Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 Fréttir DV Rykmengun í Reykjavík: Framkvæma þarf ná- kvæmar efnagreiningar - til að finna leiðir til að draga úr menguninni Bílaumferð veldur rykmengun Bílarnir sem aka um höfuðborgina eiga stóran hluta í mengunni, t.d. meö út- blæstri og dekkjunum sem eru undir þeim. Gera þarf nákvæmar efnagrein- ingar til finna út hvaða leiðir henta best til að draga úr rykmengun í Reykjavík. Ljóst er að draga þarf úr menguninni þar sem hún hefur ver- ið yfir þeim viðmiðunarmörkum sem taka á upp á evrópska efna- hagssvæðinu í sumar. Að sögn Birnu Hallsdóttur, sér- fræðings á mengunarvamasviði Hollustuverndar ríkisins, má rekja rykmengunina hérlendis að stærst- um hluta til bílaumferðar, landryks og salts sem fýkur frá hafi. „Ekki hafa verið gerðar nákvæmar efna- greiningar hér á landi á því hversu stóran hluta megi rekja til hvers þáttar," segir Birna. Slíkar mæling- ar þurfi að gera til að fá nákvæmar niðurstöður um hvað valdi ryk- menguninni. Bima segir að veður- far hafi mjög mikið að segja varð- andi þá mengun sem mælist í and- rúmsloftinu. Úrkoma, og þá sérstak- lega snjókoma, hreinsi loftið af ryki og á hinn bóginn valdi miklar vetr- arstillur því að rykið dreifist litið og safnast fyrir. Mikil rykmengun í vetur „í mælingum okkar höfum við séð toppa í rykmenguninni annars vegar í nóvember og desember og hins veg- ar í mars og apríl. Þá skapast einmitt oft þær aðstæður sem hag- stæðar eru mikilli rykmyndun, þ.e. vetrarstillur og bílar á nagladekkj- um og auðar götur,“ segir Bima og bætir við að undantekning á þessu hafi verið í fyrravetur en þá mældist svo til engin rykmengun allan vetur- inn, enda snjóaði svo til daglega. Birna segir að þær óvanalegu að- stæður sem verið hafi í veðráttunni í vetur hafi valdi því að mjög mikil rykmengun hefur mælst. Að sögn Bimu er sótið í útblæstri bíla hka mikill mengunarvaldur og að bilar sóti meira þegar kalt er í veðri. „Það er meira sót í útblæstri dísilbíla og slíkum bílum hefur fjölgað mikið að undanfórnu," segir Birna. Stærsti hlutinn frá vegsliti Ylfa Thordarson, nemi á þriðja ári í umhverfis- og byggingarverk- fræði, gerði á síðasta ári nýsköpun- arverkefni þar sem rykmengun var skoðuð. Ylfa skoðaði gögn frá Holl- ustuvemd og Heilbrigðiseftirlitinu og tengdi þau saman við umferðar- gögn, veðurfar og fleira. „Ég fann al- veg augljós tengsl á milli þess að á nagladekkjatímabilinu er svifryks- magn í andrúmsloftinu mun meira,“ segir Ylfa. Að sögn Ylfu gat hún metið að um 35 til 50% svifryks í höfuborginni stafi af vegsliti, 20% komi frá sjávarsalti, 20 til 30% frá landryki og 10 til 15% frá útblæstri. „Það virðist því vera að langstærsti þátturinn stafi af vegsliti," segir Ylfa. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikið vandamál rykmengunin er og að verkefnið hafi verið það fyrsta sinn tegundar. í kjölfarið hafa síðan fleiri rann- sóknir á rykmengun verið settar af stað. Ylfa segir að til að fá nákvæm- ari niðurstöður varðandi rykmeng- unina þurfi að framkvæma efna- greiningu. -MA Húsfyllir á japanskri sjónvarpsmynd -Sonja heimasæta á Lækjamóti og íslenski hesturinn voru í vinsælum þætti í sjónvarpi í Japan DV, HUNAÞINGI: Troðfullt var í Félagsheimilinu í Víðihlíð þegar fjölskyldan á Lækja- móti bauð fólki að koma og sjá jap- anska sjónvarpsmynd um göngur í Viðidal. Myndin, sem er rúmar 70 mínútur, var frumsýnd í japanska ríkissjónvarpinu fyrir jólin og hefur einnig verið sýnd á annarri stöð þar í landi. Nú er unnið að styttri gerð myndarinnar og verður hún sýnd víðar. Myndin fjallar um unga stúlku, Sonju á Lækjamóti, sem er að fara í fyrsta sinn í göngur og nýtur leið- sagnar föður síns. íslenski hestur- inn og náttúran setja mikinn svip á myndina og þótti Japönunum eink- um athyglisverð víðátta heiðanna og það frelsi sem hrossin njóta. Þá gerðu þeir því góð skil þegar Sonja sundreið Víðidalsá og eins þegar hún fylgdi Þóri foður sínum ríðandi upp á jökul. Sumum heimamanna þótti lítt fara fyrir sagnfræðinni í myndinni þegar gangnamenn á Víðidalstungu- heiöi voru allt í einu komnir upp á Lif og fjor Að venju var líf og fjör í réttunum, og nærvera Japananna vakti forvitni margra. DV-MYNDIR MAGNÚS ÓLAFSSON. Stjarnan Hér er Sonja filmstjarna ásamt japönsku kvikmyndagerðarmönnunum Tatsumine Katayama, stjórnanda kvikmyndahópsins, og Hiroshi Yanase aðal- myndatökumanni í Víðidalsrétt. jökul en þetta var liður í viðleitni Japananna að sýna sem fjölbreytt- ast landslag. 