður ráöuneyta hækkar Ferða- og risnukostnaður ríkis- stofnana og ráðuneyta var tæpar 2.110 milljónir árið 1999 og hafði hækkað um 220 milljónir króna frá 1998. Þetta kemur fram í svari sem fjármálaráðherra hefur gefið við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi. Skorar á forseta Ástþór Magnús- son, formaður Frið- ar 2000 og fyrrum forsetaframbjóð- andi, hefur skorað á Ólaf Ragnar Grimsson að undir- rita ekki öryrkja- frumvarp ríkis- stjórnarinnar. í yfirlýsingu Ástþórs segist hann telja að forseti svíki kjósendur ef hann undirritar lögin. Vísir greinir frá. Fósturvísainnflutningur Stjórn Bændasamtaka Islands kemur saman til reglubundins fundar í dag þar sem meðal umfjöll- unarefna er fyrirhugaður innflutn- ingur á fósturvísum úr norskum kúm. Hugsanlega í Félagsdóm Formaður Eflingar telur allar lík- ur á að kjarasamningum verði sagt upp í næsta mánuði. Hann segir það vekja tortryggni að ekki væri hægt að fá skýr svör um kostnað við samning kennara. Frumstæð hagstjórn? Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaöarins, viðraði nýlega þá skoðun sína að núverandi vaxtastefna Seölabankans væri frumstæð hagstjórn. Jafet S. Ólafs- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- stofunnar, segir vexti hér í hróp- andi ósamræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. Dagur greinir frá. Kosið um flugvöll Borgarráð samþykkti á fundi sín- um 1 gær að atkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar fari fram laugardaginn 17. mars næstkom- andi. Á fundinum var einnig sam- þykkt að sunnudaginn 18. febrúar verði efnt til opins fundar til kynn- ingar og umræðu um málið. Söluaukning á kjöti Heildarneysla á kjöti á síðasta ári var 69,1 kg á íbúa og þarf að fara aft- ur til ársins 1985 til að finna sam- bærilegar sölutölur en þá nam heild- arsalan 69,3 kg á íbúa. Mbl. greinir frá. Búnaðarbanki í rannsókn Mál Búnaðar- bankans vegna við- skipta með hluti i Pharmaco sem ríkis- lögreglustjóri hefur haft til skoðunar að beiðni fjármálaeftir- litsins er nú komið til opinberrar rann- sóknar. Snýst það m.a. um meinta misnotkun upplýsinga kaupendum hluta í fyrirtækinu til hagsbóta.-HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.