1 heild er myndin mjög góð landkynning og góð kynning á íjölbreyttum hæfileikum íslenska hestsins. Þegar Þórir ísólfsson bóndi bauð fólk velkomið í Víðihlíð sagði hann að það hefði verið mjög lærdómsríkt að vinna við gerð þessarar myndar en alls tóku Japanarnir upp um 80 klukkustundir af myndefni. Lét hann þess getið að það væru meiri erflðleikar að koma öllum þeim fyrir í Félagsheimilinu sem vildu sjá myndina en aðstoða Japanana. Myndin var sýnd í mjög vinsælli þáttaröð í Japan þar sem fjallað er um lífshætti og náttúru víða í heim- inum. -MÓ Átak Akraness veitir viðurkenningar: Spurningaljón fá stuðning samborgara DV, AKRANESI:_____________________ Spumingaljónin úr Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, FVA, þeir Ómar Freyr Sigurbjömsson, Ragnar Bjömsson og Sigurbjöm Gíslason, eru í spurningaliði skóla síns í spumingakeppni framhalds- skólanna Gettu betur og þeir era heldur betur vel staddir eftir fyrstu umferð þar sem þeir unnu Verk- menntaskólann á Akureyri í viður- eign þeirra, 19-14. Þetta er vissulega góður árangur hjá strákunum og vonast nemendur FVA eftir því að þeir komist í sjón- varpið alveg eins og í fyrra. Átaki Akraness, samtökum fyrirtækja, einstaklinga og stofnana á Akra- nesi, fannst eðlUegt að veita þessum vösku sveinum verðlaun fyrir glæsilegan árrangur. Á sama tima fékk Verslunin Allý viðurkenningu frá félaginu fyrir best skreytta verslunargluggann um jólin og Verslunin Mánablóm fyrir að eiga framlegasta verslunar- DV-MYND DANÍEL Viðurkenningar Frá afhendingu viðurkenninganna. Á myndinni eru, frá vinstri: Aöatheiöur Oddsdóttir frá versluninni Allý, Ragnar Björnsson, Ómar Freyr Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Gíslason og Jón Arnar Sverisson frá Mánabiómi. gluggann. Það er skoðun flestra lögðust þar margir á eitt um að Skagamanna að mjög vel hafi tekist skapa skemmtilega hátíðastemn- til um að skreyta bæinn um jólin og ingu. -DVÓ ............. Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Skóiausir á HM íslenska handboltalið- ið, sem vænt- anlega hamp- ar heims- meistaratitli ef dómarar í Frakklandi reynast ekki ómögulegir, hefur átt í vanda síðan farangurinn varð við- skila við það á Lundúnaflugvelli. Þó strákunum hafi tekist að finna á sig einhverjar spjarir til að striplast í á leikvellinum, þá er hætt við að þeir verði að keppa skólausir. Frakkar munu að öllu jöfnu ekki sérlega lappastórir og hafa menn átt í mesta basli með að fmna skóbúð sem selur nógu stóra strigaskó. Jafnvel eru taldar minni likur á að skór fáist á leikmanninn Róbert Julian Duranona en að strákarnir lendi á hliðhollum dómurum ... Fela fölsku tennurnar Kári Stefáns- son og íslensk erfðagreining eru nú að falast eftir upplýsingum frá tannlæknum um gögn sjúklinga. Þykja mikil verð- mæti jiggja í upp- lýsingum um sjúkdóma í skoltum íslendinga og skiptar skoðanir í hópi lækna um ósk Kára. Mun áhugi Kára hafa spurst út en misjafn skilningur lagður í tilganginn. Nær pottþéttar heimildir Sandkorns herma að á elliheimili einu í borginni hafi komið til vandræða í matartíma í gær. Gamlingjum gekk erflðlega að tyggja smásteik úr nautakjöti sem á borðum var. Við athugun kom í ljós að ástæðan var ekki sú að kjöt- ið væri af afgömlum írskum riðu- kúm heldur að gamla fólkið hafði falið fólsku tennurnar af ótta við ásælni Kára ... Keypti demantshring! Sigurður Gísll Gísla- son lögfræð- ingur hjá Lögreglu- stjóraemb- ættinu, sem vann ; 400.000 I Viltu vinna milljón á Stöð 2, talaði um að hann ætlaði að kaupa eitthvað handa konunni fyrir verðlaunaféð. Mun hafa sést til Sigurðar í skartgripa- verslun þar sem hann handlék stóran demantshring. Það mun vera altalað hjá Lögreglustjóraemb- ættinu að Sigurður hafi ekki að- eins gefið konunni sinni stóran hring, heldur borið upp bónorð í leiðinni. Einnig hefur heyrst að Sigurður ætli að hringja aftur til að freista þess að komast öðru sinni í þáttinn og fara heim með milljón í það skiptið. Velta gárung- ar fyrir sér hvað konan fái þá...? Tapsárir MH-ingar Undanfarin ár hefur Menntaskól- yfl við Hamrahlið |H|^fli^H verið iðinn við aö kæra eitt og ann- að í sambandi við Gettu betur keppni Loga Bergmanns Eiðs- sonar og félaga i Sjónvarpinu. Þess er skemmst að minnast að lið MH kæröi tvídrátt Þóru Arnórsdóttur stigavarðar á sínum tima þegar MH lenti gegn MR í annarri tilraun. Önduðu sum- ir því léttar er MH féll úr keppn- inni eftir viðureign við Verslunar- skólann í upphafi vertíðar nú og töldu að friðsamt yrði í ár. En viti menn, stýrihópi Gettu betur barst enn bréf frá liði MH þar sem óskað var endurskoðunar á því að liðið væri fallið úr keppni. Taldi bréfrit- ari að stjómendur hefðu ekki kynnt það nægilega vel fyrirfram að tap þýddi fall úr keppni. Málinu var vísað frá ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.